Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Vatn á
veggjum
vinnu-
stofu
VATNIÐ er rauði þráðurinn í
verkum myndlistarkonunnar
Guðbjargar Lindar Jónsdóttur en
hún stendur þessa dagana fyrir
sýningu á vinnustofu sinni á Suð-
urlandsbraut 26. „Ég var alltaf
vatnshrædd sem bam,“ segir
listakonan sem óx úr grasi á
Isafirði, mitt á milli hafs og
hamra. Eðli málsins samkvæmt
flæða fossar og vötn því um mynd-
heim hennar. Annars vill Guð-
björg Lind ekki tala mikið um
verkin. Þau skýra sig sjálf.
Guðbjörg Lind kom fram á
sjónarsviðið í myndlist fyrir ára-
tug en síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar. A sýningunni í
vinnustofunni eru tólf verk, öll
unnin með olíu á striga. „Ég held
að það sé fyrst og fremst hrein
og bein þróun sem hefur átt sér
stað,“ segir listakonan sem efndi
síðast til einkasýningar í Nýhöfn
fyrir þremur árum. „Það er meira
andrúmsloft í myndunum núna,
auk þess sem fleiri litir hafa bæst
við - þetta er meira litaspil."
Guðbjörg Lind kann ákaflega
vel við sig á annarri hæðinni á
Suðurlandsbraut 26 en hún bjó
áður við þröngan kost í Hafnar-
stræti 18. Húsnæðið er í eigu Bún-
aðarbankans og hafði staðið autt
um langt árabil þegar Guðbjörg
Lind og þrír aðrir myndlistarmenn
tóku það á leigu í fyrra. „Skemmti-
staðurinn Sigtún var hér áður en
búið var að hreinsa mest af þeim
minjum út. Hér er gott andrúms-
loft og enginn draugagangur en
auk þess hentar þessi aðstaða
myndlistarmönnum mjög vel.“
Ánægð með útkomuna
Ástand sýningarmála mynd-
listarmanna hefur um hríð verið
í brennidepii og það vekur vissu-
lega athygli að Guðbjörg Lind
MYNPLIST
Hafnarborg -
Hafnarfirði
MÁLVERK
KJARTAN GUÐJÓNSSON
Opið alla daga (nema þriðjud.) kl.
12-18 til 29. maí.
Aðgangur ókeypis.
HEFÐBUNDNA málverkið lifír
enn góðu lífi sem einn sterkasti mið-
ill myndlistarinnar, þrátt fyrir að
stórkostlegar tækninýjungar síðustu
áratuga hafí gefið listamönnum
aukna möguleika á öðrum sviðum til
að koma myndmáli sínu á framfæri.
Þetta er staðreynd þrátt fyrir að
áhugi og nýsköpun hinna yngri gangi
nokkuð í bylgjum hvað þetta varðar,
og þar skiptir miklu þrautseigja
þeirra eldri, sem hafa haslað sér völl
með þessum miðli og eru ekki á því
að breyta um stíl eða gefast upp
fyrir nýrri möguleikum, þegar þeir
hafa fundið sinn farveg í málverkinu.
Ferill Kjartans Guðjónssonar í
myndlistinni spannar nú meira en
fjóra áratugi, en allan þann tíma
hefur hann verið virkur á vettvangi
málverksins sem listamaður og
kennari, auk þess sem hann hefur
tekið dijúgan þátt í félagsmálum
listamanna og skrifað talsvert um
þessi málefni.
í Hafnarborg hangir nú uppi stór
sýning frá hans hendi, eða rúmlega
fimmtíu myndir, fiest stór olíumál-
verk, en einnig er þar að finna nokkr-
ar gvassmyndir í kaffistofu staðar-
ins, sem eru ágæt viðbót við málverk-
in og styðja þau á margan hátt. Þetta
er umfangsmikiil afrakstur ötuls
starfs listmannsins síðustu ár, en frá
því hann hætti kennslu fyrir nokkru
29).
Loks má nefna að listamaðurinn
notar í ýmsum myndanna tvískipt-
ingu flatarins sem helstu aðferð til
að koma til skila þeim andstæðum,
sem birtast í viðkomandi mynd.
Þannig birtist nærtæk barátta góðs
og ills eða birtu og myrkurs með
skýrum hætti, sem hér má sjá ljós-
lega í kunnuglegum viðfangsefnum
eins og í „Dagur og Nótt (nr. 16)
og „Tröilið og stúlkan (nr. 33), svo
dæmi séu tekin.
Verk Kjartans hafa gjarna verið
afar litrík og skrautleg, þar sem
listamaðurinn hefur fýllt vel út í flöt-
inn; þetta er einnig reyndin í olíumál-
verkunum hér, en síður í gvassmynd-
unum. Á stundum virkar þetta sem
tilhneiging til ofhlæðis, sem dregur
úr krafti myndbyggingar og efnis,
sem ef til vill væri sterkara án
skrautsins. Stöku mynd er áhrifa-
meiri en ella sakir einfaldleikans, og
má nefna „Afmælisdaginn (nr. 25)
og „Þorpið fylgir þér (nr. 3) sem
dæmi um slíkt. I sumum verkanna
næst gott jafnvægi hvað þetta varð-
ar og spennan verður næstum
áþreifanleg, t.d. í „Fjölskyldan (nr.
5), en í öðrum dregur skreytnin tals-
vert úr áhrifunum.
Gvassmyndirnar eru almennt ein-
faldari að gerð en málverkin, en þar
er í sumum tilvikum um sama mynd-
efnið að ræða. Fyrir vikið virka þær
afar ferskar, og í „Gyðju morgunroð-
ans (nr. 43) á skreytnin vel við, og
er nauðsynlegur þáttur í heildar-
myndinni.
Hér er á ferðinni stór sýning, þar
sem myndsýn þessa dugmikla lista-
manns nýtur sín vel, og því er rétt
að benda listunnendum á að líta inn
fyrir lok mánaðarins.
Eiríkur Þorláksson
Konur, bátar og myndir
KJARTAN GUÐJÓNSSON: Bátur elskendanna.
hefur hann getað einbeitt sér ein-
göngu að listsköpun.
Hér má fljótlega greina nokkur
minni sem Kjartan kemur að aftur
og aftur í myndum sínum, og er ljóst
að tákngildi þeirra skipta nokkru
máli fyrir listamanninn. Konan hefur
alitaf verið honum hugleikin í mynd-
listinni, og er hér víða í aðalhlut-
verki; mikilvægi hinna formlegu
þátta er síðan fylgt eftir hverju sinni
þegar litið er til myndefnisins í heild.
Báturinn kemur einnig fyrir í til-
teknum fjölda mynda, sem bera titil
í samræmi við það. Hér er eðlilegast
að skilja þetta kunna tákn sem minni
tímans, þar sem okkur ber áfram í
straumi lífsins. Þar er engin ferð
eins, hvort sem litið er til báts elsk-
endanna, gömlu hjónanna, leikkon-
unnar eða skáldsins; hvert lífshlaup
er sérstakt. Þessi munur kemur vel
fram í verkum Kjartans hér, og má
benda á verkið „Bátur elskendanna
(nr. 7) sem gott dæmi þessa.
Annað minni sem bregður víða
fyrir er að sýna mynd inni í mynd;
þetta er í sumum tilvikum í formi
spegilmynda, en í öðrum halda pers-
ónur á málverki - oftast andlits-
myndum - innan myndarinnar. Hér
kann að vera vísað til þess að efinn
er einn sterkasti þáttur hins mann-
lega eðlis; efinn um eigið ágæti ieið-
ir til sífelldrar endurskoðunar og
sjálfsgagnrýni, þar sem Kjartan læt-
ur kyrrláta íhugun vera kjarna
mynda eins og „Málverkasafnararnir
(nr. 3) og „Myndir á vinnustofu (nr.
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐBJORG Lind Jónsdóttir myndlistarkona ásamt syni sínum
Marteini Hjartarsyni. Greina má foss í bakgrunni.
skuii kjósa að efna til sýningar
á vinnustofu sinni. Hún segir að
það sé kostnaðarsamt að halda
myndlistarsýningu auk þess sem
góðir salir séu ekki á hverju
strái. Listakonan lét því kylfu
ráða kasti og kvartar ekki yfir
útkomunni. „Ég hafði unnið að
sýningu um nokkurt skeið án
þess að hafa ákveðinn sal í huga.
Þegar ég kom hingað sá ég hins
vegar að vinnustofan hentaði
sem sýningarsalur þar sem hátt
er til lofts og birtan góð. Það
hefur komið fóíki á óvart hvað
þetta kemur vel út og margir
myndlistarmenn hrifist af þessu
fyrirkomulagi. Ég gæti því vel
hugsað mér að gera þetta aftur.“
Jón Axel Björnsson, Lísbet
Sveinsdóttir og Valgarður Gunn-
arsson deila húsnæðinu á Suður-
landsbrautinni með Guðbjörgu
Lind en allir listamennirnir eru
með sína eigin vinnustofu. Guð-
björg Lind kann vel að meta félags-
skapinn og segir að samskiptin séu
hæfilega mikil. Hafa listamennimir
hug á að efna til samsýningar í
húsnæðinu í náinni framtíð.
Sýning Guðbjargar Lindar er
opin frá klukkan 14-18 um helgar
og frá klukkan 14-16 virka daga.
Hún stendur til 21. maí.
Meira fjör -
minna gaman
LEIKOST
Lciklistarklúbhur
SÁÁ
DYRAVERÐIRNIR EFTIR
JOHN GODBER
Leikstjóri: Hávar Siguijónsson.
Hljóð: Gísli Sveinn Loftsson. Lýsing:
Kári Gíslason. Leikendur: Amar H.
Jónsson, Stefanía Thors, Björgvin
H. Stefánsson, Svavar Björgvinsson,
Thelma B. Brynjólfsdóttir, Ellen
Guðmundsdóttir, Valgerður Stefáns-
dóttir, Skúli Friðriksson. Tjamar-
bíói, Reykjavik 11. maí.
DYRAVERÐIRNIR eftir breska
leikskáldið John Godber er grág-
lettin lýsing á föstudagskvöldi í
lífi nokkurra ungmenna sem finna
sér þá afþreyingu helsta í tilver-
unni að fara um hveija helgi á
sama diskótekið í von um skemmt-
un og æsileg kynni. En á diskótek-
inu ráða dyraverðirnir ríkjum,
fjögur vöðvabúnt sem kalia ekki
allt ömmu sína í viðskiptum við
gestina og hver annan...
Þótt Dyraverðirnir sé enskt að
uppruna er sú nöturlega og ör-
væntingarfulla næturveröld sem
þar er lýst einnig til staðar í
Reykjavík og nærliggjandi byggð-
um og jafnvel fjærliggjandi byggð-
um. Islensk ungmenni eru nefni-
lega æði víða undir þá sök seld
að þurfa að stofna til náinna kynna
við jafnaldra sína í umhverfi sem
einkennist hvað helst af gríðarleg-
um hávaða, krabbameinsvaldandi
tóbaksreyk og ótæpilegu brenni-
vínssulli. Af einhveijum ástæðum
fínnst sumum bærilegra að nálg-
ast hitt kynið við kringumstæður
þar sem vart er hægt að telja
nokkurn mann ábyrgan gerða
sinna. Svo mikill er óttinn við höfn-
unina. Og hver þekkir ekki sjálfa
dyraverðina? Þeir eru hér sam-
nefnarar fyrir þessi kvikindi sem
allir þekkja frá æskudögum og
allir hafa einhvern tíma orðið fyrir
barðinu á: Strákaslánar sem berja
vægðarlaust á öðrum minni máttar
og flýja á þann hátt sjálfa sig með
handafli.
Hávar Siguijónsson leikstjóri
og leikhópurinn sjálfur unnu þýð-
ingu verksins í sameiningu og virt-
ist hún vera sannfærandi. Texti
af þessu tagi er sannfærandi þeg-
ar miðaldra fólk fer á mis við
merkingu tiltekinna orðasam-
banda eða þekkir þau aðeins í
öðru og eldra samhengi. Hann er
einnig sannfærandi þegar ensk
tökuorð eru tekin inn í talmál og
aðlöguð beygingakerfi íslenskunn-
ar.
Sviðsmyndin er strípað svart
sviðið og ekkert á því nema bar-
inn, en hann er einmitt lífhöfn
þeirra sem veiða með hormónum.
Hljóð og lýsing sníða atriðum leik-
ritsins stakk og móta andrúm
þeirra ágætlega hveiju sinni.
Þessir ungu ieikarar sem sumir
hveijir eru að taka sín fyrstu spor
á leiksviði standa sig aldeilis
prýðilega vel. Þau túlka ófull-
nægju, ráðleysi og lappaskak
ungs fólks í leit að sýndaröryggi
ástarinnar með sannfærandi
hætti. Þau túlka ágætlega ungt
fólk sem er svo grænt og reynir
svo ákaflega að sýnast borubratt
að maður kennir í brjósti um það.
Þessir ungu leikarar eru fólk sem
veit hvað klukkan slær. Þau hafa
nú þegar aflað sér mikilvægrar
lífsreynslu og nýta hana á.sviðinu
í Tjarnarbíói, því góða húsi, sjálf-
um sér til frekari andlegs og list-
ræns þroska og þakklátum áhorf-
endum til óblandinnar ánægju.
Sá sem þetta skrifar er örugglega
ekki einn um það að vilja fá meira
að sjá og heyra frá þessum hópi
á næsta leikári.
Guðbrandur Gíslason.