Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ INGA BIRNA PÉTURSDÓTTIR + Inga Birna Pét- ursdóttir fædd- ist á Akranesi 4. desember 1977. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 19. apríl sl. Hún var dóttir hjónanna Péturs Jóhannsson- ar ■ og Sigrúnar Svansdóttur sem slitu samvistir er Inga Birna var þriggja ára. Inga Birna ólst upp á Akranesi hjá föður sínum og seinni konu hans Sigurveigu Kristj- ánsdóttur. Systkini Ingu Birnu samfeðra eru Jóhann Pétur, 12 ára, og Berglind Osk, 9 ára. Sigrún á eina dóttur, Þóreyju Svönu, 11 ára, með sambýlis- manni sínum Þóri Þórarinssyni. Inga Birna verður jarðsung- in frá Akraneskirkju í dag, 27. apríl, og hefst athöfnin kl. 14.00. Inga systir mín. Þú varst aðeins 17 ára en þú ætlaðir ekki að gef- ast upp. Þú ætlaðir að sigra. Ég sá það á svipnum á þér. Ég mun sakna þín mikið. Nú legg ég aupn aftur ó Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Þinn ástkæri bróðir, Jóhann Pétur. Til himins upp mín liggur leið. Þótt leiðin sé ei alltaf greið, þá veit ég, hver er vegurinn. Ég veit hver opnar himininn. Ó, kæri Jesú, þökk sé þér, að þú vilt hafa gát á mér. Því veikur oft er viljinn minn á veginum í himininn. (Lilja S. Kristjánsdóttir) „DROTTINN gaf og drottinn tók.“ Elsku Inga Bima mín. Þú komst eins og lítill sólargeisli til okkar ömmu og afa á Jaðarsbrautina, þegar þú varst aðeins þriggja ára með pabba þínum til að dvelja um hríð. Við fengum að njóta þess að fylgjast með þegar þú varst að feta fyrstu sporin í leik með frændsystk- inunum hér á Akranesi, í Bæjar- sveitinni og Mosfellsbænum. Oft var mikið að gera hjá ykkur bömun- um í sandkastalabyggingum á Langasandi og bústörfum í sveit- inni. Minningarnar em samt sterk- astar um hversu glöð og brosleit þú varst alltaf. Það var svo auðvelt að gleðja þig og mikið vom faðm- lögin hlý ef amma eða afí gaukuðu að þér einhveiju smáræði. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin þín. Ég leita þín, Guð, ieiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni að þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Kæra vina. Það er sárt að kveðja þig um stund, en ég veit að afí vemdar þig í faðmi sínum. Megi Guð vera með ykkur. Amma á Akranesi. Elsku Inga. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst svo dugleg að spila við mig. Ég vona að þér líði vel. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þín systir, Berglind Ósk. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIIÍTEL LIIFTLEIDIK Þín systir, Þórey. Af alhug þess ég óska þér að ekkert verði þér til baga ailt hið besta blessist þér bam Guðs vertu alla daga. Þannig kvað faðir okkar ein- hveiju sinni um litlu stúlkuna okkar sem við viljum minnast með fáein- um orðum. Inga Bima var fædd og uppalin á Akranesi í faðmi fjölskyldu sinn- ar. Hún fór sömu leið og önnur ungmenni í grunnskóla, var í barna- kór og lúðrasveit Tónlistarskólans. Auk þess var hún mikið í æskulýðs- starfi kirkjunnar. Við upphaf framhaldsnáms virt- ist lífið blasa við ungu stúlkunni okkar. Oft var hún búin að ræða við frændsystkini sín og okkur full- orðna fólkið um hvemig hana iang- aði til að haga námi sínu. Hugur hennar stóð til þess frá unga aldri að verða hárgreiðsludama. Hún hafði aðeins lokið hálfum vetri í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þegar hún veiktist af hinum erfíða sjúkdómi. Á þeim þrettán mánuðum sem veikinda- stríðið varði skiptust á skin og skúr- ir, von og ótti. Margar voru ferðim- ar til lengri og skemmri dvalar á sjúkrahúsi í Reykjavík og þrátt fyr- ir frábæra umönnun bæði á Landa- koti og Landspítala var það henni afskaplega dýrmætt að komast aft- ur heim þótt oft væri það aðeins í fáa daga. Dásamlegt var að fylgjast með ástríkinu og umhyggjunni sem hún naut hjá foreldram og systkinum í hennar miklu baráttu við mjög erf- iðan sjúkdóm. Um síðustu jól var hún og við öll innilega vonglöð um að lífið myndi sigra manninn með ljáinn. Allt benti til þess að hún kæmist aftur í skólann sinn sem hún þráði svo heitt. Gæti notið æsku sinnar með öðram unglingum og verið aft- ur í faðmi fjölskyldunnar. Það er ljúft að minnast fallegu telpunnar með gullnu lokkana, bjarta brosið og dillandi hláturinn. Við sáum strax í æsku þann eigin- ERFKDRYKKfUR Glæsilegir salir, gott verb ..„oggó&þjónusta. VELSLGELDHUSIÐ “ÁLIHEIMUM 74 - S. 568-6220 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 MIIMNINGAR leika hennar að vera ánægð með allt sem að henni var rétt og jafn þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún var óþreytandi að rabba við okkur um lífið og tilver- una, fjölskyldu og vini, hagi þeirra og líðan. Gaman var að sjá hvað hún var í miklu uppáhaldi hjá öllum litlu frændsystkinunum sínum, öll vildu þau fá Ingu Birnu til að leika við sig. Hún var blíð og góð við alla og umhyggja hennar fyrir fjöl- skyldu og vinum kom snemma í ljós og í veikindastríðinu var henni það efst í huga að öðram liði vel. Því viljum við segja: Hafðu þökk fyrir allt og allt. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, elsku Inga Birna okkar, viljum við föðursystkini þín þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum fengið að njóta með þér á þinni stuttu ævi. Við sem eftir lifum skiljum ekki af hveiju ungt fólk sem okkur fínnst að ætti að eiga allt lífíð framundan er kallað frá okkur. Spurningarnar brenna á okkur. Af hveiju hún? Og hvað vill skapar- inn? Við reynum að hugga okkur við þá skýringu að hún elsku frænka okkar sé kölluð til æðri starfa handan við landamærin sem við þekkjum ekki. Nú til þín, faðir, flý ég, á föðurhjartað kný ég, um áðstoð ég bið þig. Æ, vert með mér í verki, ég veit þinn armur sterki í stríði lífsins styður mig. En verði, Guð, þinn vilji, þó veg þinn ei ég skilji, ég fús hann fara vil. Þó böl og stríð mig beygi, hann brugðist getur eigi, hann leiðir sælulandsins til. (Guðmundur Guðmundsson) Elsku Pétur, Sigurveig, Jóhann Pétur og Berglind Ósk. Við biðjum algóðan Guð að varðveita ykkur og styrkja á þessum mikla sorgartíma. Gefí hann ykkur þrek og lýsi hann ykkur leiðina fram á við. Guðrún, Þuríður, Finnur og Svafar. Inga Birna var bara 17 ára þeg- ar hún kvaddi þennan heim eftir erfíða baráttu við sjúkdóm sem hún ætlaði svo sannarlega að sigrast á, en varð að lúta í lægra haldi fyrir. Ég heyrði í þér í síma aðeins viku áður en þú varst öll og spurð- ir þig hvemig þér liði. Svar þitt var: „Mér líður vel.“ Þá hugsaði ég, hún er hetja, hetja sem átti sína drauma í lífinu, sem átti eftir að gera svo ótal, ótal margt. Elsku vina mín. Þér hlýtur að vera ætlað mikilvægt verkefni hjá Guði, fyrst þú varðst að fara svona ung. Það er okkar eina huggun. Ég kveð þig með þessum litla sálmi. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson.) Elsku Pétur og Sigurveig systir, harmur ykkar er mikill. Þið sýnduð sama vilja, sama dugnað og Inga Birna sýndi í gegnum veikindin. Þið ætluðuð að sigra. Ég sendi ykkur, Jóhanni Pétri, Berglindi Ósk, Sig- rúnu, ömmunum og öðrum aðstand- endum mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Guð veri með ykkur og styrki ykkur. Ingibjörg á Flateyri. Með söknuð í hjarta vil ég kveðja þig, kæra Inga Bima frænka mín. Það er erfitt að skilja það hvers vegna þú varst tekin frá okkur svona fljótt. Mér era ofarlega í huga minning- amar frá því er við hjálpuðumst að við jólabaksturinn fyrir síðustu jólahátíð og vorum vonglöð að skipuleggja væntanlegt nám okkar eftir áramótin. Okkur grunaði ekki þá að skilnaðurinn væri svona skammt undan, við héldum að þú værir að sigrast á sjúkdómnum. Margar stundir áttum við saman við að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist og spjalla saman um lífið og tilveruna á sjúkrahúsunum. Aldrei heyrðist þú kvarta yfir vanlíðan þinni. Af algjöra æðruleysi barðist þú við þennan erfiða sjúk- dóm sem grípur svo marga heljar- tökum. Ég mun minnast hugrekkis þíns og baráttuvilja, frændrækni og góðrar vináttu alla tíð. Nú þegar leiðir okkar skiljast vil ég kveðja þig með þessu sálmaversi: Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. (Prudentius, sb. 1589, Stef. Thor., Sbj. Eg.) Þinn frændi, Ingimundur Guðmundsson. Elsku frænka. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, Inga Birna mín. Ég vonaði innilega að þú myndir ná þér, að þetta væri ekki mjög alvar- legt, sem að þér gekk. Að ég gæti fengið að hjáípa þér við námið eða hvað annað sem þyrfti. Þú hafðir þá trú lengst allra að þér væri að batna og hélst glaðværðinni, bros- inu og jákvæðninni á hveiju sem gekk. Þú varst ekki margra mánaða gömul þegar ég passaði þig fyrst og uppfrá því fannst mér eins og þú værir næstum því dóttir mín. Þú varst mér alltaf svo kær. Ég vildi passa þig, kenna þér og leið- beina. En nú ert þú farin og ég veit að hann afi passar þig núna og verndar. Ég vona að þér líði vel núna, Inga Birna mín, síðustu mánuðirnir voru svo erfiðir. Fyrir mér ertu lif- andi, því í minningunni lifir þú. Minningin um þig hressa, duglega, jákvæða og skemmtilega, lifir með mér og öllum sem þekktu þig. Ég vildi að ég hefði haft tök á að vera meira hjá þér síðustu vikur. En verði Guðs vilji. Þinn frændi, Jóhann. Ég var á leið til vinnu er ég frétti af andláti þínu. Ég hafði búist við þessu en neitað að gefa upp von- ina. Því það varst þú, sem sýndir með þinni aðdáunarverðu baráttu við illvígan sjúkdóm, að maður gefst ekki upp. Við eigum svo margar góðar minningar um yndislega stúlku sem var full af lífsgleði og góðmennskan uppmáluð við alla. Manni fínnst orðin fátækleg sem eiga að lýsa öllu því góða sem fannst í fari þínu. Sorginni yfir því að hafa þig ekki lengur hér verður ekki lýst. En þú ert í góðum höndum núna, þið afí gætið hvors annars. Elsku frænka, þín verður sárt saknað. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... kjark til að breyta því, sem ég get breytt... og vit til að greina þar á milli. Mitt höfuð, Guð, ég hneigi, að hjarta stíga megi í bljúgri bæn til þín. Lát heims ei glys mér granda, en gef mér bænaranda og hjartans andvörp heyr þú mín. Sá andans andardráttur sé óslítandi þáttur á milli mín og þín. Þá bamslegt hjarta biður þín blessun streymir niður. Ég fer til þín, kom þú til mín. (V. Briem.) Elsku Pétur, Sigurveig, Jóhann Pétur og Berglind Ösk, ykkar miss- ir er mikill. Eg votta ykkur og öðr- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Kristín Svafarsdóttir. Inga Birna mín, minninguna um þig mun ég alltaf geyma, þakka þér fyrir allt. Lítið blóm sem aldrei fær litið vorið það vor sem guðar nú á gluggann - en þegar það er fallið þetta litla vorsins blóm boða vindsins ljóð öll vetur því sólin hún sofnaði með þér, elsku Inga mín. Elsku Sigrún, Pétur, Sigurveig og þið litlu systkini hennar sem hafíð misst svo mikið. Megi minn- ingin um hana ylja ykkur og öllum þeim sem syrgja sárt unga stúlku, sem horfin er til betri heims. Þín vinkona, Anna. Það var eins og partur af okkur færi með þér, þegar þú fóst, Inga mín. En þú munt ávallt lifa í minn- ingunni, sem hress og kát stúlka, sama hvað bjátaði á. Við dáðumst að því hvernig þú barðist hetjulega í þínum veikindum, þú varst alltaf svo sterk og jákvæð. Þú veist það kannski ekki en við hugsuðum til þín og studdum þig í huganum all- an tímann. Við voram kannski ekki allar innan handar, en þær mann- eskjur sem studdu þig mest, Mar- grét Bjarnadóttir og Magnús, gerðu það fyrir hönd okkar allra. Við kveðjum þig með söknuði og þökk- um þær minningar sem þú skildir eftir í hjörtum okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. ■ Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Við þökkum Guði fyrir þær góðu stundir sem þú áttir heima hjá þér síðustu dagana. Einnig viljum við votta foreldram þínum, ættingjum og vinum okkar fyllstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg- inni. Blessuð sé minning Ingu Birnu. Ásta Li(ja, Brynhildur, Brynja, Dagmar, Elín, Erla, Elva, Herdís, Hildur, Ingibjörg, írena, Iris, Lára, Linda, Margrét, Ragna, Sara Björk og Sigríður. Okkar elskulega bekkjarsystir Inga Birna er horfín á braut eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Eftir stöndum við með spurnir í huga og hryggð í hjarta. Hvernig má það vera að ung stúlka í miðjum æskublóma skuli vera hrifín á brott með svo miskunnarlausum hætti? Hvar er réttlætið? Við fáum engin svör við spurningum okkar, heldur hljótum í vanmætti okkar að sætta okkur við þá staðreynd að dauðinn heyrir undir þau rök sem okkur er ekki ætlað að skilja. Og verðum þá í auðmýkt að trúa því og treysta að góður Guð hafí tekið Ingu Birnu til sín í náðarfaðm sinn. Við trúum því og treystum. Inga Birna var björt og falleg yfirlitum, hógvær í framkomu og ekki gefin fyrir að trana sér fram. Samt vissum við sem þekktum hana að hún var ákveðin og fylgin sér þegar á reyndi. Og víst hljóta þeir eiginleikar hennar að hafa hjálpað henni í hinni hörðu baráttu. Þar sýndi hún einnig mikið æðruleysi þegar sýnt var hvert stefndi. Þrátt fyrir hæglátt yfirbragð var Inga Birna félagslynd og naut sín vel í góðra vina hópi og lá ekki á liði sínu þegar brugðið var á glens og gaman. Hlátur hennar var þó ekki skellandi heldur mildur og mjúkur eins og hún sjálf var í sínu innsta. Inga Birna var virkur félagi í KFUM og K og skátahreyfing- unni.. Einnig var hún um skeið meðlimur í skólahljómsveitinni. í sorg okkar og söknuði skiljum við nú betur en áður hve Inga var okkur mikils virði. Við minnumst þess hve hún var góður félagi í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.