Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Þorkell
DAVÍÐ Oddsson forsætísráðherra ræðir við Magiiús Gunnarsson, fráfarandi formann VSÍ,
og Arnar Sigurmundsson, formann Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi VSÍ í gær.
Magnús Gunnarsson fráfarandi formaður VSÍ
segir blikur á lofti þrátt fyrir lága verðbólgu
Lausatök ífjármál-
um hins opinbera
ógna stöðugleika
MAGNÚS Gunnarssón, fráfarandi
formaður Vinnuveitendasambands
Íslands, fjallaði í setningarræðu
sinni á aðalfundi VSÍ í gær um
þann efnahagslega stöðugleika sem
náðst hefur og sagði að verðbólga
af völdum kjarasamninganna í vet-
ur hefði orðið snöggtum minni en
ætlað var og að tekist hafí að sneiða
hjá verulegum vaxtahækkunum,
en þrátt fyrir það væru nú blikur
á lofti.
„Hallarekstur ríkissjóðs er mikið
áhyggjuefni og raunar tel ég ekk-
ert eitt ógna brotgjörnum stöð-
ugleika jafn mikið og lausatök í
fjármálum ríkis- og sveitarfélaga.
Þegar fjárfestingar í atvinnurekstri
komast á skrið er óhjákvæmilegt
að snúa hallarekstri ríkissjóðs í
afgang ef ríkisfjármálin eiga ekki
beinlínis að verða uppspretta verð-
bólgu og vaxtahækkana,“ sagði
hann.
Magnús vék einnig að þeim vafa-
málum sem upp hafa komið um
hvort reglur Evrópusambandsins
um vinnutíma og vinnu barna og
unglinga giltu á EES-svæðinu.
Magnús sagði að málið væri alvar-
legt og brýnt að finna á því lausn.
„Fyrir liggur sú afstaða ESB að
þessar reglur eigi að gilda á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Vilji ís-
land hafna því geti það kallað á
óheppileg viðbrögð gagnvart
EFTA-hlutanum, íslandi og Nor-
egi. Norskum félögum okkar stend-
ur stuggur af þeirri tilhugsun að
neitun Islands á gildi vinnutíma-
reglna, hliðstæðra þeim sem Norð-
menn búa við, gæti teflt framtíð
EES-samningsins í tvísýnu. Málið
er því alvarlegt og brýnt að finna
lausn. Ég kalla því eftir viðræðum
við ASÍ, í góðu samstarfí við félags-
málaráðherra, um að fundið verði
form á reglum ESB sem geri okkur
fært að standa að fullgildingu
þeirra,“ sagði Magnús.
í ræðu sinni sagði Magnús einn-
ig að kröfur sjómanna, um að út-
gerðum verði ekki lengur heimilt
að ráðstafa afla að eigin vali held-
ur skuli hann allur seldur á mark-
aði eða verð á markaði látið gilda
í öðrum viðskiptum, snerust m.a.
um hvort hér verði áframhaldandi
þróun í átt til frekari fullvinnslu
sjávarafla.
Kröfur sjómanna ógna
búsetumynstri
„Og krafan snýst um búsetu-
mynstur í landinu, því ef hún næði
fram að ganga rofnuðu hefðbundin
tengsl fiskiskipa við frystihús á
smærri stöðum,“ sagði Magnús.
„Nái þessi krafa sjómanna ekki
fram að ganga hafa sumir þeirra
lýst því yfir að þá verði að snúa
klukkunni til baka og taka upp
miðstýrðar verðákvarðanir á fiski
í Verðlagsráði sjávarútvegsins. Það
er með ólíkindum að slíkar raddir
skuli enn heyrast, því verðlagsráðs-
kerfíð tilheyrði þjóðfélagi hafta og
miðstýringar sem skilaði okkur
fyrst og fremst óhagkvæmni og
verðbólgu,“ sagði hann ennfremur.
Verja launastefnu
ASI gegn árásum
hálaunahópa
Magnús vék einnig að kjara-
samningunum sem gerðir voru við
landssambönd ASÍ í febrúar og
sagði að viðsemjendur vinnuveit-
enda hefðu fullyrt að samstaða
væri um markmið og leiðir. „Við
hefðum því að óreyndu mátt ætla
að viðsemjendur okkar og heildar-
samtök þeirra ljæðu okkur að
minnsta kosti hlutleysi í þeim átök-
um sem á eftir hafa fylgt. Þar
höfum við verið í því vanþakkláta
hlutverki að verja launastefnu Al-
þýðusambandsins gegn árásum
ýmissa hálaunahópa og þó samtím-
is mátt þola árásir og illmælgi fyr-
ir, eins og fram kom í kjaradeilum
við flugfreyjur," sagði hann.
Endurtekið vegna mikillar eftirspumar:
Námskeið:
Inngangur að skjalastjórnun
22. og 23. maí (mánudag og þriðjudag kl. 13.00 - 16.30 báða dagana).
Hótel Lind, litli salur, Rauðarárstíg 18.
Námskeiðið er almenn kynning á skjalastjómun. Meðal ejhis:
■Skjalavandi íslenskra vinnustaða
-Helstu hugtök skjalastjómunar
-Tölvur og skjalastjómun
-Stjórnun trúnaðarskjala
Skráning á námskeiðið fer fram í síma: 564-4688 (fax: 564-4689)
og þarf að skrá sig fyrir kl. 12.00 föstudaginn 19. maí
Félag um skjalas.jörn -SkÍPU,"9 °9 sk/«'
- skjala.Htjórnun fyrirtækja og ttofnana
Hamraborg 1, 200 Kópavogi
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Nefnd geri tillögur
um hagvaxtarstefnu
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
greindi frá því í ræðu á aðalfundi
VSÍ í gær að skipuð hefði verið
nefnd með þátttöku atvinnulífsins
til að gera tillögur um hagvaxtar-
stefnu sem miðuðu að því að skapa
sem best vaxtarskilyrði fyrir þjóðar-
búskapinn til lengri tíma litið.
Davíð sagði að ástand og horfur
I efnahagsmálum væru um margt
uppörvandi og afkoma íslenskra
fyrirtækja væri líkari því en áður
sem algengast væri í helstu sam-
keppnislöndum.
Forsætisráðherra sagði að meg-
inverkefnið í efnahagsmálum á
næstunni væri að tryggja að vaxt-
arskeiðið sem hófst í fyrra vari sem
lengst. Sagði hann brýnt að koma
opinberum fjármálum í viðunandi
horf. „Ég fullyrði að nú sé komið
besta tækifæri sem íslendingar
hafa fengið um langt skeið til að
hefja varanlega sókn til bættra lífs-
kjara,“ sagði hann.
Nauðsynlegt að endurskoða
vinnulöggjöfina
Davíð vék einnig að samskiptum
aðila vinnumarkaðarins sem hann
sagði að hefðu í vaxandi mæli
byggst á gagnkvæmum skilningi á
heildarhagsmunum þjóðarbúsins.
Þá sagði hann ástæðu til að endur-
skoða vinnulöggjöfina í ljösi
breyttra aðstæðna. „Markmiðið
með þeirri endurskoðun er að stuðla
að stöðugleika og ábyrgð samnings-
aðila í hvívetna, og auka áhrif ein-
stakra félagsmanna í stéttarfélög-
um,“ sagði hann.
í ályktun aðalfundar VSÍ sem
samþykkt var í gær er tekið undir
nauðsyn breytinga á vinnulöggjöf-
inni. „Stöðugleiki á vinnumarkaði
og varnir gegn ofríki lítilla sérhags-
munahópa eru einnig forsenda stöð-
ugleika og uppbyggingar. Því styð-
ur VSÍ eindregið þau áform nýrrar
ríkisstjórnar að færa nær 60 ára
gamla vinnulöggjöf til samræmis
við kröfur tímans," segir í ályktun
VSÍ.
í ályktuninni er hallarekstur rík-
issjóðs sérstaklega gagnrýndur og
ekki sagður réttlætanlegur við þær
aðstæður sem uppi eru í dag í efna-
hagsmálum.
ÓlafurB. Ólafsson
kjörinn formaður VSÍ
ÓLAFUR B. Ólafsson,
framkvæmdastjóri Mið-
ness hf. í Sandgerði, var
kjörinn formaður
Vinnuveitendasam-
bands íslands til næstu
tveggja ára, í stað
Magnúsar Gunnarsson-
ar, sem ekki gaf kost á
sér til áframhaldandi
formennsku, á aðal-
fundi samtakanna í
gær.
Þriggja manna kjör-
nefnd sem skipuð var
Páli Siguijónssyni, Har-
aldi Sumarliðasyni og
Kristjáni Ragnarssyni
komst að samkomuiagi
um að tilnefna Ólaf og kom ekkert
mótframboð fram. Var Ólafur því
kjörinn næsti formaður VSÍ með
lófataki á aðalfundinum.
ÓLAFUR B. Ólafs-
son, formaður
Vinnuveitenda-
sambands íslands.
Kjömefnd gerði einn-
ig tillögu um skipan 20
manna framkvæmda-
stjórnar og urðu þær
breytingar að Ólafur
B. Ólafsson, Örn Kjær-
nested og Ævar Guð-
mundsson hverfa úr
stjórninni en í þeirra
stað voru kjömir Brynj-
ólfur Bjarnason, Friðrik
Andrésson og Stefán
Friðfinnsson.
Þá samþykkti aðal-
fundurinn stefnumótun
samtakanna á sviði
menntamála, umhverf-
ismála og ábyrgðar,
samkeppni og siðferðis
í viðskiptum en sérstakir starfshópar
unnu tillögur á þessum þremur svið-
um sem kynntar voru á aðalfundin-
um í gær.
Könnun meðal evrópskra fyrirtækja
Framleiðni og arð-
semi lakari á Islandi
ÞRÓUN framleiðni og arðsemi fyr-
irtækja var lakari á íslandi egjneð-
al keppinauta þeirra í Evrópu á
tímabilinu 1988-1993. Þetta kemur
fram í niðurstöðum könnunar á
vegum samtaka evrópskra atvinnu-
rekenda (UNICE) sem gerð var
meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja
í Evrópu fyrir réttu ári.
Stjórnendur 67 íslenskra fyrir-
tækja tóku þátt í könnuninni.
Magnús Gunnarsson, fráfarandi
formaður VSÍ, greindi frá nokkrum
helstu niðurstöðum á aðalfundi VSI
í gær.
Könnunin leiddi m.a. í ljós að
íslensk fyrirtæki virðast ekki njóta
heimamarkaðar I sama mæli og
keppninautamir og telja sig standa
í mun meiri samkeppni á þeim
markaði en keppinautar þeirra í
Evrópu.
Fyrirtækí í vexti leggja rækt
við ímynd sína
í ljós kom að fyrirtæki í örum
vexti með mikinn hagnað, leggja
meiri rækt við ímynd sína en þeim
sem verr gengur.
íslenskir stjórnendur virðast skv.
könnuninni vera óánægðari al-
mennt með frammistöðu fyrirtækja
sinna en stjórnendur í Evrópu og
telja að fyrirtækin hafi verulegt
svigrúm til að bæta frammistöðu
sína.
Könnunin leiddi í ljós að lítil og
meðalstór fyrirtæki eru líklegri til
að skapa störf en stærri fyrirtæki.
Jafnframt kom í ljós að störfum
fjölgar meira þar sem fyrirtæki telja
að vinnumarkaðslöggjöf takmarki
ekki nauðsynlegt svigrúm þeirra.
Islenskir stjómendur hafa
áhyggjur af launakostnaði ogslakri
gæðastjórn en telja styrkleika felast
í sveigjanlegu vinnuafli og litlum
kostnaði vegna umhverfisverndar.
íslenskir stjórnendur telja gæði
rannsóknar- og þróunarstarfs lítil
og vilja að hið opinbera veiti öflug-
an stuðning við markaðsöflun er-
lendis.
íslenskir fyrirtækjastjórnendur
telja lítinn heimamarkað og litla
arðsemi vera helstu hindranir fyrir
vexti fyrirtækjanna og- hafa mun
meiri áhyggjur af þessum þáttum
en keppinautar þeirra.