Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter. Grænir bimir ERLENT Nýjar upplýsingar um færeysku bankakreppuna Danska stjórnin vissi snemma um milliarðatap Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. GRÆNFRIÐUN G AR efndu til aðgerða í Strassborg í gær til að reyna að hafa áhrif á Evrópu- þingmenn, sem um þessar mund- ir eru að taka ákvarðanir um samevrópskt vegakerfi. Hafa Norðmenn halda því fram að Svíar séu að reyna að vemda eigin sjávar- útveg með því að neita að staðfesta samninginn. Hann kveður á um að Norðmenn megi flytja út til Finn- lands, Svíþjóðar og Austurríkis jafn- mikið af físki og að meðaltali árin 1992-1994, án þess að greiða tolla. Sænski markaðurinn er afar mikil- vægur fyrir t.d. síldar- og rækjufram- leiðendur í Noregi. Deilt um útflutningstölur Svíar saka Norðmenn um að hafa lagt of háar tölur um fískútflutning sinn til Evrópusambandsins til grund- vallar í samningunum. Þetta var haft eftir sænska landbúnaðarfulltrúanum 5 Brussel, Jerzy Glucksman. Grete Knudsen, viðskiptaráðherra Norðmanna, vísar þessu hins vegar algerlega á bug og segir að einu töl- umar, sem voru notaðar, hafí verið frá Evrópusambandinu sjálfu komnar. Ráðherrann segist telja að vandinn, sem upp sé kominn, sé fyrst og fremst vegna misskiinings af hálfu Svía, sem hún vonar að hafí verið leiðréttur. Sænski landbúnaðarráðherrann, Margareta Winberg, sem einnig fer með sjávarútvegsmál, bendir á að Danmörk hafí einnig lagzt gegn sam- komulaginu, eins og það komi frá framkvæmdastjóminni. „Við erum umhverfissamtök áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðrar vega- gerðar í frönsku Pyreneafjöllun- um á dýralíf þar. Hér má sjá grænfriðung í bjarnarlíki ræða við starfsmann Evrópuþingsins. ekki ánægð með að í Noregi hafí menn lýst því yfír opinberlega að Sví- þjóð sé eina landið [sem leggst gegn samningnum]. Þetta vita norsk stjóm- völd mætavel," segir Winberg í sam- tali við Arbeiderbladet. Norskir fískútflytjendur segjast ger- samlega forviða á ákvörðun Svía. Dag Eivind Opstad, framkvæmdastjóri út- flutningsnefndar norska sjávarútvegs- ins, segir í samtali við Aftenposten að útflytjendur séu mest hissa á að Svíar geri svo stórt mál úr samningi, sem skipti litlu máli fyrir Svía en mun meiru fyrir norskan sjávarútveg. Útflutningsnefndin kvartar jafn- framt undan viðskiptahömlum á landa- mærum Noregs og Svíþjóðar, þar sem norskur ferskfískur þarf að bíða í allt að hálfan sólarhring eftir heilbrigðis- skoðun. Opstad sakar Svía um að þekiq'a ekki reglur Evrópusambands- ins og að landamæragæzlan sé bæði vanhæf og undirmönnuð. íslendingar fylgjast með Enn hefur ekki verið boðaður nýr fundur í viðræðum íslands og ESB um hliðstæðan tollasamning og þann, sem Norðmenn hafa gert. I utanríkis- ráðuneytinu fengust þær upplýsingar að menn fylgdust nú náið með fram- vindu mála varðandi norska samning- inn. BÆÐI ráðherrar í hægristjórn Poul Schlúters og í stjórn Poul Nyrup Rasmussens vissu mun fyrr en hing- að til hefur verið látið uppi um millj- arða tap í Sjóvinnubankanum í Fær- eyjum að því er fram kom í fréttum danska blaðsins Jyllands-Posten um helgina. Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra hefur ekki viljað tjá sig um þessar nýju upplýsingar en Uffe Elle- mann-Jensen, leiðtogi Venstre, segir að ráðherrann eigi ýmislegt eftir óskýrt og Færeyingar eigi kröfu til, að bankamálið- verði upplýst til fulls. Samkvæmt upplýsingum Jyllands- Posten sögðu embættismenn í fjórum ráðuneytum, í Fjármálaeftirlitinu og danska seðlabankanum frá því í skýrslu þegar í byijun október 1992 að stefndi [ stórfellt tap færeysku bankanna. Álitu þeir, að bankarnir þyrftu neyðarhjálp upp á sem sam- svarar 15 milljörðum íslenskra króna. Einnig sögðu þeir, að ákvæði danska stjórnin að styðja við bakið á Sjóvinnubankanum, sem var á barmi gjaldþrots, myndi Den Danske Bank krefjast aðstoðar fyrir Fær- eyjabanka, sem var dótturbanki danska bankans. Danska skýrslan var skrifuð eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert úttekt á færeysku bönkunum tveimur, sem þá'höfðu báir tapað milljörðum og þurftu á nýju eigin fé að halda. Vandi Sjóvinnubankans var meiri þar sem hann átti sér engan bak- hjarl líkt og Færeyjabanki. Embætt- ismennirnir ályktúðu sem svo að rétti ríkið Sjóvinnubankanum hjálparhönd væri það af samkeppnis- og siðferð- isástæðum skylt að hjálpa Færeyja- banka líka. Embættismennirnir töldu gjald- þrot Færeyjabanka einu leiðina fyrir danska ríkið til að sleppa við millj- arðaútgjöld og láta þá Den Danske Bank einan um að bera tapið. Ráðið sem síðan var brugðið á var að láta færeysku landsstjórnina yfirtaka Færeyjabanka í mars 1993 en þá var stjórn Poul Nyrup Ras- mussens nýkomin til valda. Tap bankans á því ári nam síðan um fimmtán milljörðum íslenskra króna, sem landsstjórnin segir hafa komið gjörsamlega á óvart því hvorki Den Danske Bank né danska stjórnin hafi upplýst í hvað stefndi. Af hálfu stjórnarinnar hefur því jafnan verið haldið fram að tapið hafi verið ófyr- irsjáanlegt,. Upplýsingar Jyllands- Posten benda hins vegar í aðra átt og ýmsir þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna, að íhaldsmönnum undanskildum, ýja nú að því að þing- ið hafi verið blekkt. Forsætisráð- herrann vildi í gær ekkert segja um málið. Ferjuslys á Filipseyjum Ovíst um fjölda farþega Lucena á Filippseyjum. Reuter. VITAÐ var með vissu að 42 fórust en margra var enn saknað síðdegis í gær eftir að eldur kviknaði í feiju er síðar sökk skömmu áður en skipið átti að koma í höfn í bænum Lucena á Filippseyjum. Að sögn lögreglu voru um 150 manns um borð sam- kvæmt skýrslum en vitað að þeir voru mun fleiri, sumir farþegar töldu að þeir hefðu verið 300. Nær 140 manns komust lífs af en gott veður var á staðnum og stafa- logn er slysið varð. Sjónarvottur sagði að skyndilega hefðu eldsúlur „eins og úr eldfjalli" staðið upp úr stafni feijunnar Viva Antipolo Six sem var tréskip. Skelfing greip um sig og margir stukku fyrir borð án þess að setja á sig björgunarbelti. Lögregluyfirvöld sögðu að 23 væri enn saknað en vel gæti verið að um fleiri væri að ræða. Fidel Ramos Filippseyjaforseti hefur skipað fyrir um rannsókn á slysinu, ennfremur bannaði hann frekari siglingar skipa útgerðar Viva Antiplo Six þar til ástand þeirra hefði verið kannað. Filippseyjar er ríki um 7.000 eyja og eru ferjur, sem oft eru í slæmu ásigkomulagi, mikið notað samgöngutæki. Nýr flokkur á Evrópuþingi • NÝR og öflugur þingflokkur er að verða til á Evrópuþinginu. Til stendur að sameina Forza Europa, sem eru Evrópuþingmenn Forza It- alia, og Evrópska lýðræðisbanda- lagið, sem er samtök Evrópuþing- manna franskra Gaullista og Fianna Fail á írlandi. Nýi flokkurinn myndi hafa samanlagt 55 Evrópuþing- menn og verða þriðji stærsti þing- flokkurinn, á eftir hægrimönnum og sósíalistum. „Þetta mun binda enda á hið þægilega samband hægri og vinstri, þar sem Evrópski alþýðu- flokkurinn (hægrimenn) og sósíal- istar skipta öllum æðstu stöðunum á mili sín,“ segir írski Evrópuþing- maðurinn Mark Killilea. • MATS Hellström, utanríkisvið- skiptaráðherra Svía, sagði í þing- ræðu á mánudag að Svíar, sem tækju til máls í ráðherraráði ESB og á Evrópuþinginu ættu ekki að hika við að nota rétt sinn til að tala á sænsku. Hann sagði að með ESB- aðild hefði staða sænskunnar á al- þjóðavettvangi styrkzt mikið. • SVÍAR beijast nú fyrir því að fá að reikna styrki frá ESB sem tekjur sænska ríkissjóðsins. Slík skilgreining myndi þýða að Svíar væru nær því að uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og mynt- bandalagi ESB-ríkja. • ESB og Marokkó héldu áfram viðræðum um endurnýjun fiskveiði- samnings í Brussel í gær. Að sögn talsmanns framkvæmdastjómar ESB höfðu samninganefndimar þá enn ekki byijað að takast á við erfið- ustu málin, til dæmis niðurskurð á kvóta ESB í marokkóskri lögsögu. Hillary gerir Bill „forsetalegri“ Washington. The Daily Telegraph. HILLARY Clinton, eiginkona Bills Clintons Bandaríkjaforseta, hefur tekið af skarið í undirbún- ingi eiginmannsins fyrir forseta- kosningarnar sem fram fara á næsta ári. Vinnur hún nú hörð- um höndum að því að gera hann „forsetalegri" að sögn aðstoðar- manna hans. Meðal þess sem hefur áunnist et' að Clinton hleypur ekki leng- ur í þröngum stuttbuxum, sem skopteiknarar gerðu sér svo mikið mat úr. Nú eru hlaupabux- urnar með síðum skálmum. Þá gengur forsetinn nú í reimuðum skóm í stað mokkasía sem eru honum svo kærar. Þegar forsetinn er myndaður er hann hættur að svara hverri einustu spurningum sem menn hrópa til hans. Hann veifar ekki lengur spenntur til mannljölda og við opinberar athafnir heldur hann sig við stífar og formlegar kveðjuhreyfingar auk þess sem hann leggur hægi'i hönd á hjartastað er þjóðsöngurinn er leikinn. Heimildarmenn sem vinna að kosningabaráttu forsetans segja þessar breytingar greinilega verk Hillary. Talið er fullvíst að hún hafi hvatt Clinton til að leggja áherslu á hversu mörg börn fórust í sprengingunni í Oklahoma í síðasta mánuði. Þá hefur forsetafrúin tekið sjálfri sér tak og leggur nú aukna áhersiu á að sýna mannlega hlið sína, ekki síst með því að faðma börn að sér er færi gefst. Stjórnvöld í Kinshasa reyna að hindra útbreiðslu ebólu Fimm manns á batavegi Genf, Kinshasa. Reuter. TALSMAÐUR Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) skýrði frá því í gær að fimm Zairebúar væru að ná sér eftir að hafa fengið veirusjúkdóminn ebólu en staðfest hefur verið að 77 manns hafa orðið sjúkdómnum að bráð undanfarna daga í landinu. Ekki er til neitt þekkt lyf eða meðhöndlun sem dugar gegn veikinni er veldur miklum blæðingum. Þegar hún heijaði í Zaire á áttunda áratugnum var dánartíðnin 80-90%. Mörg lönd hafa gripið til varúðarráðstafana til að hindra að ebóla berist þangað. Stjórnvöld í Angóla hafa að nokkru leyti lokað landa- mærum olíuhéraðsins Cabinda og Zaire. Ennfremur hafa stjórnir Egyptalands, Súdans og Belgíu, sem forðum réð yfir Zaire, ákveðið að kanna heilsufar sumra farþega og er þá vafalaust átt við fólk sem kemur frá Zaire eða grannlöndum þess. Einnig hefur verið gripið til svipaðra ráðstafana í fjarlægari Iöndum á borð við Jemen og Filippseyjar. Veikin hefur heijað í héraðinu Bandundu í Zaire og var fyrsta tilfellið greint í apríl í bænum Kikwit sem er um 500 km frá höfuðborginni Kinshasa. Sérstök nefnd er annast baráttuna gegn útbreiðslu ebólu, hefur mælt með því að fólk, sem komi frá Bandundu þrátt fyrir strangt ferðaíann, verði sett í þriggja vikna sóttkví. Stjórnvöld hafa komið upp vegatálmum og upplýsinga- spjöldum á heistu vegum er liggja til Kinshasa þar sem fólki á hættusvæðinu er ráðlagt að snerta ekki lík eða opin sár. Strauk úr sóttkví Tvær til þijár vikur iíða frá smitun þar til einkenni koma í ljós. Ekki er vitað um nein tilfelli í Kinshasa enn þá en tveir Zairebúar voru settir þar í sóttkví. Annar þeirra, ung kona, sem unnið hafði sem hjúkrunarfræðing- ur í Bandundu, strauk úr sóttkvínni. Hún var ófundin í gær en í borginni búa um fimm milljónir manna. Sóttvarnanefndin í Zaire krafðist þess sl. sunnudag að hópur erlendra fréttamanna, sem verið hafði í Band- undu-héraði og heimsótt spítala þar, yrði gert að hlíta sömu reglum og innfæddir, þ.e. fara í sóttkví við kom- una til Kinshasa. Hermenn umkringdu hópinn á flugvell- inum en fyrir milligöngu vestrænna sendiherra og yfir- valda í Kinshasa fengu fréttamennírnir að lokum að fara á hótel sín. Svíar á móti tollasamningi við Noreg Asakanir ganga á víxl yfir Kjöl SÆNSK stjórnvöld hafa neitað að samþykkja samning þann um tollfijálsan innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir, sem framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins gerði við Noreg fyrir skömmu. Ákvörðun EFTA-nefndar ESB um staðfestingu samningsins var frestað í fyrradag. Það er nú undir tvíhliða viðræðum Noregs, Svíþjóðar og annarra ríkja, sem málið varðar, að leysa það. Norðm nn eru afar sárir og ganga ásakanir á víxl yfir Kjöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.