Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAf 1995 25 AÐSEIMDAR GREIIMAR Milljarðatjón á ári hveriu Þó blómstrar atvinnuleysið ALLIR þeir sem eru kunnugir í Reykjavík- urborg hafa veitt því athygli að um það bil þriðjungur af ijölbýlis- húsum í Breiðholti er að meira eða minna leyti með kross- sprungna útveggi, þau leka íjölmörg og sum mjög mikið, og ekki lagast ástandið þegar í efri hlþta Árbæjar- hverfis er komið. Þar má segja að um 40% húsa þarfnist verulegr- ar lagfæringar. Eg nefni hér Breiðholt og Árbæjarhverfi af því að vandinn er samanþjappaður þar, en það er miklu víðar sem nauðsyn- legt er að taka til hendi og mörg yngri hús eru heldur ekki beysin eins og hefur sannast á u.þ.b. 10 ára gömlu húsi Granda á Norður- garði. Ætla mætti að lélegt ástand húsa haldist í hendur við aldur þeirra og einkum sé hér um að ræða 25 ára gömul hús eða eldri. Svo er alls ekki, því miður. Tíu til fimmtán ára hús eru mörg mjög illa farin og þarfnast aðhlynningar ef ekki á illa að fara. I fyrrnefndum hverfum hafa nokkur hús verið tekin rækilega í gegn. Þurft hefur að bijóta niður flestar svalirnar utan á þeim, sum hafa verið klædd að utan og enn önnur eru röndótt eftir sprunguvið- gerðir. Ef menn líta hins vegar á gömlu verkamannabústaðina í Vesturbænum sem byggðir voru á árunum 1931-1932 þá sést að það er fyrst nú sem aðeins hefur þurft að pússa húsin utan og gera við eina og eina smásprungu í einstaka húsi. Verkamannabústaðirnir eru rösklega 50 ára gömul hús. Hveijar eru nú orsakir þess að hús eru sprungin, flóðlek og í sumum þeirra vart þorandi að ganga út á svalir af öryggisástæðum? Mér er sagt að orsakirnar fyrir ástandi húsa í Breiðholti, Árbæjar- hverfi og víðar séu öðrum fremur vegna alkalískemmda en í öðru lagi sé um að ræða að steypan var of Guðmundur J. Guðmundsson veik. í þriðja lagi séu þau frostskemmd því að veggir þeirra voru steyptir í frosti. Einn- ig er talað um að ís- lenska sementið hafi áður verið mun veik- ara og lélegra en Ála- borgarsementið sem notað var í byggingar hérlendis áður en sem- entsverksmiðjan á Akranesi reis. Skylt er að geta þess að steypa frá steypu- stöðvum er nú mun betri og sterkari en hún var þegar þessi umræddu hverfi byggðust. Rökstuddur grunur leik- ur ennfremur á að sement hafi víða verið mjög sparað í steypunni og hún því mun veikari en efni þó stóðu til. Kunnugustu menn segja mér að ef ekkert verði að gert þá verði illa búandi í mörgum þessara húsa strax um aldamót og að þau verði fyrir varanlegum og óbætanlegum skemmdum. í fjölda húsa hafa húsfélög verið að athuga með gagngerðar endurbætur og eru vandkvæði öðrum fremur þau að viðgerðarkostnaður er áætlaður frá 100-500 þúsund krónur á hveija íbúð að meðaltali og fer hækkandi ár frá ári eftir því sem það dregst að hefja viðgerðir. Þessi dráttur veldur því að ástand húsanna versnar með hveijum mánuði sem líður, verðmæti íbúða í þeim hrapar stöðugt og þau veðbönd sem á íbúð- unum hvíla verða stöðugt minna og minna virði. Á sínum tíma var reiknað út að hús Þjóminjasafnsins væri það illa farið að betur borgaði sig að rífa það en gera við það. Viljum við að þannig fari með stór- an hluta tveggja borgarhverfa? Lán til þessara framkvæmda eru nær engin fáanleg. Eitthvað örlítið mun fáanlegt hjá Húsnæðisstofnun og takmarkað hjá bönkum. Við vit- um að um þriðjungur af íbúðum í Breiðholti liggur undir skemmdum og er þá einungis verið að tala um fjölbýlishús sem mjög eru illa farin nú þegar og verður að hefjast avarac OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ LEITIÐ TILBOÐA verslun, Ármúla 29 - 108 Reykjavík - símar 38640 - 686100 Ef gengið yrði nú þegar til verks væri hægt að bjarga miklum verð- mætum. Guðmundur J. Guðmundsson telur að um 200-400 störf gætu fallið í skaut - iðnaðarmanna. handa við strax ef húsin eiga ekki að eyðileggjast alveg. Hér er um að ræða mörg hundruð íbúðir og í Árbæjarhverfi nokkuð marga tugi til viðbótar. Ef við ætlum ekki að verða fyrir milljarða tjóni og láta fleiri hundruð íbúða verða hreinlega ónýtar þá verður Húsnæðisstofnun að stofna nú þegar sérstaka lánadeild sem lánar til viðhalds á húsum. Þá verða bankar að líta á þessi mál með meiri skilningi en hingað til og veita stóraukin lán til viðhalds- framkvæmda. Menn skulu hafa vel hugfast að hér er verið að bjarga verðmætum upp á milljarða króna. Sjálfsagt eru einhveijir tor- tryggnir á þær fullyrðingar sem ég hef hér uppi. Ég vil því benda þeim á að nokkrir tugir húsa hafa verið teknir í gegn og það hefur verið ömurlegt að sjá hvað mikið hefur þurft að gera. Svalir hefur að mestu þurft að bijóta niður og veggi jafnvel að stórum hluta einn- ig og síðan steypt nýtt lag utan á það sem fjarlægja varð. Kunnug- ustu menn tjá mér að mörg hinna lélegu fjölbýlishúsa séu í það slæmu ástandi og í þeim það léleg steypa að styrkja verði þau verulega strax ef þau eiga ekki að eyðileggjast. Þá verði að einangra þau og klæða að utan með varanlegu efni eins og Garðastáli, álklæðningu eða þvíumlíku. Því miður hafa sumir sem til þessa hafa unnið við viðhald húsa ekki kunnað nægjanlega vel til verka. Á þessu er orðin veruleg bót því meistarafélög iðnaðarmanna hafa sett um þessi verk ákveðnar forskriftir og hafa gengist fyrir námskeiðum í hvernig beri að standa að málum. Það er hvorki þekkingarlega eða tæknilega leng- ur neitt að vanbúnaði í því að tak- ast á við vandann. Reykjavíkurborg á nokkur hús sem þegar liggja undir skemmdum og ættu borgaryfirvöld því að hafa forgöngu í þessu máli og jafnframt að beita sér í lánafyrirgreiðslu vegna viðhalds félagslegra íbúða, ekki hvað síst í Breiðholti. Stað- reyndir málsins eru þær að nokkur hundruð hús liggja undir varanleg- um skemmdum. Lánafyrirgreiðsla er það lítil að húsfélög hafa ekki getað ráðist í framkvæmdir því margir eigendur einstakra íbúða eiga ekki fé fyrir þessum nauðsyn- iegu framkvæmdum. Ef gengið yrði nú þegar rösklega til verks og góð samvinna kæmist á við Rannsóknastofnun bygginga- iðnaðarins þá er hægt að bjarga verðmætum upp á milljarða króna sem annars eyðileggjast. Mér er það ljóst að stór hluti þeirra sem fengju vinnu við þessi verk eru iðn- aðarmenn, en þau munu skapa 2-400 störf. Samhliða björgun verðmæta myndu 2-400 manns fá verkefni - björgunarverkefni. Væri nú ekki nær fyrir alla aðila að ganga rösklega til verks heldur en að eyða hundruðum milljóna í at- vinnuleysisbætur? Þetta er aðeins ein tillaga af mörgum sem hafa þann tilgang að útrýma atvinnuleysinu og fleiri munu á eftir koma. Ég veit að sagt verður að þetta sé nú óþarfi því kannski kemur álverksmiðja í haust og þá lagast atvinnuástand eitt- hvað. Ég vil á móti leggja áherslu á orðið kannski. Kannski verður ekki byijað á neinu fyrr en næsta vor og atvinnuleysið heldur áfram að plaga fólk sem vill starfa. Og það verður kannski bytjað á Hval- fjarðargöngunum í haust en það hefur nú verið sagt vor og haust í 2-3 ár. Við skulum vona að af þeim verði yfirleitt, en ég er mátulega trúaður á að framkvæmdir við þau byiji í haust. Sinkverksmiðja er ekki útilokuð á næstunni, en á næstunni getur þýtt tvö til þjú ár. Á atvinnuleysið að geysa þangað til? Vilja nú ekki allar lánastofnanir og ráðamenn og ekki síst lífeyrissjóðir sem eiga veðin í þessum íbúðum sem eru að verða eyðileggingunni að bráð, ganga í þessar framkvæmdir þegar í stað. 2-400 manns fengju vinnu og milljarðar króna munu sparast. Við skulum útrýma atvinnuleysinu og þessi tillaga er aðeins eitt skref í þá átt, — eitt skref sem jafnframt forðar verðmætum frá fyrirsjáan- legri eyðileggingu. Höfundur er formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. ÞEQAR PÚ VILT SITJA VEL frf |rn|“ fr'"V ' V ? Teg. Oxford 3ja p. kr. 60. teflpííl1? ■1 getur þú valið um 60 gerðir af stökum sófum í ákl. eða leðrí hjá okkur Húsgagnahöllln BILDSHÖFÐA 20 - 112 RUYKJAVÍK - SIMI 5871199 ■ Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalotto • Vikingalotto • Vikingalottó • Víkingalotto • Vikingalotto • Vikingalotto • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalotto • Vikingalottó • Vikingalottó • Viktngalotto • Vikingalotto ■ Tvöfaldur pottur - verður fýrsti vinningurinn í Víkingalottóinu Vertu með fyrir kl 16:00 miðvikudag millj. kr. 1 K I N G Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér! * Víkingalottó ? Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalotto • Vikingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalottó • Vikingalotto • Vikingalottó «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.