Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UMSKIPTI
í FRAKKLANDI
ÞEGAR Frangois Mitterrand víkur fyrir Jacques Chirac í
Élysée-höllinni í dag, eftir að hafa setið þar í fjórtán
ár, eiga sér stað söguleg umskipti í Frakklandi.
Auk þess að gaullisti tekur við af sósíalista tekur ný kyn-
slóð við völdum í landinu. Mitterr'and var síðasti fulltrúi þeirr-
ar kynslóðar, er barðist í síðari heirnsstyrjöldinni, þeirrar
kynslóðar er mótaði Evrópusamstarfið í þeirri mynd, sem nú
blasir við.
Á þeim fjórtán árum, sem Mitterrand hefur setið við völd,
hefur frönsk stjórnmálabarátta breyst. Kommúnistar eru ekki
lengur afl sem máli skiptir; stéttabarátta skiptir Frökkum
ekki í fylkingar. Útlendingahatur hefur aftur á móti komið í
hennar stað og Þjóðarfylking Jean-Marie Le Pen á margan
hátt tekið við því hlutverki, sem Kommúnistaflokkurinn gegndi
í frönskum stjórnmálum.
í utanríkismálum lagði Mitterrand í forsetatíð sinni mesta
áherslu á náið samstarf við Þjóðveija. Frakkland og Þýska-
land hafa verið aflvél Evrópusamstarfsins. Án samstarfs þeirra
er ólíklegt að Maastricht-samkomulagið hefði nokkurn tímann
orðið að veruleika.
Með nýjum forseta koma breyttar áherslur. Chirac hefur
sýnt sjónarmiðum Breta meiri samúð en forveri hans í emb-
ætti. Búist er við að hann muni reyna að breyta hinni samevr-
ópsku stefnu í peningamálum og óliklegt er að hann verði
jafnhallur undir hugmyndir um evrópskt sambandsríki og
Mitterrand.
Ef sú verður raunin að samstarf Frakka og Þjóðverja verð-
ur ekki eins náið og til þessa og ekki sami samhljómur í skoð-
unum 1 iðtoga ríkjanna, mun það vissulega eiga eftir að hafa
víðtæk áhrif á þróunina í Evrópu næsta áratuginn.
SAMSKIPTIN
VIÐ ÞÝZKALAND
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra greindi frá
því í fyrradag að nýlega hefði farið fram tvíhliða
fundur íslenzkra og þýzkra embættismanna. Þar hefði
verið ákveðið að auka upplýsingaflæði og skoðanaskipti
milli þýzkra ráðamanna og sendiráðs íslands í Bonn um
ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst á næsta
ári, og fleiri málefni ESB.
Utanríkisráðherra greindi jafnframt frá því að Þjóðverj-
ar hefðu lagt áherzlu á mikilvægi samningsins um Evr-
ópskt efnahagssvæði, sem íslendingar byggja einkum á í
tengslum sínum við Evrópusambandið. Hefðu þýzkir ráða-
menn sagzt reiðubúnir að koma sjónarmiðum íslendinga
á framfæri á vettvangi ESB í tengslum við hugsanlegar
breytingar á sambandinu, sem kynnu að hafa áhrif á
EES-samninginn. Áformaður er fundur þeirra Halldórs
Ásgrímssonar og Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzka-
lands, þar sem þessi mál verða rædd.
Ástæða er til að taka undir það með utanríkisráðherra
að íslendingum er afar mikilvægt að eiga stuðning eins
öflugasta ríkis Evrópusambandsins. Þýzkaland er í lykil-
stöðu hvað varðar þróun Evrópusambandsins. Aukin skoð-
ana- og upplýsingaskipti við þýzku stjórnina auðvelda
íslendingum því að móta skynsamlega stefnu gagnvart
Evrópusambandinu.
Mikilvægt er jafnframt að kynna fyrir Þjóðverjum hags-
muni íslands og sérstöðu á ýmsum sviðum. Eigi þær upp-
lýsingar greiðan aðgang að ríki, sem vegur jafnþungt í
ákvarðanatöku Evrópusambandsins og Þýzkaland gerir,
er líklegra en ella að tekið verði tillit til hagsmuna ís-
lands við mótun framtíðarstefnu og -skipulags sambands-
ins. Slíkt skiptir jafnframt máli í samráði EFTA- og ESB-
ríkja um framtíðarlöggjöf ESB, sem liklegt er að verði
hluti EES-samningsins í framtíðinni.
íslendingum er nauðsynlegt að móta öflug tvíhliða sam-
skipti við fleiri ríki Evrópusambandsins í því skyni að
afla sem beztra upplýsinga og eignast fleiri bandamenn.
Það er ekki einvörðungu nauðsynlegt að eiga góð sam-
skipti við þau ríki, sem eiga hagsmuni, sem falla saman
við okkar, heldur einnig að leita eftir gagnlegum samræð-
um við þau lönd, sem eiga andstæða hagsmuni. Þannig
hljóta íslenzk stjórnvöld á næstunni að leitast við að efla
tengslin við Spán, sem tekur við formennsku í ráðherra-
ráði ESB í júlíbyrjun og sem hefur að mörgu leyti and-
stæð sjónarmið við Island, ekki sízt í sjávarútvegi.
FRÁ setningu Alþingis í gær.
SALOME Þorkelsdóttir fráfarandi
forseti Alþingis óskar Ólafi G. Ein-
arssyni tilvonandi forseta velfarn-
aðar.
ÞINGKONUR Framsóknarflokks bera saman bækur sínar fyrir T1
þingflokksfund í gær. flt
Sv
19 nýir þingmc
119. löggjafar]
Alþingi var sett í gær og er búist við að það starfi
fram í næsta mánuð. Þingið sem sett var í gær er
119. löggjafarþing íslendinga frá endurreisn Alþingis.
ALÞINGI kom saman í gær í
fyrsta skipti eftir kosningar
og stjórnarmyndun. Nítján
nýir þingmenn settust á Al-
þingi í gær og sex nýir ráðherrar sett-
ust á ráðherrastóla.
Eftir guðsþjónustu í Dómkirkjunni,
þar sem sr. Karl Sigurbjömsson og
sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup
þjónuðu, setti Vigdís Finnbogadóttir
forseti Islands Alþingi.
Ragnar Amalds þingmaður Al-
þýðubandalagsins stjórnaði þingfund-
inum sem starfsaldursforseti þingsins
og hann minntist Eggerts G. Þor-
steinssonar fyrrverandi ráðherra sem
var jarðsettur í gær. Síðan var þing-
fundi frestað en í dag verður kosið í
nefndir, ráð og embætti þingsins.
Annað kvöld flytur Davíð Oddsson
forsætisráðherra stefnuræðu sína og
síðan verða umræður um hana.
Fækkað í forsætisnefnd
Ákveðið hefur verið að leggja til
við þingið að fækka í forsætisnefnd
þingsins, úr 7 í 5. Ólafur G. Einarsson
Sjálfstæðisflokki verður væntanlega
kjörinn forseti Alþingis í dag en vara-
forsetar verða Ragnar Arnalds Al-
þýðubandalagi, Guðni Ágústsson
Framsóknarflokki, Guðmundur Árni
Stefánsson Alþýðuflokki og Sturla
Böðvarsson Sjálfstæðisflokki.
Á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks
var gengið frá því hveijir verða full-
trúar flokksins í nefndum Alþingis.
Var ákveðið að Geir H. Haarde for-
maður þingflokksins verði formaður
utanríkismálanefndar en aðrir fulltrú-
ar flokksins í nefndinni verða Árni
R. Árnason, Lára Margrét Ragnars-
dóttir og Tómas Ingi Olrich, sem var
varamaður í nefndinni á síðasta kjör-
tímabili.
Sólveig Pétursdóttir verður formað-
ur allsheijarnefndar eins og á síðasta
kjörtímabili og sömuleiðis verður Sig-
ríður Anna Þórðardóttir formaður
menntamálanefndar eins og áður. Ein-
ar K. Guðfinnsson verður nýr formað-
ur samgöngunefndar og Vilhjálmur
Egilsson verður formaður efnahags-
og viðskiptanefndar eins og hann var
áður en stjórnarandstaðan fékk for-
mannsstólinn í sinn hlut á miðju síð-
asta kjörtímabili.
Þá er gert ráð fyrir að Egill Jóns-
son verði stjórnarformaður Byggða-
stofnunar, en forsætisráðherra skipar
í það embætti.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki
gengið frá því hveijir verða formenn
í þeim nefndum sem þeir eru í for-
svari fyrir, utan að Jón Kristjánsson
verður formaður fjárlaganefndar og
ísólfur Gylfi Pálmason verður einnig
í nefndinni. Flokkurinn heldur fund í
dag fyrir þingfund þar sem ákveðið
verður hveijir verða fulltrúar flokksins
í öðrum nefndum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fjár-
laganefnd verða Sturla Böðvarsson,
sem verður varaformaður nefndarinn-
ar, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen,
Arnbjörg Sveinsdóttir og Hjálmar
Jónsson.
Boð um formennsku
Stjórnarflokkarnir buðu stjórnar-
andstöðunni formennsku í tveimur
nefndum og varaformennsku í fjórum