Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 24
24 FIMkTUDAGUR áV. APRÍL 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Finnskir vetrarúlfar UNGUR finskur málari, Ma- rikki Piirtola, sýnir í Svarta kaffinu, Laugavegi 54 frá 1.-31. maí. Myndirnar eru mál- aðar síðastliðinn vetur í Finn- Iandi og nefnist sýningin Vetur í Finnlandi - Úlfar. Piirtola heludr aðra sýningu á Cafe Sauján, Laugavegi 91,19. júní til 19. júlí. Þar sýnir hann mynd- ir málaðar á Islandi og kallar Island séð með finnskum aug- um. MARIKKI Piirtola og málverk hans Úlfar og menn. Veiran gengur laus KVIKMYNPIR Bíóborgin, Bíóhöllin f BRÁÐRI HÆTTU („OUTBREAK“j + + + Leikstjóri Wolfgang Petersen. Hand- rit Laurence Dworft og Robert Roy Pool. Kvikmyndatökustjóri Michael Ballhaus. Tónlist James Newton Howard. Aðalleikendur Dustin Hoff- man, Rene Russo, Morgan Freeman, Donald Sutherland, Kevin Spacey, Cuba Gooding Jr., J.T. Walsh. Banda- rísk. Wamer Bros 1995. í ÞESSARI splunkunýju spennu- mynd fer Dustin Hoffman með hlut- verk læknisins Sams Daniels sem starfar við smitsjúkdómarannsóknir hjá Bandaríkjaher. Hann er sendur til Saír að rannsaka veiru sem grandað hefur fjölda manns og það sem við honum blasir er það ugg- vænlegt að hann sendir yfírmönnum sínum viðvörun um yfírvofandi hættu á plágufaraldri. Hún er huns- uð, Daniels er fengið annað verk- efni og kemur honum ekki á óvart þegar upp kemur „flensa“ í ná- grenni rannsóknarstöðvar hersins. Veiran er sloppin út í andrúmsloftið og nú verður Daniels að bregðast snöggt við til að stöðva útbreiðslu þessarar vítisveiru sem getur gjör- eytt öllu lífí í Bandaríkjunum á fá- einum dögum. Til að gera honum enn erfíðara fyrir koma gömul afglöp yfírmanna hans, málinu tengd, uppá yfirborðið. Vel útfærð spennumynd af gamla skólanum. Peterson tekst vel að keyra myndina áfram, það af slíku offorsi að enginn tími gefst til að velta sér uppúr míglekum efnis- þræði. Þá nær hann stundum prýði- lega að lýsa fírringunni sem hlýtur að gerast í nágrenni jafn válegra atburða og þungbúnu hlutverki „stóra bróður". Söguþráðurinn er þó ekki alltaf skýr né rökréttur, mætti ætla að flaustsurslegt hand- ritið hafí verið unnið í of miklum flýti. Þá hafa höfundamir fléttað slepptu-mér-haltu-mér-sögu af Daniels og konu hans (Rene Russo), sem þjónar litlum tilgangi öðrum en að hafa bæði kyn í aðalhlutverk- um, sem Hollywoodframleiðendur telja svo ómótstæðilegt. Sem fyrr segir heldur Peterson áttum í hasarmyndagerðinni og sýn- ir styrka stjóm sem ásamt frábærri töku og tónlist gerir / bráðri hættu að góðri afþreyingu. Hann fylgdi bestu mynd sinni, Das Boot, ekki vel eftir, en síðustu tvær myndir hans sína að Þjóðveijinn er búinn að ná sér á strik í Vesturheimi. Það er ánægjulegt að sjá Hoffman á ný, ekki síst þegar hann bregður upp yfírvegaða geggjunarsvipnum sem hann nýtti sér svo eftirminnilega þegar heimur hans var að hrynja í Straw Dogs um árið. Annars em hlutverkin heldur klisjukennd en yfírleitt vel mönnuð. Myndir um djöflaveimr eru orðnar ófáar, sú síðasta The Stand. í bráðri hættu stendur sig vel í þeim samanburði. Sæbjörn Valdimarsson Kvikmyndasýn- íngar KVIKMYNDASÝNINGAR verða um helgina í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Á laugadag kl. 17 verður heimildar- kvikmyndin „Teheran, Jalta, Potsd- am“ sýnd, en þetta er hálftíma mynd um fundi leiðtoga bandamanna í síð- ari heimsstyijöldinni og er myndin sýnd í tengslum við myndasýninguna „Sigur vannst fyrir 50 ámm“, sem nú er opin í húsakynnum MIR. ÍMIR Á sunnudag kl. 16 verður sýnd verðlaunakvikmyndin „Farðu og sjáðu" (Idí og smatrí). Myndin gerist í Hvíta-Rússlandi, en þar jöfnuðu Þjóðveijar við jörðu mörg hundruð sveitaþorp og myrtu flesta íbúana en sendu aðra í þrælkunarbúðir. Aðgangur er ókeypis að kvik- myndasýningum MÍR og öllum heim- ill. AÐALFUNDUR SAMSKIPA HF. 1995 AðalfundurSamskipa hf. fyrir rekstrarárið 1994, verður haldinn í A-sal Hótels Sögu, föstudaginn 28. apríl nk. kl. 14:00. Dagskrá fundarins er samkvæmt 8. gr. samþykkta félagsins og verða eftirfarandi málefni tekin fyrir: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og rekstri á liðnu starfsári. 2. Stjórnin leggur fram ársreikning félagsins fyrir síðasta starfsár til staðfestingar, ásamtskýrslu endurskoðenda. 3. Tekin veróur ákvörðun um tillögur stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað á reikningsárinu. 4. Breytingar á samþykktum félagsins, einkum vegna nýrra laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál. Ársreikningurfélagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins við Holtabakka, Reykjavík. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins og við innganginn. SAMSKIP Sjálfstæðar konur — klappstýrur KVENNALISTINN kom illa út úr kosning- unum, Sjálfstæðis- flokkurinn vel. Kvenna- listinn hefur veitt göml- um flokkum og nýjum mikið aðhald hingað til. Þeir hafa ekki þorað annað en að veita ákveðnum fjölda kvenna brautargengi. Nú var Kvennalistan- um hafnað og bræðra- lagið blómstrar. í þeim dansi er hart sótt og aðeins eitt stingandi strá stendur eftir sem áður í ríkisstjórn að dansi loknum; eitt sýnishorn rúm- lega helmings þjóðarinnar. Að trúa á mátt sinn og megin Svokallaðar „Sjálfstæðar konur“ í Sjálfstæðisflokknum fóru mikinn fyrir kosningar, fyrst og fremst gegn kvennalistakonum. Töldu okkur óþarfar; við værum m.a. svo miklar hópsálir! Slíkar næðu ekki árangri í jafnréttisbaráttu. Málið væri að trúa á sinn eigin mátt og megin og sjá - jafnræði kynjanna væri í hendi. Það var og! Bræðralagið blómstrar Aðspurðar um rýran hlut kvenna á framboðslistum flokksins töldu þær að jafnréttismálin væru í góðum höndum Davíðs og Friðriks. Þær, og ekki bara þær, heldur allar lands- ins konur skulu áfram lúta forsjá karla í jafnréttismálum. Við sitjum sem sagt uppi með gömlu skarfana og eitt sýnishorn kvenna úr Fram- sóknarflokki. Sá er hlutur kvenna í landstjóminni. Klappstýrur Þetta gerist þrátt fyrir tilvist hæfra þing- kvenna i báðum þessum flokkum og þrátt fyrir óskhyggju sjálfstæðra kvenna. Hin harðsvír- aða barátta um peninga og völd gefur ekkert eftir. Karlar í flokkun- um berast á banaspjót- um, sveijast síðan í bræðralag gegn konum og hunsa eins og hægt er málefni þeirra. Konur sitja nú að kosningum loknum sem algjörar aukaleikkonur eða klapp- stýrur. Þær fengu umboð til að vinna fyrir flokkinn og klappa fyrir strák- unum. Hefði Kvennalistinn aftur á móti fengið öflugt umboð til starfa á þingi hefði yfirbragð ríkisstjórnar- I þessum kosningum unnu karlar en konur töpuðu, segir Elín G. — Olafsdóttir, og bætir við: Við töpuðum öll. innar orðið annað og málefni kvenna fengið forgang. Fræin sem Kvennalistinn sáir hafa þrátt fyrir allt fest rætur. Kon- ur eru óánægðar, láta það í ljós og munu ekki sætta sig við að sitja eftir á berangri. I þessum kosningum unnu karlar en konur töpuðu. Við töpuðum öll. En sumarið er í sjón- máli og konur munu safna liði. Höfundur er kvennalistakona. Elín G. Ólafsdóttir Olán í láni ÞAÐ er mikið lán fyrir stjórnmálahreyf- ingu að hafa mannval í forystusveit sinni. Á tímum fjölmiðlavalds og prófkjara getur það beinlínis kallast heppni. En þegar skipta á metorðum milli manna í slíkum hópi, situr kannski eft- ir fólk sem væri sjálf- kjörið til vegsauka í öðru samhengi. Nokkrar umræður hafa spunnist um ráð- herraval Sjálfstæðis- flokksins og þá einkum varðandi hlut kvenna. Mér þykir skiljanlegt að óánægju gæti meðal sjálfstæðiskvenna, inn- Ég vildi gjarnan sjá konur úr Sjálfstæðis- flokknum við ríkis- stjómarborðið, segir Jónína Michaelsdóttir, en ekki á þeim forsend- um að þær séu konur. an þings óg utan, með þá niður- stöðu, að í ráðherraliði flokksins sé engin kona. Enda fara frambærileg ráðherraefni í þeirra röðum. Hins vegar má kannski segja að lán þing- flokksins sé ólán í þessu tilviki. Mannvalið er með þeim hætti að ekki verður framhjá því horft. Hvarvetna sem Sjálfstæðisflokk- inn hefur borið á góma í mín eyru á síðasta kjörtímabili hafa menn verið á einu máli um að sterkustu þingmenn flokksins, að þeim Davíð, Friðrik og Þorsteini slepptum, væru Björn Bjarnason og Geir H. Haarde. Þessir menn hafa vaxið mjög af störfum sínum og njóta að ég hygg óvenjulega mikils álits og trausts. Hvort tveggja er verð- skuldað. Foringi sem gerði þessa menn að fótgönguliðum til að koma konum í liðfor- ingjastöður, væri ekki mikill foringi. í þessu felst enginn áfellisdómur yfir öðr- um þingmönnum flokksins, hvorki kon- um né körlum. Þetta snýst hvorki um menntun né kynferði. Ég tel útilokað að gengið hefði verið fram- hjá konu með reynslu, hæfni og persónuleika annars hvors þessara manna. Þar með er ekki sagt að aðrir þingmenn hafi ekki sitthvað sér til ágætis sem báða þessa menn skortir, en við ráðherraval og for- ystustörf nú finnst mér einsýnt að þeir hljóti að vera fyrsta val. Ég tel framgöngu og forystu Geirs H. Haarde á ýmsum sviðum, innan- lands og utan, vera álitsauka fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ég fagna því sérstaklega að Björn, Bjarnason skuli skipa sæt' menntamálaráð- herra. Hygg að hann muni reynst bæði menntamálum og menning- unni í landinu þarfari' on marga grunar. Ég vildi gjarnan sjá konur úr Sjálfstæðisflokknum við ríkistjórn- arborðið og sem víðast í ábyrgðar- stöðum í þjóðfélaginu, en ekki á þeim forsendum að þær séu konur. Það er óþarfa lítilþægni. Höfundur er rithöfundur og starfar að inarkaðsmálum. Jónína Michaelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.