Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 35 ' MINNINGAR I ur. Löngum stundaði hann kennslustörf, enda til þeirra verka menntaður í skólum. En á margt annað lagði hann gjörva hönd. Þekktastur mun hann af ættfræði- ritum sínum. Nýjasta þrekvirkið á þeim akri var niðjatal Hallgríms Péturssonar. Hann safnaði örnefn- um í áratugi. Að skjalasöfnun vann hann lengi fyrir Héraðs- skjalasafn Borgfirðinga. Hann var reyndur ferðamaður og áratugum saman leiðsögumaður í ferðum um ísland. Hann þekkti landið vel og var sagnfróður með afbrigðum og því vinsæll leiðtogi á ferðalögum. Ari var góður félagsmálamaður, vann ungur innan KFUM og var löngum í forystusveit góðtempl- ara. Um þrítugt samdi hann og sendi á markað drengjabók sem hann nefndi Högna. Ekki hélt hann áfram á þeirri braut, þó að vísast hefði hann náð langt þar. Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur segir um þessa frum- smíð og eina skáldverk hans að sögurnar af Högna séu „sagðar af hressileika" og hún telur að verið geti að þær séu undanfari sagna um svipað efni „sem komu fram áratug síðar“ þó að þær sög- ur séu einhæfari en frásagnir Ara. Ekki kemur þéim sem Ara þekktu á óvart að hann hafi verið hressilegur í frásögnum sínum. Honum fylgdi jafnan gustur geðs og gerðar. Víl og vol var honum fjarri. Jafnvel helsjúkur taldi hann kjark í viðmælendur sína og hvatti vini til dáða. Ekkert var honum fjær en að kveinka sér og gefast upp. Og ekkert var honum meira eitur í beinum en siðlaust flaður upp um útlenda fjárplógsmenn - og kastaði þó fyrst tólfunum ef braskararnir höndluðu með vímu- efni á borð við bjór og beininga- mennirnir, sem þeir útlendu köst- uðu ölmusu í, þóttust bera hag æskumanna fyrir brjósti. Oft fannst mér þegar ég hitti Ara að þar væri kominn hinn sanni Islendingur. Þungbrýnn var hann, yfirbragðið ögn hörkulegt en þó aldrei langt í brosið. Orðfærið var rammíslenskt og ætíð hart að orði kveðið. Hann var geðríkur en heill og hreinskiptinn. Aldrei hefði hann vegið að manni vegna þess eins að hann lægi vel við höggi. Hins vegar var hann harður og óvæginn við þá sem efla vilja ódyggðir og útlenskt grín. Undanbrögð og hálfvelgja voru honum ekki að skapi. Hann var margfróður um land og þjóð, sagnamaður í fomum stíl, gamansamur og launfyndinn. Svo var hann tengdur öllum þeim kynslóðum sem byggt hafa þetta land að mér finnst eins og hann hefði getað kveðið - engu síður en Hallfreður vandræðaskáld Ótt- arsson fyrir þúsund árum: Eg munda nú andast ungr var eg harðr í tungu - senn, ef sálu minni - sorglaust - vissi eg borgið. Ari Gíslason mun hafa vitað sálu sinni borgið. Trú hans var einlæg og svik urðu ekki fundin í hans munni. Astvinum hans vottum við samúð og minnumst góðs drengs með virð- ingu og þökk. Olafur Haukur Arnason. Ari Gíslason kennari og ætt- fræðingur á Akranesi er látinn, aldinn að árum en ungur í anda fram til hins síðasta. Þegar við kynntumst var hann hættur kennslu, það var ættfræðingurinn sem þá var að störfum, fullur áhuga, hamhleypa til verka, oftast með mörg verkefni í takinu í einu, of mörg þótti mér stundum þegar verið var að búa Borgfirzkar ævi- skrár til prentunar. Hann benti mér þá kíminn á að það stæði yfirleitt ekki á sínum hluta hand- ritsins og gaf í skyn að mig mætti einu gilda hvað hann væri að fást við þar fyrir utan. Þegar handritið var svo að komast á lokastig var hann óþreytandi að hjálpa mér að fylla upp í ótal göt þótt þau kæmu hans eigin æviskrám ekkert við. Hann var þaulkunnugur Þjóð- skjalasafninu, sat þar löngum stundum og kunni vel að leita í aðskiljanlegum heimildum. Ari mun hafa staðið að útgáfu fleiri rita um ættfræði en nokkur annar, eða um þrjátíu alls, mörg- um þeirra með öðrum, og hann var heiðursfélagi Ættfræðifélags- ins. Hann var síðastur að kveðja þeirra þriggja ættfræðinga úr Borgarfirði sem sömdu fyrstu sjö bindin af Borgfirzkum æviskrám, og Ari stóð að sínum hluta að tveimur bindum í viðbót og var að vinna að því tíunda þegar hann lést. Þá hefur Sögufélagið gefið út fjögur bindi af Æviskrám Akur- nesinga sem Ari tók einn saman. Þegar ég tók við framkvæmda- stjóm Sögufélags Borgarfjarðar lenti ég jafnframt í því út úr vand- ræðum að þurfa að rita æviskrár manna úr stórum hluta Mýrasýslu, gjörsamlega vanbúin og kunnáttu- laus. Ég talaði þá við Ara sem gaf mér góð ráð og stappaði í mig stálinu. Hann hafði mikinn áhuga á útgáfunni og félaginu og hafði verið fyrsti framkvæmdastjóri þess. Ari var mikill íslendingur, land- ið og sagan voru hans áhugamál og hann naut þess að ferðast um byggðir og óbyggðir. Það var sjaldan komið að tómum kofunum hjá honum þegar spurt var um hvar á landinu eða í hvaða sókn þessi eða hinn bærinn væri. Sögufélag Borgarfjarðar sér nú á eftir einum af frumkvöðlum sín- um. Fyrir hönd félagsins þakka ég honum störfin sem hann vann í þess þágu. Persónulega þakka ég honum fræðslu og margar skemmtilegar stundir og sendi Helgu konu hans og dætrum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Þuríður J. Kristjánsdóttir. Ari Gíslason var kennari að mennt og stundaði kennslustörf víða um land þar til hann fluttist til Akraness 1959. Þar stundaði hann kennslustörf frá 1962 en hætti alfarið árið 1966 og eftir það lagði hann stund á fræðistörf og þá einkum ættfræði. Hann hef- ur ritað fjöldan allan af ættfræði- ritum, niðjatölum og greinum í blöð og tímarit, auk þess liggur eftir hann barnasagan „Högni“ sem kom út 1939. Með kennslustörfum stundaði Ari örnefnasöfnun um margra ára skeið og fór víða um land í þeim erindum. Þá var hann einnig leið- sögumaður ferðamanna í mörg ár. Ari Gíslason vann að söfnun örnefna, skjala og mynda fyrir Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar um langt árabil. Samhliða því að vinna að upplýsingaöflun fyrir Borgfirskar æviskrár, safnaði hann ýmsu efni fyrir skjalasafnið og átti oft erindi þangað vegna vinnu sinnar. Fyrir tveimur árum færði hann Skjalasafninu að gjöf safn greina um 25.000 íslendinga sem hann hafði safnað frá því á fimmta áratugnum. Við sem vinn- um á safninu eigum eftir að sakna ferskleikans og skemmtisagnanna sem fylgdu komum hans á safnið. Það var aldrei komið að tómum kofanum hjá Ara, hann þekkti landið og fólkið fylgdist grannt með öllu sem var að gerast. Hann hafði skoðun á hlutunum og sagði hana tæpitungulaust, en oftar en ekki fylgdi kímni og vísan til hins skoplega í samskiptum manna. Hann sagði okkur frá ferðum sín- um, kynnum af fólki og samskipt- um sínum við félagana í KFUM. Þar átti hann góðra að minnast. Við sendum Helgu og dætrunum innilegar samúðarkveðjur okkar. Anna Þ. Bachmann, Bjarni Bachmann og Guðmundur Guðmarsson, starfsfólk í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. GUÐRUN EINARSDOTTIR + Guðrún Einars- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 17. október 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð í Kópa- vogi að morgni fimmtudagsins 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Runólfs- son, trésmíðameist- ari, og kona hans Kristín Trausta- dóttir. Bræður hennar voru þrír: Trausti, prófessor í jarðeðlis- fræði, Hákon, skipasmiður, og Þórhallur, lögfræðingur. Elsti bróðirinn, Trausti, Iést árið 1984. Fjölskylda Guðrúnar flutt- ist til Reykjavíkur þjóðhátiðar- árið 1930 og bjó þar siðan. Guðrún stundaði nám í Menntaskólanum i Reykjavík og varð stúdent 1935. Árið 1946 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sinum, Unn- steini Stefánssyni, og eignuðust þau þijú börn: Kristínu, maður hennar er Trausti Ólafsson; Stefán, eiginkona hans er Ana Maria; og Einar, kvæntur Vigdísi Esradóttur. Barnabörnin eru sex: Elstur er Stíg- ur, þá Eyrún Nanna, Tómas, Kári Esra og yngst- ir eru Unnsteinn Manuel og Logi Pedro. Guðrún og Unnsteinn áttu lengst af heima í Reykja- vík og síðar Kópavogi, en bjuggu í tvö ár á Siglufirði, 1953-1955, í Seattle í Banda- ríkjunum 1962-1963 og í París 1970-1973. Guðrún starfaði um árabil í Reykjavíkur Apóteki. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. GUÐRÚN Einarsdóttir, mágkona mín, er látin. Hún var gift yngsta bróður mínum, og að leiðarlokum langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég sá Guðrúnu í fyrsta sinn þegar Unnsteinn bróðir minn kom með hana í heimsókn. Ég hafði þá grun um að þau hefðu bundist tryggðaböndum. Ég hugsaði með mér: Hún verður bróður mínum góð kona, og það hugboð mitt reyndist rétt. Við Guðrún áttum eftir að hafa mikil samskipti. Við vorum ná- grannar í mörg ár og hittumst þá nærri daglega. Fórum saman með börnin okkar upp í Öskjuhlíð með nesti og handavinnu. Gjaman vor- um við að stoppa í sokka - það var algengt á þeim ámm. Guðrún og Unnsteinn ferðuðust með okkur hjónunum um landið okkar, bæði byggðir og óbyggðir. Ég held að Guðrún hafí notið þess- ara ferða, hún unni íslenskri nátt- úru og var hinn besti ferðafélagi. Á veturna fórum við saman í leik- hús og það var fastur siður að hitt- ast á eftir yfír kaffíbolla og ræða um það sem við sáum. Allra þess- ara stunda minnist ég með angur- værð - það sem liðið er geymist í minningunni en verður ekki endur- tekið. Guðrún var vel menntuð kona og var manni sínum til mikils stuðnings á ýmsum sviðum. Hún hafði yndi af listum og sótti bæði tónleika og málverkasýningar. Hún var smekkvís og heimili henn- ar bar þess merki. Ég sé Guðrúnu fyrir mér vera að hagræða hlutum eða blómum og ávallt á hinn eina rétta hátt. Hún var ákaflega prúð kona og hafði góða nærveru. Þó átti hún til mikið skap en fór vel með það. Hún var seintekin en trygglynd. Hafði gott skopskyn og gat verið glettin en ávallt háttpr- úð. Guðrún var falleg kona og geislandi bros hennar gleymist mér aldrei. Ég á mágkonu minni margt að þakka. Hún bar mikla umhyggju fyrir yngstu dóttur okkar sem er sjúklingur og sýndi henni ætíð blíðu og ástúð. Það verður aldrei fullþakkað. Seinustu árin voru Guðrúnu erf- ið er hún barðist við miskunnar- lausan sjúkdóm. Ég get því unnt henni hvíldar. Margrét Stefánsdóttir. Það munu vera rúm þijátíu ár síðan Guðrún og Unnsteinn fluttu( í nýja húsið sitt í Hrauntungu 19 í Kópavogi. Þá þekkti ég ekki þessa fallegu og hæglátu konu nema rétt í sjón, enda nýkominn heim frá námi. Húsið þeirra Unnsteins var ekki fullgert að utan og enn vantaði sitthvað inni við þegar í það var flutt eins og títt var þá. Svo var það einn föstudag að haustlagi þegar störfum var að ljúka á Hafrannsóknastofnun að Únnsteinn vinnufélagi minn snar- aðist inn til mín. Nú er illt í efni, gæskur, það er spáð suðaustan roki á morgun, ég ekki búinn að ná niður stillönsunum og hætt er við að við fáum spýturnar inn um gluggana. Þetta gat vitanlega ekki svo til gengið og snemma morguninn eft- ir mætti ég í Kópavoginn. Eftir morgunkaffí hjá Guðrúnu hófst Unnsteinn handa ásamt húskarli þeirra hjóna við að rífa vinnupall- ana. Veðrið var þokkalegt í fyrstu og verkið sóttist vel. En svo fór að hvessa og rigna og upp úr há- degi var komið foráttuveður. Við höfðum haft vit á því að byija áveðurs og seinast lifði vesturhliðin ein. Eftir nokkurt málþing var komist að þeirri niðurstöðu að best myndi að losa undirstöður og láta hrynja í einu lagi enda illstætt uppi á efri hæð pallsins. Var svo gert og tókst vel að því undan- skildu að undirrituðum skrikaði fótur og lenti endilangur í forinni. Við gengum frá timbrinu og fergð- um og ég bjóst til brottferðar. Guðrún hafði fylgst áhyggju- samlega með undir lokin og tók ekki í mál að sleppa húskarli sínum heimleiðis bæði forugum og blaut- um. Dugðu þar engar mótbárur. Ég var drifinn í hús og fékk í hend- ur nauðsynlegan útbúnað til þrifa. En fötin voru jú blaut og úr því varð að bæta. Þótt ég væri ekki míkill um miðjuna á þessum árum voru synir þeirra hjóna lítt vaxnir enn svo niðurstaðan varð alklæðn- aður af húsbóndanum. Við vorum dálítið ólíkari í vaxtarlagi þá held- ur en nú en fötin voru þurr. Síðan var slegið upp kaffiveislu með öllu og mér er enn í minni ánægjusvip- urinn á Guðrúnu þegar hún horfði á eftir mér heim á leið. Hún vissi sem var að frá henni fór maður sem var þurr, hreinn og saddur — leið með öðrum orðum vel. Svo liðu árin. Við hjónin hittum þau Guðrúnu af og til en ekki umfram það. Þrátt fyrir það fór ekki á milli mála hið innilega sam- band þeirra hjóna og róandi áhrif Guðrúnar á ákaflyndan bónda sinn. Atvikin höguðu þvi svo að hald- in var lítil ráðstefna um sjávar- rannsóknir í Þórshöfn í Færeyjum. Við fórum þangað nokkur af Ha- frannsóknastofnun, þar á meðal Unnsteinn ásamt Guðrúnu og ég með Kolbrúnu konu minni. Það er gott að koma til Færeyja til fundahalda og ekki síður til að skoða sig um. Samt sem áður höfð- um við Unnsteinn nokkrar áhyggj- ur af því að þeim myndi leiðast, Guðrúnu og Kolbrúnu, meðan við sætum á fundum. En þetta reynd- ist ástæðulaust með öllu því með þeim tókst strax hið ágætasta sálu- félag. Þær tóku sér bíl á leigu og milii hvílda í höfuðstaðnum óku þær um eyjamar þverar og endi- langar. Kolbrún telur þessar stund- ir meðal þeirra ánægjulegustu sem hún hefur upplifað og raunar veit ég að sú tilfinning var gagnkvæm. Við Kolbrún héldum góðum kunningsskap við Guðrúnu og Unnstein þótt ekki væri í föstum skorðum. Seinustu tvö til þijú árin varð. ég hins vegar eins konar heimagangur á Hrauntungu 19 vegna prófarkalesturs á bók sem ég hafði skrifað og gefin var út í ritröð sem Unnsteinn ritstýrir. Þá var Guðrún fyrir nokkru farin að kenna þess sjúkdóms sem varð henni að aldurtila. Minnið var tek- ið að bila og hrakaði óðum og hún átti erfitt um hreyfingar. Það var með ólíkindum hvað lengi Guðrún hélt persónueinkennum sínum þrátt fyrir veikindin. Einlæg gleði yfir tíðum komum vinar síns, veit- ingar eftir þörfum og umfram þær stundum miðað við ummál okkar félaga, en ekki síst umhyggja fyrir velferð minni yfirleitt. En þannig var Guðrún gagnvart öllum sem hún umgekkst og ég hef þekkt. Á seinasta ári fór heilsu Guðrún- ar ört hrakandi. Hún hætti að geta boðið góðgerðir, gat lítið bjargað sér og þurfti mikla umönnun. Allt til hins síðasta glaðnaði samt sjáanlega yfir henni þegar ég kom á Hrauntunguna. Fyrir það er ég þakklátur því það er gott að eiga vini. Unnsteinn annaðist Guðrúnu sína þar til yfir lauk af dæmafárri umhyggjusemi. Undraðist ég oft- lega yfir þolinmæði þessa annars heldur óþolinmóða vinar mins og dáðist að. En þegar grannt er skoð- að þarf engan að undra því Guðrún Einarsdóttir var enginn meðalmað- ur. Við Kolbrún sendum Unnsteini og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjálmar Vilhjálmsson. í vorstillum að liðnum erfiðum vetri berst okkur fregn af andláti þeirrar góðu konu Guðrúnar Ein- arsdóttur. Þótt fregnin hafi ekki komið á óvart fylgir henni dimmur hljómur sem minnir á óhagganlegt lögmál, við drúpum höfði og lítum um öxl. Tæpir þrír áratugir hafa liðið frá því leiðir okkar Unnsteins Stefáns- sonar, lífsförunautar Guðrúnar, lágu saman og upp frá því hófust kynni af þeirri hlédrægu og hátt- prúðu konu, Guðrúnu. í rann- sókna- og ritstörfum sínum hefur Unnsteinn unnið margt brautryðj- andaverk og mér er fyllilega ljóst að hann hefur ekki gengið einn til verka og að þau Guðrún hafí verið einkar samhent í lífi og starfi. Ég ætla að liðsinni Guðrúnar við rit- störf bónda síns hafi verið heilla- dijúg því hún var góðum gáfum gædd og smekkvís á mál og form. Þetta virðir Unnsteinn og þakkar, hann tileinkar konu sinni veiga- mestu bækur sínar. Við minnumst samverustunda er lesin voru ber af lyngi og tíndir sveppir í móa í norðlenskum dal. Hve sólin skein þá glatt! Einnig áningar við kátan læk í gili. Við vildum að samverustundir á heimil- um og i íslenskri náttúru hefðu orðið fleiri, en við eigum minningar ljúfar um glettni Guðrúnar og glampa i auga, en umfram allt um djúpa mannlega hlýju og góðvild. í návist hennar leið börnum vel og okkur fullorðnum auk þess sem nánum ættingja. Við hjónin og börn okkar vottum öllum ástvinum Guðrúnar dýpstu samúð á skilnaðarstundu. Jón Olafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.