Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 9 FRÉTTIR Breyttur þristur kom hér við Morgunblaðið/PPJ HIN nýja útgáfa af þristinum er mjög frábrugð- in fyrirrennara sínum eins og sjá má. MIKIÐ endurbætt flugvél af gerðinni Douglas DC-3, knúin tveimur skrúfuhreyfl- um, átti viðdvöl á Reykja- víkurflugvelli nýlega. Þetta var sérútbúin málmleitarvél og var hún með löng spjót framan úr nefi og aftur úr stéli auk þess að vera með spjót á vængendum. Vélin var frá fyrirtæki í Suður-Afríku og var hún á leiðinni til Manitoba í Kanada þar sem hennar bíður verkefni við að leita að ýmsum málum í jörðu, þ.m.t. nikkel, kopar og zink með aðstoð segulmælingabúnaðar. Þessi gamli „þristur" er af gerðinni Basler Turbo-67 sem er nýjasta til- raunin til að breyta „þristinum" og færa í nútímalegt horf. Virðist þessi tilraun bera árangur því þegar hefur þó nokkrum gömlum DC-3 flugvélum verið breytt. Bandaríska fyrirtækið Basler Turbo Conversions hóf fyrir nokkrum árum framleiðslu á þessum endurbættum DC-3 sem það kallar Basler Turbo-67 eða DC-3TP. Til framleiðslunnar eru notaðar gamlar flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 sem fyrirtækið endursmíðar frá grunni. Mest áberandi við Basler Turbo-67 er að skipt hefur verið um hreyfla þristsins og settir í nýir 1424 ha. Pratt & Whitney PT-6A-67 skrúfu- hverflar í stað gömlu bulluhreyflanna og knýja þeir 5 blaða málmloftskrúf- ur. Skrokkur vélarinnar er lengdur um einn metra til að vega á móti breyttri þyngdarmiðju sem verður til við notkun léttari hreyfla og vélin er styrkt á uin 250 stöðum. Til að bæta hægflugseiginleikana er frambrún vængsins breytt og komið fyrir nýjum vængendum. Skipt er um öll kerfi vélarinnar og þau færð í nútíma horf en við það fæst aukið rými þannig að lestarrými vélarinnar stækkar alls um hálfan annan metra. Það er allt önnur sjón sem blasir við þegar svipast er um í flug- stjómarklefanum. Þaðan hafa öll gömlu stjórn- og siglingatækin verið íjarlægð og allt er þar með nýtísku- legra yfírbragði. Þristurinn brátt 60 ára Óhætt er að fullyrða að fáar flugvélar hafa haft eins mikil áhrif á þróun flugsam- gangna í heiminum og Do- uglas DC-3 Dakota. 17. desember nk. verða liðin 60 ár frá því að frumeintak þessa vinnuhests háloftanna hóf sig til flugs fyrsta sinni. Alls voru smíðaðar 10.655 flugvélar af þessari gerð í verksmiðjum Douglas á árunum 1935 til 1946 auk þess sem a.m.k. 2.000 vélar til viðbótar voru smíðaðar í Sovétríkjunum á ámnum um og eftir síðari heimsstyijöld eftir teikn- ingum frá Douglas. A sl. fimmtíu árum hafa flugvéla- verksmiðjur vestan hafs sem austan reynt, með misjöfnum árangri, að hanna flugvél sem gæti leyst Douglas DC-3 af hólmi. Ennfremur hafa íjöl- margar tilraunir verið gerðar til að endurbæta „þristinn" en fram til þessa hefur engin þeirra tekist sem skyldi. Hreinsunardagar á höfuðborgarsvæðinu SÉRSTAKIR hreinsunardagar hafa staðið yfir í Reykjavík frá 6. maí síð- astliðnum, og lýkur þeim næstkom- andi föstudag, 19. maí. Starfsmenn hreinsunardeildar gatnamálastjóra hafa auk þess að vinna að hreinsun borgarinnar aðstoðað íbúana við að fjarlægja garðaúrgang og annað sem þeir vilja koma í lóg. Skilja má úr- ganginn eftir við lóðamörk og munu borgarstarfsmenn flarlægja hann þaðan, en einnig geta íbúarnir sjálfir komið úrganginum á gámastöðvar í borginni óski þeir þess. I Kópavogi hófust í gær vorhreins- unardagar sem standa til 30. maí. íbúar Kópavogs mega setja flokkaðan úrgang við lóðamörk og munu starfs- menn bæjarins fjarlægja hann þaðan. Á Seltjamarnesi verður sérstakur hreinsunardagur næstkomandi laug- ardag, 20. maí, og geta íbúar þá komið úrgangi í ruslagáma á horni Suðurstrandar og Nesvegar. Einnig fjarlægja starfsmenn áhaldahúss Sel- tjarnamess frá og með gærdeginum lífrænan úrgang sem settur er við lóðamörk. Engir sérstakir hreinusnardagar verða að þessu sinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, en íbúum á þessum stöð- um bent á að koma úrgangi frá sér í gáma á gámastöðvum í bæjunum. Nýjar sendingar Buxur, dragtir, bolir o.fl. Stœrðir 44-60. &skubuska fyrir frjáislega vaxnar konur. sími 588 3800. Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána Matsedill Koníakstóneru'b humarsúpa meö rjómatopp Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu. Grand Marnier ístoppur meö hnctum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Sértilboð á gistingu, sími 688999. Bordapantanir i sima 687111 BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆIJSTÓNLEIKAR BJÖRGVIN IIAI.LDÓRSSON lílur yllr dagsvcrkið scm dægurlagasöngvari á hl.jómplötum í aldarljóröung, og vió hcyrum nær 60 lög frá ___________glæstum i’erli - irá 1969 til okkar daga Næstu sýningar: 20. og 27. maí ^Næst Lsíðasta ■ sýning A LL-b Gestasöngvari: SIGRÍÐUR BEÍNTEINSDÓ' Leikmynd og leikstjórn: BJÖRN G. BJÖRNSSON Hljómsveitarsljórn: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hyómsveit Kynnir: , JÓN AXEL ÓLAFSSON íslands- og Noróurlandameistarar i saoikueoiisdiiosiioi Irá Dnnsskóln Aoóar llaralds s>na daos. Frakkar, sumarjakkar, dragtir, stuttir og síðir kjólar, buxur, bolir, peysur, gallabuxur frákr. 2.500 og margt fleira Fallegur barnafatnaður í miklu úrvali. enellon LAUGAVEGI 97 SÍMI 552 2555 Nýtt tækifæri á verðbréfamarkaði Ríkisbréf með Með vaxandi efnahagslegum stöðugleika eru ríkisbréf álitlegur fjárfestingarkostur. • Ríkisbréfin eru til 3ja ára. • Þau eru meö forvöxtum og eru því vextir greiddir fyrirfram. • Ríkisbréf eru auðseljanleg fyrir gjalddaga. • Einingar eru 100.000, 1.000.000 og 10.000.000 kr. Útboð á ríkisbréfum fer I fram í dag kl. 14.00. I forvöxtum Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) í dag er einnig útboð á 3ja mánaða víxlum. Minnsta eining: 500.000 kr. sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.