Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 23 Nem- endasýn- ing JSB PANS Borgarlcikhúsið NEMENDASÝNING INNAN vébanda Dansráðs íslands starfa fjölmargir dansskólar víðs- vegar um landið. Flestir þeirra kenna þó aðallega sígilda sam- kvæmisdansa. Einn skóli sker sig samt þónokkuð þar úr og er það Jassballetskóli Báru. Hin árlega nemendasýning Jassballetskóla Bára fór fram í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 13. maí sl. Mikill fjöldi áhorf- enda var mættur á sýninguna til að fylgjast með nemendum skólans sýna afrakstur erfiðis- ins í vetur. Það var Bára Magn- úsdóttir sem byijaði á því að bjóða alla áhorfendur vel- komna. Hún minntist jafnframt á mikilvægi þess að allir kæm- ust einhverntíma á alvöru svið og fengju að sína hvað í þeim býr. Það hefði mikið uppeldis- legt gildi að dansa og að sýna öðrum dans. Sýningunni var skipt í fjóra hluta og voru það yngstu bömin sem hófu leikinn. Atriðið þeirra hét Konungur ljónanna og var dansað eftir tónlist úr sam- nefndri kvikmynd sem hefur gert garðin frægan að undan- förnu. Atriðið var skemmtilega uppsett og var ákaflega gaman að horfa á þessa litlu krakka dansa af lífs og sálar kröftum. Atriðið númer 2 á dagskránni hét „Jazz“ og var það nokkuð skemmtilegt afturhvarf til fortíðarinnar. „Jazz“ skiptist í fimm atriði, sem vora hvert öðra glæsilegra. Að öllum öðram ólöstuðum þá fannst mér síðasta atriðið „Jazzinn“ frábært, dans- inn er ákaflega vel saminn og fellur ákaflega vel að tónlistinni sem notuð er. Þetta atriði er samið árið 1965 af Báru Magn- úsdóttur, en það var Anna Norðdahl sem setti það upp að þessu sinni. Það er ekki annað hægt að segja en að „Jazzinn“ beri aldurinn ákaflega vel. „Aladdín" var heitið á 3. atriðinu og skiptist það niður í fjögur atriði. Ævintýrið um Aladdín er uppspretta atriðisins Mor^unblaðið/Jón Svavarsson FRA sýningu Jassballett- skóla Báru og var dansað við tónlist úr samnefndri kvikmynd. Það eru Aladdín og Abu sem leiða okkur í gegnum leyndardóma aust- rænnar menningar og er atrið- unum fjórum, sem eru nokkuð ólík, fléttað saman á skemmti- legan hátt. Lokaatriðið í sýningunni bar heitið „U.F.O“. Þetta var ákaf- lega áhrifamikið atriði, sem skiptist í fjóra hluta. Það voru þeir nemendur sem eru lengst komnir sem dönsuðu að þessu sinni. Þetta atriði er ákaflega vel samið í alla staði og var frábærlega dansað, sérstaklega þó atriði nr. 3 við tónlist eftir Sting. Það atriði stendur uppúr á sýningunni, að öllum öðrum ólöstuðum. Þar gengur allt upp; dansinn, tónlistinn og dansar- arnir. Það er greinilegt að mikill metnaður var lagður í þessa sýningu, hvort heldur sem er af kennurum eða nemendum. Búningar, sem allir voru saum- aðir af kennurum eða nemend- um sjálfum nutu sín eins og bezt verður á kosið og settu ákaflega skemmtilegan svip á alla sýninguna. Það sem mér fannst skemmtilegast við sýninguna var það að í henni er verið að fást við hluti úr „núinu“ ogjafn- vel framtíðinni, á fjölbreytileg- an og lifandi hátt. Kennarar og nemendur skólans eiga hrós skilið fyrir góða sýningu. Jóhann Gunnar Arnarsson Norræn myndlist á sextíu sýningum NORRÆN myndlist 1995-96 mun á næstunni vera rækilega kynnt á Norðurlöndum. Sýn- ingar í þessu skyni verða um 60. Frumkvæðið á Norræna listasambandið (NKF) sem með þessu móti minnir á 50 ára afmæli sambandsins á þessu ári. Ríkisstjórnir Norðurlanda styrkja sýningarnar, einnig Norræni menningarsjóðurinn og Ráðherranefndin. Gefnar verða út tíu sýning- arskrár um stærstu sýningarn- ar. Fyrsta skráin er nýkomin út og hefur að geyma upplýs- ingar um verkefnið og sýning- arnar. Harpa Björnsdóttir VIÐ HAFIÐ eftir Hans Pauli Olsen. Ur sýningarskrá Nor- rænnar myndlistar. myndlistarmaður er fulltrúi ísiands í þessu norræna sam- starfi. CAIMCUIM Perla Mexíkó og Karíbahafsins frá kr. 59.900 Verðfrákr. 59.900 aðeins flugsæti. Skattar og forfallagjöld kr. 3.850. 66.330 Verð kr. Verð m.v. hjón með bam, Posada Laguna. Verð kr. 73.650* m.v. 2 í herbergi, Posada Laguna. * Innifalið í verði er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli í Cancun, íslensk fararstjóm, skattar og forfallagjöld. 17,2. hæð.Sími 562-4600. Við þökkum frábærar viðtökur við ferðum okkar til Mexíkó í sumar. Með beinu leiguflugi okkar til eins fegursta staðar í Mexflcó, Cancun-strandarinnar, höfum við nú tryggt íslendingum beint flug í þennan heimshluta, sem sameinar bestu strendur Karíbahafsins, ótrúlegan menningararf og glæsilega gististaði. Costa Real Austurstræti Bókunarstaða 3. júlí — 7 sæti laus 17. júlf -13 sæti laus 31. júlí -14 sæti laus 14. ágúst - 8 sæti laus 28. ágúst - 22 sæti laus pr lcnict 11. sept. -27 sæti laus Ci lítuai 25. sept. 24 sæti laus Bókaðu meðan enn Danssmiöjan Engjateigi 1 heldur námskeið í amerískum „Line“-dönsum nk. miövikudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-22.30. Eldfjörugir dansar fyrir alla því það þarf ekki að hafa dansfélaga. Kennari: Jóhann Örn Ólafsson. Innritun í síma 568 9797. Verð fyrir námskeið í Danssmiðjunni kr. 1.900 Verð fyrir námskeið og mat í Ömmu Lú kr. 3.900 af vellinum verða með gott kántrý-dansatriði. Kúrekamatseðill Forréttur Bragðsterk kornsúpa með B.B.Q.-risarækjum. Aðalréttur Safarík „(Jlub“-steik með grænpiparsoðsósu, smámaís og strengjabaunum. Eftirréttur Eplabaka með vanilluís. Matreiðslumeistari: Haukur Víðisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.