Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Félags heyrnarlausra lofar bankamenn Morgunblaðið/Kristinn ANNA Jóna Lárusdóttir, fcrmaður Félags heyrnarlausra, afhendir Steinunni Stefánsdóttur, skóla- sljóra Bankamannaskólans, táknmálsorðabók og bók um sög-u heyrnarlausra á íslandi, sem viður- kenningu fyrir frumkvæði í táknmálskennslu. Nemendur á táknmálsnámskeiði skólans fengu einn- ig táknmálsorðabók, en á myndinni sjást tveir nemendanna, þær Helga Einarsdóttir og Astríður Björk Steingrímsdóttir. Eg er stolt af ykkur „MÉR fannst gaman að frétta að þið væruð á táknmálsnámskeiði. Þetta er stórt skref fram á við fyrir heyrnarlausa og ég er stolt af ykkur,“ sagði Anna Jóna Lár- usdóttir, formaður Félags heyrn- arlausra, þegar hún ávarpaði nokkra bankastarfsmenn, sem hafa undanfarið sótt námskeið í táknmáli t Bankamannaskólan- um. Anna Jóna sagði að það létti heyrnarlausum mjög að eiga við- skipti við banka ef starfsmenn þar skildu og gætu tjáð sig á tákn- máli. „Ég þakka skólasljóranum, Steinunni Stefánsdóttur, kærlega fyrir frumkvæðið og vona að þetta verði til þess að fleiri fyrir- tæki og stofnanir sendi starfs- menn sína á slík námskeið." Steinunn Stefánsdóttir sagði að hugmyndin að táknmálsnám- skeiðinu hefði kviknað i fram- haldi af námskeiðum Banka- mannaskólans í ensku og þýsku. „Þau námskeið hafa að sjálfsögðu þau markmið að bæta samskipti við þá sem ekki geta tjáð sig á íslensku og við áttuðum okkur á að hér á landi er stór hópur ís- lendinga, sem talar annað tungu- mál, táknmálið. Námskeiðið er 40 stundir, en við vonumst til að geta haldið fleiri námskeið, svo nemendur geti haldið þekkingu sinni við. Flestir nemendanna hafa verið úr Landsbankanum, en það á sér ef til vill þá skýr- ingu, að í þeim banka hefur lengi starfað þjónustufulltrúi með vald á táknmáli og það hefur vakið áhuga annarra starfsmanna þar.‘ Borgarráð semur við Búseta um rekstur 98 leiguíbúða Stjórn Innkaupastofnun- ar taldi forval æskilegt MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt samkomulag um að hús- næðissamvinnufélagið Búseti taki að sér sem verktaki tilraunaverk- efni um viðhald og rekstur 98 leigu- íbúða Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. íbúðirnar eru við Meistaravelli 19-23, Fannarfel! 2—12 og Unufell 44-46. í bókun stjórnar Innkaupastofn- un Reykjavíkurborgar segir að æskilegt sé að fram fari forval til að kanna áhuga aðila á að taka að sér verkefnið. Tillaga um forval í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks kemur fram að fjöl- PRENTUN Símaskrárinnar 1995 er að Ijúka í Prentsmiðjunni Odda og bókband er hafið. Byijað verður að afhenda hana símnotendum mánu- daginn 29. maí. Hún tekur þó ekki gildi fyrr en Iaugardaginn 3. júní, sama dag og númerabreytingar verða gerðar um allt land og öll al- menn símanúmer verða sjö stafa. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma, er skrá- in gefin út í 186 þúsund eintökum og í tveimur bindum eins og í fyrra, nafnaskrá og atvinnuskrá. Nafna- skráin verður áfram blá, með mynd sem tengist landgræðslu á forsíðu, og fyrirtækjaskráin gul með mynd úr skógrækt. margir aðilar geti annast umsjón með viðhaldi og rekstri íbúðanna eins og bókun stjórnar Innkaupa- stofnunar beri með sér. Er því lagt til að borgarráð samþykki að efna til forvals til að kanna áhuga þeirra sem vildu taka að sér þetta verkefni. Samanburður mikilvægur Frávísunartillaga borgarstjóra var samþykkt með 3 gegn 2 at- kvæðum en þar segir að um tíma- bundið tilraunaverkefni sé að ræða og uppsegjanlegt af beggja hálfu. Þegar reynsla hafi fengist verði hægt að meta hvort fara eigi út í víðtækari útboð á viðhaldi og eignaumsýslu borgarinnar. Mikil- Að sögn Hrefnu hefur sú breyting verið gerð að bláu stjórnsýslusíðurn- ar verða ekki í atvinnuskránni, eins og gerð var tilraun með á síðasta ári, heldur verða þær felldar inn í gulu bókina. Hrefna segir að nú séu mun fleiri fyrirtæki í gulu bókinni en áður. „Mlkill fjöldi fyrirtækja, sem ekki voru í gulu bókinni, hefur flutt sig yfir, þ.a. hún nýtist von- andi mun betur en áður. Við stefnum að því að atvinnufyrirtæki fari úr bláu bókinni og skref í þá átt verður tekið nú á þann hátt að nöfnin þeirra verða þar en ekki símanúmer en vísað í gulu bókina. Næst getum við vonandi verið með algjöra skipt- ingu,“ segir Hrefna. vægt væri að fá samanburð á við- haldskostnaði byggingadeildar og annarra aðila áður en til útboðs kæmi. í bókun sjálfstæðismanna er bent á að unnið hafi verið að auknum útboðum á vegum borgarinnar á undanfömum ámm og að R-listinn hafi gert sérstaka samþykkt sem ítreki þá stefnu. Nefnd skipuð af borgarráði vinni að tillögum um útboðs- og innkaupamál auk þess sem stjórn Innkaupastofnunar hafí beitt sér fyrir að auka enn frekar útboð viðhaldsverkefna hjá borgar- stofnunum. Fulltrúar R-listans hafi staðfest samkomulag við Búseta að upphæð^S millj. á næstu tveimur árum. Hvorki hafi verið viðhaft forv- al né beitt útboði og því gengið þvert á fyrri stefnu og vilja stjómar Innkaupastofnunar. Fjölmargir að- ilar hafi góða fagþekkingu og gætu annast þetta verkefni. Liður í stefnumörkun í bókun borgarstjóra segir að skýr stefna hafi verið mótuð í inn- kaupa- og útboðsmálum frá því Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinnar, sem meðal annars komi fram í endurbættum vmnu- brögðum við mat á útboðum og í verulegri aukningu útboða. Stefnan sé að auka þau og tillagan sem samþykkt hafi verið sé liður í þeirri stefnumörkun. Með tilrauninni fáist reynsla og viðmið sem gæti nýst við útboð sambærilegra verka í framtíðinni. Símaskráin í prentun Kjaramál leikskólakennara Lækka í laimum viðaðöðlast starfsréttindi Björg Bjarnadóttir ULLTRÚARÁÐ Félag íslenskra leikskóla- kennara samþykkti á vorfundi sínum nýlega að leita allra leiða til að bæta kjör félagsmanna og hvika hvergi frá kröfugerð félags- ins í yfirstandandi kjara- samningaaviðræðum. Við- semjendur segi kröfur þeirra óraunhæfar miðað við þann ramma sem mótaður hafi verið á avinnumarkaði und- anfarna mánuði en leikskóla- kennarar geti ekki sætt sig við slík ummæli því laun þeirra séu smánarlega lág. „Það er staðreynd að það eru nokkur dæmi um það að fólk sem er búið að vinna á leikskólum í mörg ár lækkar í launum eftir að hafa farið í þHggí3 ára nám til að afla sér réttinda sem leikskóla- kennarar," segir Björg Bjarnadótt- ir, varaformaður Félags íslenskra leikskólakennara og formaður samninganefndar félagsins. „Stað- an hvað þetta varðar er ennþá verri vegna þess að Sókn er nýlega búin að semja en ef við mundum ganga til samninga um það sem um samd- ist á almenna markaðinum, eins og viðsemjendur okkar hafa boðið, mundi okkar fólk samt geta staðið í stað eða lækkað í launum við það að ljúka leikskólakennaraprófi. Það er blákaldur raunveruleikinn. Þótt Sókn hafí náð fram meiri hækkunum en aðrir unnum við þeim þess vel og viljum leggja áherslu á að við teljum þær ekki ofsælar af sínum launum en það er eitthvað vitlaust í þessu kerfi þegar þessi staða er orðin svona hrópleg. Raunveruleikinn hefur verið sá í mörg ár að ófaglært fólk hefur mannað þessar stöður. Nú eru komin í gildi ný leikskólalög og samkvæmt þeim er leikskólinn skil- greindur sem fyrsta skólastigið og þar er kveðið á um að allt starfs- fólk eigi að hafa leikskólakennara- menntun. - „Hver er staðan íykkar samn- ingaviðræðum? „Það er lítið farið að ræða efnis- atriðin, en kröfur okkar eru sagðar óraunhæfar og ekki rúmast innan þess ramma sem mótaður hefur verið á vinnumarkaðinum undan- farna mánuði. Á vorþingi félagsins um síðustu helgi vorum við að ræða okkar stöðu og þar voru samþykkt skýr skilaboð til við- semjendanna um að við mundum hvergi hvika frá upphaflegri kröfu- gerð. Næsta skref verður að hafa samband við okkar viðsemjendur, sem er fyrst og fremst Reykjavík- urborg, og ég á von á að það verði fundað einhvern næstu daga til þess að komast að því hvort það sé ekki eitthvað annað til umræðu af þeirra hálfu en febrúarsamning- ur, sem getur ekki verið umræðu- grundvöllur að okkar mati. - Hverjar eru ykkar helstu kröf- ur? „Aðalkrafan er að byijunarlaun, sem nú eru 65.900 krónur, hækki í 80 þúsund krónur. Við gerum kröfur um lengri námsleyfi og styttri viðveru við ákveðinn aldur og um eina samræmda launatöflu. Við erum núna með þijár launatöfl- ur. Eina fyrir Reykjavíkurborg, aðra fyrir ríkið og enn aðra fyrir launanefnd sveitarfélaga og því viljum við breyta. - Hver eru meðallaun leikskóla- kennara og hvernig munu þau breytast samkvæmt kröfugerðinni? ►Björg Bjarnadóttir er fædd á Barðaströnd árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1975, prófi frá Fósturskóla íslands 1978 og framhaldsnámi I stjórnun 1992. Hún starfaði hjá Dagvist barna og var leikskólastjóri er hún gerðist starfsmaður Félags ís- lenskra leikskólakennara 1993. Síðan þá hefur hún jafnframt verið varaformaður félagsins. Björg á fjögur börn. Sambýlis- maður hennar er Eiríkur Jóns- son formaður KÍ. „Meðallaunin eru um 82 þúsund krónur og það er gerð krafa um hlutfallslega sömu hækkun þeirra og byijunarlaunanna. - Fólk sem sat fulltrúaráðsfund- inn segir að það hafi aldrei verið jafnmikill baráttuhugur íleikskóla- kennurum og núna. Er verkfalls- hugur í félagsmönnum? „Það er mikill baráttuhugur í félaginu og okkur heyrist í foryst- unni að fólk sé tilbúið í átök ef ekki fæst viðunandi niðurstaða. Það er mikil samstaða og einhugur um að það sem viðsemjendurnir hafa boðið fram er ekki umræðu- grundvöllur af okkar hálfu. En ég ítreka að við erum ekki farin að ræða raunverulega um efnisatriði og við viljum gefa viðsemjendum okkar tækifæri á því að koma til móts við okkur. Það er ekki búið að loka neinum dyrum.“ — Þetta eru fyrstu samningar sem þið gerið eftir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar. Breytir það ein- hverju um ykkar við- horf til samningamálanna að það er kominn nýr meirihluti I borgar- stjórn Reykjavíkur? „Já, það hefur virkileg áhrif. Þótt borgarstjóri og meirihlutinn vilji ekki kannast við það var mikið rætt rætt um það í kosningabarátt- unni að endurskoða þyrfti kjör borgarstarfsmanna, sérstaklega kjör kvenna og við erum kvenna- stétt. Annað, sem ekki er minna at- riði, er að það á að fara fram gífur- lega mikil uppbygging leikskóla næstu fjogur árin en í því sam- bandi hefur aldrei verið rætt um menntun starfsfólks og hvernig eigi að manna leikskólana. Við höfum verulegar áhyggjur af því að þetta starf hætti að verða eftirsóknarvert vegna launakjar- anna og við teljum að það verði að gera eitthvað til að leiðrétta þetta. Miðað við fyrri yfirlýsingar hefur okkur fundist þessi meiri- hluti reyna að firra sig ábyrgð. Nýr meirihluti hefur áhrif á viðhorfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.