Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 13 LANDIÐ Áfallaár hjá Orkubúi Vestfjarða FORSÍÐUMYND ársskýrslu Orku- búsins tók Hreinn Ólafsson starfs- maður Orkubúsins af háspennu- staurastæðu á Hestakleif í ísa- fjarðardjúpi. Eiginfjár- staða sterk Isafirði - Miklar skemmdir vegna veðurfars á síðasta ári ollu slæmri rekstrarafkornu Orkubús Vest- íjarða. Þrátt fyrir slæmt útlit af sömu ástæðum á þessu ári er staða Orkubúsins sterk og mikil eining er um rekstur þessa sameiginlega fyrirtækis Vestfirðinga. Miklar brejdingar hafa orðið á verðlagningu orku frá Orkubúinu frá því það var stofnað 1978. Þá var til dæmis sexfaldur munur á hita- orkuverði OV og Hitaveitu Reykja- víkur, nú er sá munur tvöfaldur. Þá er orkuverð til iðnaðar nú með því lægsta sem þekkist á landinu. Orkubúið er rekið á greiðslu- grunni, það er að gjaldskráin er þannig ákvörðuð að fyrirtækið eigi fyrir öllum útgjöldum sínum án lán- töku, en ekki tekið tillit til af- skrifta. Samkvæmt rekstrarreikn- ingi varð 85 milljóna króna tap á síðasta ári, en þá hafði verið tekið tillit til 223 milljóna afskrifta. Eigið fé félagsins er 3,7 milljarð- ar. Síðasta rekstrarár var lélegt vatnsár, en mikill snjór er nú á hálendinu, svo reiknað er með betra vatnsári í ár. Eiríkur Finnur Greipsson á Flat- eyri hefur verið formaður Orkubús- ins undanfarin ár. Á aðalfundinum varð ágreiningur um veru hans í stjórnarformannsstarfinu og bauð Halldór Jónsson bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á ísafirði sig fram gegn honum. Stjórn Orkubúsins er þannig samansett, að fjármálaráðuneyti og viðskiptaráðuneýti skipa einn mann í stjórn hvort og sitja_ fyrir þau Kristinn Jón Jónsson, ísafirði, og Björgvin Sigurjónsson, Tálknafirði. Síðan kýs aðalfundur þijá menn, en stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Atkvæðagreiðslan fór þannig að. Eiríkur fékk langflest atkvæði, eða 7.400, en Halldór Jónsson fékk 2.081 og náði ekki kjöri. Með Eiríki voru kosnir Magnús Björns- son, Bíldudal, og Rúnar Vífils- son, Bolungarvík. Stjórnin kaus síðan Eirík Finn formann á fyrsta stjórnarfundi. Vaxandi vanskil Helstu vandamál Orkubús- ins í dag eru eftir því sem kom fram í skýrslu fjármálastjór- ans, Bjarna Sólbergssonar, vaxandi vanskil, meðal annars hjá sveitarfélögunum sjálfum, og minnkandi orkusala. Þá varar hann við að komi til stór- iðjuframkvæmda á Suðurlandi gæti það orðið Landsvirkjun tilefni til hækkunar gjald- skrár, en á síðasta ári var keypt rafmagn af Landsvirkj- un fyrir 237 milljónir. Þá bendir hann á mikilvægi þess að koma á kyndistöðvum þar sem bein rafliitun er í stórum íbúðarhverfum,_ eins og til dæmis í Holtahverfi á ísafirði. Hann segir að orkunotkun af þvi tagi auki mjög þörf á varaafli, sem sé mjög dýrt, kostaði um 50 milljónir á síðasta ári. Það kom fram í skýrslu Orkubús- stjóra, Kristjáns Haraldssonar, að gjaldskrá almenns taxta Orkubús- ins hefði lækkað um tæp 60% frá stofnun þess 1978. Hjá Orkubúinu störfuðu 58 manns. Morgunblaðið/Úlfar FRÁ aðalfundi Orkubús Vestfjarða. Bjarni Sólbergsson fjármálastjóri flytur skýrslu sína. Morgunblaðið/Kári Jónsson Ný heilsugæslustöð í Laugarási Laugarvatni - Heilbrigðisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð í Lauga- rási í Biskupstungum föstu- daginn 12. maí sl. og mun stöð- in þjóna stóru svæði í upp- sveitum Arnessýslu. Nýja heilsugæslustöðin mun rísa í næsta nágrenni gömlu heilsugæslustöðvarinnar en hún var reist fyrir 33 árum, hefur elst vel en er komin til ára sinna. Þröstur Jónsson og Gísli R. Magnússon á Flúðum voru með lægsta tilboð í bygg- inguna eða 79,8% af kostnað- aráætlun. Arið 1997 verður þessi nýja heilsugæslustöð tekin í notkun. Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir Hanna Kristín á flot Tálknafirði - Slökkvilið Tálknafjarð- ar dældi sjó úr Hönnu Kristínu HF 11, sem sökk við bryggju aðfaranótt laugardags, og komst báturinn aftur á flot á laugardag. Ekki er vitað, hvað olli lekanum, en málið er í rannsókn. Ljóst er að skemmdir á tækjum og innanstokks- munum eru miklar. rtLAU LUUUILI HA DlrHklUAoALA NYJA B FÉLAQ LÖGGILTRA BlFREIÐASALA Nissan Micra 1,3 LX árg. '94, ek. 10 þús. km., sægrænn, 5 d., 5 g. V. 880.000. Góður frúarbill. Toyota Touring GLi árg. '92, ek. 60 þús. km., Ijósblár/dökkblár, álfelgur. V. 1.290.000. Ath. skipti. Ekta bíll í úti- leguna. Subaru Legacy 2,2 árg. ‘91, ek. 67 þús. km., vínrauður, 5 g., h/l drif. Verðið skemmir ekki 1.450.000. Ath. skipti. Góður í sum arfríinu. Saab 900 I árg. '88, ek. 98 þús. km., svartur, 5 g. V. 690.000. Ath. skipti. Sænskur eðalvagn. Opel Record árg. '56, pastel gulur. Sjón er sögu ríkari. Hann hefur elst ótrúlega vel. LATORG FUNAHOFDA I S: 587-7777 FÉLAQ LÖGQILTRA BIFREIÐASALA ÞETTA ER BARA SYNISHORN AF ÞVI SEM TIL ER A STAÐNUM OG A SKRA Nissan Sunny 4WD Artic árg. silfurgrár, upphækkaöur, álfelgur, ek. 6 þús. km. V. 1.575.000. Toyota Corolla Touring GLi árg. '90, blásans., sóllúga. Gott eintak, ek. 64 þús. km. V. 1.050.000. Skipti. MMC Pajero árg. ‘88, grásans.Topp- eintak, ek. 122 þús. km V. 1.230.000. Skipti. Mercedes Benz 280 S árg. '80, brún- sans., sóllúga, álfelgur. Einn sem er allur ný uppgerður. Sjón er sögu ríkari. V. 1.050.000. MMC L 200 Double Cab árg. '93, rauður, turbo diesel, upphækkaöur, lækkuö drif, læst drif, 36" plasthús 4T spil, sóllúga, ek. 19 þús. km. V. 2.600.000. Skipti. MMC Galant 4WD silfurgrár, gott ein- tak, ek. 86 þús. km. V. 1.090.000. Skipti. Toyota Corolia 1,6 GLi Liftback árg. '93, ek. 29 þús. km., sægrænn, spoiler, sjálfsk., ABS. V. 1.390.000. Ath. skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.