Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 27
M0RGUNBLAÐIÐ tapaði féiagið níu milljónum króna. Síðar var tekin upp áhættudreifing, en hún felur í sér að gangi sala illa kemur hluti sölutapsins á veiði- réttareigendur, það er bændur og aðra. Samkvæmt upplýsingum DV 28. apríl síðastliðinn greiðir SVFR nú 26 milljónir fyrir Norðurá, eða fjórum milljónum minna en félagið bauð. Með ummæli um verðtrygg- ingu í huga, mætti segja sem svo að hér hafi, meðal annars í skjóli áhættudreifmgar, komið til nei- kvæð verðtrygging. Af þessum sökum eru okkur nánast óskiljanleg þau ummæli um verðtryggingu sem fram koma í frásögninni 15. maí af aðalfundin- um. Þá er rétt að minna á þá stefnu Seðlabankans að afnema verð- tryggingu lána á skuldbindingum til skemmri tíma en sjö ára, þannig að þær verði að fullu úr sögunni árið 2000. Enn um vantraust Umfjölluninni í veiðidálkinum lýkur með orðum um langt og far- sælt samstarf veiðiréttareigenda við Norðurá við SVFR og íslenska stangaveiðimenn og „ekki sé vilji fyrir því að varpa slíku fyrir róða þegar svo mikið vantaði upp á að menn gætu treyst því sem. þeir höfðu í höndunum, þ.e.a.s. tilboði Péturs Péturssonar," enda það sagt mjög ófullkomið. Það er lítið við því að segja þótt menn sem eru keppinautar í við- skiptum láti eitt og annað falla um þá sem þeir vilja hafa undir, en öðru máli gegnir um ítrekuð, nei- kvæð og einhliða skrif í blaði sem fer inn á rúmlega 50.000 heimili í landinu. Eins og fyrr segir var fyr- ir hvorugt skiptið sem um tilboð mitt og félaga minna var fjallað í veiðidálkinum, þ.e. 5. og 15. maí, til mín leitað, svo að sjónarmið okkar fengju einnig að koma fram. Útboð Rétt er að taka fram, vegna væntanlegs útboðs í veiðiréttinn í Norðurá, að haustútboð þykja ekki þjóna tilgangi sínum réttilega. Þau eru fyrir veiðirétt á komanda ári og stytta því sölutíma um marga mánuði. Slíkt bitnar á sölustarfi tilboðsgjafa, sem á undir högg að sækja vegna forskots annarra leigusala. Haustútboð færa því veiðiréttareigendum lægri tilboð en vorútboð. Nýr þáttur í byggðastefnu Stangaveiði hefur mjög færst til betri vegar í Norðurá eftir upptöku neta, sem og víðar í ám í héraðinu. Netaupptakan hefur gert Norðurá að einni eftirsóttustu á landsins, þótt þar komi einnig til náttúrufeg- urð. Á tíma minnkandi kvóta í land- búnaði, bæði kúa- og sauðfjár- bænda, er ekki lítils virði að geta aukið tekjur af stangaveiði. Efling hennar og rétt nýting getur skipt sköpum fyrir landeigendur sem eiga í vök að veijast í samdrættinum. í fyrra voru veiðileyfí fyrir um 200 milljónir króna sögð óseld. Er um að ræða mikið tap fyrir veiði- réttareigendur. Ég og félagar mínir höfum haft milligöngu um að koma veiðimönn- um í fjölmargar ár, og á þessu sumri liggur nærri að við fyllum 20 vikur í ýmsum þeirra. Við höfum mjög traustan aðila sem sér um sölu er- lendis og góðan aðgang að innlenda markaðnum. Stangveiðimenn eru eftirsóttustu ferðamenn í öllum löndum. Þeir eyða margfalt meiri gjaldeyri en svarar til meðaleyðslunnar og skapa störf í ferða- og þjónustugeirunum. Til marks um það má meðal annars hafa að írland fékk nýlega styrk frá Evrópusambandinu, jafnvirði eins milljarðs króna, til að efla stangaveiði og auka tekjur til sveita. ; Margir veiðiréttareigendur skynja nauðsynina á því að nýta auðlindina, og má meðal annars vísa í auglýsingu Landssambands veiðiréttareigenda í síðasta vetrar- hefti „Wild Steelhead & Atlantic AÐSEIMDAR GREINAR fAfí n ' )A( 'l'/V. f’M SS MIÐVIKUDAGUR 17, MAI 1996 27 Salmon", sem lesið er víða um lönd, þar sem verið er að auglýsa besta tímann í ýmsum ám, með það í huga að fá fleiri erlenda stanga- veiðimenn til landsins. Það má líka ljóst vera að þeim mun meira sem fæst fyrir stangaveiðina því trygg- ari er framtíð laxins. Fullnýting þeirra möguleika sem stangaveiðin býður upp á má því með réttu teljast nýr þáttur í byggðastefnu þessa lands. Ég og félagar minir höfum rætt þennan þátt við marga, og hafa allir kom- ist að sömu niðurstöðu. Til Islands eða annað? Á sjöunda og áttunda áratugnum var laxveiði víðast léleg nema á íslandi. Þá streymdu erlendir veiði- menn, einkum bandarískir, hingað. Nú er öldin önnur. Heildarlaxveiði á stöng hefur verið lakari flest und- anfarin ár en fyrir 1980, en hefur víða farið mjög batnandi erlendis, og nýir keppinautar eru komnir þar til sögunnar. Kanadamenn hafa á síðustu árum varið jafnvirði fjögurra millj- arða króna í að kaupa upp til fram- búðar netarétt á Atlantshafsströnd Kanada og Nýfundnalandi. Þar hafa laxagöngur stóraukist. í ána Miramichi og þverár hennar gengu þannig 180.000 (eitt hundrað og áttatíu þúsund) Atlantshafslaxar árið 1992, og hafði gangan þá fjór- faldast á áratug. Til samanburðar má geta að mesta veiði á stöng á íslandi var 1978, en náði þó ekki 40.000 jöxum. Sum ár er hún mun minni. ísland er þó enn gott lax- veiðiland, og það verður að tryggja að íslensku árnar gleymist ekki á komandi árum í harðnandi sam- keppni. í Noregi hefur reknetaveiðum á laxi verið hætt. Á írlandi og í Skot- landi hefur veiði aukist, sums stað- ar um helming eða meira á nokkrum árum. Má nefna í að í skosku ánni Tay voru nýlega keypt upp net sem í veiddust 20.000 laxar á hverju veiðitímabili. Sá erlendi söluaðili sem með okk- ur starfar hefur á lista marga stangaveiðimenn sem vilja festa sér fyrsta flokks iaxveiði á íslandi. Ég og félagar mínir viljum gjarnan eiga þátt í því að koma á föstum við- skiptum við þá. Við hefðum viljað sjá þá koma til veiða í Norðurá, en svo kann að fara að þeir fari allir til Rússlands. í ánni Ponoí á Kóla- skaga veiðast ár hvert rúmlega 7.000 laxar á stöng, eða meira en í Norðurá, Þverá og Grímsá saman- lagt, og meðalveiði á stöng er þar meiri en í þessum ám okkar. Það þarf ný tök eigi að tryggja þær tekjur af íslenskum laxveiðiám sem menn vilja hafa. Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur á sér langa sögu. Það var stofnað af íslenskum lax- veiðimönnum fyrir íslenska veiði- menn, og sú stefna þess að taka upp þjónustu við erlenda veiðimenn varð deiluefni innan félagsins á sín- um tíma. Og enn munu þeir innan þess sem telja það vart verkefni þess að þjóna þeim. En án þeirra myndi félagið ekki, frekar en aðrir leigutakar, hafa burði til að leigja nafnkunnar ár. Ég og félagar mínir höfðum í hyggju að selja erlendum veiði- mönnum sex til sjö vikur af veiði- tímanum í Norðurá, en það er skemmri tími en gert er í sumum öðrum ám. Má þar nefna Hofsá, Laxá í Kjós og fleiri. Þannig hefðu sex til sjö vikur staðið íslenskum veiðimönnum til boða á aðalsvæð- inu, Norðurá I, og allur veiðitíminn á svonefndu svæði II, og það á sama ef ekki ívið lægra verði en það kostar nú að veiða í ánni. „Út- lendingatíminn" svokallaði hefði því síst orðið lengri en hann er í ýmsum öðrum veiðiám, til dæmis Víðidalsá, Laxá í Kjós og Hofsá svo dæmi séu tekin. Við höfum starfað í þessari grein í mörg ár. Tilboð okkar var gert með hagsmuni heildarinnar í huga og lagt fram af fullum heilindum. Með þökk fyrir birtinguna. Fyrir mína hönd og félaga minna, Pétur Pétursson Þar ríða fortíðar- draugar húsum NÚ ER komin upp fáheyrð staða í Reyk- holti. Fyrrum skóla- stjóri þess skóla hyggst nú eftir fimmt- án ára fjarveru setjast aftur í sinn gamla stól og halda áfram þar sem frá var horfið á sínum tíma. Nemend- ur skólans hafa skilj- anlega mótmælt þessu kröftuglega. En svo virðist að mótmæli þeirra megi sín lítils enda hefur það ekki verið til siðs að hlusta á kröfur nemenda í gegnum tíðina. Endurreisn Undanfarin ár hafa gömlu hér- aðsskólarnir verið að lognast útaf einn af öðrum. Nemendur sóttu þessa skóla lítið og á tímabili virt- ist sem þetta ætluðu að verða ör- lög Reykholtsskóla. En Oddi Al- bertssyni tókst að snúa vörn í sókn. í stað þess að halda fast í Það er viðbúið að álit ---j,-------------;------- Olafs breytist, segir Guðmundiir Kr. Odds- son, þegar hann er orð- inn réttindalaus skóla- stjóri í nemendalausum skóla. forneskjulega skólastefnu, þar sem litið er á nemendur sem hveija aðra framleiðsluvöru, þá gerði hann skólann að manneskjulegu og uppbyggjandi umhverfi þar sem nemandinn var settur í fyrsta sæti. Ég hef ásamt mörgum fylgst grannt með því brautryðjenda- starfi sem Oddur hefur unnið. Honum tókst með aðstoð sam- starfsmanna sinna að gera skól- ann eftirsóknarverðan og því hefur hann lifað af þegar aðrir héraðs- skólar voru lagðir niður. En svo virðist sem afturhald- söflin séu ráðandi hvað þessi mál snertir. Ég spái Reykholtsskóla ekki langra lífdaga ef hin gamla skólastefna á að ríkja þar áfram. Fortíðardraugur? Ólafur Þ. Þórðarson hefur nú farið út af þingi eftir fímmtán ára setu þar. Stjórnkerfið álítur hann hafa skýlausan rétt til þess að fá sitt gamla starf aftur, ef undan er skilið að hann hefur ekki rétt- indi til þess að stýra skóla á fram- haldsskólastigi. í skjóli fáránlegra reglna hafa settir skólameistarar og skólastjórar getað starfað eins lengi og þeim hefur sýnst. Fjöl- mörg eru dæmi þess að þá stefnu sem þeir hafa fylgt hefur dagað uppi og verið alger- lega úr takti við sam- tímann. Til þess að skóli geti staðist kröfur tímans þarf sífellt að vera að breyta og bæta. Skólameistarar þurfa eins og aðrir að fylgjast vel með og laga stefnu sína að samtímanum. Sá sem er úr tengslum við nútímann skaðar skólakerfíð. Hver sá sem væri í stjórnunar- stöðu á almennum vinnumarkaði og hyrfi frá þeim störfum um fimmtán ára skeið ætti nánast enga möguleika á að fá sitt gamla starf aftur. Kröfur til yfirmanna breytast frá ári til árs og sam- keppnismöguleikar fyrirtækis sem hefði fimmtán ára gamia stefnu væru engir. Þess biði aðeins dauð- inn. Fyrir utan það að Ólafur hafi spilað sig út í horn með sinni fimm- tán ára fjarveru þá hefur hann einfaldlega ekki réttindi til þess að stýra Reykhotsskóla. Ef menntamálaráðuneytið lítur fram hjá þeirri staðreynd er það að sctja hættulegt fordæmi. Það er ekki í samræmi við almenn mannréttindi að fyrrverandi alþingismenn hafi meiri rétt en aðrir og að litið sé fram hjá almennum reglum þegar þeir eiga í hlut. Skipta nemendur máli? Þegar allt kemur til alls eru það nemendurnir sem gera skóla að menntastofnun. Án þeirra er skól- inn aðeins bygging; sálarlaus steinkumbaldi. Þetta virðast þeir sem starfa að þessum málum ekki alltaf skilja. Nemendur Reykholtsskóla hafa lýst því yfir að þeir muni ekki sækja skólann ef Oddur Alberts- son hættir störfum. Ég legg trún- að á þeirra orð. En samt lítur Ólaf- ur fram hjá þessari staðreynd og segir í viðtali við Morgunblaðið að samkvæmt einhverri gamalli sál- fræði, sem líklega er frá tíma hans sem skólastjóra og því löngu úrelt, taki reyndir stjómmálamenn aldrei mark á undirskriftarlistum. Hann gefur það berlega í skyn að nemendur og þeirra skoðun skipti engu máli í þessu sambandi. Þar sýnir hann nemendum mikla óvirð- ingu. Það er þó viðbúið að álit hans breytist þegar hann er orðinn réttindalaus skólastjóri í nemenda- lausum skóla. En það er því miður ekki aðeins Ólafur Þ. Þórðarson sem er full- trúi þessara fortíðarviðhorfa. Svo virðist sem gervallt skólakerfið sé gegnsýrt af þeirri villuhugmynd að nemendurnir séu fyrir skólana en ekki skólarnir fyrir nemend- urna. Ég skora á Ólaf Þ. Þórðarson að endurskoða afstöðu sína. Hann ætti að þekkja sinn vitjunartíma áður en í óefni stefnir. Einnig skora ég á menntamálaráðuneytið að athuga sinn gang vel og af- stýra því að þetta slys verði. Ég sendi nemendum Reykholts- skóla og Oddi Albertssyni baráttu- kveðjur. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags framhaldsskólanema og áhugamaður um bætta menntastefnu. 'i LOWARA Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Guðmundur Kristinn Oddsson Hva& heitir þú? - hverra manna ertu? ER ÆTTARMÓT í UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þótttakenda í barm þeirra. í Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fóst þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SiBS • Hátún 10c Símar: 562 8501 og 562 8502
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.