Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 21 LISTIR Esjumyndir MYNDUST Gallcrí Greip MÁLVERK ANNAJÓHANNSDÓTTIR Opið alia daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 30. apríl. Aðgangur ókeypis UMHVERFI okkar markar okk- ur sennilega með sterkari hætti en flestir vilja viðurkenna. Þannig má öruggt telja að hinir þröngu fírðir hafa mótað margan Vestfírðinginn á nokkuð annan veg en flatlendið þann sem hefur alist upp í Flóanum; lífssýn þessara einstaklinga verður ætíð nokkuð ólík. Þess eru fjölmörg dæmi úr ferða- sögum og viðtölum, að það sem höfuðborgarbúar sakna öðru frem- ur frá heimaslóðum er vemdari okkar í norðri, sjálf Esjan. Þeir em ófáir sem láta það verða eitt sitt fyrsta verk í daglegu ferli að líta til norðurs, og taka mið af Esjunni fyrir daginn hvað varðar kulda og snjó, sem og liti vorsins og sumars- ins. Þessi varðmaður Innnesjanna er ríkur þáttur í lífí fólks á þessu svæði, og mun ætíð verða. Vegna þessa er athyglivert, að Esjan hefur í raun ekki verið áber- andi þáttur í myndlistinni; þar em önnur (Hekla, Skjaldbreið, Herðu- breið o.s.frv.) frægari. Þó hafa ýmsir listamenn orðið til að mála Esjuna, og má þar nefna ýmsar myndir Jóhannesar Kjarvals, eink- um vetrarmyndir; meðal yngra li- stafólks sem þó hefur unnið lands- lagsmyndir er hins vegar sem Esjan sé ekki til. Allt kann þetta að eiga sér eðli- legar skýringar, en þessar hugleið- ingar em sprottnar af sýningu Önnu Jóhannsdóttur, sem er tileink- uð Esjunni. í sýningarskrá segir listakonan m.a.: „Kveikjan að þessari sýningu í Gallerí Greip er Esjumynd máluð 1993. Síðan hafa orðið fleiri Esju- myndir, þar sem gætir nýrra áhrifa. Þær eiga rætur sínar að rekja til stuttrar tejknimyndar sem ég er að vinna að. Áhrifín em fólgin í nokkr- um teikningum af rúmlega 300 þar sem hreyfingin er fönguð í því augnabliki þegar myndin er á mörk- um þess að vera hlutbundin og óhlutbundin. Af þessum orðum má sjá, að Esjan er í raun aðeins minning, en af henni hefur kviknað það mynd- efni, sem hér getur að líta, enda Esjan sjálf aðeins þekkjanleg í Fáfnis- mönnum að ljúka ÁHUGALEIKFÉLAGIÐ Hugleikur fer brátt að ljúka sýningum á sínu tuttugasta og fyrsta verkefni, Fáfn- ismönnum. Verkið fjallar á gaman- saman hátt um líf og störf Hafnar- stúdenta á öldinni sem leið. Næstu sýningar em á morgun, laugardags- og sunnudagskvöld. ------» M------- Penna og blýants- teikningar ALEXANDER Ingason myndlistar- maður opnaði á dögunum myndlist- arsýningu á veitingastaðnum Ara í Ögri, Ingólfsstræti. Á sýningunni verða sýnd olíumál- verk og penna- og blýantsteikning- ar. Þetta er hans þriðja sýning í Reykjavík. Sýningin verður opin daglega á afgreiðslutima kaffihússins og henni lýkur í byrjun maímánaðar. nokkmm verkanna. Það er fyrst og fremst litríkt samspil andrúmslofts, árstíða og drauma sem einkennir þessar myndir. Anna Jóhannsdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands vorið 1993, og tók þátt í sam- sýningu í Hlaðvarpanum það sum- ar. Hún stundar nú framhaldsnám í Frakklandi, en þetta er önnur einkasýning hennar hér heima á þessum vetri. Verkin á sýningunni em alls þrettán talsins, og hinar misjöfnu stærðir þeirra njóta sín ágætlega í uppsetningunni. Hér má fínna mismunandi myndheima; vordumbungurinn í „Esjan" (nr. 2) er hlýr um leið og hann er hófsam- ur, einkum sé litið til mynda ein_s og „Næturgleði" (nr. 8) eða „Á norðan" (nr. 11), þar sem ríkuleg litasamsetningin brýtur upp formið og gefur því möguleika á tengslum langt út fyrir myndefnið. Listakonan fer vel með litina í þessum verkum, og einkum ná minnstu verkin að njóta sín vel. Esjan stendur okkur höfuðborg- arbúum nærri og hér er því á ferð- inni ánægjuleg sýning sem minnir á það, þó lítil sé. Eiríkur Þorláksson ANNA Jóa við tvö verka sinna Árni Sæberg wm ^ '' ■ 'V,.. GLÆSILEG LLJXU SBIFREIÐ MITSUBISHI PAJERO ER BÚINN MÖRGU.M GÓÐUM KOSTUM SEM BÍLSTJÓRAR KUNNA AÐ META. ÞAR MÁ MEÐAL ANNARS NEFNA FALLEGT ÚTLIT, FRAMÚRSKARANDI AKSTURSEIGINLEIKA OG ALDRIFSBÚNAÐINN MEÐ FJÖLVALI. PÁ SITUR ÖRYGGI BÍLSTJÓRA OG FARÞEGA í FYRIRRÚMI. MITSUBISHI PAJERO STENDUR TIL BOÐA MEÐ KRAFTMIKLUM BENSÍN- EÐA DIESELHREYFLI. PAJERO DIESEL MEÐ FORÞJÖPPU OG MILLIKÆLl KOSTAR FRÁ 3.494.000 TILBÚINN Á GÖTUNA ! STAÐALBÚNAÐUR í PAJERO ER M.A. ÚTVARP OG SEGULBAND, RAFDRIFNAR RÚÐUR, RAFSTÝRÐIR ÚTISPEGLAR, FJAÐRANDI OG UPPHITUÐ FRAMSÆTl, 3JA STIGA STILLANLEG FJÖÐRUN, ÖKUHRAÐASTILLIR. HEKLA -fi//e///a 6estS Laugavegi 170-174, sími 569 5500 MITSUBISHI MOTÖRS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.