Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Ólafslaimin og jafnréttið
VÆNTANLEGUR
þingforseti, Ólafur G.
Einarsson, skrifar
sérkennilega grein í
Morgunblaðið 11. maí
sl. undir yfirskriftinni:
Um laun forseta Al-
þingis. Þar gerir hann
hvorttveggja að beina
til mín spumingum í
tilefni greinar minnar
í DV 8. maí sl.
(Salome getur kært)
og sanna þá kenningu
að hann hafi ekki
grænan grun um inn-
tak baráttunnar um
jafnrétti kynja. Hann
virðist ekki einu sinni
þekkja jafnréttislögin, eins og ein
spurning hans til mín ber greini-
lega með sér! Það er í sjálfu sér
íhugunarvert þegar í hlut á maður
sem hefur verið þingmaður til
margra ára, ráðherra og einn leið-
toga stærsta stjórnmálaflokks
landsins — og núna líklegur þing-
forseti. Tilefni greinar hans er
umræðan um að laun hans sem
þingforseta verði væntanlega
hærri en laun forvera hans,
Salome Þorkelsdóttur og Guðrún-
ar Helgadóttur. Sú ályktun hefur
verið dregin af ummælum forsæt-
isráðherra um „að forseti Alþingis
ætti að hafa sömu laun og ráð-
herra“ eins og Ólafur orðar það
sjálfur — og féllu þau ummæli í
tilefni frétta af því að þessu emb-
ætti yrði ráðstafað til Ólafs.
Til að koma í veg fyrir að um-
ræðan lendi á villigötum vi! ég
árétta að þau sjónarmið sem ég
hef sett fram í þessu máli hafa
ekki ögn með það að gera hversu
miklu myndi muna á launum Ólafs
og launum Salóme. Það skiptir
ekki máli fyrir umræðuna um að
væntanleg launahækkun til Ólafs
geti stangast á við jafnréttislög
hvort launahækkunin til hans nemi
10%, 20% eða enn hærri upphæð,
eða hvort munur geti falist í öðrum
hlunnindum, t.d. lífeyrisrétti eða
bifreiðahlunnindum. Jafnréttislög
kveða skýrt á um það að atvinnu-
Hildur
Jónsdóttir
rekanda ber að greiða
konum og körlum
sömu laun og láta þau
njóta sömu heildarkj-
ara fyrir jafnverðmæt
og sambærileg störf
og frá mínum bæjar-
dyrum séð er það út-
gangspunktur umræð-
unnar.
Efnislegar ástæður
— óháð kynferði
Það er ekki auðvelt
að átta sig á því hvað
Ólafur er að reyna að
segja með skrifi sínu.
Ef fýlulegur tónninn
og lítilmannlegar
hnútur um „áberandi réttlætis-
kennd“ Salome Þorkelsdóttur,
mína og annarra sem um málið
hafa fjallað eru flysjaðar burt þá
virðist Ólafur vera að reyna að
sýna fram á að laun þingforseta
yrðu síst of há þó þau verði færð
til samræmis við ráðherralaun. Ég
geri ráð fyrir — og verð þá leið-
rétt ef rangt reynist — að hugsa-
nagangurinn sé einhvern veginn
svona: Laun ráðherra eru síst of
há, laun þingforseta hingað til of
lág og tímabært að leiðrétta þau
til samræmis við ráðherralaun —
og ef einhver ætlast til að Ólafur
verði sem þingforseti á sömu laun-
um og Salome Þorkelsdóttir er
ekki réttlætiskenndin að þvælast
fyrir viðkomandi.
Ólafur virðist ekki sjá að þetta
er ekki kjarni málsins. Sá kjarni
er þessi: Éf laun fyrir tiltekið starf
hækka við það eitt að karl tekur
við starfmu af konu — eða ef þau
lækka við það eitt að kona taki
við starfi af karli — má leiða að
því líkur að viðkomandi kona hafi
verið látin gjalda kynferðis síns.
Það brýtur einfaldlega í bága við
jafnréttislög að mismuna fólki eft-
ir kynjum. Þess vegna dreg ég þá
eðlilegu ályktun að séu engin sér-
stök efnisleg rök fyrir því að leið-
rétta þingforsetalaunin einmitt
núna, önnur en þau að Ólafur sest
í stólinn, þá er um brot ájafnrétt-
islögum að ræða. Ef það er sér-
stök efnisleg ástæða til þess að
leiðrétta launin óháð því að Ólafur
er að setjast í stólinn, þá voru
þessar sömu ástæður fyrir hendi
meðan Salome sat í embættinu og
hugsanlega einnig meðan Guðrún
gegndi því. Þá þarf að svara því
hvers vegna launin voru ekki
hækkuð fyrr og hvort kynferði
þingforseta hafi haft áhrif þar á.
Falli fyrirstöðurnar fyrir því að
leiðrétta launin núna, þegar karl
á í hlut, þarf semsagt að svara
þeirri spurningu hvort kynferði
spili þar inn í. Sé það niðurstaðan
er um skýlaust brot á jafnréttislög-
um að ræða.
Gagnrýnin beinist ekki
að Ólafi
Það er vert að taka fram í þessu
sambandi að spurningin um hvort
jafnréttislög séu brotin kemur ekki
upp fyrr en og ef þingforsetalaun
Ólafs hækka. Það er í sjálfu sér
ekki jafnréttislagabrot þó þingfor-
setalaunin hafi verið of lág, heldur
ef þau hækka við það eitt að karl
sest í starfíð. Þá fyrst er kominn
samanburðareinstaklingur af
gagnstæðu kyni, en á slíkum sam-
anburði milli kynja byggist öll
umræða um mismunun vegna kyn-
ferðis^ Einnig má geta þess að ef
laun Ólafs hækka og kærunefnd
jafnréttismála fjallar um málið
þarf launagreiðandinn, þ.e. fjár-
málaráðuneytið, að sannfæra
kærunefndina um að aðrar ástæð-
ur en kynferði hafi ráðið úrslitum
um launahækkunina. Sá skilning-
ur ríkir á jafnréttislögunum að
takist launagreiðandanum það
ekki er ályktað að um brot sé að
ræða. Því er hér með beint til fjár-
málaráðuneytisins að óháð því
hvort Væntanleg launahækkun til
Ólafs, ef af henni verður, verður
kærð eða ekki og óháð því hversu
mikil hún verður þá geri ijármála-
ráðherra þjóðinni grein fyrir hvaða
aðrar ástæður en kynferði Ólafs
réðu þar um.
Viðbrögð Ólafs verða enn sér-
kennilegri þegar haft er í huga
Viðbrögð Ólafs eru
dæmi um ósjálfráð við-
brögð karla, segir Hild-
ur Jónsdóttir, gegn
jafnrétti kynjanna.
að það er alls ekki Ólafur sem
yrði sá brotlegi ef af launahækkun
til hans verður. Þetta á hann að
vita. Ólafur hefur heldur ekki ver-
ið sakaður um eitt eða neitt í þá
veru. Það er launagreiðandinn, í
þessu tilviki fjármálaráðherra,
sem er ábyrgur fyrir því að jafn-
réttislög séu virt. Þess vegna hefði
Ólafur hæglega getað tekið undir
þau sjónarmið að auðvitað eigi að
gæta þess að við launahækkun til
sín yrðu jafnréttislög í heiðri höfð
og stutt það sjónarmið að kannað
yrði hversu langt aftur launa-
hækkunin þyrfti að ná. Með slíkum
viðbrögðum hefði hann engu tap-
að, heldur einungis komið fram
sem stuðningsmaður jafnréttis-
sjónarmiða og orðið maður að
meiri. í staðinn kastar hann skæt-
ingi.
Hvenær skapaðist tilefnið?
Ég býst við að helsti vandi
þeirra sem um þetta mál fjalla,
bæði þeirra sem munu réttlæta
launahækkun til Ólafs og eins
hinna sem leita svara við því hvort
um jafnréttislagabrot yrði að
ræða, sé að svara þeirri spurningu
hvenærtilefnið skapaðist til launa-
hækkunar. Þá væri jafnframt full-
komlega eðlilegt að launahækkun-
in næði aftur til þess tíma þegar
talið verður að tilefnið hafi skap-
ast. Af þessu leiðir að ef fjármála-
ráðuneytið ætlar að tryggja að
farið verði að lögum við þá ákvörð-
un að hækka laun þingforseta —
og komast hjá ásökunum um jafn-
réttislagabrot og jafnvel kæru —
þá þarf jafnframt að ákveða
hversu langt aftur launahækkunin
þarf að ná. Og þá þarf samkvæmt
jafnréttislögum að skoða öll kjör.
Fljótt á litið virðist tvennt koma
til greina um það hvenær tilefnið
skapaðist; að miðað verði við það
þegar alþingi varð að einni mál-
stofu eða við þann úrskurð kjara-
dóms sem sló því föstu að við
ákvörðun launa þingforseta væri
eðlilegt að miða við ráðherralaun.
Vandinn er bara sá að fráfarandi
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar nam
þann úrskurð úr gildi með bráða-
birgðalögum. Hér er því á ferðinni
sérstætt mál sem er ekki bara
áhugavert frá almennu jafnréttis-
sjónarmiði, heldur einnig lagalega.
Ósvífni í garð Salome
Svo ég víki aftur að grein Ól-
afs. Það er sorglegt til þess að
vita að Ólafur skuli ékki geta fjall-
að um þetta mál án þess að gera
lítið úr þeirri spurningu hvort
launahækkun til hans feli í sér
jafnréttislagabrot og geri lítið úr
því fólki sem vill að jafnréttislög
séu haldin. Hann gerist meira að
segja svo ósvífinn að kasta hnútum
að Salome Þorkelsdóttur, sem átti
ekkert frumkvæði að því að þetta
mál kom upp og þó svo væri er
hún í fullum rétti til að árétta að
fara beri að lögum. Eru viðbrögð
hans gott dæmi um þá ósjálfráðu
en sterku andstöðu sem karlar
gjarnan sýna markmiðunum um
jafnrétti kynja þegar á reynir.
Ólafur virðist ekki þekkja þá við-
teknu túlkun í málum sem þessum
að launamisrétti gagnvart konum
verður ekki leiðrétt með því að
lækka þá sem hærri eru, þ.e. karl-
ana, heldur að hækka þá sem lægri
eru, konumar. Þess vegna miðast
umfjöllun mín — og að mínu viti
annarra sem um málið hafa fjallað
— ekkert endilega að því að koma
í veg fyrir launahækkun til Ólafs
heldur að tryggja að hún verði í
samræmi við jafnréttislög, þ.e.
afturvirk. Vegna beinnar spurn-
ingar hans til mín: „Verði mín laun
lægri en laun Salome voru, get
ég þá kært?“ vil ég taka fram að
karlar geta líka kært telji þeir sér
mismunað vegna kynferðis. Þess-
arar spurningar hefði Ólafur ekki
þurft að spyija ef hann hefði ein-
hvern tíma gluggað í jafnréttislög-
in.
Höfundur er femínisti og
upplýsingastjóri
Alþýðubandalagsins.
Betri listdansstefnu,
fleiri sýningar!
VISSIR ÞÚ, les-
andi góður, að hér á
íslandi er starfandi
íslenskur ballettflokk-
ur allt árið um kring?
Kannski er þó allt eins
víst að þú hafir ekki
hugmynd um það
vegna þess hve lítið
fer fyrir flokknum.
Rétt eins og Þjóðleik-
húsið og aðrar lista-
stofnanir er íslenski
ballettflokkurinn, sem
reyndar heitir íslenski
dansflokkurinn, á
fjárlögum með 44,2
milljónir til ráðstöfun-
ar í ár eða sömu fjár-
hæð og síðasta ár. Það kemur því
á óvart þegar í ljós kemur að dans-
flokkurinn hefur ekki svo mikið
sem sett á svið eina sýningu eftir
áramót. Reyndar er staðreyndin
sú að dansflokkurinn setti síðast
upp verk í eigin nafni í september
á síðasta ári. í stað þess að setja
upp ballettsýningár eru mjög hæf-
ir dansarar dansflokksins nýttir
til að stíga tja, tja, tja og mambó
spor f Þjóðleikhúsinu með leikur-
um í West Side Story
og þrautþjálfaðar bal-
lerínur snúa bakhlut-
anum fram í áhorfend-
ur sem gleðikonur í
Kabarett-sýningu
Borgarleikhússins.
Eftir að hafa séð þetta
veltir maður ósjálfrátt
fyrir sér hvar metnað-
ur listdansstjóra og
stjórnenda dans-
flokksins sé fyrir hönd
flokksins. Hér á landi
hefur myndast ákveð-
inn kjarni góðra list-
dansara sem lítið hafa
fengið að njóta sín og
hefur því gamla sagan
orðið sú að þeir hafa flúið land.
Astæðan fyrir fáum uppfærsium
er tæplega fjárskortur. Fjörtíu og
fjórar milljónir og tvö hundruð
þúsund krónur er kannski ekki
upphæð sem nægði 50-60 manna
dansflokki en hér á landi eru 11
dansarar í íslenska dansflokknum.
Væri ekki hægt að nýta þetta fjár-
magn til að setja á svið nokkrar
tiltölulega litlar sýningar sem
myndu henta flokknum. Nú stend-
Fyrir það fjármagn sem
rennur til íslenska dans-
flokksins, segir Brynja
Ingunn Hafsteinsdótt-
ir, hlýtur að vera hægt
að gera betur.
ur til að setja á svið Carmen í
klassísku formi. í stað þess að
nýta íslensku dansarana var erlent
danspar fengið til að dansa aðal-
iilutverkin því hérlendir dansarar
eru ekki taldir nógu góðir til að
selja miða á sýningar. I þessu felst,
að mínu mati, mikill misskilningur
og þessi landlæga minnimáttar-
kennd sem verður að eyða. Á dög-
unum komu hingað til lands dans-
flokkar frá Norðurlöndunum á
Nörrænum menningardögum.
Meðal þeirra voru þremenningar
frá Finnlandi sem dönsuðu tvo
ballettdansa í Borgarleikhúsinu.
Það er skemmst frá því að segja
að fagnaðarlátunum ætlaði seint
Brynja Ingunn
Hafsteinsdóttir
að linna. Seinna verk finnsku þre-
menninganna var einmitt Carmen
með háðulegu ívafi. Einbeitingin,
áhuginn á verkefninu og samstill-
ingin skein úr andlitum dansar-
anna sem hrifu allan salinn með
sér. Þessir þrír ungu menn höfðu
ekkert fram yfir karldansara ís-
lenska dansflokksins annað en að
fá að vinna, fá að sýna og að fá
að njóta sín en það hefur því mið-
ur ekki verið raunin hjá dönsurum
íslenska dansflokksins. Þess í stað
eru fluttir inn erlendir danshöf-
undar og erlendir dansarar í aðal-
hlutverk í verkum sem virðast
ekki henta þeim 11 dönsurum sem
hér eru. Fróðlegt væri að vita
hvaða langtímamarkmið og stefnu
stjórn íslenska dansflokksins hafi
fyrir hönd dansflokksins. Varla að
það líði meira en hálft ár á milli
sýninga? Vandamál íslensks ball-
etts hefur verið hve fáir mæta á
sýningar. Stjóm íslenska dans-
flokksins þarf að átta sig á því
að hér er ekki á ferðinni neitt
náttúrulögmál, maður uppsker
eins og maður sáir. Tvö verk á
ári, verk sem stundum henta
flokknum illa, eru ekki líkleg til
árangurs. Dansflokkurinn keppir
við aðrar listastofnanir um áhorf-
endur. Við val á verkum til sýn-
inga verður að taka tillit til þess,
þ.e. reyna að koma því til leiðar
að áhorfendur taki ballettsýningar
fram yfir t.d. leikhúsferðir eða í
besta falli á hvoru tveggja. Ef við
viljum sjá Carmen, Svanavatnið
eða Hnetubrjótinn förum við í er-
lend balletthús þar sem þessi verk
eru einfaldlega of stór í sniðum
og of kostnaðarsöm fyrir 11
manna dansflokk.
Ég skrifa þetta ekki aðeins sem
áhorfandi heldur líka sem skatt-
greiðandi. Fyrir það fjármagn sem
rennur til dansflokksins hlýtur að
vera hægt að gera betur og miklu
betur en nú er gert. Hugsanlega
væri skynsamlegt að byija á því
að skilja að Listdansskólann og
Íslenska dansflokkinn, sbr. að-
skilnað Þjóðleikhússins og Leik-
listarskóla íslands. Listdansskól-
inn fær nú á fjárlögum sextán
milljónir og tvö hundruð þúsund
krónur. Að öðru leyti eiga nem-
endagjöld að standa undir rekstri
skólans. Það hlýtur að vera mikil-
vægt fyrir atvinnudansara að vera
lausir við að tengjast með beinum
hætti skólastarfinu, rétt eins og
það er fyrir leikara þegar þeir
útskrifast úr leiklistarskólanum
enda er námstímanum lokið.
Sömuleiðis er mikilvægt listræn-
um metnaði dansara að fá að loknu
námi fullan aðskilnað frá þeim sem
eru að stíga sín fyrstu spor. Því
biðjum við listáhugamenn og
skattgreiðendur um reglulegar
sýningar íslenska dansflokksins,
sýningar sem henta dönsurum og
íslenskum áhorfendum. Listdans-
stjóri og stjórn íslenska dans-
flokksins, fjölgið sýningum og
veitið Iistdönsurum á íslandi
möguleika á að vaxa og dafna.
Virðingarfyllst.
Höfundur er lögfræðingur og
áhugamaður um ballett.