Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Valborg Waage Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 11. nóvember 1914. Hún lést í Reykjavík 17. maí 1994. For- eldrar hennar voru Þórunn Waage húsmóðir, og Ólafur Teitsson skipstjóri. Alsystkini hennar voru Guðmundur Ágúst og Jósefína, sem bæði eru látin, -og tveir hálfbræður, þeir Þórir og Karl. Valborg giftist Gísla Guðmundssyni vélstjóra, hinn 16. júní 1951, og eignuðust þau þrjú börn, synina Ölaf og Vé- stein, sem báðir létust á barns- aldri, og dótturina Guðrúnu Þórunni. Valborg átti fyrir son- inn Guðmund Ágúst. í DAG er eitt ár liðið síðan föður- systir mín Valborg Waage Ólafs- dóttir lést eftir langvarandi og erfið veikindi. Hún var guðrækin og hefur trú hennar verið henni mikill styrkur í öllum hennar veikindum og mót- læti. í þjáningunni og sorginni skiptir öllu að treysta þessum orð- um Jesú: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja." (Jóh. 11:25-26.) Valborg átti alltaf þrek til að styrkja og gleðja aðra, þrátt fyrir ærna byrði sjúkdóma. Og Gísli var Valborgu stoð og stytta í öllum hennar veikindum. Voru þau alltaf góð heim að sækja. Ég og fjölskylda mín þökkum Valborgu allt það, sem hún var okkur. Eg bið algóðan Guð að blessa og styrkja Gísla, börnin og fjöl- skyldur þeirra. Guð blessi minningu Valborgar í von endurfunda ástvina á himnum, sem nú hefur endur- heimt syni sína og aðra ástvini heima hjá Guði, sem okkur öllum er fyrirbúið fyrir Jesú Krist. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ólafur Þórisson. + Guðmundur Jó- hannesson var fæddur á Skára- stöðum í Miðfirði 15. október 1914. Hann lést á Hvammstanga 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Guð- mundsson og Unn- ur Sveinsdóttir. Bræður Guðmund- ar voru Sveinn og Bjarni. Föður sinn missti Guðmundur árið 1920, en móðir hans bjó áfram með sonum sín- um. Fermingarárið fór Guð- mundur vinnumaður að Torfa- stöðum í Núpsdal til hjónanna Guðfinnu Björnsdóttur og Magnúsar F. Jónssonar. Hjá þeim var hann í 17 ár, síðan hjá Margréti Pálsdóttur og Gísla Árnasyni og síðast hjá Guðlaugu Gísladóttur og Birni Jónssyni. Árið 1950 hóf hann búskap á hluta af föðurleifð sinni, Skárastöðum. Síðar tók hann við jörðinni allri og bjó þar fram á efri ár. Hann kvænt- ist árið 1971 Kristínu Illuga- dóttur en hún lést árið 1989. Útför Guðmundar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. KVATT hefur veröld þessa vinur, frændi og nágranni til margra ára, Guðmundur Jóhannesson bóndi á Skárastöðum, ætíð kallaður Mundi eða Mundi á Skárastöðum af okkur nágrönnunum. Margir eru verka- menn Munda líkir sem ganga hæ- verskir um garða og lifa fordóma- lausir í friði við aðra menn. í fári daganna og fjölmiðlaljösum fer lít- ið fyrir slíkum þótt síst séu slakari strengir í hörpu mannlífsins en margir þeir sem birtunni baðast. Til búskapar á Skárastöðum kom Mundi frá Torfastöðum í Núpsdal og hafði þar í vinnu- mennsku verið frá því að heiman fór um fermingaraldur. Mikil jörð er Skárastaðir og sauðland þar gott. Frá bæjardyrum okkar blasti við hjörðin dreifð um brekkur og háls og nærðist á gróðri valllendis sem vætumýra. Þegar hjörð er hórað saman á víðlendi skipa hest- arnir hlutverk stór en nátengdir minningu um bónda eru hest- arnir hans. Fákur sá er fylgdi Munda lengst var Jarpur, í daglegu tali nefndur Munda- Jarpur. Naut hann þess sem aðrir fer- fætlingar staðarins að bóndinn var ekki síðri vinur málleysingja en manna. Man ég Munda sitja Jarp sinn á valhoppi utan veg frá Skára- stöðum, stundum þeirra erinda að setjast í rakarastól Austurárdals þar sem Jóhann bóndi beitti klipp- um sínum af nokkurri fimi á kolla heimabarna og bænda dalsins. Brýnna þessu erindi átti hann þó að Hnausakoti meðan þar dvaldist gömul móðursystir hans, Sigur- laug Kristín, sem hann var afskap- lega góður og gladdi tíðum líkt og bræður hans Bjarni og Sveinn. Þessum frændum sínum unni Lauga öðrum meir. Blessuð sé minning þeirra allra. Mörg ár hafði Mundi ráðskonur en staða þeirra var ekki laus til umsóknar eftir að Kristín Illuga- dóttir hélt norður yfir heiðar. Þau giftust nokkrum árum eftir að hún kom að Skárastöðum með ungan dótturson, Pétur, sem Mundi lét sér annt um sem og aðra afkom- endur Kristínar. Sú umhyggja var gagnkvæm, ekki skal því gleymt. Kristln var indæl kona og gædd þeim góðu eiginleikum sem Munda prýddu í mæli ríkum; góðvild, for- dómaleysi og æðruleysi þegar lífs- ins_ straumur þyngdist. í minn hlut kom stundum að grípa í verk á Skárastöðum. Þótti mér þá stundum rausnin full rífleg í greiðslum, oft fyrir lítil viðvik, en ekki þýddi að malda í móinn og ekki undan vikist við að taka. Sú rausn og önnur við gesti og gangandi var þeim hjónum í blóð bonn. Ósérhlífinn var Mundi, fór dult með margt og lítt kunnur að kvört- unum þótt ekki gengi ætíð heill að verki. Eftir að hann brá búi, gamall maður, lá þeirra braut að Laugar- bakka og nokkru eftir að Kristín kvaddi þennan heim flutti hann að Hvammstanga, í litla_ íbúð tengda elliheimili staðarins. Á báð- um þessum stöðum var stjanað við gesti sem fyrr og ef ekki þótti nógu boðlegt bakkelsið heima fyrir á Hvammstanga voru gestir drifn- ir með í veitingasal Vertshússins og þar sómi sýndur. Skárastaðir eru nú til nytja leigðir og enn vistlegt heim að horfa þar sem bærinn skartar skærum litum. Þar hafa höndum til tekið mæðgurnar Ása og Unnur ásamt fjölskyldu. Litum sínum mildum hafa þær mæðgur líka blandað í málverk minninganna um Skárastaðabóndann og þeirra fylgd létt honum göngu á lífsbraut- inni. Fyrir hönd Hnausakotsfjölskyld- unnar, Jóhönnu, Jóhanns og barna, eru þessi sundurlausu minninga- brot á blað sett sem þakklætisvott- ur að leiðarlokum hér. Sakna mun- um við Munda en geymum til gleði bjartar minningar um mætan dreng og samveru sem hvergi bar skugga á. Jón Unnar Jóhannsson. í dag kveðjum við Guðmund Jóhannesson frá Skárastöðum, Munda eins og hann var jafnan kallaður. Langar mig að minnast hans í fáum orðum. Ég á Munda margt að þakka öll þau sumur sem ég fékk að koma með afa og ömmu í sveitina. Dvelja þar við góðan aðbúnað sem leiddi til þess að maður kom ávallt þyngri heim aft- ur. Ég hitti Munda síðast í október þegar haldið var uppá áttræðis- afmælið hans. Sú minning er mér efst í huga nú. Hvað hann var glað- ur og ánægður að fá að hitta alla ættingja sína og vini. Ekki grunaði mig þá að þetta væri í síðasta skipti sem við hittumst, en við eig- um eftir að hittast aftur þó ekkí verði það í þessu lífi. Elsku Mundi, ég veit að Stína hefur tekið vel á móti þér og eruð þið nú saman á ný. Guð blessi minningu ykkar. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davið Stefánsson) Þínfrænka, Ása Sigríður Þórisdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ALMA SIGURÐARDÓTTIR, Aðalgötu 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 14.00. Magnús B. Karlsson, Sigurður B. Gunnarsson, Bára Benediktsdóttir, Skúli Þór Magnússon, Magnús B. Magnússon, María Magnúsdóttir, Sölvi Þ. Hilmarsson og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar JÓHANNESAR INGÓLFSSONAR, forstöðumanns skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar, verður skrifstofa og bækistöð lokuð miðvikudag- inn 17. maí frá kl. 13.00. Hafnsöguvakt verður opin. Beinn sími eftir lokun skiptiborðs 28441. Reykjavikurhöfn, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. VALBORG WAAGE ÓLAFSDÓTTIR GUÐMUNDUR JÓHANNESSON WtAWÞAUGL YSINGAR Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða matráðskonu eða matreiðslumeistara til starfa í Jökiaseli í sumar. Nánari upplýsingar veittar í síma 97-81000. Jöklaferðir hf. Listdansstjóri íslenski dansflokkurinn og Þjóðleikhúsið aug- lýsa stöðu listdansstjóra lausa til umsóknar. Ráðið er í stöðuna frá 1. sept. 1995 til þriggja ára. Umsóknarfrestur áður auglýstrar stöðu hefur verið lengdur til 31. maí nk. Vinsamlegast sendið umsóknir til íslenska dansflokksins, Engjateig 1, 105 Reykjavík. íslenski dansflokkurinn og Þjóðleikhúsið. Atvinna óskast 50 ára gamall maður óskar eftir framtíðar- starfi. Ágætis bókhalds-, tölvu- og ensku- kunnátta og nokkur reynsla sem bókari. Ýmis störf koma vissulega til greina. Sam- vinnuskólapróf. Er einnig fyrrverandi pípu- lagningamaður. Get byrjað strax. Uppiýsingar í síma 5668458. Landeigendur á Vesturlandi Sorpnefnd Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi (SSV), auglýsir hér með eftir landsvæði til urðunar sorps á Vesturlandi. Meðferð og frágangur sorps á urðunarstað skal verða eftir þeim kröfum, sem gerðar eru. Möguleikar eru á því fyrir landeiganda að annast sjálfir urðun og flutninga. Áhugasamir sendi skriflegar umsóknir fyrir 2. júní nk. til skrifstofu SSV, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, sími 93-71318, þar sem nánari upplýsingar verða veittar. Sorpnefnd SSV TOLLI - tilboð óskast Tilboð óskast í nokkur oiíu- málverk, flest stór, eftir Tolla. Verkin verða til sýnis hjá okkur til fimmtudagsins 18. maí. Tilboðum skal skila á eyðublöðum sem fást hjá okkkur fyrir kl. 18.00 fimmtudaginn 18. maí. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. Til sölu 4ra herb. einbýlishús á Blönduósi með bíl- skúr. Hugsanleg skipti á íbúð á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Ibúðin er staðsett í góðu hverfi. Upplýsingar í síma 95-24372.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.