Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 15 Efnafræð- ingar handteknir TALIÐ er að handtaka tveggja manna úr japanska sértrúar- söfnuðinum Æðsta sannleik í gær marki tímamót í rannsókn eiturgasárásar sem talið er að söfnuðurinn hafi staðið fyrir í Tókýó. Mennirnir voru félagar í sérstakri „efnasveit“ safnað- arins, sem framleiddi m.a. taugagasið sem notað var í árásinni. Ekki refsað fyrir líknar- morð HOLLENSKUR dómstóll fann í gær lækni, sem batt enda á líf mikið fatlaðs ungabarns, sekan um morð. Lækninum verður hins vegar ekki refsað en hann sprautaði barnið með banvænum lyfjaskammti að höfðu samráði við foreldra þess. Lýsti dómstóllinn yfir aðdáun á hugrekki og heilind- um læknisins við hinar erfíðu aðstæður en talið var að barn- ið hefði liðið miklar kvalir sök- um fötlunar sinnar. Vilja Tyrki út úr Irak ÞJÓÐVERJAR sögðu í gær að Tyrkir hefðu stigið skref í rétta átt með því að samþykkja að kalla stærstan hluta herliðs síns í Norður-írak heim. 35.000 hermenn voru sendir til íraks en 20.000 hafa nú verið kallað- ir heim. Hvatti Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, til þess að Tyrkir drægju allt herlið sitt til baka. Mótmælti kúgun á Þjóð- verjum ÞJÓÐVERJI, sem barðist í heimsstyijöldinni síðari, brenndi sjálfan sig til bana í miðborg Miinchenar til að mót- mæla kúgun á þýsku þjóðinni eftir að stríðinu lauk, að sögn yfírvalda. Mikil umræða hefur verið um hvernig Þjóðverjar eigi að skilgreina stríðslokin en hálf öld verður liðin í næsta mánuði frá stríðslokum. Neitar sam- ábyrgð JÖRG Haider, leiðtogi öfga- sinnaðra hægrimanna i Austur- ríki, þvertók í gær fyrir það að allir Austurríkismenn og Þjóðveijar bæru sameiginlega ábyrgð á stríðsglæpum í heims- styijöldinni síðari. Ekki mætti gleyma stríðsglæpum Sovét- manna og því að Austurríkis- menn hefðu verið fórnarlömb nasismans. Takmarka ekki fjöl- miðlaeign BRESKUR ráðherra vísaði því í gær á bug að hætta væri á því að fjölmiðiajöfurinn Robert Murdoch næði kverkataki á breskum ljósvakamiðlum . en breskir fjölmiðlamenn hafa varað við því. Sagði ráðherrann að ekki væri á döfinni að setja lög um takmarkanir á eign í fjölmiðlafyrirtækjum. ERLENT Reuter Trúskiptum mótmælt EFNTvar til mótmæla í Tel Aviv í Israel í gær þegar þangað kom erkibiskup kaþólsku kirkj- unnar í París, Jean-Marie Lusti- ger, til að vera viðstaddur minn- ingarathöfn um milljónir gyð- inga, sem misstu lífið í síðari heimsstyrjöld. Lustiger var gyð- ingur, sem lifði af helförina, en snerist siðan til kaþólskrar trúar og því vildu fyrrverandi trú- bræður hans mótmæla. Danir bjóða nýja bankarannsókn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MEIRIHLUTI danska þingsins samþykkti í gær að leggja til að nefnd sérfræðinga, einkum lögfræð-. inga, rannsakaði yfirtöku Færeyja- banka. Þar með er það undir Færey- ingum komið hvort af rannsókninni verður, því ef þeir hafna þessu fyrir- komulagi verður ekkert af rannsókn. Þeir hafa hins vegar farið fram á að rannsóknin verði framkvæmd af dómara. Færeyingar munu nú hug- leiða málið, áður en þeir gefa endan- legt svar. Færeyjamálið er mikið hitamál í dönskum stjómmálum og því urðu snörp orðaskipti í rúmlega þriggja tíma þingumræðum um málið í gær. Hans Engell leiðtogi íhaldsflokksins, sem styður sjónarmið stjómaríjafn- áðarmanna í málinu, sagði áð þar með lægi nú fýrir endanlegt tilboð Dana, þó lengi mætti fínpússa það. Uffe Ellemann-Jensen formaður Vinstriflokksins (Venstre) krafðist þess hins vegar að stjórnin gengi að kröfum Færeyinga og í sama streng tók frummælandi Framfaraflokks- ins. Færeyingar munu ætla sér tíma til að kanna tilboðið, en ef þeir draga það fram á sumar að samþykkja til- högunina mun danska stjómin ekki kalla þingið saman til að afgreiða málið í sumarfríinu og rannsóknin dregst þá 'fram á haust. Eins og tillag- an er lögð fyrir er það Færeyinga að samþykkja hana eða hafna. Hafni þeir henni verður málið ekki rannsak- að. Samkvæmt fréttum danska út- varpsins frá Færeyjum eru uppi radd- ir þar um að einhveijir Færeyingar muni telja ákjósanlegt að hafna til- lögu Dana og koma þar með í veg fýrir að málið verði rannsakað frekar. Móðir náttúra skákar Darwin Stökkbreyting ekki aðeins tilviljun Boston. Morgunblaðið. HINGAÐ til hefur sú verið trúa vis- indamanna að stökkbreytingar væru tilviljunum háðar og heppni á því sviði ásamt því að náttúran vinsi úr hina hæfustu stuðli að viðgangi og þróun tegundanna. Nýlegar rann- sóknir benda hins vegar til, þess að málið sé ekki svo einfalt: Stökkbreyt- ingar séu oftar til framdráttar en trafala, rétt eins og hlutaðeigandi Singapore krefst fram- sals á Nick Leeson Frankfurt. Reuter. TALSMAÐUR þýska utanríkisráðuneytisins sagði í gær, að yfirvöld í Singapore hefðu formlega farið fram á, að Nick Leeson, fyrrverandi starfsmaður Barings-banka, yrði framseldur til landsins. Fresturinn til að krefjast framsals Leesons rennur út næstkomandi þriðjudag en þá verða liðnir tveir mánuðir síðan hann var handtekinn á flugvellinum í Frankfurt. Þangað kom hann frá Brunei. Leeson er sakaður um að hafa valdið gjaldþroti Barings-banka með spákaup- mennsku. Lítill áhugi í Bretlandi Búist er við, að tekist verði á um framsalskröfuna fyrir dómstólum fram á haust að minnsta kosti en Lee- son og lögfræðingur hans munu beijast gegn henm og bera meðal annars fyrir sig mannúðarástæður. Leeson hefur verið að vona, að bresk yfírvöld krefjist þess einn- ig að fá hann framseldan og hann hefur boðist til að sýna þeim fullan samstarfsvilja. Þau virðast hins vegar ekki hafa mikinn áhuga á að fá hann. í upphaflegri handtökuskipun á Leeson var því haldið fram, að hann hefði falsað tvö skjöl, sem áttu að sýna, að Barings-banki hefði fengið 80 millj. dollara frá banda- rísku fjármálafyrirtæki og þau setti hann síðan sem tryggingu fyrir bankaláni til að geta haldið spákaup- mennskunni áfram. örverur viti hvað þeim er fyrir bestu. Kenningar af þessu tagi stríða þvert gegn þróunarkenningu Darw- ins, en þær benda til þess að endur- skoðunar sé þörf 136 árum eftir að hann gaf út „Uppruna tegundanna". Vísindamenn við Massachusetts Inst- itute of Technology og Utah-háskóla birtu niðurstöður rannsókna sinna í nýjasta tölublaði vísindaritsins Sci- ence og færa þar rök að því að stökk- breytingar eigi sér stað í aðlögunar- skyni. Vísindamennirnir rannsökuðu E. coli gerla, sem ekki hafa erfðavísa til að bijóta niður mjólkursykur, og settu í petriskáj þar sem ekkert ann- að var að hafa. í stað þess að gerlarn- ir dræpust kom fram stökkbreyting, sem gerði þeim kleift að nýta þessa tegund sykurs, og það gerðist hundr- að sinnum hraðar en þróunarkenn- ingin gerir ráð fyrir. Þegar stökkbreytingin varð, var sem hinir gerlarnir væru í viðbragðs- stöðu. Út af sykurskortinum í um- hverfínu örvaðist flutningur milli geria á kjamsýruhringjum eða pla- smíðum með stökkbreytta geninu. Ósennilegt er að flóknari lffverur búi yfir þessari aðlögunarhæfni, en þessar rannsóknir sýna að umhverfíð hafi áhrif á tíðni stökkbreytinga hjá einföldum lífverum. I I I I I I I I I I I I I ft * Le Corbusier bekki með leðri og hrosshúð X Skrifstohistóla x Gestastúla K Leöursófa yí Sútasett k Kafhstofuborð K Stálskjataskápa >C Stúk borfi 4- Sóta með tiáu ðaki Seljum í dag og næstu daga v/breytinga eftinfarandi sýnishorn og stahan vönun með (30-70% afslætti CE333 Lil WlTMAMM nusgogn Hallarmúla 2 • 108 Reykjavík • Sími 581 3509 • Fax 568 9315

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.