Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 r >v TOPPTILBOÐ § 8 Vestur-þýskirgæðaskórfrá PETER KAISER Teg: VIALE og VIOLA Litir: Rautt og hvítt Hælahæð 7,5 sm. Póstsendum samdœgurs V Ioppskórinn VEITUSUNDI ■ SÍMI: 21212 VIÐ INGÓLFSTORG olir öermudas ÍDAG (2.805) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 26. Hg3—d3, en eins og sjá má hefur hann verið yfirspilaður eftir kúnstarinnar reglum í Sikileyjarvörn. Kasparov lauk skákinni lag- lega: 26. — Ra3+! 27. bxa3 - Bxd3 28. cxd3 - Hxd3 og Topalov gafst upp, því eftir 29. Dxa4 — Hxh3 hef- ur hann tapað skiptamun og stað- an rústir einar. Pjórir skákmenn tefla tvöfalda um- ferð í Amsterdam. Staðan að mótinu hálfnuðu: 1. Ka- sparov 2!6 v. 2. Lautier, Frakklandi 2 v. 3. Topalov Vh v. 4. Piket, Hollandi 0 v. Lautier sótti fast gegn Ka- sparov í fyrstu umferð, en skákinni lauk með jafntefli. Það er ekki við því að búast að þessir þrír ungu stórmeist- arar nái að veita PCA-heims- meistaranum verulega keppni. SKÁK Um.sjón Margelr Pétursson • b c d • l SVARTUR leikur og vinn- ur Staðan kom upp á VSB minningarmótinu um Max Euwe í Amsterdam, sem nú stendur yfir. Ungi búlgarski stórmeistarinn Veselin Top- alov (2.630) var með hvítt, en sjálfur PCA-heimsmeist- arinn Gary Kasparov VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Týnt hjól SPLUNKNÝTT svart 18 gíra fjallahjól, Pro Style, hvarf fyrir utan Háaleitsbraut 28 mánu- dagskvöldið 8. maí. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 685317. Peningar töpuðust PENINGASEÐLAR hrukku upp úr vaxa eig- andans fyrir utan Ing- var Helgason hf. sl. mánudagsmorgun. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 17177. Góð fundarlaun. Armband tapaðist GULLARMBAND með múrsteinsmunstri tap- aðist sl. föstudag. Mögulegir staðir eru á augndeild Landakots, apótekið við Landakot eða á Snorrabraut 29. Hafi einhver fundið armbandið er hann vin- samiega beðinn að hringja í síma 5535827. Með morgunkaffinu ÞETTA er frá skatt- rannsóknarstjóra. Ég þori ekki að opna það. ÞAÐ fer ekki milli mála að þú ert með hita. HVERNIG líst þér á nýja vasaljósið mitt? COSPER rx ] $ LEIÐRÉTT Ekki yfirkennari Ranghermt var í frétt á bls. 6 í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að Snorri Þ. Jóhannesson væri yfirkennari við Hér- aðsskólann í Reykholti. Snorri er kennari við skól- ann en var yfirkennari á árum áður. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Berslusconi en ekki Murdoch I fyrirsögn fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í gær um þjóðaratkvæða- greiðslu um ljósvakamiðla á Ítalíu var sagt að Ru- pert Murdoch væri með hræðsluáróður vegna at- kvæðagreiðslunnar. Eins og sjá má við lestur frétt- arinnar er það Silvio Be lusconi sem er sakaður um hræðsluáróðurinn. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Pennavinir FRÁ Ghana skrifar 24 ára hjúkrunarkona með áhuga á ljósmyndun og tónlist: Tanya Riverson, P.O. Box 124, Cape Coast, Ghana. ÞRJÁTÍU og tveggja ára einhleyp þeldökk banda- rísk kona með áhuga á ferðalögum, tónlist, skoð- unarferðum, stjórnmálum o.fl.: Julie Mwewa, 98-30 57th Ave. 17F, Corona, N.Y. 11368, U.S.A. ÞÝSKUR 39 ára karlmað- ur með áhuga á bók- menntum, tónlist, leikhúsi og ferðalögum: Klaus Bechstein, PSF 97, 13062 Berlin, Germany. SUÐUR-afrísk kona, póstkortasafnari sem get- ur ekki um aldur en vilL komast í samband við safnara: M.P. Smith, 6 Retief Place, Carrington Heiglits, Durban 4001, South Africa. FINNSK 27 ára stúika með margvísleg áhuga- mál, vill skrifast á við 25-30 ára karlmenn: Maarit Paavola, Pla 270 E, 07960 Ahvenkoski, Finland. Víkveiji skrifar... FYRIR skömmu flaug Víkverji vestur um haf, með Flugleið- um, nánar tiltekið til Baltimore. Skemmst er frá því að segja, að Víkveiji var afar ánægður með flugförina vestur, viðurgerning allan, þjónustu og viðmót starfs- manna Flugleiða. Víkveiji hefur ekkert sparað tækifærin í gegnum árin, til þess að reka hornin í Flug- leiðamenn, hafí hann ekki verið alls kostar ánægður með þá þjón- ustu sem keypt var hveiju sinni. Því finnst Víkveija rétt að greina sérstaklega frá ánægju sinni í sama dálki, þegar færi gefst til. Hér á árum áður var það næstum hending ef flugferðir þær sem Víkveiji fór í með Flugleiðum voru á tímaáætlun, en nú er alls ekki hægt að saka félagið um óstund- vísi, nema í örfáum undantekning- artilvikum, þar sem iðulega er ekki hægt að saka félagið sjálft um óstundvísi, heldur óviðráðan- legar og utanaðkomandi ástæður. xxx RAUNAR var það svo, þegar Víkveiji flaug aftur heim frá Baltimore, í síðustu viku, að hann var að koma frá annarri borg í Bandaríkjunum með US Airlines. Á því flugi hafði orðið hálfrar annarrar stundar seinkun, þannig að Víkveiji var orðinn uggandi um að hann missti af Flugleiðavélinni heim. Hann hafði einungis hálfa klukkustund til þess að koma sér á milli véla, og náði því með herkj- um, því það er talsvert ferðalag að fara á milli flugstöðvarhluta. Víkveiji var nokkuð sannfærður um að töskur hans næðu ekki að fylgja honum vegna þess hversu skammur tími var á milli lendingar í innanlandsflugi í Bandaríkjunum og brottför íslensku vélarinnar. Við heimkomuna kom á daginn að áhyggjur Víkveija voru óþarfar með öllu og báðar ferðatöskurnar höfðu verið með í för. xxx F GEFNU tilefni langar Vík- veija til þess að koma á fram- færi upplýsingum um vinnubrögð ritstjórnar Morgunblaðsins á ákveðnum sviðum. Það gerist allt- af öðru hvoru að einstaklingar, sem vilja koma sér og sínum við- fangsefnum á framfæri í Morgun- blaðinu, taki það upp hjá sjálfum sér að senda inn á ritstjórn unnin viðtöl við sjálfa sig, með ósk um birtingu, eins og um efni unnið af ritstjórn væri að ræða. Undan- tekningarlaust er slíku hafnað, en samt sem áður endurtekur þetta sig, með reglulegu millibili. Auð- vitað sér Morgunblaðið um að« koma á framfæri fréttum af við- burðum, sýningum, samkomum o.þ.h. en þær fréttir eru unnar á Morgunblaðinu, ekki úti í bæ, og sé um viðtöl að ræða, gildir hið sama, því það er ritstjórnarleg ákvörðun að taka viðtal, þegar ritstjórn telur tilefni til. xxx SÖMULEIÐIS er ástæða til þess að árétta tilmæli til þeirra, sem senda Morgunblaðinu fréttatil- kynningar eða upplýsingar um við- burði, að láta sér nægja að senda eina slíka tilkynningu og á aðeins eina deild ritstjórnar. Það vill oft brenna við að sama tilkynning sé send til margra deilda ritstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.