Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SVART eftir sinubruna MIKILL sinueldur varð við bæinn Skriðufell í Þjórsárdal í fyrradag. Brunavarnir Gnúpverja og Hrunamanna, 14 manna lið, réð niðurlögum eldsins en þá hafði hann farið um stórt svæði. 90 útköll vegna sinu- elda á tæp- um mánuði MIKILL sinueldur var kveiktur við bæinn Skriðufell í Þjórsárdal í fyrra- dag en ekki urðu skemmdir á gróðri í skógrækt sem þar er stunduð, að sögn Bjöms Jóhannssonar bónda á Skriðufelli. Slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að sinna 90 útköllum vegna sinubruna frá 18. apríl sl., að sögn Guðbrands Bogasonar varð- stjóra. Hann kveðst telja að það séu ekki í öllum tilfellum böm sem kveikja sinuelda og segir ósennilegt að þau séu komin út með eldspýtur um sex- leytið á morgnana. Slökkviliðið í Reykjavík fór í gær í 11 útköll, þar af voru 6 útköll vegna sinubruna. Auk slökkviliðsins sinna fjórir flokkar borgarstarfsmanna því að slökkva sinuelda á höfuðborgar- svæðinu. Mikill sinueldur í Þjórsárdal I fyrradag var slökkvilið þrisvar sinnum kallað út til að slökkva sinu- elda á skógræktarsvæði við Bústaða- skóla og auk þess hefur það verið kvatt nokkmm sinnum í vor í Elliða- árdal þar sem töluverðar skemmdir hafa orðið á tijágróðri. Valdimar Jóhannsson vara- slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Gnúpveija og Hrunamanna, segir að útkall hafi komið rétt fyrir kl. 18 í fyrradag og hafi töluverð sina logað við bæinn Skriðufell, að hluta til á skógræktarsvæði og á svæði þar sem plantað hafi verið barrtijám. „Reynd- ar virtist ekki loga beint í tijánum en það logaði allt í kring og var mikill hiti á tijánum. En okkur gekk vel að slökkva í sinunni. Alls voru um 14 manns við slökkvistarfið,“ sagði Valdimar. Bóndinn á Skriðufelli kveikti sjálf- ur eldinn en náði ekki að stöðva út- breiðslu hans og breiddist hann út um 10 hektara svæði. Kviknaði í útfrá heitu biki VEL fór þegar eldur kom upp í þaki hússins númer 22 við Austur- stræti í gær, þar sem verið er að innrétta veitingahús. Að sögn Guðbrands Bogasonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, voru iðnaðarmenn að pappaleggja þak og notuðu til þess heitt bik. Bikið ofhitnaði og kviknaði eldur út frá því. Að sögn Guðbrands brugðust iðnaðar- mennirnir skjótt við, rufu um hálfs fermetra stórt gat á þakið, slökktu eldinn og voru búnir að því þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Þeir gengu úr skugga um að hvergi leyndist neisti, en þurftu að öðru ieyti ekkert að gera. „Þeir náðU að opna þakið ofan frá og hleypa út hitanum og slökkva áður en við komum. Við þurftum bara að fara yfir þetta með þeim,“ seg- ir Guðbrandur. Guðbrandur segir að þetta hefði getað orðið alvarlegt ef ekki hefði náðst að hefta eldinn strax í upp- hafi, því húsið er úr timbri og þa1' er mikill eldsmatur. Kennslustundum í grunn- skóla fjölgað um 15 Prins póló uppselt hjá innflytjanda PRINS póló súkkulaði er upp- selt hjá innflytjanda þess og er tekið að bera á skorti hjá nokkrum söluaðilum. Guð- mundur Björnsson, sölustjóri hjá Asbirni Olafssyni, sem flyt- ur súkkulaðikexið inn, segir ástæðuna þá að sending frá framleiðendum í Póllandi hafi ekki náð skipi. Að sögn Guðmundar er vika síðan birgðir seldust upp og næsta sending væntanleg eftir tvær vikur. Prins pólóið fæst enn sums staðar og segir Guð- mundur að íslendingar borði tæpt kíló á mann ár hvert af súkkulaðinu. Prins póló er einnig flutt inn til arabalandanna og Kanada og segir Guðmundur ástæður vinsælda þess á íslandi hugsan- lega þær að lengi vel hafi ekk- ert annað sælgæti verið flutt inn til landsins. Prins póló hafi fyrst verið flutt hingað fyrir fjörutíu árum í skiptum fyrir síld. NÆSTA haust fjölgar kennslustund- um í grunnskóla um 15 stundir alls, sem er 9 klukkustundum meira en gert var ráð fyrir í stefnumörkun um einsetningu grunnskóla. Sam- kvæmt fyrri áætlun átti að dreifa auknum tímafjölda á haustin 1995 og 1996. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig fjár- hagsiega hliðin verður leyst. Þetta kom fram í ræðu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á aðalfundi saMfoks, sem haldinn var í fyrra- kvöld í Seljaskóla. Takmarkið er að einsetningu grunnskóla verði náð fyrir árið 2000 og að 1.-4. bekkir fái 30 kennslu- stundir á viku, 5.-7. bekkir fái 35 stundir og 8.-10. bekkir fái 37 kennslustundir á viku. í ræðu ráð- herrans kom fram að til þess að ein- setning næðist þyrfti að bæta við húsnæði, reisa nýja skóla og byggja við þá eldri. Einnig kom fram að samhliða verði að leysa úr vinnutil- högun kennara, sem ná ekki fullu starfi vegna einsetningarinnar. Aukin álirif foreldra Björn Bjarnason lagði áherslu á samvinnu foreldra og skólayfiivalda í ræðu sinni. Benti hann m.a. á að nýju grunnskólalögin geri ráð fyrir aukinni hlutdeild og áhrifum foreldra í skólastarfi, m.a. með stofnun for- eldraráðs við hvern skóla. „Ekki er unnt að framfylgja grunnskólalögun- um án náinnar samvinnu við for- eldra. Þeir hljóta, næst á eftir börn- um, að teljast stærsti hagsmunahóp- ur sem skólakerfið þjónar. Þeim ber í rauninni skylda til að láta sig skóla- mál varða. í þessum anda er ákvæð- ið um foreldraráð sett í lög,“ sagði hann. Þá vakti hann athygli á þeim ný- mælum að hveijum skóla sé skylt að gefa árlega út skólanámskrá, sem skólastjóri er ábyrgur fyrir, en unnin er af kennurum skólans. „Með skóla- námskrá útskýra kennarar hvað þeir ætla að gera,,hvaða markmiðum þeir ætla að ná og hvernig," sagði Björn. „Við gerð skólanámskrár er óhjá- kvæmilegt að líta yfir farinn veg og meta hvernig til tókst áður og gera upp við sig hvað má betur fara,“ sagði hann og benti á að námskráin gegndi veigamiklu hlutverki sem tæki til skólaþróunar. Hún væri grundvöllur umbóta. Eftir ræðu Björns gafst foreldrum kostur á fyrirspurnum og var m.a. komið inn á heimanám, gæðamat í skólum, heilsugæslu, blöndun í bekki og launamál kennara. í máli eins fupdarmanns kom fram að oft væri erfitt að fá kennara til samstarfs utan skólatíma vegna þess að þeir fengju ekki greitt fyrir. Óeðlilegt væri að kennarar sinntu foreldra- starfi utan skólatíma í sjálfboða- vinnu, þótt foreldrar gerðu það. Jóhann G. Bergþórsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og fyrrverandi forstjóri Haffvirkis-Kletts hf. Niðurstaða saksóknara kemur ekki á óvart JÓHANN G. Berþórsson, bæjarfull- trúi í Hafnarfirði, segir að sér komi niðurstaða saksóknara varðandi mál Hagvirkis-Kletts hf. ekki á óvart. Hún sé í samræmi við það sem hann hafi talið vera eðli þessa máls, en ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru um rannsókn á fjármálalegum sam- skiptum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stjórenda Hagsvirkis-Kletts. Guð- mundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri segir að leiðtogar núver- andi meirihluta í bæjarstjórn hafi farið offari og skaðað ímynd bæjar- félagsins. Um yfirlýsingu Magnúsar Jóns Árnasonar, bæjarstjóra Hafnarfjarð- ar, og Magnúsar Gunnarssonar, for- manns bæjarráðs Hafnarfjarðar, af þessu tilefni, sagði hann að þeir hefðu sent inn kæruna persónulega en ekki í nafni bæjarstjómar eða bæjarstjórnarmeirihluta. I annan stað væri hann algerlega ósammála því sem kæmi fram í yfirlýsingunni að bæjarsjóður hefði tapað einhveiju á viðskiptunum við Hagvirki-Klett. Hann teldi að svo hefði ekki verið heldur þvert á móti. Hann hefði lagt fram gögn þar að lútandi og það hefði bara vantað að ganga til upp- gjörs milli bæjarfélagsins og fyrir- tækisins. Því miður hefði það ekki verið gert meðan fyrirtækið var enn í rekstri. Skýrsla endurskoðenda einhliða „I mínum huga, og ég hef oft sagt það áður, var sá grundvöllur sam lagt var upp með, sem var skýrsla iöggildra endurskoðenda, mjög einhliða. Skýrslan var unnin á mjög skömmum tíma, að því er virð- ist, og ekki bornar saman bækur eða rætt við neina sem höfðu með þrotabú Hagvirkis-Kletts að gera, hvorki bústjóra né fyrrum starfs- menn. Það vantar stóra hluti inn í þessa skýrslu og hún er alls endis óeðlilegur grundvöllur til að leggja upp með í þessa kæruherferð," sagði Jóhann. Hann sagði að þetta mál hefði fyrst og fremst snúist um hans per- sónu og í sínum huga og að því er hann héldi í huga flestra annarra væri þetta aðför að honum. Aðspurð- ur hvort hann teldi þetta af pólitísk- um rótum runnið sagði hann að það væri ljóst að hann hefði verið ósáttur með ýmislegt varðandi það hvemig stjórnarsáttmálinn hefði verið fram- kvæmdur í Hafnarfirði, viljað breyt- ingar, og ef til vill verið kallaður óþægur fyrir bragðið. „Hins vegar fagna ég því að þetta er úr sögunni af hálfu þeirra Magnúsa og vona að þeir þjáist ekki af „kæruleysi“ alvar- legu í framtíðinni," sagði Jóhann ennfremur. Hann sagði að niðurstaða félags- málaráðherra hefði verið afdráttar- laus á sínum tíma og þá hefði hann tekið sæti sitt í bæjarstjórn á nýjan leik. Enda kæmi það fram í umsögn ríkissaksóknara að hann teldi að kærendur hefðu stórlega mistúlkað framsetningu setts félagsmálaráð- herra í þessu máli. Hann hefði ekki verið að vísa þessu máli áfram. Það væri rangt. Ef þetta mál hefði hins vegar verið rannasakað áfram þá myndi hafa komið upp á borðið að það væri byggt á röngum forsendum. Það hefði svo sem ekki breytt miklu, því málinu hefði verið vísað frá á öðrum nótum. „Það hefði sjálfsagt verið betra fyrir mig og aðra sem að málinu standa. Ef það hefði hins vegar ver- ið tekið til meðhöndlunar á þessum grunni, þá spyr maður sig hvað hefði gerst varðandi ákvarðanir stjórn- valda út um allt land, þar sem menn hafa beinlínis verið að leggja fram ijármuni til trygginga, bakábyrgða eða aðstoðar við atvinnurekstur og ekkert haft á móti og það tapast," sagði Jóhann ennfremur. Guðmundur Árni Stefánsson fyrr- um bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að afgreiðsla ríkissaksóknara sýni afdráttarlaust að núverandi meiri- hluti í Hafnarfirði hafi verið að þyrla upp pólitísku moldviðri og reynt að gera hluti tortryggilega algerlega að ófyrirsynju. „Núverandi stjórnendur í Hafnar- firði hafa eytt fyrsta ári sínu í það að ráðast að pólitískum andstæðing- um með slíkum hætti að ég man ekki eftir öðru eins. Þeir hafa ráðið rándýra endurskoðunarkontóra, kært til framkvæmdavaldsins og síð- an til lögreglunnar, sem ég hygg að sé einsdæmi í pólitískri baráttu. Þetta hafa þeir nú fengið í andlitið aftur og verða ekki menn að meiri,“ sagði Guðmundur Ámi. Hann sagði að þetta mál hefði fyrst og síðast skaðað ímynd Hafn- arfjarðar og leiðtogar meirihlutans þar sætu uppi með þá sakfellingu. „Það er eina sakfellingin sem átt hefur ser stað í þessu máli. Þeir hafa farið offari og svert ímynd þess bæjarfélags sem þeir hafa verið kjörnir til að stjórna og með þá skömm sitja þeir,“ sagði Guðmundur Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.