Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 110.TBL.83.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR17. MAÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Japamr hræðast hefndaraðgerðir ALMENNINGUR í Japan varpaði öndinni léttar í gær eftir að Shoko Asahara, leiðtogi sértrúarsafnaðar, sem talinn er hafa staðið fyrir eit- urgasárás í Tókýó, var handtekinn í umfangsmiklu lögregluáhlaupi í fyrrinótt. Tomiichi Murayama for- sætisráðherra bað þó fólk að vera áfram á varðbergi vegna hættu á hefndaraðgerðum af hálfu safnað- armanna sem ganga enn lausir. Yfirmenn lögreglunnar sögðust hafa sent 80.000 lögreglumenn, eða um þriðjung alls lögregluliðs lands- ins, til staða víðs vegar um Japan vegna hættunnar á frekari hermd- arverkum en skömmu eftir að Asa- hara var handtekinn sprakk sprengja í skrifstofu ríkisstjórans í Tókýó. Missti einn aðstoðarmanna hans aðra höndina í sprengingunni. Varað við flóðbylgju í Kyrrahafi Wellington. Reuter. RIKI við sunnanvert Kyrrahaf voru vöruð við hugsanlegri flóðbylgju í gær í kjölfar mjög öflugs jarð- skjálfta. Átti hann upptök sín í hafinu skammt frá Nýju Kaledóníu en ekki var vitað nákvæmlega hvar. Jarðskjáiftafræðingar á Nýja Sjálandi sögðu, að skjálftinn hefði verið svo sterkur, að hann hefði sprengt marga mæla og var í fyrstu talið, að hann hefði átt upptök sín nálægt Salomonseyjum en síðar í hafinu undan Nýju Kaledóníu, sem er austur af Ástralíu og norðvestur af Nýja Sjálandi. Var beðið upplýs- inga frá Bandaríkjunum til að unnt yrði að ákveða styrk skjálftans og upptök með meiri nákvæmni. Flóðbylgjustofnunin á Hawaii gaf í gær út viðvörun til ríkja við vestanvert Suður-Kyrrahaf en flóð- bylgjur, sem jarðskjálftar koma af stað, geta valdið miklum hörmung- um með ströndum fram og á lág- lendum eyjum. Lögreglan hafði dregið það í tvo mánuði að handtaka leiðtoga safn- aðarins af ótta við að fylgismenn hans gerðu eiturgasárásir í hefnd- arskyni en lögreglan taldi ekki víst, að sprengjutilræðið á skrifstofu rík- isstjórans tengdist handtökunni. Ásahara reyndi að bera sig vel við handtökuna og hafnaði læknis- aðstoð þótt talsmaður hans hefði sagt, að hann væri alvarlega veik- ur. Reyndi hann að banna lögreglu- mönnunum að snerta sig en sagði síðan eins og hann væri að svara ásökunum um morð og hryðjuverk: „Hvernig getur blindur maður eins og ég gert annað eins?“ ■ Fannst við hugleiðslu/17 Ottast um norræna samvinnu Brusscl. Reuter. VERULEG reiði ríkir í Nor- egi vegna þeirrar afstöðu Svía að mótmæla samningi um markaðsaðgang fyrir norskar sjávarafurðir innan Evrópusambandsins, ESB. Telja fjölmiðlar í Noregi, að sú“Staða, sem nú er komin upp, boði ekkert gott fyrir norræna samvinnu. „Svíar hafa snúist gegn okkur einu sinni enn og er þá ekki átt við framlag okkar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,“ sagði í norska dagblaðinu Arbeider- bladet. „Þeir vilja vernda sinn eigin fiskiðnað með því að skera niður útflutning á full- unnum sjávarafurðum frá Noregi um helming. Það boð- ar ekkert gott fyrir norræna samvinnu í framtíðinni." ■ Ásakanir/16 Rcuter Reuter MICKEY Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, var harðorður í garð Japana þegar hann tilkynnti um refsitollana. Sagði hann, að málið snerist í grundvallaratriðum um „heiðarleika" í viðskiptum en kvaðst ekki hafa trú á, að Japanir opnuðu heimamarkað sinn fyrir erlendum bifreið- um áður en refsitollurinn kæmi til framkvæmda. Bandaríkin bregðast við árangurslausum viðræðum í 20 mánuði Refsitollur lagður á japanskar bifreiðar Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að 100% refsitollur yrði lagður á 13 gerðir japanskra lúxusbifreiða ef stjórnvöld í Japan brygðust ekki strax við og opnuðu markaðinn fyrir bandarískum bifreiðum og varahlut- um. Japanir ætla að skjóta þessari ákvörðun til Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar, WTO, en hafa einnig beð- ið um tafarlausar viðræður við Bandaríkjamenn. Refsitollurinn kemur ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 28. júní. Refsitollurinn leggst á japanskan bílainnflutning, sem metinn er á 5,9 milljarða dollara, en Japanir hafa rúmlega mánuð til að verða við kröf- um Bandaríkjastjórnar. Viðskipta- halli Bandaríkjanna gagnvart Japan Fimm hafa sigrast á sýkinni FÓRNARLÖMB ebólasýkinnar í Zaire eru nú orðin 86 en vit* að er með vissu, að 93 hafa sýkst. Fimm sjúklingar hafa hins vegar unnið bug á sjúk- dómnum og hefur einn þeirra verið útskrifaður af sjúkra- húsi. Flest sjúkdómstilfellanna hafa verið í bænum Kikwit og þar eru grafnar fimm ítalskar hjúkrunarnunnur, sem létust úr sýkinni. Hér stendur zaírsk kona við gröf einnar þeirra. ■ Fimm manns/16 Japanir hafa frest til 28.júnítil að opna markaðinn er 66 milljarðar dollara og þar vega bílaviðskiptin þyngst. Kantor harðorður Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lagði á það áherslu í gær, að hann vonaðist til að um þessi mál semdist en Mickey Kantor, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjastjórnar, var harð- orður þegar hann skýrði frá refsitoll- inum. Kvaðst hann hafa litla trú á að Japanir skipuðust við enda hefðu samningaviðræður við þá staðið í alls 20 mánuði án nokkurs árangurs. Yoshihiro Sakamoto, iðnaðar- og utarm'kisviðskiptaráðherra Japans, sagði í Tókýó í gær, að ákvörðun Bandaríkjastjórnar yrði strax skotið til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar en japanskir sendimenn í Genf sögðu, að einnig yfif farið fram á tafar- lausar viðræður við Bandaríkjastjóm. KærttilWTO Komi refsitollurinn til fram- kvæmda og gildi í einhvern tíma mun hann ryðja japönsku lúxusbílunum burt af markaðnum en Bandaríkja- stjóm ætlar einnig að kæra Japani til WTO vegna þeirra aðferða, sem hún segir þá beita til að útiloka næst- um því innflutning erlendra bifreiða. 17 ára læknir Boston. Morgunblaðið. BALMURALI Ambati er sautján ára unglingur frá Queens í New York-borg og í síðustu viku tók hann bílpróf. Það er tímabært að hann fái ökuskírteini því að á föstu- dag útskrifaðist hann frá Mount Sinai-læknaskólanum og verður þar með sennilega yngsti læknir, sem útskrifast hefur í Bandaríkjun- um. Venjulega ljúka menn lækna- námi hér 26 eða 27 ára gamlir. Næsta ár verður Ambati lækna- kandídat á Long Island og því næst hyggst hann fara í fjögurra ára sérnám í augnlækningum. Ambati var fjögurra ára þegar hann ákvað að verða læknir. í grunnskóla tók hann tvo bekki á ári. Tólf ára hóf hann háskólanám og hafði fréttastofan AP þá eftir honum að hann ætlaði að verða yngsti læknir sögunnar. Fjórtán ára lauk hann almennu háskóla- prófi og byijaði þá á læknisfræð- inni. Þrumulostnir sjúklingar Ambati vann tvo mánuði á gjör- gæsludeild á siðasta ári sínu í læknisfræðinni. Hann er hár vexti og leyndi það aldri hans. Hann sagði dagblaðinu The New York Post að aldur sinn hefði á endan- um spurst til sjúklinga og þeir hefðu þá verið þrumu lostnir. Þegar Ambati var ellefu ára skrifaði hann bók um alnæini ásamt bróður sínum, Jayakrishna, sem þá var sautján ára, og fengu þeir sérstaka viðurkenningu fyrir frá bandaríska læknafélaginu. Ambati llutti ásamt fjölskyldu sinni frá Indlandi til Bandaríkj- anna þegar hann var þriggja ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.