Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 37 MINNIIMGAR + Birna Björns- dóttir fæddist í Neskaupstað 14. mars 1935. Hún lést á heimiii sínu, Klettagerði 1 á Ak- ureyri, 9. maí sl. Foreldrar hennar voi-u hjónin Kristr- ún A. Guðjónsdótt- ir, húsmóðir, f. 9.3. 1905, d. 1.4. 1995 og Björn Ó. Ing- varsson, útgerðar- maður, f. 7.4. 1898, d. 16.8. 1969. Kristrún var seinni kona Björns og hálfsystkini Birnu sem hún ólst upp með eru Ingunn, kennari á Akureyri, f. 21.2. 1925, Guðni, stýrimaður og skipstjóri, f. 17.11. 1929, d. 1.4. 1995, og Gréta, húsmóðir og deildarritari í Kópavogi, f. 15.6. 1932. Alsystkini hennar eru Anna, húsmóðir og verslun- armaður í Neskaupstað, f. 18.8. 1936, Uni, smiður í Reykjavík, f. 2.10. 1940, og Hallveig hús- móðir í Reykjavík, f. 8.3. 1945. Birna lauk landsprófi í Nes- kaupstað 1952. Hún vann mest sem símavörður, fyrst í Nes- kaupstað og síðar i Reykjavík. Stundaði nám í Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum veturinn 1953-54. Útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskólanum sem vefnaðarkennari vorið 1961. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þessa, sem var gleði þín.“ (K. Gibran.) í gær var kvödd hinstu kveðju frænka mín, skólasystir og vinkona, Birna Björnsdóttir frá Neskaup- stað. Loks er lokið iangri og erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm. Mæt kona er gengin. Góð, vel gefin, falleg og sérstök. Föst fyrir í skoðunum og réttlát. Ótrúlega dugleg í veikindunum og sálar- styrkur mikill eins og kom fram á meðan hún barðist sjálf og missti bæði móður sína og bróður á sama sólarhring 1.4. sl. Minningarnar streyma fram, heiman frá Norðfirði frá barna- og gagnfræðaskólaárunum og frá dá- samlegri veru okkar á Laugum í S-Þing. veturinn 1953-1954. Ynd- islegir voru vormorgnarnir á Laug- um þegar við vöknuðum kl. sex á morgnana og sátum í rúmunum okkar og gerðum handavinnu, hlustuðum á fuglasönginn og hlóg- um að skólasystur okkar, þeirri þriðju í herberginu, sem átti stund- um erfitt með að vakna svona snemma. Var vefnaðarkenn- ari á Laugum vetur- inn 1961-62. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Halldóri Halldórs- syni, (f. 23.7. 1934) 14.6. 1962, og hafa þau lengst af búið á Akureyri, en í Falun í Svíþjóð frá okt. 1969 - júní 1972. Börn þeirra eru 1) Sigurjón, f. 7.7. 1963, er að ljúka mastersnámi í forn- heimspeki í Lyon í Frakklandi, hefur áður lokið einleikaraprófi á klarinett frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og háskólaprófi í tónvísindum í Lyon. 2) Rún, f. 8.12. 1964, er læknir í Reykjavík, gift Reyni Þór Eyvindarsyni rafmagns- verkfræðingi, f. 19.3. 1963, og eiga þau Halldór, f. 25.7. 1992. 3) Pétur, f. 10.12. 1966, er við íslenskunám í HÍ og vinnur við þýðingar og prófarkalestur. Unnusta hans er Jóhanna Katrín Krisljánsdóttir, sjúkraþjálfari, f. 18.12. 1966. 4) Halldór Björn, f. 12.6. 1971, hefur lokið BA prófi í frönsku frá HÍ. Unnusta hans er Álfheiður Hrönn Ást- valdsdóttir, tannlæknanemi, f. 21.9. 1970. Birna var jarðsungin í kyrr- þey 16. maí sl. Svo leið tíminn. Þið Halldór geng- uð i hjónaband og fóruð að búa og eignast börn. Ég man líka dimmt haustkvöld niður við höfn hér í Reykjavík þegar við Svavar vorum að kveðja ykkur. Þá voruð þið að halda til Svíþjóðar til langrar dval- ar, að mér fannst, en Halldór þinn var þá að fara til framhaldsnáms. Ekki má gleyma móttökum ykkar á Akureyri og heimsóknum ykkar til okkar í Reykjavík og síðast en ekki síst dásamlegum dögum sem við áttum öll saman í Portúgal fyr- ir þrem árum. Þá héldum við og vonuðum að baráttu þinni við sjúkdóminn væri að verða lokið. Svona streyma minningarnar fram og eru auðvitað miklu fleiri. Ég man þegar þú sagð- ir hlæjandi, þegar fjórða barnið ykkar fæddist, að nú værir þú hætt barneignum, því skyldir þú lofa. Börnin ykkar eru svo yndisleg að ég sé nú að þau hefðu gjarnan mátt vera tíu. Meðan þú barðist við sjúkdóminn hræðilega síðustu mánuðina, höfð- um við oftast símasamband einu sinni í viku, stundum oftar. Alltaf var haldið í vonina og fyrir tveim mánuðum sagðir þú við mig að þú værir aðeins farin að hugsa um handavinnu og að löngunin kæmi örugglega í auknum mæli með vor- inu. Allan tímann með þú varst veik dvaldirðu heima við frábæra umhyggju og þar kvaddir þú. Ef við berum harm í hljóði - harmurinn er undarlegur - verður hann að vænum sjóði, vænsta sjóði okkar lífs. Deilir þú með hollvin harmi - harmurinn er undarlegur - hjartað, sem þér beret í barmi, bljúgt er þá af ást og þökk. (Arnór Siguijónsson frá Laugum.) Við Svavar sendum þér, kæri Halldór, hjartans samúðarkveðjur, svo og allri íjölskyldu þinni. Megi Guð vera með ykkur öllum í þess- ari miklu sorg. ^ Einnig senda skólasystur frá Laugum, veturinn 1953-1954, sín- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnunum, þar sem ég má næðis njóta. Far þú í friði, elsku vinkona. Elsa Christensen. Kveðja frá Inner Wheel klúbbi Akureyrar Á köldum vordegi lagði Birna af stað í þá ferð sem okkur er öllum ætlað að fara. Um nokkurra mán- aða skeið hafði hún átt við erfið veikindi að stríða. Þrátt fyrir mikinn lífsvilja og baráttuþrek mátti hún lúta í lægra haldi. Við kveðjum hana fullar af söknuði og erum þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Birna gekk í klúbbinn okkar 1987. Hún reyndist afar góður fé- lagi. Birna var hlédræg og hógvær og ekki sérlega mannblendin, en góður og traustur vinur vina sinna. Hún var ákaflega orðvör og hallaði aldrei orði á nokkurn mann. Hún var glæsileg kona og bar mikinn persónuleika og það sem hún lagði til málanna var mikils metið. Birna starfaði í dagskrárnefnd klúbbsins veturinn 1990-91 og hún var ritari veturinn 1991-92. Þessi störf leysti hún af hendi með mik- illi vandvirkni. Margar skemmtilegar samveru- stundir áttum við með Birnu í leik og starfi. Okkur eru minnisstæðir bjartir júnídagar á umdæmisþingi í Keflavík þar sem Halldór og Birna voru skemmtilegir ferðafélagar. Það er líka eftirminnilegt, þegar við tókum fram saumavélarnar fyrir jólin og saumuðum rauðar hjarta- lagaðar diskamottur sem prýða borðin á jólafundum okkar. Þá sýndi sig hversu handlagin og vandvirk Birna var. Á fundi sem við héldum í Ólafsfirði með konum Rotary- BIRNA BJÖRNSDÓTTIR GUÐBJARTUR JÓNSSON Guðbjartur Jónsson fædd- ist 25. september 1914 í Múlaseli í Hraunhreppi, Mýrasýslu. Hann lést 8. maí sl. For- eldrar hans voru Jón Ólafsson bóndi í Múlaseli og Guð- rún Guðmundsdótt- ir kona hans. Vegna veikinda móður sinnar var Guðbjarti komið í fóstur þegar hann var á öðru ári til móðursystkina sinna, þeirra Jódísar Guðmundsdóttur og Bjargmundar Guðmundssonar á Bakka í Kálfatjarnarhverfi á Vatnsleysuströnd og ólst hann þar upp. Bræður Guðbjartar eru: Steindór Árni, f. 12.6. 1904, d. 22.11. 1923, Guðmund- ur, f. 9.4. 1906, d. 10.8. 1930, og Jó- hann Ólafur, f. 17.9. 1911. Hinn 16. júní 1962 kvæntist Guð- bjartur eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Dórótheu Betúelsdóttur, f. 14. maí 1928, frá Görð- um, Sæbóli, Aðal- vík. Margrét á dótt- ur, Birnu, f. 19. september 1957, sem hann gekk í föðurstað. Guðbjartur verð- ur jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst, athöfnin kl. 15.00. Jarðsett verður frá Kálfatjarnarkirkju. KYNNI okkar systra af Guðbjarti eru ljúfar. Minningarnar koma upp í hugann þegar við rifjum upp gömlu góðu dagana á Bakka. Hvað það voru yndislegir tímar. Fjöru- ferðirnar og leitin að „gulli og silfri“, hjallurinn með búinu okkar, hólarnir og stóru túnin í endalaus- um leikjum. Og að eiga Bjart að var ekki verra. Að fá að fara með honum í gamla Willis-jeppanum inn í Voga, að Kálfatjörn og ótal margt fleira. Hann Bjartur var einstaklega barngóður og blíður. Og ekki má gleyma Möggu frænku sem alltaf var svo hress og kát. Hún bakaði besta rúgbrauð og kleinur sem hægt var að fá. Kæri vinur, kærar þakkir fyrir allt. Elsku Magga og Birna, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Erna, Ilildur, Gerður og Fanney Þorkelsdætur. manna á síðastliðnu vori var tísku- sýning á dagskrá. Þar var Birna ein af sýningardömunum, glæsileg að vanda. Henni var þá kunnugt um veikindi sín en sýndi fádæma æðruleysi og okkur þykir vænt um að eiga slíka minningu um hana á síðasta fundinum sem hún sótti í klúbbnum. Birna var fjölskyldumanneskja af lífi og sál og heimilið var henni helgur staður. Eiginmaður og börn voru miðpunktur lífs hennar. Birna var líka mikil lánsmanneskja í sínu einkalífi. Hún og Halldór eiginmað- ur hennar eiga fjögur mannvænleg börn sem bera merki góðs atlætis í uppvextinum og hafa erft mann- kosti foreldra sinna. Nú er skarð fyrir skildi þegar Birna er horfin. Okkur er það mik- ils virði að hafa kynnst henni. Mest- ur er þó missir eiginmanns hennar og barna og fjölskyldna þeirra. Við vottum þeim einlæga samúð okkar og biðjum þeim blessunar um ókomna tíð. Blessuð sé minning Birnu Björns- dóttur. Birna mágkona mín er dáin, að- eins sextug að aldri. Eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein var hvíldin henni kærkomin, en eftir standa ástvinir og sakna þess sem var. Við systkinin ólumst að hluta til upp í húsmæðraskóla, sem móðir okkar stjórnaði, og það var alltaf jafn spennandi á hverju hausti að sjá nýju stúlkurríar koma til náms og vetrardvalar. Á unglingsárunum skiptir útlitið miklu, og stúlkurnar voru vegnar og metnar og mikið rætt hveijar væru sætastar. Þetta þótti móður okkar fáfengileg iðja, og seinna lærðist okkur auðvitað að meta miklu fremur hið innra. En þannig kom Birna inn í líf okk- ar eitt haustið, og mér er það minn- isstætt, að hún flaug beint í fyrsta sæti hjá unglingadómnum. Há og beinvaxin, fríð og fasprúð. Og þannig var hún alla sína ævi, sem varð alltof stutt. Ég kynntist Birnu ekkert að ráði þegar hún var í skólanum hjá mömmu, aldursmunurinn skipti máli í þá daga, en það fór ekki fram- hjá mér, að eðliskostirnir voru ekki síðri en útlitið. Hún var samvisku- söm og vandvirk og skaraði fram úr í flestum greinum. Hún var frem- ur hæglát, tranaði sér hvergi fram, en ávann sér virðingu og vináttu skólasystra og kennara. Og ég var bæði glöð og stolt nokkrum árum síðar, þegar bróðir minn gekk að eiga þessa glæsilegu og góðu konu. Sú sjón gleymist ekki, þegar þau gengu saman geislandi af hamingju hönd í hönd inn gólfið í kapellu Háskólans, þar sem þau voru gefin saman vorið 1962. Það reyndist þeim báðum hið mesta gæfuspor. Líf þeirra var svo samofið, að ég kann ekki að minnast annars án þess að geta hins. Þau voru sam- hent og samrýmd hjón, sem nutu þess að vera saman, byggja upp heimilið og ala upp börnin fjögur, sem eru mikið mannkostafólk. Þau hafa öll stundað tónlistarnám auk langskólanáms í bóklegum fræðum af ýmsu tagi. Þau hafa alltaf verið stolt og gleði foreldra sinna og verða nú bróður mínum huggun í sorg hans og söknuði. Birna var slík fyrirmyndar hús- móðir, að það hreinlega olli mér feimni. Öll hennar verk voru vönduð og fáguð, og heimilið bar þess vitni. Hún hafði sérstaklega gaman af allri handavinnu, enda lærð í þeim fræðum og kenndi þau öðru hveiju. En það nægði henni ekki, og þegar börnin voru komin af höndum, dreif hún sig í menntaskólanám, lauk því með glæsibrag og hafði mikla ánægju af. Ég veit, að hún vildi gjarna auka við sig námi í tungu- málum eða einhveiju öðru, en af því varð minna en til stóð. Senni- lega hefur þar ráðið mestu, að heils- an var ekki alltaf upp á það besta. Krabbameinið réðst til atlögu í þrí- gang á tuttugu ára tímabili, og sú glíma gat ekki endað nema á einn veg. Þegar Birna vissi að hverju stefndi, bað hún um að fá að deyja heima. Bróðir minn og yngsti sonur- inn, Halldór Björn, önnuðust haná fárveika síðustu vikurnar og gáfu henni þá gjöf, sem hún óskaði heit- ast, að vera heima, þar til yfir lyki. Öll börnin og tengdabörnin lögðu sig fram um að létta þeim þessa þungbæru raun. Megi minningin um góða konu milda sorg þeirra og verða gleði þeirra, þegar tímar líða. Kristín Halldórsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Seljavöllum, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 15. maí. Grétar Óskarsson, Vigdís Jónsdóttir, Rútur Óskarsson, Sigríður Karlsdóttir, Jón Óskarsson, Áslaug Jónasdóttir, Ábjörn Óskarsson, Inga Sveinsdóttir, Sigurður Óskarsson, Eygló Guðmundsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN INGIBJARTARDÓTTIR, sem andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, að morgni 12. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Sesselja Guðnadóttir, Guðmundur Ibsen, Kristin Guðmundsdóttir, Kristján Sigurgeirsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Magnússon, Þórirlbsen, Dominique Ambroise og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.