Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 MIÐVIKUDÁGUR 17. MAÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR í TVEIMUR greinum eftir Sigurð E. Sigurðsson, sem birtust í Morg- unblaðinu 26. apríl og 3. maí sl., kemur fram þung gagnrýni á ís- lensk loftferðayfirvöld og sérstak- lega Flugmálastjórn vegna erfið- leika, sem greinarhöfundur telur sig hafa orðið fyrir við að öðlast íslensk flugréttindi. Gengur hann svo langt að segja Flugmálastjóm vera á villi- götum. Því verður ekki hjá því kom- ist að svara helstu umkvörtunum hans og leiðrétta misskilning og rangfærslur, sem fram koma í áður- nefndum greinum. Oflun íslenskra flugréttinda Eins og fram kemur í fyrri grein Sigurðar E. Sigurðssonar er þess krafíst að flugmenn, sem hlotið hafa menntun sína í Bandaríkjunum gangist undir bókleg stöðupróf í öll- um greinum, sem krafist er til at- vinnuflugprófs. Öll verkleg próf frá Bandaríkjunum eru hins vegar tekin góð og gild. Kröfumar um bókleg stöðupróf voru hertar fyrir nokkrum áram, þannig að þau skyldi taka í öllum greinum. Ástæðan er sú, að ísland gerðist aðili að Evrópusam- tökum loftferðaeftirlita (JAA),-eem vinna að gerð staðla um alla þætti flugöryggismála. Þótt reglugerð JAA um útgáfu flugskírteina sé ekki komin til framkvæmda hefur loftferðaeftirlit Flugmálastjómar unnið að því að samræma vinnuað- ferðir sínar að evrópskum reglum. í flestum ef ekki öllum ríkjum Vest- ur-Evrópu hljóta flugmenn með bandarísk réttindi ekki flugskírteini viðkomandi lands nema að undan- gengnum stöðuprófum í verklegum jafnt sem bóklegum greinum. ís- lensk loftferðayfirvöld -viðurkenna hins vegar að fullu verkleg próf frá Bandaríkjunum og gera því ívið minni kröfur á þessu sviði en al- mennt gilda í Vestur-Evrópu. Af skrifum Sigurðar E. Sigurðs- sonar kynnu menn að draga þá ályktun, að atvinnuflugmenn með íslensk skírteini hljóti að geta fengið bandarísk skírteini án nokkurra vandkvæða. Því er hins vegar ekki til að dreifa. íslenskir atvinnuflug- menn verða að undirgangast próf hjá bandarísku flugmálastjóminni (FAA), til að sanna hæfni sína og þekkingu. Menn þurfa ekki aðeins að taka bókleg próf í öllum greinum heldur verða þeir einnig að standast verkleg flugpróf með prófdómara FAA. Þetta hafa ís- lenskir flugmenn reynt af eigin raun og hefur verið staðfest af skír- teinadeild bandarísku flugmálastjórnarinnar. Krafan um morse-kunnáttu Sigurður E. Sigurðs- son fyallar í löngu máli um þá kröfu loftferða- eftirlits Flugmálastjórn- ar, að flugmenn geti skilið morse-merki og taki próf á því sviði. Krafa um morse-kunn- áttu er gerð á öllum Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Englandi og búist er við, að JAA muni gera slíka kröfu í væntanlegri reglugerð. Hér er einnig mikilvægt að hafa í huga að á íslandi era flug- menn mjög háðir radíóvitum til flug- leiðsögu og verða enn um ókomin ár. Eina leiðin til að staðfesta, að viðtæki um borð í flugvél sé stillt á tiltekinn radíóvita, er að hlusta á morsekóða, sem vitinn sendir út. Þótt aðeins sé um tveggja stafa kóða að ræða hjá hveijum vita eru alls fjöratíu og fjórir slíkir vitar í notkun í landinu. Á mörgum flug- völlum hér á landi era slíkir vitar eina blindaðflugskerfið. Því þarf ekki að fjölyrða um hve mikilvægt er vegna flugöryggis að flugmenn ruglist ekki á auðkennum þessara vita. Af ofangreindu má ljóst vera, að ekki er óeðlilegt að lögð sé meiri áhersla á morsekunnáttu flúgmanna hér á landi en annars staðar í heim- inum. Flestir nemendur ná þeirri fæmi sem krafist er með því að æfa sig í hlustun i 20-30 klukkustundir. Engin krafa er um að flugmenn kunni að senda á morsi. Vinnuhættir Flugmálastjórnar Sigurður E. Sigurðsson telur, að vinnureglur Flugmálastjórnar um afgreiðslu mála séu á reiki. Máli sínu til sönnunar tilgreinir hann, að kröfu um 1000 klst. flugtíma til að sitja bóklegt námskeið til flug- stjóraréttinda (ATP námskeið) hafi verið breytt vegna ráðninga flug- manna hjá Flugleiðum hf. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Hið rétta er, að kröfunum hafði verið breytt áður en umræddar ráðningar áttu sér stað og nokkur vissi hvaða einstak- lingar yrðu ráðnir til Flugleiða. ATP námskeiðið var aug- lýst í tvígang í lok sl. árs með áðumefndum flugtímakröfum án þess að næg þátttaka fengist. Þetta er ástæðan fyrir því, að ákveðið var að draga úr kröfum um flug- tíma. Það er svo annað mál, að vegna ákvæða í skírteinareglugerð frá árinu 1991, sem ekki hafði reynt á fyrr en við umræddar ráðn- ingar hjá Flugleiðum, var hvort eð er ekki stætt á að gera áður- greinda flugtímakröfu. Þetta atriði kom ekki í ljós fyrr en eftir að námskeiðið hafði verið auglýst og Flugmálastjórn, segir Þorgeir Pálsson, er ekki í samkeppni við einkaaðila. hafði því engin áhrif á áðurnefnda niðurfellingu á 1000 flugstunda kröfunni. Sigurður E. Sigurðsson fjallar um undanþágur og órétt, sem hann telur sig hafa verið beittan á því sviði. í umfjöllun sinni um vinnu- hætti Flugmálastjórnar gleymir hann hins vegar að geta þess, að allt var gert af hálfu stofnunarinnar til að hann og hans félagar gætu tekið þau stöðupróf, sem þeir ósk- uðu eftir að taka og á þeim tíma, sem var þeim þóknanlegur. Flugskóli Islands í síðari grein sinni fjallar greinar- höfundur um Flugskóla íslands. Því miður er sú umfjöllun byggð á al- geru þekkingarleysi á því hvernig bóklegu atvinnuflugnámi hefur ver- ið háttað hér á landi um áratuga skeið. Flugmálastjórn hefur ekki einkarétt á rekstri flugskóla og hefur ekki sóst eftir að standa fyr- ir rekstri flugskólans. Stofnunin var fengin til að taka að sér skólahald- ið árið 1991, þegar Fjölbrautaskóli Suðumesja treysti sér ekki lengur til að halda uppi kennslu til bóklegs atvinnuflugprófs, sem hann hafði annast frá árinu 1978. Það er því rangt, að hið opinbera hafi tekið við þessari kennslu úr hendi einka- flugskóianna 1993. Hið rétta er, að nú eru liðnir hátt í tveir áratug- ir síðan ríkið tók þennan þátt í menntun atvinnuflugmanna að sér. Síðari hluta ársins 1992 féll skóla- hald niður, þar sem Menntamála- ráðuneytið taldi sig ekki hafa tök á að halda áfram að leggja skólan- um til fjárframlag. Kennsla var síð- an tekin upp aftur á vegum Sam- gönguráðuneytisins í janúar 1993 og var þá Flugmálastjórn enn feng- in til að sjá um skólahaldið. Þetta er þó aðeins tímbundið fyrirkomu- lag, þar sem unnið er að því á veg- um ráðuneytisins að undirbúa stofnun sjálfstæðs flugskóla í sam- ræmi við tillögur sérstakrar flug- skólanefndar, sem skilaði álitsgerð árið 1992. Drög að lagafrumvarpi um Flugskóla íslands munu nú vera tilbúin í Samgönguráðuneytinu og þess að vænta að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í náinni fram- tíð. Samkvæmt þeim verður Flug- skóli íslands óháður Flugmálastjórn að öllu leyti öðru en því að þurfa að fá viðurkenningu loftferðaeftir- litsins og hlíta eftirliti þess í sam- ræmi við gildandi reglugerðir. Flugrekstur Flugmálastjórnar Sigurður E. Sigurðsson kýs að fjalla um rekstur flugvélar Flug- málastjórnar í grein sinni, þótt hér sé um að ræða mál, sem er alls óskylt öðram þáttum í greinum hans. Væntanlega er þetta gert til að sanna svo ekki verði um villst að Flugmálastjórn sé á viiligötum. Flugmálastjórn hefur sannanlega mikla þörf fyrir þjónustu flugvélar, sem nemur minnst 350-400 fiug- stundum árlega. Að miklu leyti er um að ræða sérhæft flug til að prófa og sannreyna nákvæmni og hæfni flugleiðsögutækja um allt land sem krefst sérstaklega búinnar flugvélar og sérþjálfaðra fiugmanna. Þá þarf að sinna leitar- og björgunarflugi og flytja tæknimenn til viðhalds á hvers konar flugöryggisbúnaði um allt land, oftast með litlum eða eng- um fyrirvara. Allar flugmálastjómir í heiminum þurfa að sinna verkefn- um af því tagi, sem hér er lýst, og flestar nota eigin flugvélar í þessu skyni. Bandaríska flugmálastjómin, FAA, rekurt.d. heilan flota af þotum og skrúfuþotum til flugprófana og hefur allan reksturinn á eigin hönd- um. Minnsta flugvélartegundin í þessum flota er einmitt af sömu gerð og flugvél Flugmálastjórnar en mun stærri útgáfa. Norska flug- málastjórnin festi nýlega kaup á Dash 8 skrúfuþotu (álíka stór og Fokker 50) fyrir um 1 milljarð ísl. kr. til að sinna flugprófunum í Nor- egi. Einkaaðili sér um rekstur flug- vélarinnar samkvæmt samningi. Danska flugmálastjómin rekur með- alstóra skrúfuþotu í þessu skyni og þannig mætti halda áfram. Er Flugmálastj órn á villigötum? Þorgeir Pálsson Auk þess sem áður er talið er flugvél Flugmálastjórnar notuð til að sinna tilfallandi verkefnum fyrir ráðuneyti og þá einkum til að flytja æðstu embættismenn þjóðarinnar, þegar hún er ekki bundin í verkefn- um á vegum stofnunarinnar. Slík verkefni nema að jafnaði rúmum 100 flugstundum á ári eða aðeins um fimmtungi af heildarnotkun flugvélarinnar. Því er fráleitt að halda því fram að Flugmálastjóm sé í almennri samkeppni við einka- aðila á leiguflugsmarkaðnum. Flest ríki eiga flugvélar, sem sinna verk- efnum af þessu tagi, og era þær oft reknar af flugher viðkomandi ríkis. Nægir í því sambandi að nefna Gulfstream þotur danska og sænska fiughersins og Faleon þotur norska fiughersins, sem oft hafa viðkomu hér á landi. Eins og fram hefur komið í fyöl- miðlum stendur til að endumýja flugvél Flugmálastjórnar, enda er hún komin til ára sinna. Vegfla þessa fer nú fram nákvæm endurskoðun á öllum þáttum, sem varða flug- rekstur stofnunarinnar. í þessari vinnu gofa menn sér hvorki að ríkis- rekstur sé bestur né að einkarekstur sé „ætíð hagkvæmari en ríkisrekst- ur“ eins og Sigurður E. Sigurðsson fullyrðir í skrifum sínum um þetta mál. Ef sú trúarsetning hans er rétt á bandaríska flugmálastjórnin alla vega margt eftir ólært á sviði flug- rekstrar. Lokaorð Eins og fram hefur komið í þess- ari grein er Island aðili að Evrópu- samtökum loftferðaeftirlita (JÁA) og ber því ábyrgð á og verður jafn- framt að framfylgja evrópskum reglugerðum á sviði flugöryggis- mála. Ákvörðun um aðiid að JAA var tekin árið 1990 að vandlega yfírveguðu ráði og með fullri aðild Flugi-áðs og samgönguráðuneytis- ins. I bytjun ársins 1994 gerðist Island síðan aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem gerði reglur Evrópusambandsins á sviði fiugmála að sínum reglugerð- um. í framhaldi af þessum ákvörð- unum hefur loftferðaeftirlit Flug- málastjómar unnið að því að aðlaga starfshætti sína að evrópskum að- ferðum og reglum. Þetta er mikið verk og langt frá því að vera lokið, enda margar reglugerðir JAA enn í mótun. Eins og gengur eiga menn misjafnlega gott með að sætta sig við slíkar ákvarðanir og afleiðingar þeirra og vafalaust álíta einhveijir að Flugmálastjórn og flugmálayfír- völd séu hér á villigötum. Við því er lítið að segja, en gera verður þá kröfu, að menn kynni sér sögu og aðdraganda mála rækilega áður en þeir fella slíkan dóm á opinberum vettvangi. Höfundur er flugmálastjóri. UL í í I I í I I t L [ t 5 I Lifi tilvísanakerfið! Lifi valfrelsið! SNEMMA á nýliðnu kjörtímabili samþykkti Alþingi frumvarp til laga um breytingu á almannatryggingalög- um, sem fólst í því að veita ráðherra heimild til að setja reglugerð um tilvísanaskyldu i heilsugæslu. Hér var um að ræða stjórnar- frumvarp og að sjálf- sögðu hafði það verið samþykkt af þing- flokkum beggja stjórn- arflokkanna. Eftir að til framkvæmdar kom, og reglugerðin var sett um síðustu áramót, sveik hins veg- ar annar stjórnarflokkurinn mál- stað ríkisstjórnarinnar, enda kom- inn í kosningabaráttu með stefnu- leysi að leiðarljósi. Heilbrigðisráðuneytið hafði látið óvilhalla reiknimeistara rannsaka kostnað og ávinning við tilvísana- skyldu og komist að þeirri niður- stöðu, að með henni mætti spara um 100 milljónir króna, sem síðan mætti nota til að stytta biðlistann fyrir bækl- unaraðgerðir, hjartaaðgerðir, glasa- frjóvganir eða annað það sem brennur á þeim, sem sjá um íjár- mögnun heilbrigðis- þjónustunnar á ís- landi. Þessi sparnaður er mjög í samræmi við niðurstöður nágranna- landa okkar, svo sem Noregs, Danmerkur, Hollands og Stóra Bretlands, sem allar bafa komið á tilvísanaskyldu í sínu heilbrigðiskerfí fyrir löngu. Nú hefur nýr heilbrigðisráðherra frestað gildistöku tilvísanaskyldu um óákveðinn tíma á meðan málið er rannsakað frekar. Greinilegt er á sérgreinalæknum, sem barist hafa hart gegn reglugerðinni, að þeir telja málið úr sögunni. Ef svo er hlýtur sú spurning að vakna Greinilegt er á sérfræði- læknum, segir Halldór Jónsson, að þeir telja tilvísanakerfið úr sög- unni. hvað verði um sparnaðinn, sem ráðuneytið var sannfært um af eig- in útreikningum og reynslu ann- arra. Á hann að falla niður og verða hlutí af sóun í opinberum rekstri hér á iandi? Allir vita að skoðanir eru skiptar meðal fólks um tilvísanaskyldu. Víst er fjöldamargir telja að hún sé sjálfsögð og eðlileg. Spyija má hvað megi bjóða því fólki í stað tiivísanaskyldu og því sambandi hljóta að vakna nokkrar spurning- ar: Er ekki eðlilegt og réttlátt, að heilbrigðisráðuneytið sjái tii þess, að það fólk, sem er reiðubúið að undirgangast tilvísanakerfi af fús- um og frjálsum vilja, fái að njóta þess hagnaðar, sem ráðuneytið sjálft hefur reiknað út að felist í slíku kerfi? Eykur það ekki frelsi fólks að gefa því möguleika á því að velja slíkt kerfi? Á að svipta fólk möguleikanum á að hafa áhrif á kostnað sinn af heilbrigðisþjón- ustu með þessum hætti? Er ekki ráðuneytið að sóa fjármunum þeirra, sem eru reiðubúnir að undir- gangast tilvísanakerfi og njóta hagnaðarins af því, með því að bjóða ekki upp á slíkan valkost? Varla getur Sérfræðifélag ís- lenskra lækna, sá öflugi og fjár- sterki þrýstihópur, haft neitt á móti því, að fólk hafi valfrelsi að þessu leyti. í stað þess að beijast gegn tilvísanakerfi gæti félagið snúið sér að fullum krafti að því að bæta kjör félagsmanna með því að fá hækkuð hin smánarlegu iaun sjúkrahúslækna. Einnig er verðugt verkefni fyrir félagið að fá félags- menn sína til að uppfylla þá samn- ingsbundnu og siðferðilegu skyldu að senda heimilislæknum lækna- Halldór Jónsson bréf. Á því er vægast sagt mikill misbrestur enda þótt í öllum tilvik- um sé greitt fyrir bréfin. Ein af nágrannaþjóðum okkar hefur farið þá leið að leyfa fólki að njóta hagnaðarins af tilvísana- kerfi. í Danmörku er boðið upp á tvenns konar aðild að heilbrigðis- I þjónustunni. Fyrsta flokks sjúkl- ingar (grupp'e 1) velja að undir- gangast tilvísanaskyldu gegn því að fá kostnaðarlausa heilsugæslu með öllu, þ.e. þeir fá enga sér- greinaþjónustu án tilvísana frá heimilislækni nema bráðaþjónustu, en í staðinn þurfa þeir ekki að greiða neitt fyrir þjónustu heimilis- lækna og sérgreinalækna. Annar^ flokks sjúklingar (gruppe 2) hafa fijálst vai um hvert þeir leita, en þeir greiða gjald fyrir. Með þessu móti er Dönum boðið upp á valkost. Það er sannarlega athyglisvert að 95% Dana hafa kosið að vera fyrsta flokks sjúkling- ar og undirgangast tilvísunar- skyldu af fúsum og fijálsum vilja og njóta hagnaðarins af því. Sá . hópur fer stækkandi á kostnað hins. Höfundur cr sérfræðingur í heimilisítekningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.