Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Islenskar sjávarafurðir halda samningum við Fiskiðjusamlag Húsavíkur Morgunblaðið/Rúnar Þór MARGIR bæjarbúar fylgdust með bæjarstjórnarfundinum í gær. Bæjarfulltrúar deildu þar hart SIGURJÓN Benediktsson og ' um sölumál Fiskiðjusamlagsins. Einar Njálsson í upphafi fundar. Minnihluti segir aldrei hafa reynt á tilboð SH Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt samning bæjarins við íslenskar sjávarafurðir hf. um hluta- fjáraukningu og afurðasölu. Egill Ólafsson fylgd- ist með fundi bæjarstjórnar í gær þar sem hart var deilt um málið. „ÞAÐ veit enginn hvað var í þessum spilum því það mátti, af einhveijum orsökum, aldrei láta reyna á það,“ sagði Siguijón Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjar- stjórnar Húsavíkur í gær. Á fundin- um samþykkti meirihluti bæjar- stjórnar samning um sölu hlutafjár í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur til Is- lenskra sjávarafurða í gær. Minnihluti bæjarstjómar gagn- rýndi harðl-ga vinnubrögð meiri- hlutans. Stefán Haraldsson, oddviti framsóknarmanna, vísaði gagnrýni minnihlutans á bug. Hann hafnaði því að Húsvíkingar hefðu verið.að missa af dýrmætu tækifæri með því að hafna tilboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eins og minni- hlutinn hélt fram. Eimskip, Grandi og Sjóvá- Almennar ætluðu að kaupa Fram kom á fundinum að þau fyrirtæki sem að öllum líkindum hefðu lagt fram hlutafé ef samið hefði verið við SH hefðu verið Eim- skip, Grandi, Þormóður rammi og Sjóvá-Almennar. Jafnframt kom fram að ef samið hefði verið við SH hefðu flutningar á afurðum FH flust frá Samskipum til Eimskipa. Einar Þingið tek- ið til starfa NÍTJÁN nýir þingmenn settust á Alþingi í gær þegar þing kom saman í fyrsta skipti eftir kosn- ingar. Á þingflokksfundi . Sjálf- stæðisflokks var í gær ákveðið að Geir H. Haarde yrði formað- ur utanríkismálanefndar, Sól- veig Pétursdóttir yrði formaður allsheijamefndar, Sigríður Anna Þórðardóttir formaður menntamálanefndar, Einar K. Guðfinnsson, formaður sam- göngunefndar og Viihjálmur Egilsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Framsóknarmenn hafa ákveðið að Jón Kristjánsson verði formaður fjárlaganefndar en hafa að öðru leyti ekki ráð- stafað formannsembættum í nefndum. Stjórnarandstöðunni stendur til boða að ráðstafa formennsku í tveimur nefndum og varafor- mennsku í fjórum, þ.á m. utan- ríkismálanefnd. Einnig kemur til greina að stjórnarandstaðan hafi á hendi forystu í nefndum um alþjóðleg samskipti. ■ 19 nýir þingmenn/28 Njáisson bæjarstjóri upplýsti að í viðræðum hans við stjórnendur SH hefðu þeir lagt til að óháður aðili yrði fenginn til að meta tilboðin. Samningurinn við Covee mikilvægur Siguijón sagði á fundinum að ljóst væri að þær endurbætur á rækju- verksmiðjunni sem áformað væri að fara út í myndu leiða til fækkunar starfa hjá FH. Þess vegna hefði bærinn átt að selja hlut sinn í FH og nota söluandvirðið til að skapa ný atvinnutækifæri. SH hefði verið tilbúið að koma með yfir 200 milljón- ir inn í fyrirtækið. Niðurstaðan hefði hins vegar orðið sú að samið hefði verið við ÍS, en samningurinn fæli í sér að einungis 60 milljónir í nýju íjármagni kæmu inn í fyrirtækið. Stefán Haraldsson lagði áherslu ALMENNUR félagsfundur Starfs- mannafélags Seðlabankans hefur skorað á aðildarfélög innan Sam- bands íslenskra bankamanna að fella kjarasamninga þess og samninga- nefndar banka og sparisjóða í skrif- legri atkvæðagreiðslu í dag og á morgun. Axel Pálmason formaður starfs- mannafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið að viðsemjendur SÍB hafí saxað á áunnin réttindi banka- manna í nýgerðum samningum. Sér- stök óánægja ríki um samnings- ákvæði sem gera ráð fyrir breyting- um á orlofsdögum og tilhögun lífeyr- ismála. Félagsmenn starfsmannafé- lagsins hafa t.a.m. gagnrýnt, að sögn Axels, að fallist hafi verið á að sér- stök heimild til lengingar orlofs í kringum jól og páska félli niður gegn því að ekki verði unnið á aðfanga- dag, beri hann upp á virkan dag. Félagsmenn eru einnig ósáttir með það að samningarnir séu einungis afturvirkir til 1. apríl, en samningar hafí verið lausir frá áramótum. Axel segir að bankamenn hafi hingað til á að ekki mætti skipta um söluaðila að óathuguðu máli. Sölusamningur FH við fyrirtækið Covee í Belgíu væri fyrirtækinu afar dýrmætur. „Afurðasölumál íslenskra sjávaraf- urðáfyrirtækja byggjast á margra áratuga þrotlausu starfi. Gönuhlaup þjóna þar engum tilgangi," sagði Stefán. Siguijón tók undir að samningur- inn við Covee væri góður og fyrir- tækinu mikilvægur. Hann benti hins vegar á að sala til Covee næmi að- eins 7% af heildarsölu FH og 30% af bolfiskssölu FH. Mikilvægi hans væri því ofmetið í málflutningi meiri- hlutans í þeim tilgangi að réttlæta gerðir hans. Samningurinn hefði þar að auki að öllum líkindum fylgt FH þó að samið hefði verið við SH. Katrín Eymundsdóttir, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að Formaður SÍB segir félagsmenn tilbúna í hörku fengið launahækkanir frá og með þeim tíma þegar samningar renna út. Formaðurinn telur að samningarnir verði felldir „Afstaða bankamanna er sú að þeir hafi verið mjög sanngjarnir í kröfum sínum,“ sagði Axel. „Þeir telja sig aftur á móti ekki hafa notið þess og fengið minna en þeir fóru fram á.“ Hann telur það vera sér- stakt álitamál hvort vinnuaðferðir bankamanna væru orðnar úreltar, einkum í ljósi þess að bankarnir nýttu sér tækifærið og kæmu með mótleiki sem rýri kjör bankamanna. „Fólki finnst hreinlega að verið sé að saxa á áunnin réttindi sín og telur ástæðu til að staldra við og gera eitthvað í því skyni að stöðva þetta,“ sagði Axel. ef ekki hefði komið til vinna minni- hlutans hefði meirihlutinn gengið frá sölu til ÍS fyrir mun lægri upphæð en samið hefði verið um á endanum. Siguijón benti á að jupphaflega hefði verið talað um að ÍS legði fram 30 milljónir. Síðar hefði tilboð ÍS verið hækkað upp í 60 milljónir og síðar 75 og að endingu hefði verið samið um að ÍS keypti fyrir 90 milljónir. Framsókn bauð minnihlutanum upp á samstarf Kristján Ásgeirsson, oddviti Al- þýðubandalagsins og óháðra, sagði að þrátt fyrir hina hörðu gagnrýni minnihlutans á störf meirihlutans í þessu máli hefði minnihlutinn boðið Alþýðubandalaginu til samstarfs, sem m.a. hefði falið í sér að Alþýðu- bandalagið tilnefndi nýjan bæjar- stjóra. Jón Ásberg Salómonsson, TJæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, upplýsti á fundinum að einn af forystumönnum Framsóknarflokksins á Húsavík hefði leitað eftir samstarfí við minni- hlutann þegar málið var til umfjöll- unar. Fram kom að þetta hefði hann gert án vitneskju Stefáns Haralds- sonar. Friðbert Traustason formaður Sambands íslenskra bankamanna telur útilokað að hægt hafí verið að ná lengra í nýliðnum samningavið- ræðum við bankana. „Við ákváðum að skrifa undir og leyfa félagsmönn- um okkar að gera upp hug sinn,“ sagði Friðbert. „Eftir því sem ég hef heyrt tel ég þó litlar líkur á að samn- ingarnir verði samþykktir. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að banka- menn éru óánægðir með að fá ekki hlutdeild í viðamikilli hagræðingu bankanna sem fram hefur farið síð- ustu misseri." Hann bendir á að bankamönnum hafí fækkað á fjórum árum um sex hundruð manns, úr 3.600 í um 3.000. Friðbert segir að verði samning- amir felldir komi fyllilega til greina að boða verkfall. „Það er auðheyrt að bankamenn eru tilbúnir í hörku," sagði Friðbert. „Við höfum lengi barist fyrir því að launakerfí okkar verði stokkað upp. Það er og hefur verið baráttumál okkar að greidd laun verði felld inn í taxta,“ sagði hann að lokum. Ráðuneyt- ið brýnir lögreglu- stjóra Dómsmálaráðuneytið hefur sent lögreglustjóraembættum á þeim stöðum þar sem leikir héimsmeistarakeppninnar í handbolta fara fram, bréf þar sem þess er farið á leit að sér- staklega verði kannað hvort áfengisauglýsingum, sem bratu í bága við lög, hafi verið komið í lögmætt horf. Bréfíð er sent í kjölfar áskor- unar átaksins Stöðvum ungl- ingadrykkju til ráðuneytisins í síðustu viku um að gripið verði í taumana vegna aðgerðaleysis lögreglustjöra, eins og það var orðað. Auglýsingum frá fyrirtækinu Warsteiner, sem era í öllum íþróttahúsunum sem hýsa HM ’95, var breytt í síðustu viku vegna athugasemda sem fram komu um að þær brytu í bága við reglugerð um bann við áfengisauglýsingum. Aðstandendur átaksins Stöðvum unglingadrykkju gagnrýndu strax breytingu auglýsinganna og kölluðu hana yfirklór, þar sem skýrt værj kveðið á um það í reglugerð að orðið léttöl, sem bætt var við tegundarheitið, yrði að vera með jafnstóru og jafnáberandi letri og tegundarheitið. Utanríkisráðherra um kvótaaukning’u Enginn ágreiningur við Þorstein HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að enginn ágreiningur sé á milli sín og Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra um svigrúm til kvótaaukningar. í DV í fyrradag var haft eft- ir Halldóri að hann teldi eitt- hvert svigrúm til að auka kvóta, en ekki mikið. Þorsteinn sagði svo í Morgunblaðinu í gær að hann vissi ekki hvað væri um að ræða, en sagði að reynt hefði verið að fínna svigrúm innan núverandi kerfís til að bæta aðeins stöðu aflamarksbáta. Svigrúm til leiðréttinga „Ég hef aldrei talað um kvótaaukningu," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist hafa rætt um að eitthvert svigrúm væri til leið- réttinga í kerfínu, t.a.m. 5.000 tonn fyrir aflamarksbáta, og væri þar að tala uni sömu hluti og sjávarútvegsráðherra. „Við höfum verið í samtölum allan tímann og góðu samráði og það er enginn ágreiningur okkar á milli,“ sagði Halldór. Samningar samþykktir FÉLAGAR í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafa sam- þykkt nýgerðan kjarasamning við borgaryfirvöld í almennri atkvæðagreiðslu, en talning fór fram í gær. ■ Á kjörskrá voru 2.478 manns °g greiddu atkvæði 1.149 eða 46,37%. Já sögðu 679 eða 59,1% og nei sögðu 447 eða 38,9%. Auðir og ógildir seðlar voru 23 eða 2,0%. Skorað á bankamenn að fella samninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.