Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 56
MTT# totrf&Idii ■ i alltaf á * Miðvikudögum MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL/áCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRAITI 85 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Utanríkisráðherra um tilskipanir ESB Taka verður regl- urnar upp í EES HALLDOR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að íslendingar verði að samþykkja reglur þær um vinnutíma og vinnuvernd barna og unglinga, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að verði teknar upp í samn- inginn um Evrópskt efnahagssvæði og Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur gagnrýnt harðlega. Utanríkisráðherra segir að svigrúm til undan- þága sé talsvert í tilskipununum. „Aðalatriðið er að aðilar vinnu- markaðarins nái samkomulagi um málið sín á milli og að það svigrúm, sem er í reglunum, verði nýtt til hins ýtrasta," sagði Halldór í samtali við Morgunbiaðið. Annars vegar er um að ræða tilskipun um skipulag vinnu- tíma, sem meðal annars gerir ráð fyrir að samþykki starfsmanns þurfi fyrir því að hann vinni lengri vinnu- viku en 48 stundir að meðaltali. Hins vegar banna reglumar fólki ekki að vinna meira. VSÍ vill viðræður við ASÍ Hins vegar er um að ræða tak- markanir á vinnu barna og unglinga undir 18 ára aldri. Magnús Gunnarsson, fráfarandi formaður Vinnuveitendasambands- ins, sagði á aðalfundi sambandsins í gær að viidi Island hafna reglunum gæti það teflt framtíð EES-samn- ingsins í tvísýnu. „Málið er því alvar- legt og brýnt að finna lausn. Ég kalla því eftir viðræðum við ASI, í góðu samstarfi við félagsmálaráð- herra, um að fundið verði form á reglum ESB sem geri okkur kleift að standa að fullgildingu þeirra," sagði Magnús. Viiji ASÍ til viðræðna liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. * Alft veldur sinubruna SÁ óvenjulegi atburður varð við ’Hæðargarð í Landbroti í V- Skaftafellssýslu að álft kveikti í sinu. Virðist fuglinn hafa flogið á raflínu sem liggur þarna yfir tún og kviknaði í honum með þeim afleiðingum að þegar hann féll dauður niður komust neistar í sinuna. Rafmagnið fór af í Landbroti og þegar betur var að gáð var þetta ástæðan. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en þó brann um hálfur hektari lands. Mikill sinueldur var kveiktur við Skriðufell í Þjórs- árdal í fyrradag og breiddist út um 10 hektara lands þegar bónd- inn sem kveikti eldinn náði ekki að stöðva útbreiðslu hans. Alls hefur Slökkviliðið í Reykjavík sinnt 90 útköllum vegna sinu- bruna undanfarinn mánuð. ■ 90 útköIl/6 Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir ÁLFTIN Iiggur í valnum fyrir neðan raflínuna og sinan er brunnin allt í kring. Andlát MARÍA MARKAN EIN MESTA og þekktasta söngkona Islendinga, María Markan Östlund óperusöngkona, er lát- in, 89 ára að aldri. María var fædd í Ólafsvík 25. júnf árið 1905, dóttir hjónanna Kristínar Árnadóttur og Einars Markússon- ar aðalbókara ríkisins. María var um langt árabil ein ástsælasta söngkona landsins, en hún hóf söngnám í Berlín á þriðja ára- tugnum. Hún starfaði við mörg þekkt óperuhús í Evrópu, Ástralíu og í Ameríku, síðast við Metropolit- an-óperuna í New York 1941-1942. Eftir að María sneri aftur heim alflutt starfaði hún sem söng- kennari og þjálfaði hún margt af fremsta söngfólki landsins. Hún var heiðursfélagi í Félagi íslenskra tón- listarmanna og Félagi íslenskra einsöngvara. María varð ennfremur fyrsti söngvarinn og fyrsta konan til að vera skipuð af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna. Eiginmaður Maríu var Georg Östlund, sem lést 1961. Þau áttu einn son, Pétur Östlund tónlistarmann. Morgunblaðið/Rúnar Þór Snjóþungt vor ELZTU menn í byggðunum við utanverðan Eyjafjörð segjast ekki muna eftir öðrum eins snjó á þess- um árstíma og nú í vor. Kartöflu- garðar eru undir snjó og allt fé er enn á húsi. Jóhann Símon, ellefu ára gutti á Grenivík, sagði að það hefði verið í lagi að hafa snjóinn í vetur, þegar hægt var að komast á skíði, en það yrði engin söknuður þótt hann færi að fara. Þessi skafl er fyrir utan heimili hans. ■ Myndarlegir snjóskaflar/12 Hvalfjörður Flutninga- bíll út af þjóðveginum MAÐUR var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi með minniháttar meiðsl eftir að stór flutningabíll á leið norð- ur fór út af þjóðveginum í Hvalfirði í gær. Loka þurfti þjóðveginum á vegarkafla milli bæjanna Eystra- Miðfells og Kalastaðakots í fáeinar klukkustundir á meðan þijú dráttar- tæki unnu við að draga bílinn upp á veginn. Umferð var á meðan beint inn á Svínadal. Fyrr um daginn hafnaði bifreið með fimm ungmennum í skurði við þjóðveginn á milli Akraness og Borg- arness. Farþegi var fluttur á sjúkra- hús lítið slasaður en grunur leikur á að ökumaður og einn farþegi hafi verið ölvaðir. Patreksfj örður Leki kom að Asborgu LEKI kom að Ásborgu BA frá Patreksfirði í gærmorgun þeg- ar báturinn var við veiðar og dró bátur björgunarsveitarinn- ar Blakks Ásborgu í land í blíðskaparveðri. Talið er að þéttir við öxul hafí gefið sig og lak því lítil- lega inn með stefnisröri. Nánast allir bátar frá Pat- reksfirði hafa verið á sjó und- anfarna daga en þeir hafa veitt vel af þorski. Hjá hafnar- vigtinni á Patreksfirði fengust þær upplýsingar að í fyrradag hefðu um 20 krókabátar land- að fallegum þorski og var afl- inn allt upp í 5 tonn á bát. Riða hefur greinst í fé frá fimm bæjum á þessu ári Hundar og kettir mögulega smitberar RIÐU varð vart í kind frá bænum Hofsá í Svarfaðardal í síðustu viku og hefur öllu fé á bænum verið lóg- að. Þetta er fjórða riðutilfellið í Svarfaðardal á rúmu ári. Auk þess hefur í vor fundist riða í fé frá Víði- völlum í Fljótsdal, Gilsárstekkum í Breiðdal og Daðastöðum í Reykja- dal. Baráttan við riðu hér á landi reyndist mjög árangursrík á síðasta áratug og fækkaði tilfellum þá á 6-7 árum úr um 70 á ári í 3-4 tilfelli. Undanfarin tvö ár hafa hins vegar greinst um 10 tilfelli á ári. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum er vel fylgst með fé í Svarfaðardal og tekin heila- sýni til rannsókna. Sigurður sagði að sýni hefðu jafn- framt verið tekin úr nautgripum á þessu svæði, en í Bretlandi og í fleiri löndum hefði riða verið staðfest í nautgripum. Þess hefði þó aldrei orðið vart hér á landi, og ekkert fundist í þeim sýnum sem tekin hefðu verið. Þá hefði veiki sem líkist riðu fundist í köttum, m.a. í Bret- landi. Því væri ljóst að ræða þyrfti það hvort hætta gæti hugsanlega stafað af köttum og jafnvel hundum hér á landi, en dæmi væri um það frá Noregi að hundur hefði fengið einkenni sem líktust riðu. Endurmeta þarf hreinsun- araðgerðir Sigurður sagði að ástæða væri til að endurmeta hreinsunaraðgerðir á þeim bæjum þar sem riða finnst í fé, en ljóst væri að riðan hefði geymst á þessum stöðum þar sem hún hefur skotið upp kollinum á nýjan leik, og engar líkur á því að hún hafi borist með nýjum fjárstofn- um. Þannig væru t.d. uppi hugmynd- ir um að eyða maurum sérstaklega um leið og sótthreinsun fer fram, en ekki þykir útilokað að þeir geti borið smit. „Þá hefur verið hægt að sýkja mýs af riðu á tilraunastofum og því teljum við mikils virði að menn losi sig við mýs úr umhverfinu og haldi þeim síðan í skefjum. Einnig er ef til vill ekki ráðlegt að láta hunda vera í fjárhúsum og ekki láta þá komast í að éta hildir, en af þeim er smithættan langmest," sagði Sig- urður. ■ Riða komið upp/12 Stærsta tap Is- lands á HM RÚSSAR sigruðu ísland 25:12 í 16 liða úrslitum HM í handknattleik í gærkvöldi og voru íslensku lands- Iiðsmennirnir niðurbrotnir eftir versta tap íslands á HM frá upp- hafi. Dimitri Filippov, leikmaður Rússa, hughreysti samherja sinn í Stjörnunni, Konráð Olavson. ■ HM í handknatleik/Cl-12 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.