Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MÖRGUNBLAÐIÐ L FRÉTTBR Kennarar í Reykholti eftir fund með Ólafi Þ. Þórðarsyni Standa við fyrri yfirlýsingar sínar KENNARAR við Reykholtsskóla fóru þess á leit við Ólaf Þ. Þórðarson á fundi hans með kennurum í fyrra- kvöld að hann dragi til baka þá ákvörðun sína að taka við starfi skólastjóra í Reykholti. Að sögn Hlyns Helgasonar, talsmanns kenn- aranna, skýrðust línur á fundinum einungis í þá veru að kennararnir standa við fyrri yfirlýsingar. Telur hann að rekstrarskilyrði skólans verði erfið taki Ólafur við starfinu, og nokkrir kennarar muni þá hætta störfurn við skólann. I yfirlýsingu sem meirihluti kenn- ara við Reykholtsskóla sendi frá sér eftir fundinn segir að þeir lýsi yfir stuðningi við þær áherslur og hug- myndir í skólastarfi sem Oddur Al- bertsson skólastjóri hafi verið í for- svari fyrir. Ennfremur telji þeir að engum öðrum en honum treystandi til að halda því áfram. Dylgjur gegn starfsheiðri Þá segir í yfirlýsingunni að kenn- aramir lýsi hneykslun og undrun á þeim dylgjum sem Ólafur Þ. Þórðar- son setji fram gegn starfsheiðri þeirra í viðtali sefn birtist í Morgun- blaðinu 12. maí síðastliðinn. „Við viljum ekki sitja undir því að vera vænd urh að hafa áhrif á einkunnir nemenda í pólitískum tilgangi. Við förum fram á að hann taki orð sín til baka,“ segir orðrétt í yfirlýsing- unni sem átta kennarar undirrita. Hlynur Helgason sagði við Morg- unblaðið í gær að á/undinum hefði þess verið óskað að Ólafur birti leið- réttingu á ofangreindum ummælum en hann hefði neitað því. Þá sagði hann að eftir fundinn með Ólafi þætti meirihluta kennaranna ljóst að skólahaldið færi á nokkurs konar núllpunkt taki hann við skólastjóra- starfinu og allt verði í óvissu varð- andi skólastefnu, nemendafjölda o.fl. „Við bárum upp á fundinum þá ósk við Ólaf að hann félli frá því að fara í þetta starf aftur. Það sem við vonum innilega er að Björn Bjarna- son menntamálaráðherra finni ein- hvetja leið til þess að hægt verði að afstýra þessu, sem við í raun og veru teljum verða slys í sögu skól- ans,“ sagði Hlynur. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Ólafi Þ. Þórðarsyni vegna málsins í gær. murgunuiauiu/ rvnsuuu Útför Eggerts G. Þorsteinssonar ÚTFÖR Eggerts G. Þorsteins- sonar fyrrverandi alþingis- manns og ráðherra var gerð frá Fríkirkjunni í gær. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson sóknarprestur í Neskirkju sá um athöfnina, sem var fjöl- sótt. Félagar Eggerts í Odd- fellow-reglunni voru líkmenn en í forgrunni er Baldur Fred- riksen útfararstjóri. Morgunblaðið/Siguijón I. Sigurðsson ÞÓRHILDUR Líndal ásamt skólabörnum í Súðavík. Umboðsmaður barna heimsækir norðanverða Vestfirði Fjárlög undirbúin Starfshóp- ar fjalla um ríkisfjármál NOKKRIR starfshópar skipaðar fulltrúum stjómarflokkanna og embættismanna hafá verið settir á fót til að fara yfir ýmsa þætti tengda fjárlögum næstu ára. Hóp- arnir eru ei-'.kum að skoða mögu- lega hagræðingu á ýmsum sviðum ríkisfjármála. Sérstök ríkisfjármálanefnd ríkisstjórnarinnar er einnig starf- andi en hana skipa formenn og varaformenn stjórnarflokkanna beggja. Nefndin á að leggja tillög- ur um ríkisfjármálin fyrir ríkis- stjórnina, en gert er ráð fyrir að ríkisstjórnin ákveði útgjalda- ramma fyrir hvert ráuneyti eins og undanfarin ár. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að þessu starfi verði ekki lokið fyrr en í lok næsta mánaðar. Hann sagði að fjárlaga- vinnan nú væri frábrugðin því sem áður hefði tíðkast að því leyti að horft væri til nokkurra næstu ára en ekki aðeins á það næsta. Ekki hefur verið sett ákveðið markmið um niðurstöður fjárlaga en ríkis- stjórnin stefnir að því að ná halla- lausum fjárlögum fyrir lok kjör- tímabilsins. Núgildandi fjárlög voru afgreidd með um 7,5 millj- arða króna halla. ísafírði. Morgunblaðið. „í ÞESSARI ferð minni er ég fyrst og fremst að kynna embættið fyr- ir grunnskólabörnum hér á svæð- inu. Þá ræði ég við skólastjórann og sveitarstjórnarmenn, því allir þurfa að taka höndum saman til að bæta hag barna og standa vörð um réttindi þeirra," sagði Þórhild- ur Líndal, umboðsmaður barna, í samtali við blaðið, en hún kom til ísafjarðar í gærdag í sína fyrstu ferð út á land í þessu embætti. Þórhildur hélt fyrsttil Súðavík- ur þar sem hún ræddi við skóla- börn, stjórnendur grunnskólans og sveitarstjórnarmenn og síðan lá leið hennar til Bolungarvíkur og ísafjarðar. í dag heimsækir hún Þingeyri, Flateyri og Suður- eyri og þar með lýkur ferð hennar um norðanverða Vestfirði. „Börn- in á Súðavík höfðu ekki yfir miklu að kvarta, aðalumkvörtunarefnið var skólalóðin, og var þeim boðum komið til réttra aðila. Mér finnst uppbyggingin á Súðavík mjög spennandi og það er mikill vilji Börnin í Súðavík eru ofarlega í huga okkar allra þjá sveiterstjórnarmönnum þar að taka tillit til málefna barna og það kom séstaklega fram í viðræðum mínum við sveitarstjórann, að þar sem bömunum liði vel, liði foreldr- unum einnig vel. Ég mun fylgjast með þessari uppbyggingu í fram- tíðinni. Það er erfitt að dæma um það hvort börn úti á landi hafi önnur umkvörtunarefni en börn á höf- uðborgarsvæðinu, en ég get ekki ímyndað mér annað en skólamálin séu þeim öllum ofarlega í huga. Ég er svo nýkomin að ég hef ekki heyrt neinar kvartanir sem tengj- ast ókurteisi fullorðinna gagnvart börnum, en eins og við vitum er misjafn sauður í mörgu fé, en ég hef engar slíkar kvartanir fengið hér. I Súðavík skín mjög mikil umhyggja úr orðum barnanna." Þórhildur sagðist munu fara í fleiri ferðir út á land og vonaðist hún til að komast yfir allt landið áður en hennar vinnu lyki eftir fimm ár. „Ég stefni að því að fara í alla landshluta áður en ég hætti í þessu starfi, en ég verð að dreifa þessum ferðum yfir árið. Það er augljóst mál af hverju Vestfirð- ingar voru fyrstir í röðinni hjá mér. Börnin í Súðavík eru ofar- Iega í hugum okkar allra þannig að mér fannst rétt að byija hér og þá jafnframt að heilsa upp á önnur börn í nágrenninu. Mér hefur verið tekið afskaplega vel og það er notalegt að koma hing- að,“ sagði Þórhildur Líndal. Eggerts minnst á Alþingi ALÞINGISMENN minntust Eggerts G. Þorsteinssonar fyrrverandi ráð- herra á Alþingi við þingsetningu í gær. Ragnar Arnalds starfsaldursfor- seti Alþingis stjórnaði fyrsta fundi þingsins. Eftir að hafa rakið ævifer- il Eggerts G. Þorsteinssonar sagði Ragnar að Eggert hefði reynst styrk- ur forustumaður og ekki brugðist trúnaði þeirra sem að baki honum stóðu. „Á Alþingi var hann löngum í Efri deild og varð oft að starfa í mörgum nefndum þeirrar deildar. Öll störf hans hér einkenndust af vinnusemi, staðfestu og tryggð við þann málstað sem hann kaus á ung- um aldri að helga líf sitt og starf,“ sagði Ragnar. -----» ♦ «------ Selavaða á ísflekum JÓHANN Siguijónsson, sjávarlíf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir líklegast að hvalavaðan sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar urðu varir fyrir nokkru austan við landið hafi verið grindhvalir. Að sögn Siguijóns Sverrissonar, flugstjóra í ískönnunarflugi Gæsl- unnar, var þetta stærri hvalavaða en þeir hefðu áður séð og sagði hann að hvalirnir hefðu verið í þúsunda- tali. Gæslumenn urðu einnig varir við stóra selabreiðu á ísflekum uin 40 mílur norður af Horni. Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur telur líklegast að þar hafi verið vöðuselur. Jóhann Siguijónsson segir að greinilega hafi verið mikil samþjöpp- un á hvölum þama og „mér dettur helst í hug, ef þarna hafa verið sam- felldar breiðiar, að þetta hafi verið grindhvalir. Það er mikill fjöldi grind- hvala í Norður-Atlantshafi og þeir eru stundum á afmörkuðum svæðum. Einnig er hugsanlegt að þetta! séu einhveijar aðrar tannhvalategundir sem hafi verið í síld,“ segir Jóhann. Selur að fara úr hárum? Haukur táldi líklegast að sela- breiðan fyrir norðan land hafi verið vöðuselur. Fengitími vöðusela er lið- inn en taldi Haukur hugsanlegt að þeir væru að fara úr hárum en þá forðuðust þeir að blotna mikið. Hann sagði að svipað hefði gerst við Nor- egsstrendur þegar vöður komu upp að landinu. Þá hefði fiskur horfið af miðunum. Hann segir að vöðusels- stofninn við Island fari vaxandi og er hann um 800 þúsund dýr. Kaup Bakka á Ósvör stað- fest í bæjarstíóm í gær ísafirði. Morgvnblaðið. Á FUNDI bæjarstjórnar Bolungar- víkur í gær var staðfestur kaup- samningur Bakka hf. í Hnífsdal á hlutabréfum Bolungarvíkurkaup- staðár í Ósvör hf., en samningur þessi var undirritaður fyrir helgina með fyrirvara um samþykki bæjar- stjórnar og stjórnar Bakka. Samningurinn var viðaukasamn- ingur við samning sem gerður var við Bakka þann 9. mars sl. Sam- kvæmt honum staðgreiðir Bakki kr. 36.370.000 fyrir bréfin fyrir 22. maí. í samningnum er gert ráð fyrir að bæjarsjóður ábyrgist að sölu- verðið verði allt notað til að greiða niður skuldir seljanda við Byggða- stofnun, til að auka líkur á að Ós- vör geti fengið aukna fyrirgreiðslu hjá stofnuninni. Þá er gert ráð fyr- ir að kaupandi hlutist til um að ný stjórn verði kosin að félaginu, sem síðan muni gera nýtt samkomulag við seljanda um greiðslu skuldar Ósvarar við seljanda, en hún var hinn 15. febrúar sl. kr. 21.830.624. Bakki kemur með nýtt hlutafé Við staðfestingu kaupsamnings- ins lá frammi samrit bréfs Byggða- stofnunar til Ósvarar dags. 25. apríl sl., um skilyrði lánveitingar að fjárhæð 91 milljón króna auk samhljóða skilyrða frá Vestfjarða- nefndinni svokölluðu þar sem með- al annars er gert ráð fyrir því að Bakki greiði inn nýtt hlutafé að fjárhæð 50 milljónir króna, að Bakki selji Ósvör kvóta sem nemi um 1.300 þíg. tonnum á því verði sem kynnt hefur verið í áætlunum fyrir fyrirtækið, að langtímaskuld- um Ósvarar að fjárhæð kr. 100 milljónir verði annaðhvort breytt i hlutafé eða skuldbreytt, þannig að heildarlánstími verði a.m.k. 12 ár og a.m.k. tvö næstu ár afborgunar- laus. Einnig er gert ráð fyrir því að Bakki geri öðrum hluthöfum í Ós- vör sambærilegt kauptilboð í hluta- bréf þeirra og af heildarljárhæð 91 millj. kr. lánsins, verði a.m.k. 18 millj. kr. varið til greiðslu á skuldum við Byggðastofnun . „Þetta mál er loks komið í höfn og ég vona að þetta verði upphafið að nýrri atvinnusókn og uppbygg- ingu hér í Bolungarvík,“ sagði Ol- afur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, í gærkvöldi, að lok- inni staðfestingu samningsins. i » 1 » I t I : t : I : 1 : l 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.