Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UNGIR tónlistarmenn Tónlistarskólans á Egilsstöðum, „ÁN tónlistar væri lífið mistök,“ skrifaði þýski heimspekingnr- inn Friedrich Nietzsc- he (1844-1900) eitt sinn. Hann hafði geysilegan áhuga á tónlist og skrifaði fræðigreinar með og á móti verkum tón- skáldsins Richards Wagner. Það var hins vegar ekki á al- mannavitorði að Ni- etzsche var sjálfur liðtætkt tónskáld. Tæp tuttugu ár eru liðin frá því að allar tónsmíðar heimspekingsins voru gefnar út á plötum. Þær vöktu litla athygli en fræðimenn binda vonir við að ný útgáfa á verkum Nietzsches muni breyta einhverju þar um. Um er að ræða tvo geisladiska sem Newport-útgáfan gefur út, annars vegar píanóverk hans og hins vegar önnur verk. Á fyrri disknum leikur John Bell Young 14 einleiksverk og á þeim seinni kemur Young fram ásamt fiðluleikara, píanó- leikara og tenór- söngvaranum John Aler. Flest píanóverkin eru stutt, ein til tvær mínútur, og samin árið 1862, er Nietzsc: he var sextán ára. I Time segir að greini- legt sé að tónskáldið hafi skort æfingu til að fínpússa verkin en að hann hafi haft hæfileika til að semja laglínur og minni bestu verk hans einna helst á Schubert og Schu- mann. Verk sem hann hafi samið fyr- ir tvö píanó séu mun nær verkum Lizsts og Wagners og Debussy er einnig nefndur til sögunnar sem áhrifavaldur. Þá séu sönglög hans áhrifamikil, en þau voru samin við ljóð Nietzsches sjálfs, Ruckerts og Púshkíns. Vortón- leikar Tón- listar- skólans á Egilsstöðum Egilsstöðum - Tónlistarskól- inn á Egilsstöðum hélt sína árlegu vortónleika í Egils- staðakirkju. Dagskráin var fjölbreytt og fluttu nemendur á öllum aldri tónlist ýmist undir stjórn kennara eða fluttu einleik. Yngstu nemendur skólans fluttu tónverk undir stjórn Charles Ross, tónlistarkenn- ara. SÍtrengjasveit skólans flutti tónlist, einnig undir stjórn Charles, en sveitin fór í vetur til Akureyrar og tók þátt í strengjasveitarmóti þar sem var samstarfsverkefni nokkurra tónlistarskóla. Mikil aðsókn hefur verið við Tónlistarskóla Egilsstaða í vetur sem og undanfarin ár og ekki allir komist í nám sem viljað hafa. Fáir vissu um tón- skáldið Nietzsche Friedrich Nietzsche Bollar og baggall LIST OG HÖNNUN Jcns Guðjónsson LEIRLIST ÞÓRA SIGURÞÓRS- DÓTTIR Opið á verslunai'tíma til 17. maí. Agðangur ókeypis. ÞAÐ ér yfirmáta listræn verslun sem Jens Guðjónsson gullsmiður hefur opnað að Skólavörðustíg 20, og hafði ég ekki komið í hana fyrr er mig bar þar að garði á dögunum. Ekki veit ég hvort ætlunin er að hafa reglulegar sýningar þar á staðnum, en það má vera alveg víst, að það sem Jens stendur að, séu mikilsverðir hlutir. Hinar örfáu sérsýningar hans í versluninni í Kringlunni eru hér til vitnis, og fyrsta sýningin í nýjum húsakynn- um undirstrikar það. Um er að ræða nýleg verk eftir Þóru Sigurþórsdóttur, en hún telst ótvírætt með eftirtektarverðari leirlistarkonum af yngri kynslóð. Sýndi hún fyrir skömmu verk sín í Kaupmannahöfn, ásamt stöllu sinni Ingu Elínu, og mun sýningin hafa hlotið góðar undirtektir. Það eru 30 verk á sýningunni, vasar, bollar, baglar, kertastjakar ker og skálar og tvennt einkennir heildarsvipinn, trúfræði og glað- værð. Vaki formanna getur þannig verið trúarlegs eðlis, en þau eru á stundum þung og traust, en hafa einnig yfir sér vissa glaðværð og ástþrungnar skírskotanir. Þá eru nöfnin kostuleg ens og t.d. „Prins- essur í rosastuði" (5), „Rauður speni“ (9), j.Glaðir kertastjakar" (18), og „Astarvasar" (19), en þessir gripir vöktu sérstaka at- hygli mína. Fimm baglar eru á sýningunni, hver um sig kenndur við ákveðinn biskup, Guðmund góða, Jón Arason, Þorlák helga, Pál Jónsson og Jón helga. Jafn- framt er eðlilega „bagall án bisk- ups“ sem er í fullu samræmi við undurfurðulega kímnina. Eru þeir Morgunblaðið/Sverrir „Rauður speni“ (9). allir vel gerðir og mótaðir af mik- illi list. það sem vekur öðru fremur at- hygli er hin trausta smíð, sem helst er rofin af köflóttum flötum og einfaldri silfurskreytingu. Ekki er grunnformið ýkja frumlegt en hins vegar er vöxturinn úr því skemmtileg viðbót, og svo mynd- skreytingarnar, sem vísa oftar en ekki til leikfanganna ljúfu’í sam- skiptum manna, en á launkíminn hátt. Fleira sem vakti athygli mína þá góðu stund sem mér dvaldist á sýningunni var „Köflótt skál með silfri“ (21) og „Silfurkertastjaki" (27) og í báðum tilvikum fyrir traustvekjandi og einfalda út- færslu. Dregið saman í hnotskurn er hér á ferð mjög áhugaverð sýn- ing sem mér þykir rétt að vekja sérstaka athygli á. Bragi Ásgeirsson Tilgangur og innviðir frjáls markaðar BOKMENNTIR Fræð i r i t MARKAÐSBÚSKAPUR Eftir Ame Jon Isachsen, Carl B. Hamilton og Þorvald Gylfason, Heimskringla, 1994,286 bls. FRJÁLS markaður er merki- legasta stofnun nútímasamfélags. Hann er ekki gamall í þeirri mynd sem við þekkjum hann, kannski tveggja alda. En hann hefur haft meiri áhrif á venjur okkar sem nú lifum, hugsunarhátt og viðhorf en okkur grunar yfirleitt. Fijáls markaður náír yfir efnahagsleg samskipti einstaklinga og stofn- ana. Hann nær ekki yfir persónu- leg sambönd einstaklinga til að mynda, sem við virðum ekki til fjár. En það eru samt ótrúlega margir hlutir sem við bæði getum og viljum verðleggja. Frjáls mark- aður með þá hluti er öflugasti þáttur samfélags samtímans. Af því að fijáls markaður er ekki eldri en hann er vitum við ekki neitt óskaplega margt um hann. Það er til dæmis ekki fyrr en seint á þessari öld að við erum nokkurn veginn viss um að fijáls markaður er áætlunarbúskap fremri. Við erum sumir sem höf- um haldið þessu fram um nokk- urt skeið, en nú geta jafnvel vark- árustu vísindamenn staðhæft skil- málalaust að öll reynsla af áætl- unarbúskap bendi til þess að hann gagnist illa sem skipulag yfir efnahagslega starfsemi samfé- lags. Það var strax við upphaf sögu hagfræðinnar sem fræðigreinar sem Adam Smith .greindi sam- bandið á milli verkaskiptingar og framleiðhi og á milli verkaskipt- ingar og þarfarinnar á frjálsum markaði. Síðan hafa menn áttað sig á hagvexti, verðbólgu, sam- bandi fijáls markaðar og aðgerða ríkisvaldsins, hvernig ftjáls mark- aður er háður löggjöf af ýmsu tæi. Sömuleiðis hafa menn leitast við að skilja hlutverk peninga og magn og hvernig sambandi það er í við aðra hluta hagkerfisins. Nú höfum við á íslenzku bók sem útskýrir í einföldu og skýru máli öll undirstöðuatriði frjáls markaðar, styrk hans og veik- leika, hvernig hægt er að koma honum á fót í samfélagi þar sem hann er ekki fyrir hendi og ýmsi- legt annað. Bókin er eftir þijá norræna hagfræðinga: Arne Jon Isachsen, Carl B. Hamilton og Þorvald Gylfason. Textinn er upp- haflega skrifaður á ensku til að uppfylla þá þörf á fræðslu um frjálsan markað sem kom til vegna þeirra breytinga sem hafa verið að gerast í Austur-Evrópu, þar sem ríkin vilja koma á'mark- aðsbúskap með sem einföldustum og skjótustum hætti. En Rússland og ríki Austur-Evrópu voru fórn- arlömb þeirrar tilraunar í áætlun- arbúskap sem staðið hefur drýgstan hluta þessarar aldar. Niðurstaða þeirrar tilraunar er einföld: áætlunarbúskapur geng- ur ekki til langframa. í bókinni er skýrt af hveiju niðurstaðan gat í rauninni ekki orðið önnur. Mig undrar ekki að bókin skuli hafa selzt vel í mörgum löndum því að hún er vel skrifuð, staðreynd- irnar einfaldar og ljósar og höf- undarnir halda sig við aðalatriði ailan tímann og skýra þau vel. Bókin skiptist í ijóra hluta. Sá fyrsti nefnist Hinn hagræni vandi. í honum er fjallað um framboð og eftirspurn, verðmyndun, lánsfé, gjaldeyri og ýmislegt ann- að í markaðshagkerfi og áætlun- arbúskap. Annar hluti heitir Gangverk markaðshagkerfisins. Þar er gerð grein fyrir þremur forsendum markaðsbúskapar: einkaeignarétti, virkri samkeppni og gjaldþrotum eða römmum út,- gjaldaskorðum fyrirtækja, eins og það er líka nefnt. Það er iíka rætt um annmarka markaðskerf- isins, sveiflur, tekjudreifingu, at- vinnuleysi og fleira. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir ýmsa augljósa galla er markaðskerfið betra en áætlunarbúskapur. í þriðja hlut- anum segir frá hlutverki ríkis- valdsins í tengslum við fijálsan markað, fjármagnsmarkaði, vinnumarkaði og í alþjóðavið- skiptum. í þessum hluta er að finna góða útlistun á kostum fijálsra alþjóðlegra viðskipta. í síðasta kaflanum eru ræddar ýmsar hliðar einkavæðingar, und- irstöðuatriði reikningsskila og erfiðleikar við að þræða einstigið frá áætlunarbúskap til markaðs- búskapar. Það er rétt að segja hveija sögu eins og hún er. Þetta er afbragðs bók. I henni eru skýrð grund- vallaratriði hagfræðinnar sem hver sæmilega upplýstur maður ætti að kunna skil á. Það er gert á einföldu, ljósu máli. Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur, þýddi bókina og gerir það vel. Það er líka tekið á ýmsum almennari atriðum sem tengjast markaðs- kerfinu. Það er leitt fram hvernig verndartollar hljóta að skaða þann sem leggur þá á; það er ekki hikað við að segja löst á áætlunarbúskap; það er ekki reynt að sneiða hjá því að ræða að efnahagslegur jöfnuður fer illa saman við markaðshagkerfi. Auðvitað er það svo að ýmsar spurningar vakna við lestur bókar eins og þessarar. Suma hluti hefði maður viljað fræðast um frekar, um aðra er maður kannski elcki alveg sannfærður. En þetta ætti að vera heppileg bók fyrir ís- lenzka framhaldsskóla til kennslu í hagfræði, hún ætti líka að gagn- ast á háskólastigi til að vísa í um undirstöðuatriði. En af því að efnahagsmál eru svo stór þáttur allra þjóðfélagsmála nú um stund- ir þá geta allir sem vilja hugleiða þau af nokkurri skynsemi, séu einhveijir áhugamenn eftir um það, lesið þessa bók sér til upplýs- ingar. Guðmundur Heiðar Frímannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.