Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Vortónleikar tónfræðideildar Tónlistarskólans í Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
ÞORKELL, Arnþrúður Lilja, Þórður, Arngeir Heiðar, Jón og Arnar.
Burtfarar-
prófstón-
leikar
Kristjáns
KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari
heldur burtfararprófstónleika
sína frá “Tónlistarskóla FÍH,
miðvikudags-
kvöldið 17.
maí. Tónleik-
arnir verða í
sal skólans að
Rauðagerði
27 og heíjast
kl. 20.
Kristján
hefur numið
klassískan
gítarleik við
Tónmennta-
skóla Reykjavíkur, Tónlistar-
skólann í Reykjavík og Tón-
skóla Sigursveins D. Kristins-
sonar.
Hann hefur stundað nám við
djassdeild Tónlistarskóla FÍH
undanfarin fjögur ár. Kennarar
hans hafa verið Ari Einarsson,
Eðvarð Lárusson, Sigurður
Flosason og Hilmar Jensson.
Meðleikarar Kristjáns á tón-
eikunum verða Einar Scheving
trommuleikari, Tómas R. Ein-
arsson kontrabassaleikari,
Agnar Már Magnússon píanó-
leikari og Þórir Baldursson org-
anisti.
Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
Bókmennta-
kynning á
verkum Dav-
íðs Stefáns-
sonar
LEIKFÉLAGIÐ Snúður og
Snælda gangast fyrir bókmenn-
takynningu á verkum Davíðs
Stefánssonar,
í tilefni af ald-
arafmæli
skáldsins, í
Risinu,
Hverfisgötu
105, fimmtu-
daginn 18.
maí kl. 14.
Gils Guð-
mundsson rit-
höfundur að-
stoðar hóp-
inn og fjallar um ævi skáldsins.
Lesin verða valin kvæði og leik-
lesið úr Gullna hliðinu.
TONUST
Gcrðarsafni
SAMLEIKUR Á VÍÓLU OG
PÍANÓ
INGVAR Jónasson og Anna Guðný
Guðmundsdóttir fluttu verk eftir
Brahms, Sjostakovits og Jón Nor-
dal. Mánudagurinn 15. maí 1995.
Ingvar Jónasson lágfiðluleikari
segist vera að kveðja „tónleikapall-
inn“ sem einleikari. Undirritaður
man fyrstu tónleika hans og nú er
komið að þeim kaflaskilum, að
staldra aðeins við, eins og segir í
kvæði við lag Bellmans. „Ég held
það væri heillaráð að hætta ...“ en
Ingvar og Anna Guðný léku það
sem aukalag. Samspil góðlátlegrar
gamansemi og alvöru hefur fylgt
Ingvari og þá verður það næsta
ótrúlegt að hann sé að kveðja þann
TÓNFRÆÐIDEILD Tónlistar-
skólans í Reykjavík efnir til tón-
leika í dag, miðvikudag, kl. 20.30
í Bústaðakirkju en á efnisskránni
verða einkum frumsamin verk
ungmenna sem stundað hafa nám
við deildina. Nám við tónfræði-
deild skólans tekur þrjú ár að
jafnaði og er á háskólastigi en
lokapróf þaðan er metið til jafns
við B.Mus.-gráðu. Námsefnið við
deildina er afar fjölbreytt en þar
má m.a. finna námsskeið í tón-
fræði, tónheyrn, tónbókmennt-
um, kontrapunkti, raf- og tölvu-
tónlist og að sjálfsögðu í tónsmíð-
um. Flestir nemendanna sem
blaðamaður ræddi við sögðust
vera að íhuga að fara í fram-
haldsnám til annað hvort Banda-
ríkjanna eða Evrópu að námi
loknu en ekki munu vera mikil
atvinnutækifæri fyrir fólk með
próf úr tónfræðideildinni að
þeirra sögn; „þó er hægt að fara
í kennslu en þá þarf maður að
ná sér í kennsluréttindi fyrst og
auðvitað er líka hægt að fara út
í tónsmíðar ef manni gengur vel
en það eru hins vegar fáir sem
geta lifað af þeim“, segir Arn-
þrúður Lilja Þorbjörnsdóttir sem
vinnur nú að lokaverkefni sínu
við deildina.
Nemendurnir sögðu að verkin
á tónleikunum yrðu afar fjöl-
breytileg að efni og formi, „það
mun hver ætla að syngja með sínu
nefi“, segir Arnþrúður en verk
starfsvettvang, sem hann' hefur
tengst um 50 ára skeið, en það er
nú þannig, að góðir gestir kveðja
snemma.
Tónleikar Ingvars og Önnu
Guðnýjar hófust á f-moll-sónötunni,
op. 120, nr. 1, eftir Brahms. Þessi
sónata er mikið skáldverk og var
fallega flutt, einkum fyrsti og ann-
ar þátturinn. Sá fyrsti er ástríðu-
þrunginn, ekki af ástarbríma, held-
ur frekar eins og bæn, og í öðrum
þætti tekur við þungbúin alvaran.
Annað verk tónleikanna var
frumflutningur á „lítilli næturtón-
list“, Piccola musica notturna, eftir
Jón Nordal, fallegu verki, þar sem
leikið er með þungbúinn svip nætur-
innar í upphafi verksins en svo
brugðið upp bjartari tónmyndum í
miðþættinum og síðan aftur horfið
til upphafs tónmyndanna. Þetta
næturljóð Jóns, mettað alvöru, er
eins konar tilfinningaleg brú á milli
Munka-
söng-
lög aðrir
sálmar
hennar, sem er rafverk, heitlr
Utan hrings í höfuðið á sam-
nefndu Ijóði Steins Steinars. Flest
eru verkin þó í hefðbundnum stíl
og segir Jón Guðmundsson það í
samræmi við tíðarandann. „Nú
er mikið horft aftur í tímann
enda menn búnir að fá leið á til-
raununum." Jón segir að módern-
isminn sé ekki inni sem stendur;
„það er svo auðvelt að gera grín
að honum því hann er orðinn svo
fyrirsjáanlegur, þetta ófyrirsjá-
anlega er orðið svo hryllilega
fyrirsjáanlegt og þess vegna eru
menn meir og meir að hverfa
aftur til laglínunnar. Menn vilja
gera tónlistina áheyrilegri en
mitt verk á tónleikunum, sem
heitir Húmanísk hljómkviða, er
einmitt tilraun í þá átt.“
verkanna eftir Brahms og Sjosta-
kovits, trúarlegrar íhugunarinnar í
sónötunni eftir Brahms og heims-
saknaðar þess, er kemur fram í síð-
asta verki tónleikanna, sónötu, op.
147, eftir Sjostakovits.
Fyrsti kafli Sjostakovits-sónöt-
unnar er dularmál, annar kaflinn
kaldhæðni og sá þriðji heimssökn-
uður, þar sem höfundurinn leitar
svars, með því að vitna í Tungl-
skinssönötuna eftir Beethoven.
Ingvar og Anna Guðný túlkuðu
þessar stemmningar mjög fallega
og náðu oft að magna upp áhrifa-
mikil augnablik, sérstkalega í loka-
þætti sónötunnar eftir Sjostakovits.
Svo unglegur sem Ingvar er,
læðist að sá grunur, að enn eigi
hann eftir að láta til sín heyra og
síðan af kankvísri góðsemi, brosa
að öllu saman.
Jón Ásgeirsson.
Arnar Bjarnason og Arngeir
Heiðar Hauksson segjast báðir
vera á hefðbundnu nótunum eins
og Jón. „Maður reynir að halda
sig við hefðbúndna tónlist svona
fyrst í stað enda hefur maður
aðeins kynnst nútímatónlistinni
lítillega," segir Arnar sem er að
ljúka öðru ári í tónfræðideild-
inni. Arngeir hefur samið tvo
gamla dansa fyrir lútu og blokk-
flautu fyrir tónleikana en auk
þess eitt rafverk sem hann kallar
Munkasöngl og segir að séu hug-
leiðingar um Tíbetmunka; „ég
nota hljóð sem líkjast mjög þeim
sem koma úr lúðrum Tíbetmunka
og þannig varð nafnið til.“
Þorkell Atlason og Þórður
Magnússon vildu sem minnst um
verk sín tala. „Fólk verður bara
að koma á tónleikana og finna
sjálft út úr því hvað verkin fjalla
um,“ segir Þórður. „Mitt verk
heitir Aðrir sálmar og hefur e.t.v.
einhveija skírskotun til trúarinn-
ar,“ segir Þorkell, „en við það
er engu að bæta.“
Auk verka þeirra nemenda sem
hér hafa verið taldir eru verk
eftir Einar Melax og Kolbein Ein-
arsson á efnisskrá tónleikanna í
kvöld og eitt verk eftir Tsjæ-
kofskíj. Flytjendur eru allflestir
nemendur úr Tónlistarskólanum
og stjórnendur verða Mark Reed-
man, Jón Guðmundsson og Örn
Óskarsson.
Bach,
Skrjabin
og Þorkell
PÍANÓTÓN-
LEIKAR verða
haldnir í Borg-
arneskirkju, í
kvöld 17. maí
kl. 20.30. Júl-
íana Rún Indr-
iðadóttir píanó-
leikafi leikur
verk eftir Bach,
Beethoven,
Chopin,
Skijabin, Pro-
kofiev og Þorkel Sigurbjörnsson.
Ágústa heldur
söngnámskeið
ÁGÚSTA Ágústsdóttir söngkona
heldur söngnámskeið í húsakynn-
um Tónlistarskóla Rangæinga á
Hvolsvelli dagana 25.-28. maí nk.
Kristján
Eldjám
Kankvís góðsemi
og heimssöknuður
Júlíana Rún
Indriðadóttir
Skín við
sólu
HRÖNN Vilhelmsdóttir textíl-
hönnuður opnar sýningu á „Nytj-
alist í. svefnherbergjum“ í Gallerí
ASH í Lundi, Varmahlíð, sunnu-
daginn 21. maí kl. 14.
Hrönn nam við Myndlista- og
handíðaskóla íslands og lauk námi
1990. Þá fór hún í framhaldsnám
í iðnhönnun.
Hrönn tók þátt í Handverkssýn-
ingunni í Hrafnagili 1993 og einn-
ig syndi hún í Geysishúsinu á
Hönnunardögum í febrúar síðast-
liðnum og á afmælissýningu Tex-
tílfélagsins í Hafnarborg nú í apríl.
Sýningin er opin alla daga nema
fimmtudaga frá kl. 13-18 og
stendur til 8. júní.
-----» ♦ ♦-----
Helgisögur
Snorra
ÚT ER komin bók með fyrirlestr-
um sem haldnir voru á sextánda
þingi um miðaldabókmenntir í
Háskólanum í Óðinsvéum í Dan-
mörku 1991. Bókin nefnist Saints
and Sagas (Helgir menn og sögur).
Meðal þeirra fræðimanna sem
Ijalla um íslenskar sögur eru
Margaret Cormack, Peter Foote
og Sverrir Tómasson. Fyrirlestur
Sverris nefnist Helgisögur Snorra
Sturlusonar og snýst einkum um
Ólafs sögu helga.
Saints and Sagas er 131 bls.
Ritstjórar eru Hans-Bekker Niels-
en og Birte Carlé. Útgefandi er
Odense University Press. Bókin
kostar 148 danskar krónur.
-----»-■■♦ ♦---
Nýjar bækur
• Bréf til Láru eftir Þórberg
Þórðarson er nú fáanleg í kilju-
útgáfu. Bókin kom fyrst út árið
1924 og olli þá miklu fjaðrafoki,
enda afar óvenjulegt verk. „Efni
bréfsins var svo fjölbreytt," skrif-
aði SverrirKristjánsson, „að það
logaði og sindraði í öllum blæbrigð-
um litrófsins. Það tekur yfir öll
svið tilverunnar: allt frá slorugu
„síldarplani“ hins íslenzka þjóðfé-
lagsveruleika upp í þá geðheima,
sem margvísum yogum er einum
fært að skynja.“
Bókin er 158 blaðsíður og kost-
ar 899 krónur.
Ágústa hefur kennt söng um
árabil nú síðast hjá Söngsmiðj-
unni í Reykjavík, en sjálf hefur
hún stundað nám hjá ýmsum
kennurum og
þá aðallega hjá
Wagnersöng-
konunni Hann-
elore Kuhse,
sem er eftirs-
óttur kennari af
söngvurum
víðsvegar um
heim.
Námskeiðið
er öllum opið
hvar svo sem á
landinu þeir búa. Margvíslegir
gistimöguleikar eru á Hvolsvelli
og daglegar áætlunarferðir eru
frá Reykjavík.
Námskeiðið er einnig hægt að
sækja sem áheyrandi og þá dag
í senn, fyrir alla lærða og leika,
sem áhuga hafa á að sjá og heyra.
Námskeiðið stendur yfir í fjóra
daga og lýkur með tónleikum þar
sem allir þátttakendur syngja
nokkur lög.
Tilkynna þarf þátttöku til Ag-
nesar Löve á Hvolsvelli sem einn-
ig veitir allar nánari upplýsingar.
Agústa
Ágústsdóttir