Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 39 MINNINGAR dóm ásamí reynslu af vettvangi viðamikilla ábyrgðarstarfa við að sigla fleyi sínu, Tryggingastofnun ríkisins, gegnum brimskafla og boða stjórnmála og dægurþrass. Hann valdi oft þann kost að láta frekar reka um sinn og bíða byijar heldur en sigla fleyi sínu út í óvissuna, því honum mun hafa verið ljóst, að á þeim sjó, sem stofnuninni er falið að sigla, er ekkert var að finna. Stofnunin stendur ein og berskjöld- uð, henni eru falin viðamikil og við- kvæm verkefni, sem tengjast hags- munum þorra þjóðarinnar. Hvert skref og sérhver ákvörðun hennar er því vegin og metin á vogarskálum ólíkra hagsmunahópa. Þar láta stundum hæst þeir óbilgjörnu, sem vilja hagnast sem mest á almanna- tryggingakerfinu, sem þó hefur tæp- ast nóga fjármuni til skiptanna fyrir þá, er minnst mega sín og sárasta hafa þörfina. Góður drengur er fallinn frá. Ég átti því láni að fagna að fá að kynn- ast Eggerti og starfa með honum öll hans tæplega 15 ár hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, frá 1979 til 1993. Þegar litið er til baka er ljóst, að e.t.v. mátti ýmislegt betur fara, en þrátt fyrir það verður ekki annað sagt, en Eggert hafi reynst farsæll stjórnandi, maður friðsemdar og sátta. Ég þakka góða samferð og votta konu Eggerts, Helgu S. Einarsdótt- ur, vandamönnum og vinum hans samúð mína. Kristján Guðjónsson. Eggert G. Þorsteinsson, fyrrver- andi ráðherra og forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, er látinn á 70. aldursári. Við Eggert hittumst fyrst 1961. Hann var þá orðinn al- þingismaður, en ég nýlega skipaður tryggingayfirlæknir. Hann kom þá til mín vegna þess að hann vann að því að fá menn á lista Alþýðuflokks- ins til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Fyrir áeggjan hans tók ég sæti á lista Alþýðuflokksins vorið 1962 í Reykjavík og fór í nefndar- störf fyrir fiokkinn í Reykjavík þá. Árið 1966 sat ég síðan í borgar- stjórn fyrir Alþýðuflokkinn næstu fjögur ár og hafði á þeim tíma ýmis samskipti við Eggert sem þá var orðinn ráðherra. Ný lög um stjórnar- ráð tóku gildi 1. janúar 1970. Þá kom í hlut Eggerts sjávarútvegs- ráðuneyti sem þá var nýtt sem sér- stakt ráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti sem einnig var nýtt. Þennan vetur dvaldist ég við framhaldsnám í heilbrigðisfræði og embættislækningum í Bristol og Eggert hafði samband við mig síð- ari hluta vetrar og sagðist vanta ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. í fram- haldi af því hitti ég hann í London er hann var þar á ferðalagi um vor- íð og við ræddum þessi mál ítarleg-~ ar. A þessum fundi var það fastmæl- um bundið að hann léti auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra og ég mundi sækja um starfið. Þetta varð og ég tók við starfi ráðuneytisstjóra hjá Eggerti hinn 1. september 1970. Hvorugt ráðuneyti Eggerts hafði þá sérstakt húsnæði, honum var í raun úthýst með þessi ráðuneyti úr Arnarhvoli og niðurstaðan varð sú að bæði ráðuneytin leigðu húsnæði í Hekluhúsinu á Laugavegi 172. Þar hófu bæði þessi ráðuneyti störf sín síðari hluta árs 1970 og Eggert fékk þar ráðherraherbergi fyrir áramótin. Heilbrigðisráðuneytið var á þess- um árum fáliðað, starfsmenn voru fimm talsins og ekki öllum ljóst hvernig að málum skyldi staðið. Á þessum árum var það eitt aðal vandamál heilbrigðisþjónustunnar að læknar fengust ekki til starfa úti á landsbyggðinni og fyrstu ár ráðu- neytisins var það eitt helsta vanda- málið að reyna að manna þær stöður sem gert var ráð fyrir að þar væru. Eitt fyrsta verk Eggerts var því að setja á fót nefnd sem fékk það hlutverk að endurskoða gildandi lög um læknaskipan og sjúkrahús og fyrir hann skipti það verulegu máli að það væri gert hratt og að fram kæmu tillögur sem menn sæju að gætu leyst í einhverju þann mikla vanda sem var um heilbrigðisþjón- ustu landsbyggðarinnar. Ég var formaður þessarar nefndar og fyrir vorið 1971 varð til nefndará- lit og frumvarp til laga um heilbrigð- isþjónustu sem Eggert gat lagt fram í ríkisstjórn fyrir kosningar 1971. I þessum tillögum var læknaskip- an Islands gjörbreytt, héraðslæknis- embættin 56 voru lögð niður, en í staðinn settar upp heilsugæslustöðv- ar og gert ráð fyrir að heilsugæslu- læknar kæmu til starfa um allt land og að læknum á landsbyggðinni yrði fjölgað mjög verulega. Hins vegar var gert ráð fyrir að embættislæknar yrðu fáir, 5-8 tals- ins, og' sinntu eingöngu embættis- störfum. Ríkisstjórn sú, sem Eggert sat í, fór frá völdum eftir kosningar vorið 1971 svo að Eggerti auðnaðist ekki að koma þessu máli fram sem ráð- herra, en tveimur árum síðar varð það að iögum sem tóku gildi 1. jan- úar 1974, í aðalatriðum óbreytt frá því sem nefndin sem hann skipaði lagði upphaflega til. Aliir eru nú sammála um að sú breyting sem varð með þessum nýju iögum varð til þess að stórbæta heil- brigðisþjónustu um allt land, heilsu- gæslustöðvarnar hafa komið með nýju og meira starfsliði en áður var í kringum héraðslækna og nú er ekki skortur á læknum eða starfsliði á landsbyggðinni. Önnur mál sem upp komu þetta ár sem við störfuðum saman í ráðu- neyti voru þau að gerð var breyting á lyfsölulögum sem heimilaði ráðn- ingu lyfjafræðings í ráðuneytið og ný lög voru sett um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir sem tryggðu grundvöll að því að slíkar nýstéttir gætu orðið til og komið til með að starfa á þann hátt sem nauðsynlegt væri. Ymsar reglugerðir voru smíðaðar á þessum tíma, bæði í ráðuneyti og í stofnunum utan ráðuneytisins svo sem reglugerð um búnað og rekstur lyfjabúða og lyfjaheildsala og eftirlit með þeim, reglugerðir voru settar fyrir nokkrar heilsuverndarstöðvar og ný heilbrigðisreglugerð var samin fyrir allt landið og kom hún skömmu síðar í stað þeirrar fjölmörgu heil- brigðissamþykkta sem í gildi voru fyrií- einstök sveitarfélög. Á þessum tíma var reynt að koma á fót samstjórn sjúkrahúsa í Reykja- vík, en vilji var ekki fyrir hendi til þess að framkvæma þá hugsun til enda svo að það lagðist af. Hins vegar var gerð merk framtíð- aráætlun fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og var gert ráð fyrir að þar yrði byggt upp sjúkrahús í lík- ingu við stóru sjúkrahúsin í Reykja- vík og þeirri áætlun, sem þar var lögð fram, hefur síðan verið fylgt enda þótt þær byggingar sem þar þarf að byggja hafi tekið lengri tíma en þá var gert ráð fyrir. Éggert vék úr ráðherraembætti í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu hinn 14. júlí 1971, þannig að við störfuðum ekki saman nema tæpt ár. Eggert var hins vegar fyrsti ráð- herra minn og ég hef ekki farið leynt með það að hann var þess valdandi að ég fór inn í stjórnsýslu stjórnar- ráðsins þar sem ég hef starfað nú í tæpan aldarfjórðung. Tengsl milli okkar mynduðust á ný er hann varð forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins 1979 og í 14 ár átti ég mjög góð samskipti við hann sem forstjóra þessarar stóru heil- brigðis- og tryggingastofnunar. Hann starfaði þar alla tíð sem ráðsettur og hógvær höfðingi og lofaði samstarfsmönnum sínum að njóta sín til fullnustu eftir því sem þeir höfðu hæfileika og getu til. Samskipti við hann sem forstjóra voru allan starfstíma hans mjög góð og vinsamleg og hann kærði sig ekki um neinar stórfelldar breyting- ar. Rétt er að geta þess að áður en heilbrigðisráðuneytið var stofnað hafði verið sett á fót nefnd sem fékk það hlutverk að endurskoða lög um almannatryggingar. Frumvarp um almannatryggingar var lagt fram á þingi haustið 1970 og varð að lögum vorið 1971. Verulegar deilur urðu um það hvort lögin skyldu taka gildi strax eða um áramótin næstu á eftir og Eggert fékk því ekki framgengt að lögin tækju gildi strax er þau voru sett 1971. 1 þessum nýju lögum voru gerðar verulegar breytingar til bóta fyrir bótaþega og margir trúðu því að hefðu lögin tekið gildi hefðu úrslit Alþingiskosninga orðið önnur en raun varð á. Að minnsta kosti varð það verk nýrrar ríkisstjórnar að setja lögin í gildi með bráðabirgðalögum. Þessi lög um almannatryggingar frá 1971 voru síðan í gildi fram til ársloka 1993, enda .þótt breytingar væru gerðar á þeim nærri því á hverju ári og sum árin nokkuð marg- ar breytingar. I þessum stuttu minningarorðum hef ég aðeins rakið samskipti okkar Eggerts í ráðuneyti meðan hann var ráðherra og tengsl hans við ráðu- neytið eftir að hann varð forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Ég veit að aðrir þekkja miklu betur til um annað ævistarf hans og geri ráð fyrir að þeir geri grein fyrir því betur en ég. Um pólitísk samskipti okkar í milli var ekki að ræða eftir að ég varð ráðuneytisstjóri svo sem eðli- legt er. Ég þakka Eggerti fyrir meira en 30 á.ra kynni, ég þakka fyrir þátt hans í því að ég fór inn í ríkisstjórn- sýsluna og þakka fyrir alla góða samvinnu liðinna ára. Páll Sigurðsson. Eggert G. Þorsteinsson var far- sæll og heilsteyptur maður. Hann sýndi það m.a. með því að komast til æðstu metorða í opinberu Iífi. Hógværð og ljúf framkoma var hon- um eðlislæg. Skipti þá engu hver át.ti í hlut, viðmótið breyttist ekkert, þótt hann gengi af fundi yfirmanns til verkamannsins. Eggert G. Þor- steinsson var jafnaðarmaður í bestu merkingu þess orðs. Ég kynntist Eggert fyrst á sjö- unda áratugnum og þá í sambandi við stjórnmálin. Þau kynni voru iítil í upphafi, en mér féll strax vel við hann. Þegar Eggert réðst ti! Trygg- ingastofnunar í upphafi ársins 1979 urðu kynnin nánari og eftir að árin liðu breyttist góður kunningsskapur í vináttu. Eftir fund eða spjall við Eggert leit maður framtíðina ávallt bjartari augum og hlakkaði til næsta fundar. Ég tel mig geta fullyrt, að starfsfólk Tryggingastofnunar ríkis- ins er sömu skoðunar og undirritað- ur. Hann naut sín vel í starfi for- stjóra og reyndi ávallt að gera sitt besta til að leysa öll vandamál sem upp komu á hógværan og þægilegan hátt. Hans er nú sárt saknað af starfsfólki Tryggingastofnunar rík- isins. Það er ógjörningur að fara út í smáatriði í stjórnmálaþátttöku hins látna vinar, en eitt er ávallt geymt í sjóði minninganna, en það var þeg- ar stjórnarfrumvarp á lokaári við- reisnarstjórnarinnar féll á jöfnum atkvæðum, er Eggert gekk til liðs við stjórnarandstöðuna. Eggert taldi frumvarpið ganga gegn hagsmunum launþega og það réð afstöðu hans. Annað atvik kemur upp í hugann, þó ekki snerti það stjórnmálin. Egg- ert var staddur í Visby á Gotlandi á fundi síðla árs 1970. Sem sjávarút- vegsráðherra var hann á göngu við höfnina og kom þar að þegar rosk- inn maður var að reyna að bjarga tíu ára dreng frá drukknun, en hann hafði fallið í sjóinn. Svíinn varð brátt aðframkominn, stakk Eggert sér þá til sunds og bjargaði þeim báðum. Var mikið skrifað um björgunina í sænsk blöð. Þótti hann sýna bæði snarræði og dirfsku. Margir munu sakna Eggerts G. Þorsteinssonar eftir skyndilegt og ótímabært fráfall, en það er þó hugg- un að eiga góðar minningar að ylja sér við. Sárastur er söknuður Helgu og annarra ástvina. Ég sendi þeim samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eggerts G. Þorsteinssonar. Orn Eiðsson. • Fleiri minningargreinar um Eggert G. Þorsteinsson bíða birt- ingar og munu birtast í bladinu næstu daga. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Fossvogsbletti 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. maí kl. 10.30. Jarðsett verður frá Setbergskirkju, Eyrarsveit i Grundarfirði, laugardaginn 20. maí. Gísli Gunnarsson, Guðmundur Gíslason Sigriður Gisladóttir, Magnús F. Jónsson og barnabörn. t BIRNA BJÖRNSDÓTTIR er látin og útförin hefur farið fram. Við þökkum öllum sem sýrit hafa okkur samúð og vináttu í lang- vinnum og erfiðum veikindum hennar og við andlátið. Halldór Halldórsson, Sigurjón Halldórsson, Rún Halldórsdóttir, Reynir Þór Eyvindarson, Halldór Reynisson, Pétur Haildórsson, Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir, Halldór Björn Halldórsson, Álfheiður Hrönn Ástvaldsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS ÓLAFSSONAR, Suðurgötu 4a, Keflavik. Nanna Stefánsdóttir, Stefán Þ. Guðmundsson, Gotta Sigurbjörnsdóttir, Gunnar H. Baldvinsson, Alda Jónatansdóttir, Marta Þ. Baldvinsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Palla I. Baldvinsdóttir, George M. Kellogg, Asdís Baldvinsdóttir, Helgi Ásgeirsson, Jóhanna G. Baldvinsdóttir, Jónas Snorrason, Ásta Baldvinsdóttir, Sóley Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Hurðarbaki, Reykholtsdal. Bjarni Þorsteinsson, Gunnar Bjarnason, Þóra Bjarnadóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ÁRSÆLS LÁRUSSONAR, Víðimýri 12, Neskaupstað. Kristín S. Friðbjörnsdóttir, Dagrún Ársælsdóttir, Ingvi Þór Kormáksson, Ársæll Þór Ingvason. t Innilegar þakkir til allra ættingja og vina sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDÍNU PÉTURSDÓTTUR frá Laugum í Súgandafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks legudeildar Fjórðungssjúkrahúss ísafjarðar fyrir ómetanlega umönnun og aðstoð við okkur. Guð blessi ykkur öll. Högni Egilsson, Hulda Karls, Birgitte Egilsson Opdal, Guðmundur Heiðar Gylfason, Rúnar Þór Gylfason, Ingvar Valur Gylfason, Ómar Sæberg Gylfason, Björn Viðar Gylfason, Högni Elfar Gylfason, Gylfi Svavar Gylfason, Liv Randi Opdal, Gylfi H. Þorsteinsson, Kolbrún Högnadóttir, Jóna Þorvaldsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Fjóla Birkisdóttir, Hildur Búadóttir, María Jóhannesdóttir, og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.