Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
EGGERT G.
ÞORSTEINSSON
+ Eggert Gísla-
son Þorsteins-
son fæddist i Kefla-
vík 6. júlí 1925.
Hann lést á Land-
spítalanum 9. maí
síðastliðinn. Útför
Eggerts var gerð
frá Fríkirkjunni 16.
maí sl.
í GÆR var til moldar
borinn frá Fríkirkjunni
í Reykjavík Eggert G.
Þorsteinsson, fyrrv.
forstjóri Trygginga-
stofnunar ríkisins.
Ég undirritaður, sem starfaði hjá
stofnuninni um 25 ára skeið, átti
því láni að fagna að starfa þar und-
ir stjóm og handleiðslu þriggja mikil-
hæfra manna er á sínum tíma veittu
stofnuninni forstöðu, þeirra Sverris
Þorbjamarsonar, Sigurðar Ingi-
mundarsonar og Eggerts G. Þor-
steinssonar. Starfaði ég hjá Trygg-
ingastofnuninni alla embættistíð
þeirra Sigurður og Eggerts og
kynntist því náið báðum þessum
látnu heiðursmönnum.
Eggert G. Þorsteinsson tók við
forstöðu Tryggingastofnunar ríkis-
ins árið 1979 og hafði þá áður gegnt
veigamiklum embættum í þágu
iands og þjóðar, svo sem kunnugt
er. Ég hafði ekki haft
mikil persónuleg kynni
af Eggert, er hann hóf
störf hjá Trygginga-
stofnun, en þekkti þó
vel til brautryðjanda-
starfs hans í verkalýðs-
málum og þing-
mennsku í þágu Al-
þýðuflokksins. Ég
minnist þess að þegar
ég tók í höndina á hon-
um og bauð hann vel-
kominn til starfa virtist
hann áhyggjufullur og
kvíðinn og þótti mér
það góðs viti. Ég fann
að andspænis mér stóð
maður sem tók hlutina alvarlega og
flanaði ekki að neinu - og síðar
átti það eftir að koma á daginn að
sú ályktun mín var rétt. Ég hafði
eignast samviskusaman og traustan
húsbónda sem gerði aldrei annað en
það sem hann taldi stofnuninni,
starfsfólki hennar - og síðast en
ekki síst viðskiptavinum fyrir bestu.
Kynni mín af Eggert G. Þorsteins-
syni urðu enn nánari en ella vegna
nábýlis okkar, en við höfðum sam-
liggjandi skrifstofur í nokkur ár. Ég
fylgdist því vel með störfum hans
og daglegum háttum og fann fljótt
að þar var á ferð vandaður og góð-
viljaður maður sem auðvelt var að
lynda við og gott að hafa hið næsta
t
Hjartkær móðir mín,
MARÍA MARKAN ÖSTLUND,
er látin.
Pétur Östlund.
t SVAVA FELLS
andaðist í Landspítalanum 15. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur.
t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR BJARNASONAR, dvalarheimilinu Höfða, áður Sunnubraut21, Akranesi, verður frá Akraneskirkju föstudaginn 19. maí kl. 14.00. Margrét Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Þórlina Sveinbjörnsdóttir, Vilhjálmur Guðmundsson, Guðrún Ólafsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Sigmundur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
t Útför móður okkar, ELÍSABETAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Kumbaravogi, áðurtil heimilis á Lækjarvegi 2, Þórshöfn, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30. Bára Guðjónsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGURJÓNS GÍSLA JÓNSSONAR,
Lýsubergi 3,
Þorlákshöfn,
Kristín Erlendsdóttir,
Kristinn Gisli Sigurjónsson,
systkini og mágkonur.
sér. Ótal sinnum sótti ég til hans
ráð eða þurfti á samþykki hans að
halda vegna úrlausnar á ýmiss kon-
ar vandamálum, er sneru að við-
skiptavinum stofnunarinnar, og
aldrei minnist ég þess að hann legð-
ist gegn neinu því er til heilla horfði.
Og úrtölur og tregða voru ekki hans
stíli, hann var fljótur að ákveða sig
og lagði ævinlega gott til mála. Því
þótti fólki gott að leita til hans og
oftast sátu einhveijir á biðstofunni
að bíða eftir því að röðin kæmi að
þeim og þeir fengju tækifæri til að
segja Eggert sögu sína og njóta fyr-
irgreiðslu hans.
Þó að Eggert G. Þorsteinsson
hæfist ungur til mannvirðinga og
nyti trausts og virðingar samntíðar-
manna sinna minnist ég þess aldrei
að hann stærði sig af því eða mikl-
aðist af gengi sínu. Hann þurfti
heldur aldrei að setja sig í sérstakar
stellingar eða tala niður til fólks til
þess að sýna vald sitt. Og hann not-
aði ekki sterka aðstöðu sína innan
verkalýðshreyfingarinnar og tiltrú
sína meðal fólksins sem stökkpall
til valda og metorða. Hann hófst af
sjálfum sér, öðlaðist traust án þess
að reyna sérstaklega til þess. Dugn-
aður og fyrirhyggja var honum eðlis-
læg, en ekki var síður vert um heið-
arleika hans og samviskusemi. Hann
var laus við fordild og höfðingjadek-
ur og leit á viðskiptavini og sam-
starfsmenn sem vini sína og skjól-
stæðinga - og umgekkst þá sem
slíkur. Og ég leyfi mér að fullyrða
það af löngum kynnum við Eggert
að hann fyrirleit sýndarmennsku og
hroka og gerði sér far um að snið-
ganga slíka menn. Eggert þurfti
aldrei að hlaða um sig neinn varnar-
garð, hann var ævinlega til viðtals
og þá alltaf kurteis og ljúfmannleg-
ur. Kurteisin brást honum aldrei, og
af drenglund átti hann nóg.
Sumum kann að virðast að hér
sé oflofi hlaðið á breyskan mann.
En svo er ekki. Eggert var fyrir
margra hluta sakir sjaldgæfur per-
sónuleiki, heilsteyptur og góðviljað-
ur. Alþýðuflokkurinn varð fátækari
eftir að hann hvarf af vettvangi
stjórnmálanna og Tryggingastofn-
um ríkisins varð snauðari við brott-
för slíks foringja. Vinir og sam-
starfsmenn harma að fá ekki lengur
þrýst hlýja hönd hans og yljað sér
við glettni hans og gamanmál, því
af skopskyni átti hann nóg án þess
þó að særa neinn eða styggja.
Og enn er ótalinn sá þáttur er
gerði Eggert G. Þorsteinsson öðrum
hæfari til að vera málsvari og full-
trúi stofnunar á borð við Trygginga-
stofnun ríkisins og á ég þar við ytri
ásýnd mannsins, karlmennsku hans
og glæsileik. Þó var hann með öllu
fyrirferðalaus og gerði ekkert til að
vekja á sér athygli. Og það var hlust-
að á hann í ræðustóli, þó að honum
lægi ekki hátt rómur og hann
skreytti ekki mál sitt rósaflúri eða
fagurgala. Kúnst hans var sú að
tala til fólksins á máli sem það skildi,
því að sjálfur var hann einn af því
- og kærði sig ekki um að sýnast
annað.
Eggert var kvæntur Jónu Jóns-
dóttur, sem lést fyrir aldur fram, en
sfðasta áratuginn hélt hann heimili
með Helgu Einarsdóttur, kennara,
hinni ágætustu konu er reyndist
honum stoð og stytta í einkalífi og
embættiserli. Þau höfðu búið sér
fagurt heimili að Móaflöt 59 í
Garðabæ og undu þar glöð við sitt.
Við hjónin áttum með þeim góðar
stundir, bæði þar og annars staðar,
og fyrir það erum við þakklát. En
einkum erum við þakklát fyrir að
hafa kynnst þeim og átt samfylgd
þeirra og vináttu um áratuga skeið.
Við blessum minningu Eggerts
G. Þorsteinssonar og sendum Helgu,
bömum Eggerts og fjölskyldum
þeirra, einlægar samúðarkveðjur.
Guðjón Albertsson.
Fallinn er í valinn Eggert G. Þor-
steinsson, maður ekki sjötugur, í
blóma lífsins að því er manni fannst,
hár og höfðinglegur, kíminn og góð-
legur, án þess að sýna á sér neitt
fararsnið úr þessari jarðvist síðast
þegar við hittumst. Skömmu áður
hafði hann gengist undir erfíða
skurðaðgerð og önnur erfiðari fram-
undan. Sú aðgerð varð upphaf hans
hinstu ferðar. Ævi Eggerts var um
margt óvenjuleg; fæddur suður með
sjó, hefði með réttu lagi átt að verða
sjómaður, enda landsfrægir afla-
menn í ætt hans, „en ég var sjóveik-
ur,“ sagði Eggert einhvern tímann
og glotti við tönn. Leitaði hann því
fanga á öðmm miðum. Leiðin lá í
gegnum Iðnskólann, í múrverk, af
vinnupöllunum á þingpalla Alþingis,
sem varð vinnustaður hans í 25 ár.
Frami varð skjótur, og hlóðust á
hann ábyrgðarstörf; í stéttarfélag-
inu, innan Alþýðuflokksins, á þingi,
og í ríkisstjórnum, en sú saga verð-
ur rakin betur af öðrum.
Eggert var orðinn hluti af lífi fjöl-
skyldu minnar fyrir mitt minni,
kvæntur Jónu Jónsdóttur, hálfsystur
föður míns. Eðlilega áttaði ég mig
ekki á því í fyrstu, hvernig umgjörð
bemsku hans hafði mótað Eggert
eins og aðra þá, sem ólust upp við
kalda strönd, úfinn sjó og gjöful
fiskimið. Það skildist seinna. Kröpp
báran kenndi mönnum að stíga ðld-
una. Áföllin, sjálfsköpuð eða af ann-
arra völdum, minntu á þá einföldu
staðreynd, að lífið verður að halda
áfram, að öll höfum við skyldur við
lífið meðan við lifum.
Þessi meitlaða lífssýn endurspegl-
aðist í manninum Eggerti G. Þor-
steinssyni.
Minningarnar vitna um það; Egg-
ert, tæplega þrítugur þingmaður, að
leggja upp í sína fyrstu ferð út fyrir
landsteinana sem fulltrúi Islands,
heima hjá foreldrum mínum að
þiggja lítinn greiða, ögn kvíðinn, en
samt geislandi af ró; Eggert orðinn
ráðherra, haldandi sínu með hæglátu
brosi í pólitískri snerru við síðhgerðan
uppreisnarmann á árunum í kringum
1968; Eggert og Jóna í heimsókn
hjá okkur Ingunni í New York þegar
hann var fulltrúi íslands á Allsheij-
arþingi SÞ, gagnkvæm ánægja og
gleði; Eggert sem einn viðsemjenda
sérfræðilækna við samningaborð
TR, aftur stígandi ölduna, sem hann
lægði um leið með góðlátlegu brosi
og vel valinni smásögu. Og ekki síst,
við Eggert við kabyssuna á Leifi
Eiríkssyni RE á svörtum vetrar-
kvöldum í Reykjavíkurhöfn 'fyrir
rúmum 30 árum, að ræða um þorsk
og síld og aðra undirstöðu velferðar
á íslandi við Guðbjörn, bróður hans,
sem var skipperinn minn og uppal-
andi tvö síldarsumur, fyrir tilstuðlan
Eggerts.
Af svona mönnum lærir maður.
Fyrir það ber að þakka, en eins og
oftast, þá gerist það of seint.
Eggert var allt í senn; heimsmað-
ur, baráttumaður alþýðunnar, um-
hyggjusamur fjölskyldufaðir og
glettinn félagi.
í orðsins besta skilningi var Egg-
ert þannig gæfumaður; ekki vegna
þess að hann fór alltaf lygnan sjó
eða án áfalla, enda ekki gæfan
mæld í áfallaleysi. Hann stóð hins
vegar af sér ölduna, eins og ætt-
menn hans suður í Garðinum, og
skýldi öðrum. Föðursystur minni,
Jónu, var hann traustur förunautur
þar til hún Iést fyrir aldur fram
1981; börnum þeirra fjórum góð
fyrirmynd. Síðustu áranna naut
hann með Helgu Soffíu Einarsdótt-
ur, sambýliskonu sinni, innan um
börn og barnabörn.
Hér hefur farið góður maður.
Högni Óskarsson.
Eggert G. Þorsteinsson er fallinn
frá. Hann var af alþýðufólki kominn
og kynntist vissulega erfiðum lífs-
skilyrðum í æsku. Það voru ekki
margar leiðir færar á þeim tíma
hvað varðar lanskólagöngu. Hann lét
það ekki á sig fá heldur leitaði þeirr-
ar menntunar sem mögulegt var að
fá, hagnýtrar menntunar iðnskóla-
námsins, sem vissulega nýttist hon-
um vel.
Hann var vitni að þeirri fátækt,
því misrétti og allsleysi, sem blasi
við honum í æsku. Sú reynsla mót-
aði lífsviðhorf hans ætíð síðan. Hann
aðhylltist hugsjónir jafnaðarstefn-
unnar snemma og tók virkan þátt í
starfi Sambands ungra jafnaðar-
manna strax og mögulegt var.
Á þeim tíma þótti það sjálfsagt
og eðlilegt að verkalýðsbaráttan og
stjómmálin færu saman. Hann varð
virkur í verkalýðshreyfingunni og
fljótlega varð hann einn af helstu
forystumönnum hennar. Heyrt hefi
ég margar frásagnir af lagni hans
og kjarki í baráttunni fyrir betri kjör-
um sinna félagsmanna og um leið
fyrir heildarsamtökin. Hann naut
mikilla vinsælda á þeim vettvangi
og víst er það að sú gagnrýni er
hann setti fram í skylmingum við
andstæðinga var ekki af persónuleg-
um rótum, skildi ekki eftir sig sár
eins og svo oft vill verða. Gagniýni
hans og málflutningur almennt var
hins vegar byggður á rökum og
sterkri málafylgju.
Eggert G. Þorsteinsson óx með
hveiju því verkefni er hann var val-
inn til. Sterkur persónuleiki hans og
augljós góðvild kom honum til æðstu
metorða. Ekki aðeins í verkalýðs-
hreyfingunni heldur og í stjórnmál-
um. Hann var í forystu á Alþingi
og hann sat í ríkisstjórn á miklum
umbrotatímum. í lok viðreisnartíma-
bilsins varð þjóðarbúskapurinn fyrir
miklum áföllum. Atvinnuleysi varð
allmikið. Mér er það mjög minnis-
stætt hvað hann tók það nærri sér.
Hygg ég að það hafi verið honum
hvað erfíðast á farsælum stjórn-
málaferli. Það snart hann meira en
aðra, því hann var svo tengdur
verkalýðshreyfingunni, fóikinu hvar
eldurinn brann hvað heitast.
Eggert G. Þorsteinsson var skip-
aður forstjóri Tryggingastofnunar
ríkisins 20. janúar 1979. Það starf
rækti hann af mikilli samviskusemi
og alúð. Honum var mjög annt um
að aldraðir, sjúkir og fatlaðir fengju
þá þjónustu sem best gat orðið. Það
féll vel að hugsjónum hans um jafn-
rétti og bræðralag.
Eggert var vinsæll af samstarfs-
mönnum. Hann var skemmtilegur
og góður sögumaður. Hann var
hvers manns hugljúfi. Við vissum
öll að hann hafði átt við heilsuleysi
að stríða um skeið. Það gladdi mig
því þegar einn af hans góðu vinum,
Órn Eiðsson, sagði mér daginn áður
en hann lést að hann væri hress.
A.m.k. væru sögurnar hans jafn frá-
bærar. En enginn má sköpum renna.
Eggert hefur kvatt þennan heim
fyrir aldur fram. Starfsmenn Trygg-
ingastofnunar drúpa þögulir höfði í
minningu um góðan dreng. Við vott-
um sambýliskonu hans, Helgu S.
Einarsdóttur, börnum hans og öðr-
um vandamönnum dýpstu samúð.
Karl Steinar Guðnason.
Í byijun árs 1979 tók við starfi
nýr forstjóri hjá Tryggingastofnun
ríkisins. Þetta var Eggert G. Þor-
steinsson, fyrrum ráðherra og al-
þingismaður. Eins og oft er við slík
yfirmannaskipti fylgdi því ákveðin
óvissa hjá starfsfólki stofnunarinnar
um hvað tæki við. Þeir, sem þekktu
Eggert fyrir, bentu hins vegar á,
að engu væri að kvíða, því hann
væri fyrst og fremst þekktur að
manngæsku og heiðarleika. Þetta
reyndist satt vera og óhætt er að
segja, að eftir stutt viðkynni var
Eggert orðinn hvers manns hug-
ljúfi. Maðurinn reyndist velviljaður
og bauð af sér einstaklega góðan
þokka.
Fljótlega eftir komu Eggerts ósk-
aði hann þess, að starfsmenn hættu
að nota hugtakið bótaþegar um þá,
sem nytu bóta almannatrygginga,
heldur yrði talað um hina tryggðu.
Aðspurður kvað hann fyrrnefnda
hugtakið minna sig of mikið á fátæk-
an alþýðumann, sem í auðmýkt
stendur álútur og hnoðar húfu sína
milli handanna frammi fyrir embætt-
ismanninum og verður af neyð að
biðja um og þiggja bætur til að sjá
fjölskyldu sinni farborða. Eggert
vildi, að landsmenn skírskotuðu
frekar til réttar síns gagnvart al-
mannatryggingakerfínu.
Eggert var einstaklega góður
sögumaður. Hann kunni þá list að
lífga upp á leiðinlega fundi með
smellnum sögum, brá sér þá oft í
hlutverk fyrri samferðamanna sinna
á Alþingi eða í ríkisstjórn og líkti
meistaralega vel eftir málfari þeirra
og tilburðum. í öðrum sögum beitti
hann gjarnan fyrir sig alþýðufólkinu
Jóni og Gunnu, hrekklausum persón-
um úr hversdagslífinu, sem við
kunnum vel að meta.
Eggert var alinn upp við sjó-
mennsku. Má til sanns vegar færa,
að hann hafi notfært sér þann lær-