Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMSKIPTI í FRAKKLANDI ÞEGAR Frangois Mitterrand víkur fyrir Jacques Chirac í Élysée-höllinni í dag, eftir að hafa setið þar í fjórtán ár, eiga sér stað söguleg umskipti í Frakklandi. Auk þess að gaullisti tekur við af sósíalista tekur ný kyn- slóð við völdum í landinu. Mitterr'and var síðasti fulltrúi þeirr- ar kynslóðar, er barðist í síðari heirnsstyrjöldinni, þeirrar kynslóðar er mótaði Evrópusamstarfið í þeirri mynd, sem nú blasir við. Á þeim fjórtán árum, sem Mitterrand hefur setið við völd, hefur frönsk stjórnmálabarátta breyst. Kommúnistar eru ekki lengur afl sem máli skiptir; stéttabarátta skiptir Frökkum ekki í fylkingar. Útlendingahatur hefur aftur á móti komið í hennar stað og Þjóðarfylking Jean-Marie Le Pen á margan hátt tekið við því hlutverki, sem Kommúnistaflokkurinn gegndi í frönskum stjórnmálum. í utanríkismálum lagði Mitterrand í forsetatíð sinni mesta áherslu á náið samstarf við Þjóðveija. Frakkland og Þýska- land hafa verið aflvél Evrópusamstarfsins. Án samstarfs þeirra er ólíklegt að Maastricht-samkomulagið hefði nokkurn tímann orðið að veruleika. Með nýjum forseta koma breyttar áherslur. Chirac hefur sýnt sjónarmiðum Breta meiri samúð en forveri hans í emb- ætti. Búist er við að hann muni reyna að breyta hinni samevr- ópsku stefnu í peningamálum og óliklegt er að hann verði jafnhallur undir hugmyndir um evrópskt sambandsríki og Mitterrand. Ef sú verður raunin að samstarf Frakka og Þjóðverja verð- ur ekki eins náið og til þessa og ekki sami samhljómur í skoð- unum 1 iðtoga ríkjanna, mun það vissulega eiga eftir að hafa víðtæk áhrif á þróunina í Evrópu næsta áratuginn. SAMSKIPTIN VIÐ ÞÝZKALAND HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra greindi frá því í fyrradag að nýlega hefði farið fram tvíhliða fundur íslenzkra og þýzkra embættismanna. Þar hefði verið ákveðið að auka upplýsingaflæði og skoðanaskipti milli þýzkra ráðamanna og sendiráðs íslands í Bonn um ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst á næsta ári, og fleiri málefni ESB. Utanríkisráðherra greindi jafnframt frá því að Þjóðverj- ar hefðu lagt áherzlu á mikilvægi samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði, sem íslendingar byggja einkum á í tengslum sínum við Evrópusambandið. Hefðu þýzkir ráða- menn sagzt reiðubúnir að koma sjónarmiðum íslendinga á framfæri á vettvangi ESB í tengslum við hugsanlegar breytingar á sambandinu, sem kynnu að hafa áhrif á EES-samninginn. Áformaður er fundur þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzka- lands, þar sem þessi mál verða rædd. Ástæða er til að taka undir það með utanríkisráðherra að íslendingum er afar mikilvægt að eiga stuðning eins öflugasta ríkis Evrópusambandsins. Þýzkaland er í lykil- stöðu hvað varðar þróun Evrópusambandsins. Aukin skoð- ana- og upplýsingaskipti við þýzku stjórnina auðvelda íslendingum því að móta skynsamlega stefnu gagnvart Evrópusambandinu. Mikilvægt er jafnframt að kynna fyrir Þjóðverjum hags- muni íslands og sérstöðu á ýmsum sviðum. Eigi þær upp- lýsingar greiðan aðgang að ríki, sem vegur jafnþungt í ákvarðanatöku Evrópusambandsins og Þýzkaland gerir, er líklegra en ella að tekið verði tillit til hagsmuna ís- lands við mótun framtíðarstefnu og -skipulags sambands- ins. Slíkt skiptir jafnframt máli í samráði EFTA- og ESB- ríkja um framtíðarlöggjöf ESB, sem liklegt er að verði hluti EES-samningsins í framtíðinni. íslendingum er nauðsynlegt að móta öflug tvíhliða sam- skipti við fleiri ríki Evrópusambandsins í því skyni að afla sem beztra upplýsinga og eignast fleiri bandamenn. Það er ekki einvörðungu nauðsynlegt að eiga góð sam- skipti við þau ríki, sem eiga hagsmuni, sem falla saman við okkar, heldur einnig að leita eftir gagnlegum samræð- um við þau lönd, sem eiga andstæða hagsmuni. Þannig hljóta íslenzk stjórnvöld á næstunni að leitast við að efla tengslin við Spán, sem tekur við formennsku í ráðherra- ráði ESB í júlíbyrjun og sem hefur að mörgu leyti and- stæð sjónarmið við Island, ekki sízt í sjávarútvegi. FRÁ setningu Alþingis í gær. SALOME Þorkelsdóttir fráfarandi forseti Alþingis óskar Ólafi G. Ein- arssyni tilvonandi forseta velfarn- aðar. ÞINGKONUR Framsóknarflokks bera saman bækur sínar fyrir T1 þingflokksfund í gær. flt Sv 19 nýir þingmc 119. löggjafar] Alþingi var sett í gær og er búist við að það starfi fram í næsta mánuð. Þingið sem sett var í gær er 119. löggjafarþing íslendinga frá endurreisn Alþingis. ALÞINGI kom saman í gær í fyrsta skipti eftir kosningar og stjórnarmyndun. Nítján nýir þingmenn settust á Al- þingi í gær og sex nýir ráðherrar sett- ust á ráðherrastóla. Eftir guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem sr. Karl Sigurbjömsson og sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup þjónuðu, setti Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands Alþingi. Ragnar Amalds þingmaður Al- þýðubandalagsins stjórnaði þingfund- inum sem starfsaldursforseti þingsins og hann minntist Eggerts G. Þor- steinssonar fyrrverandi ráðherra sem var jarðsettur í gær. Síðan var þing- fundi frestað en í dag verður kosið í nefndir, ráð og embætti þingsins. Annað kvöld flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra stefnuræðu sína og síðan verða umræður um hana. Fækkað í forsætisnefnd Ákveðið hefur verið að leggja til við þingið að fækka í forsætisnefnd þingsins, úr 7 í 5. Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokki verður væntanlega kjörinn forseti Alþingis í dag en vara- forsetar verða Ragnar Arnalds Al- þýðubandalagi, Guðni Ágústsson Framsóknarflokki, Guðmundur Árni Stefánsson Alþýðuflokki og Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki. Á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks var gengið frá því hveijir verða full- trúar flokksins í nefndum Alþingis. Var ákveðið að Geir H. Haarde for- maður þingflokksins verði formaður utanríkismálanefndar en aðrir fulltrú- ar flokksins í nefndinni verða Árni R. Árnason, Lára Margrét Ragnars- dóttir og Tómas Ingi Olrich, sem var varamaður í nefndinni á síðasta kjör- tímabili. Sólveig Pétursdóttir verður formað- ur allsheijarnefndar eins og á síðasta kjörtímabili og sömuleiðis verður Sig- ríður Anna Þórðardóttir formaður menntamálanefndar eins og áður. Ein- ar K. Guðfinnsson verður nýr formað- ur samgöngunefndar og Vilhjálmur Egilsson verður formaður efnahags- og viðskiptanefndar eins og hann var áður en stjórnarandstaðan fékk for- mannsstólinn í sinn hlut á miðju síð- asta kjörtímabili. Þá er gert ráð fyrir að Egill Jóns- son verði stjórnarformaður Byggða- stofnunar, en forsætisráðherra skipar í það embætti. Framsóknarflokkurinn hefur ekki gengið frá því hveijir verða formenn í þeim nefndum sem þeir eru í for- svari fyrir, utan að Jón Kristjánsson verður formaður fjárlaganefndar og ísólfur Gylfi Pálmason verður einnig í nefndinni. Flokkurinn heldur fund í dag fyrir þingfund þar sem ákveðið verður hveijir verða fulltrúar flokksins í öðrum nefndum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fjár- laganefnd verða Sturla Böðvarsson, sem verður varaformaður nefndarinn- ar, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Arnbjörg Sveinsdóttir og Hjálmar Jónsson. Boð um formennsku Stjórnarflokkarnir buðu stjórnar- andstöðunni formennsku í tveimur nefndum og varaformennsku í fjórum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.