Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1995 45 BREF TIL BLAÐSINS Búrfell og Búrfellsgjá Frá Tómasi Einarssyni: í KVÖLD miðvikudagskvöld' 17. maí verður fimmta gönguferð Ferðafélags íslands í tilefni Nátt- úruverndarárs Evrópu farin um Búrfellsgjá, að Búrfelli og þaðan að Kaldárseli. Búrfell er um 7 km austnorð- austur af Hafnarfirði. Þetta er fom hraungígur, sem lætur ekki mikið yfir sér í landslaginu. Fyrir um 7200 árum urðu þar mikil elds- umbrot. Hraunið frá gígnum rann allt til sjávar og þekur nú svæðið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Stór hluti Hafnarfjarðarkaupstað- ar stendur á þessu hrauni. Einu nafni nefnist það Búrfellshraun, en ýmsir hiutar þess bera sérstök nöfn s.s. Gálgahraun, Hafnaríjarð- arhraun, Urriðakotshraun o.fl. Meginhraunstraumurinn rann frá gígnum eftir einni langri rás sem nefnist Búrfellsgjá og er röskir 3 km á lengd. Selgjá, öðru nafni Norðurhellagjá, tekur við að Búr- fellsgjá og er í Urriðakotshrauni sunnan Vífilsstaðahlíðar. í Náttúruminjaskrá Náttúru- verndarráðs segir að „Búrfell og hrauntröðin Búrfellsgjá og Selgjá ásamt um 200 m breiðri spildu beggja vegna gjánna" séu á skrá yfir friðlýst svæði vegna þess að hér sé „eldstöð frá nútíma“ og „ein sérstæðasta hrauntröð lands- ins“. Þetta friðlýsta svæði er nú innan marka Fólksvangs á Reykja- nesi. í fyrirhugaðri gönguferð verður farið úr bílnum við enda Búrfells- gjár og gengið eftir henni endi- langri upp á Búrfell, þar sem gígurinn er. Vesturendi gjárinnar er flatur í botninn og all breiður. GENGIÐ í Búrfellsgjá, eina sérstæðustu hrauntröð landsins. Þar er Gjáarrétt, fyrrum skilarétt bændanna við Hafnarfjörð og á Álftanesi. Nú standa hálfhrundir réttarveggirnir eftir. Þeir segja sína sögu þótt sauðkindin sé horfin af sviðinu. Margt forvitnilegt má sjá þar s.s. vatnsbólið sem er erf- itt er að finna. Þessari gönguferð lýkur við Kaldársel sem er vestanvert við Helgafell. Leiðin þangað frá Búr- felli er auðgengin, yfir slétt hraun að fara og hallar frekar undan fæti. Ef tími er nægur er lítill krók- ur að skreppa að Valahnúkum sem eru milli Búrfells og Helgafells. Þar er hellir sem hét áður Músar- hellir en nú Valaból. Gangnamenn gistu í honum áður fyrr. Um 1940 fengu Farfuglar hellinn til umráða. Gerðu þeir hann íveruhæfan og stunduðu þar útilegur. Þar hafa þeir gróðursett tré, og prýðir fagur tijálundur nú þennan stað. Skammt frá húsinu í Kaldárseli eru lítil vötn sem heita Kaldárbotn- ar. Þangað sækja Hafnfirðingar neysluvatn sitt. Káldá fellur þaðan en hverfur í hraunið rétt fyrir vest- an húsið. Mun hún vera ein stysta á landsins. Þjóðsagan segir að fyrr- um hafi Kaldá verið stórt og vatnsmikið fljót, en eftir að bræður tveir drukknuðu í því hafi faðir þeirra, sem var rammgöldróttur, kveðið hana niður í hraunið. Nú er Kaldársel í eyði en þar er starfrækt barnaheimili á sumrin á vegum KFUM og K. Þegar Gjáar- rétt var aflögð var byggð ný rétt við Kaldársel. Stendur hún enn. Þar lýkur þessari gönguferð. TÓMAS EINARSSON. Frá Sigurði Magnússyni: HERRA rafmagnseftirlitsstjóri rikis- ins, Bergur Jónsson. Mér bárust í hendur, í síðustu viku, Orðsendingar frá Rafmagnseftirliti ríkisins, sem þér hafið undirritað, þ.á m. nr. 2/95 er varðar rafmagnstöflur með „tvöfaldri einangrun“. Ég get ekki látið hjá líða að skrifa opið bréf til yðar og annarra, sem þessa Orð- sendingu hafa samið, og vekja at- hygli ykkar á að hún er stórhættuleg og getur orðið rafvirkjum og öðrum að fjörtjóni. Slys! Ég vil vekja „sérstaka" athygli á, að boðskapur sá sem boðaður er í Orðsendingunni, getur valdið slysi, þar sem hvatt er til ýmissa gjörða sem ekki eru í samræmi við Reglu- gerð um raforkuvirki, svo sem að merki séu „fjarlægð", og/eða „límt“ yfir þau. í síðustu málsgrein fyrri hluta Orðsendingarinnar stendur: „Skil- yrði er að auki, að töflukassarnir séu merktir af hálfu framleiðenda, - þeirra tákni um tvöfalda einangr- un“. í síðustu málsgrein Orðsending- - .,., fatnaður I I ábörnin | Frábær sumarföt 1 Skór - gallaföt 1 PIÐRILDID w J' ) OO GÖQSaL arinnar stendur orðrétt: „Jafnframt ber að fjarlægja eða líma yfir merki um tvöfalda einangrun, enda er hún þá jarðtengt raffang". Með þessari Orðsendingu hefur RER sett ákvæði sem brýtur eina af meginreglum í Reglugerð um raf- orkuvirki, „§207 um núllun". Hefur RER sett reglur um hvar nota skuli töflur með “tvöfaldri ein- angrun"? Áskorun! Rafmagnseftirlitsstjóri Bergur Jónsson, ég skora á yður að innkalla Orðsendingu nr. 2/95 þar sem hún er villandi. Þar sem Orðsendingin í heild boð- ar gjörðir, sem geta valdið slysi, mun ég jafnframt senda kvörtun til réttra yfirvalda og gera þeim viðvart um þá hættu sem af henni gæti stafað. Ég kýs að fá þetta birt í fjölmiðli til að vekja athygli sem flestra á þeirri duldu hættu sem stafar af umræddri orðsendingu, frá Raf- magnseftirliti ríkisins. Virðingarfyllst. SIGURÐUR MAGNÚSSON, fv. yfirrafmagnseftirlitsmaður, Hofteigi 14. ssssssssssss^ S s i í| BORGARKRINGUNNI - Sími 68 95 25. | 5umarfötin frá S E3arbara Farber M og Pointer nji vekja a I Itaf athyg I i S 10-20% lægra verð en í fyrra vegna hagstasðra M innkaupa 8 ENGLABÖRNÍN § Bankastrœti 10 • sími 652-2201 Hu IyÆÆMÆÆÆÆMJFÆæM é/' -á FRANSkA rf? 1 PARNAWTAVERSLUNlN S% 2 (doj parei 6 mm) opnarun^ Á LAOGAAGI 17 R OPIÐ LAU&ARPA&A 10 - 17 OG SONNIODAGA 12 - 17 m 02J G£©m /20 <5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.