Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________AÐSEiNIPAR GREIIMAR__ Athugasemd frá Pétri Péturssyni Nokkrar staðreyndir um tilboð í veiðirétt í Norðurá Pétur Pétursson FYRIR nokkru gerði ég og félag- ar mínir tilboð í veiðirétt í Norðurá árin 1996-2000. Um var að ræða viðskiptatilboð á faglegum grund- velli, sem ég taldi ekki að yrði upphaf einhliða og rangfærðra skrifa. En þar eð á annan veg fór sé ég mér ekki annað fært en að rita nokkrar línur fyrir mína hönd og félaga minna. Það sem einkum er tilefni skrifanna eru tvær um- ijallanir um tilboð okkar í veiði- fréttadálki Morgunblaðsins, 5. og 15. maí. Tilboðið Undanfarna fjóra mánuði, eða síðan mér var bent á að samningur núverandi leigutaka við Norðurá væri að renna út, hef ég, ásamt félögum mínum, unnið að því að gera tilboð í veiðiréttinn fyrir árin 1996-2000. Hefur mikil vinna verið lögð í að undirbúa sölustarf, og því til grundvallar hafa legið nákvæm- ir útreikningar á verði veiðileyfa og alls kostnaðar við að reka ána. Tilboð mitt og félaga minna var í meginatriðum á þá leið að við buðum 32 milljónir í ána fyrir hvert áranna fimm. Að auki buðum við að reisa lítið veiðihús við efri ána, sem yrði eign veiðiréttareigenda á umræddu leigutímabili. Er heildar- upphæð árlegs leiguverðs veiðirétt- arins því um 33 milljónir króna. Því er um verulega hækkun að ræða, enu; var þannig alls verið að bjóða í hann 165 milljónir króna á umræddu tímabili. Til tryggingar skilvísri greiðslu buðum við bankatryggingu ár hvert, og hefur sá þáttur málsins orðið sérstakt umfjöllunarefni og hann affærður á þann hátt að ekki verður hjá því komist að skýra trygginguna nákvæmlega. Verður það gert hér á eftir. Sömuleiðis verða aðrir þættir málsins skýrðir, þannig að ljóst sé að ég og félagar mínir erum ábyrgir í okkar gerðum, enda var það ekki tilgangur okkar að gera tilboð í eina kunnustu lax- veiðiá landsins, og láta síðan standa okkur að því nokkrum dögum síðar að geta ekki staðið við meginatriði tilboðsins. Slíkt hefur hvorki verið háttur minn né annarra sem ábyrgst hefðum greiðslur leigu- gjaldsins, og leyfí ég mér að full- yrða að sjaldan ef nokkru sinni hafí verið boðið i laxveiðirétt hér á landi af meiri ábyrgð. Ég vil hins vegar taka fram að ég gerði tilboðið í eigin nafni fyrir mína hönd og félaga minna, en ekki fyrir hönd erlendrar veiðiskrif- stofu, eins haldið hefur verið fram. Skrifin 5. maí Ég fór með tilboð okkar til Sigur- jóns Valdimarssonar, formanns veiðifélags Norðurár, fyrir nokkru. Var tilboðið til allra veiðiréttareig- enda, en stjóm félagsins hafnaði því nokkrum dögum síðar, þótt við hefðum vonast eftir að afstaða til þess yrði tekin á félagsfundi. í veiðifréttadálki Mbl. 5. maí er sagt frá höfnun stjórnar veiðifé- lagsins, en síðan er meðal annars haft eftir Friðriki Þ. Stefánssyni, formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR, en félagið er aðalkeppinautur okkar um veiði- réttinn: „Það er fráleitt annað en að þessir menn verði að hækka verulega verð veiðileyfa og það er Ijót atlaga að íslenskum stanga- veiðimönnum." Það er mikill misskilningur að ég og félagar mínir höfum haft í hyggju að hækka verð á veiðileyf- um í Norðurá á almennum innlend- um markaði yrði tilboði okkar tek- ið. Það hefði orðið það sama og áður, og félagsgjald hjá okkur ekk- ert, þannig að um nokkra lækkun hefði orðið að ræða. Kemur hér meðal annars til hagræðing hjá okkur, sem kann ekki að vera á færi SVFR, auk öflugs, hagkvæms og vel skipulags sölukerfis, sem formaðurinn þekkir greinilega ekki til. í dálkinum 5. maí er þetta enn fremur haft eftir formanni SVFR: „Svo kemur svona tilboð sem skap- ar bændum óraunhæfar vænting- ar..“ Ég fæ ekki séð á hvern hátt fast tilboð, tryggt með banka- ábyrgð, hefði á nokkurn hátt getað skapað bændum óraunhæfar vænt- ingar. Tel ég að öll viðleitni í þá átt að skýra það yrði langsóttari en svo að marktæk þætti. Viðbrögð formanns SVFR eru athyglisverð með það í huga að við buðum ekki meira í veiðiréttinn í Norðurá, miðað við stangafjölda, en gert hefur verið í veiðiréttinn í sumum nafnkunnum laxveiðiám á undanförnum árum, og má þar nefna Víðidalsá, Vatnsdalsá, Laxá í Kjós og fleiri. Minnist ég þess ekki að formaður SVFR hafi gagn- rýnt leigutaka þessara áa í fjölmiðl- um fyrir „sprengiboð", eins og hann hefur gert vegna tilboðs okk- ar. Allt tal formanns SVFR um at- lögu okkar að íslenskum stanga- veiðimönnum er því marklaust. Hefði umsjónarmaður veiði- dálksins haft fyrir því að leita til mín áður en til skrifanna kom, 5. og 15. maí, hefði hann getað feng- ið allar upplýsingar um fyrirhugað verð af okkar hálfu, og reyndar hefði verið sjálfsagt að leyfa honum að sjá tilboðið sjálft, sem og ýmis- legt annað sem starfsemi okkar og fyrirætlunum tengist. í hvorugt skiptið hafði hann samband við mig. Yfirlýsing sem beið Þegar skrifin 5. maí höfðu birst sendi ég veiðifréttadálki Mbl. yfir- lýsingu. Áður en hún birtist tókum við félagarnir hins vegar þá ákvörð- un að lýsa yfír því að tilboð okkar stæði fram yfír aðalfund Veiði- félags Norðurár, sem boðaður hafði verið fímmtudaginn 11. maí, þann- ig að tilboðið gæti orðið til umræðu þar á fundinum. Til þess að hafa sem mestan frið um málið var því ákveðið að fresta birtingu yfírlýs- ingarinnar. Á aðalfundnum var tilboðsmálið rætt og var þar tekin sú ákvörðun að bjóða veiðiréttinn í Norðurá út á þessu ári. Þykir mér og félögum mínum það stórt spor í rétta átt. I veiðifréttadálki Mbl. 15. maí er fjallað um aðalfund Veiðifélags Norðurár undir fyrirsögninni: „Norðurárlilboði fundið margt til foráttu." í raun er ekkert sagt frá venjulegum aðalfundarstörfum, aðeins fjallað um tilboð mitt og félaga minna. Er meðal annars að því vikið í sjö liðum, og verður ekki hjá því komist að svara því sem þar kemur fram lið fyrir lið, enda skrifin, líkt og í fyrra sinnið, einhliða, rangfærslur margar og víða kemur fram vanþekking. Hverjir erum við? í dálkinum sagði meðal annars um okkur félagana: „í fyrsta lagi má nefna að Pétur lagði tilboðið fram í eigin nafni og fleiri án þess að umræddir „fleiri" væru til- greindir. Ekki gátu landeigendur fengið uppgefið hjá Pétri hveijir „fleiri“ væru og því ekki talið við- eigandi að leigja ána einhveijum sem menn hefðu ekki hugmynd um hveijir væru.“ Þegar ég fór á fund Siguijóns Valdimarssonar, formanns Veiðifé- lags Norðurár, með tilboðið áttum við um hálftíma samtal. Þar kom fram af minni hálfu að hefðu land- eigendur áhuga á að leigja okkur veiðiréttinn myndum við félagarnir allir koma til viðræðna þannig að fyrir lægi, áður en leigusamningur yrði undirritaður, hveijir við erum, eins og segir reyndar í tilboði okk- ar. Þykir mér nánast með ólíkind- um að nokkrum skuli detta í hug að halda að ég og félagar mínir telji koma til greina að veiðiréttur í laxveiðiá sé leigður mönnum sem vilja ekki gera grein fyrir sér, eða að ég og félagar mínir látum okkur koma til hugar að stunda viðskipti með slíkum hætti. Ástæðan til þess að félagar mín- ir kusu ekki að koma fram fyrr en viðræður hæfust með formlegum hætti er sú að þeir hafa hagsmuna að gæta í öðrum laxveiðiám og töldu ekki ástæðu til kynna aðild sína að Norðurártilboðinu og valda þannig óþarfa óróa nema samn- ingslíkur væru góðar. Forleiga og netaveiði Tilboð okkar var unnið af kunn- um lögmanni í Reykjavík, með víð- tæka reynslu af hvers kyns kaup- sýslu og samningagerð. Leyfi ég mér að fullyrða að frá lögfræðilegu sjónarmiði sé það óaðfínnanlegt, en hafa ber í huga að tilboð okkar var í sjálfu sér umræðugrundvöll- ur, en ekki óhagganlegur samn- ingsgrundvöllur. Hins vegar get ég greint frá því að löglærður landeig- andi við eina af þekktustu laxveið- iám landsins hafði samband við mig eftir að hafa lesið afrit af til- boðinu og kvaðst tilbúinn að semja við mig þann sama dag fyrir hönd sinria manna. í tilboðinu er tvennt sem minnst er á í veiðidálkinum 15. maí sem rétt er að skýra nánar. Sagt er: „..krafðist Pétur forleiguréttar að leigutíma loknum, en landeigendur kæra sjg ekki um slíka klásúlu." Vikið var að forleigurétti í tilboð- inu af þeirri ástæðu einni að við héldum að SVFR hefði ákvæði um hann í sínum samningi. Svo reynd- ist ekki. Það atriði hefði ekki orðið að ásteytingarsteini við samnings- gerð. Þá var vikið að þeim heldur fjar- læga möguleika að netaveipi hæfist á ný í Norðurá eða Hvíta. í samtal- inu við Siguijón Valdimarsson, for- mann veiðifélagsins, þegar ég af- henti tilboðið, kom fram af hans hálfu að hann gæti að sjálfsögðu ekki tryggt að ekki kæmi til neta- veiði á ný á vatnasvæðinu. Yrði af samningum og hún hæfist myndi ársleigan lækkuð um hálfa þriðju milljón. Það er nú framlag veiðirétt- areigenda við Norðurá til að halda netum úr vatnasvæðinu. Ekki hefði þetta atriði heldur orðið ásteyting- arsteinn af okkar hálfu. Hitt er svo annað mál að í raun getur góð samvinna leigutaka og leigusala tryggt þær leigutekjur af Borgar- jarðaránum í núverandi ástandi að beint tap yrði af því að hefja neta- veiði á nýjan leik. Bankatryggingin Ein furðulegasta rangfærslan í dálkinum 15. maí er um banka- trygginguna. Hún var boðin með tvennt í huga. Annars vegar til að skapa traust á okkur sem tilboðs- gjafa og hins vegar til að taka af allan vafa um hverra tekna veiði- réttareigendur mættu vænta. Flestum, ef ekki öllum, sem ieigja út veiðirétt er ljóst að á síðari árum eru um það dæmi að leigusalar hafi ekki alltaf fengið í sinn hlut það sem samningar hafa gefið þeim vonir um. Bankatrygging tekur af allan vafa í þeim efnum. Það getur ráðið nokkru um þá sérkennilegu umræðu sem tilboðið um bankatryggingu okkar hefur fengið, að hún kann að vera þyrnir í augum þeirra sem geta ekki boð- ið hana, og vilja geta brugðið fyrir sig ákvæðum um áhættudreifingu, þegar sölustarf gengur illa eða sala bregst af einhveijum sökum. Bankatrygging gerir leigusala hins vegar óháða því hvernig sölu- starf leigusala gengur. Hygg ég að flestir hljóti að vera okkur sam- mála. Aðdróttanir um bankatrygging-una í veiðidálkinum 15. maí um aðal- fund veiðifélagsins segir: „í öðru lagi kom fram gagnrýni á þann hluta tilboðsins sem fjallaði um bankatryggingu með greiðslum. Hafði Pétur bent mönnum á að hafa samband við viðskiptabanka sinn til staðfestingar, en þegar það var gert kom í Ijós að ekki var trygging fyrir hærri upphæð heldur en 6,5 milljónum af 32 milljónum og bankinn hafði ekki upplýsingar um það hvernig Pétur og félagar hans ætluðu að leggja fram trygg- ingu fyrir mismuninum. Hér er aðeins um fyrsta árið af fimm að ræða. í þriðja lagi kom fram í tilboði Péturs að bankatryggingarnar umræddu áttu ekki að taka gildi fyrr en þijátíu dögum fyrir gjald- daga. Fyrsti gjalddaginn væri 10. janúar og það þýddi að landeigend- ur hefðu ekki slíka tryggingu í höndunum fyrr en snemma í des- ember. Ef eitthvað kæmi upp á væri það óásættanlegt að sitja uppi með ána óútleigða í desember eða jafnvel í janúar.“ í því sambandi má spyija: Hvers vegna skyldi ég hafa haft 6,5 millj- ónir tilbúnar á reikningi í mínum banka í maí vegna trygginga sem ætti að setja í nóvember eða desem- ber? Hefði ég þurft að huga að slíku fyrr en undir árslok? Að öðru leyti vísast til þess sem hér kemur á eftir. Um tryggingarféð Lögmaður Landssambands veiðiréttareigenda, Jónas Aðal- steinsson, hrl., hafði samband við mig skömmu eftir að tilboð okkar var afhent. Óskaði hann, fyrir hönd Veiðifélags Norðurár, upplýsinga um viss atriði sem tengjast tilboð- inu. Ég heimilaði honum, í samráði við lögmann minn, að ræða við bankastjóra viðskiptabanka míns til að fá staðfest hve hnökralaus viðskipti mín við bankann hafa gengið þann hálfan annan áratug sem þau hafa staðið. Jafnframt heimilaði ég að lögmanninum yrði gerð grein fyrir því að þegar lægju fyrir vegna ábyrgðarinnar, af minni hálfu, hálf sjöunda milljón. Reynd- ar varð sú upphæð ellefu milljónir fáum dögum síðar. Það sem á vant- aði, tryggingarfé félaga minna, lá á reikningum í þeirra viðskipta- bönkum, en ætlun okkar var að stofna til einnar sameiginlegrar ábyrgðar, yrði gengið til samninga, þannig að við gætum komið fram sem einn aðili, eins og tekið var fram í tilboðinu. Enginn leggur í að ganga frá ábyrgð án þess að samningar séu hafnir. Hefðu þeir hafist hefðum við lagt fram óyggj- andi gögn þess efnis frá viðskipta- banka mínum að allt tryggingarféð lægi fyrir, og eru allar fullyrðingar um annað af þeim toga að þeim verður að mótmæla harðlega sem tilraun til að koma á mig og félaga mína óorði fyrir óafsakanlegt ábyrgðarleysi og lélegt viðskiptas- iðferði. Tryggingarféð er því allt fyrir hendi og vel það, enda má nefna, til samanburðar, að ársvelta okkar félaganna er til dæmis margföld á við veltu SVFR. Tímasetning ábyrgðar Ummæli þess efnis að banka- tryggingar okkar félaganna hefðu ekki átt að taka gildi fyrr en þijá- tíu dögum fyrir fyrsta gjalddaga, 10. janúar, eru að sjálfsögðu al- rangar. Hefði verið gengið til samninga við okkur hefði verið lögð fram yfirlýsing frá bankanum um að ábyrgð að upphæð 32 milljónir yrði opnuð í fyrsta sinn 10. desember næstkomandi. Þetta hefði þýtt að bankinn væri búinn að ábyrgjast greiðsluna. Að láta ábyrgðina sjálfa standa mánuðum saman að óþörfu kostar hundruð þúsunda, sem orðið hefði að draga frá þeirri upphæð sem hægt hefði verið að greiða fyrir veiðiréttinn. Ætlun okkar var að slík yfirlýsing yrði lögð fram í maí ár hvert fyrir árið á eftir, allt fram til ársins 2000. Bærist hún ekki þá hefðu bændur því 12 mán- uði til að bjóða ána út, og samning- urinn fallinn úr gildi. Af þessu má sjá hve ótrúleg rangfærsla var á ferðinni. Þær upplýsingar sem ég veitti um fjárhagslega stöðu mína hafa, af heimildarmanni veiðidálks Mbl., verið stórlega affærðar, og varð því ekki hjá því komist að taka ítar- lega á þessum þætti málsins. Verðtrygging í veiðidálkinum 15. maí er vikið að verðtryggingu. Þar er sagt að þótt verðbólga yrði ekki nema 2%, tveir af hundraði, fram til ársins 2000 yrði afleiðingin sú að veiði- réttareigendur við Norðurá „væru ekki að græða meira á tilboðinu heldur en þeir fá þegar í sinn hlut með útleigunni til Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur. Og hvað væri sú taia há, t.d. árið 2000, síðasta árið í lilboði Péturs?“ Þetta gengur þvert á fullyrðingar formanns SVFR í fjölmiðlum um „sprengi- boð“ okkar. Vegna þessa samanburðar er rétt að nefna, að SVFR bauðst til að greiða 30 milljónir fyrir veiði- réttinn í ánni veiðiárið 1992, í undangegnu haustútboði. Það ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.