Morgunblaðið - 24.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.05.1995, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 116. TBL. 83.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjastjórn leyfir forseta Tævans að koma til landsins Kínverjar for- dæma ákvörð- un Clintons Clinton forseta hafði áður hafnað beiðni Lees um vegabréfsáritun, þótt Tævan sé fimmta stærsta við- skiptaland Bandaríkjanna. Var því borið við að slík samskipti væru í ósamræmi við þá stefnu Bandaríkj- anna að viðurkenna eingöngu kommúnistastjórnina í Peking sem löglega stjórn Kína. Mikill þrýsting- ur af hálfu repúblikana á þingi er sagður hafa valdið sinnaskiptunum í Hvíta húsinu. Fagnað á Tævan Lee forseti hyggst taka þátt í stúdentafagnaði í Comell-háskóla þar sem hann stundaði nám. Fögn- uður ríkti á Tævan vegna ákvörðun- ar Bandaríkjastjórnar. „Þetta er mikill stjórnmálasigur fyrir Tævan og vægast sagt áfall fyrir Kínverska alþýðulýðveldið,“ sagði Parris Chang, annar leiðtoga utanríkis- málanefndar þingsins í höfuðborg- inni Taipei. Kommúnistastjórnin í Peking hefur litið á Tævan sem uppreisnarhérað frá því að komm- únistar sigruðu í borgarastyijöldinni 1949 og stjóm þjóðemissinna flýði til Tævans. Stjómvöld í Taipei hafa aðeins stjórnmálasamband við 29 ríki. Heimildarmenn töldu ólíklegt að Pekingstjómin gripi til annarra ráða gagnvart Bandaríkjamönnum en hella úr skálum reiði sinnar. Öðm máli gæti gegnt um samskiptin við Tævan sem á mikil viðskipti við Kína með milligöngu Hong Kong; kommúnistar gætu ákveðið að tor- velda þau. Washington, Taipei, Peking. Reuter. QIAN Qichen utanríkisráðherra kvaddi í gær á sinn fund sendiherra Bandaríkjanna í Peking og mót- mælti ákaft þeirri ákvörðun stjórn- valda í Washington að leyfa forseta Tævans, Lee Teng-hui, að koma til landsirts. Sagði Qian að heimsóknin stefndi í voða áætlunum um frið- samlega sameiningu Kína og Tæ- vans og gæti haft „alvarlegar afleið- ingar“ fyrir samskipti Kínveija og Bandaríkjamanna. Bandaríkin slitu stjórnmálasam- bandi við Tævan 1978 til að bæta samskiptin við Kína. Stjórn Bills Karadzic lýsir samn- ingsvilja Belgrad. Reuter. RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, hefur gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að fallast á að friðar- viðræður í Bosníu verði teknar upp að nýju á grundvelli alþjóðlegrar frið- aráætlunar fimmveldanna. Þetta gerist í kjölfar þess að stjómarherinn hefur unnið mjög á í bardögum við Bosníu-Serba. Kennir Karadzic stjórn Serbíu um ófarirnar. Karadzic hefur áður gefið til kynna að hann styðji friðaráætlanir en hefur hins vegar ekki samþykkt þær án skilyrða, eins og fimmveldin kröfðust og múslimar og Króatar féllust á með semingi. Reuter Stj ómsýsluhúsið • p x • x • •• X latnað við íorðu ALFRED P. Murrah stjórn- sýslubyggingin í Okla- homaborg var jöfnuð við jörðu í gær en hún skemmdist mikið í spreng- ingu 19. aprfl sl. sem kost- aði 166 manns lífið. Meðal þeirra sem fylgdust með voru ættingjar og vinir þeirra sem fórust í spreng- ingunni, svo og þeirra sem slösuðust. Þá kom fjöldi fólks frá nágrannaríkjum Oklahoma til að vera við- statt og tárfelldu margir er 44 kg af sprengiefni jöfn- uðu það sem eftir stóð af húsinu við jörðu í gærmorg- un. Var þegar hafist handa við að fjarlægja rústimar, en búist er við að það taki fjóra til fimm daga. Leitað verður í þeim hluta rúst- anna sem talið er að geymi lík tveggja starfsmanna og manns sem átt hafði erindi í húsið. Á minni myndinni huggar Becky Eulberg einn þeirra sem fylgdust með, Michael Smitz. London. The Daily Telegraph. Reuter. TVEIR læknar björguðu lífi farþega með því að gera á honum aðgerð um borð í flug- vél British Airways. Notuðu læknamir til þess herðatré úr járni, skæri, gosflösku og kon- íaksdreitil. Vélin var á leið frá Hong Kong til London. Farþeginn, Paula Dixon, hafði lent í bílslysi á leið út á flugvöll en engu að síður ákveðið að fljúga. Hún fann fljótlega fyrir miklum verk í handleggnum. Flugfreyjur báðu lækna um borð að gefa sig fram, ef einhveijir væru og urðu Angus Wallace, próf- essor í skurðlækningum við háskólann í Nottingham, og Tom Wong læknakandídat við þeirri beiðni. Þeir sáu að konan var hand- leggsbrotin og bjuggu um brotið. Þá kvartaði hún skyndi- lega undan andþrengslum og varð læknunum ljóst að annað lunga hennar hafði fallið sam- an og að hún væri í lífshættu. Wallace tók þá ákvörðun Gífurlegt tap hjá Lloyd’s of London Neyðaráætlun til bjargar félaginu London. Reuter. Skáru upp um borð í flugvél Angus Wallace Reuler um að skera Dixon upp. Tveir farþegar voru færðir til og konan lögð í sæti þeirra. Henni var gefið súrefni áður en Wallace opnaði brjóstholið með skærum. Wong hélt skurðinum opnum með hníf og gaffli meðan Wallace not- aði herðatréð til að gera slönguna nógu stinna til að hægt væri að ýta henni inn og fjarlægja vökva sem komist hafði í lungað. Efri partur af blekpenna var notaður til að tengja slönguna við gosflösku er gegndi hlutverki ventils. Öllu var svo haldið á sínum stað með límbandi. „Áhöldin sótthreinsaði ég í fimm stjörnu koníaki og að aðgerð lokinni kláraði ég úr flöskunni. Mér veitti ekki af því, get ég sagt þér,“ sagði Wallace. Hann sagði Dixon hafa verið afar þægilegan sjúkling, hún hafi verið svo kvalin að hún hafi sætt sig við aðgerðina við þessar aðstæður. Líðan Dixon var í gær eftir atvikum góð. BRESKA tryggingafélagið Lloyd’s of London skýrði frá því í gær, að tap á rekstri félagsins á árinu 1992 hefði numið rúmlega 121 milljarði ísl. kr. Ákveðið hefur verið að verja rúmlega 300 milljörðum kr. í endur- reisnaráætlun, sem ætlað er að leysa fortíðarvanda félagsins „í eitt skipti fyrir öll“, en David Rowland, for- stjóri Lloyd’s, sagði, að tækist hún ekki, myndi félagið ekki lifa af í núverandi mynd. Á síðustu fimm árum hefur Lloyd’s tapað um 820 milljörðum kr. og er skýringarinnar að leita í miklum sköðum á síðustu tveimur áratugum. Þá hefur einnig tapast gífurlegt fé vegna mengunarslysa og tjóns, sem fólk hefur beðið á heilsu sinni af völdum asbests. Tapreksturinn á Lloyd’s hefur valdið því, að fjöldi svokallaðra nafna, einstaklinga, sem ábyrgjast ákveðnar tryggingar með öllum eigum sínum, hefur orðið gjaldþrota og í kjölfarið hefur komið til ótal málaferla. Eru tryggingamiðlarar sakaðir um beina vanrækslu eða slæma ráðgjöf og hafa sum nöfn unnið þessi mál. Málarekstri hætt Samkvæmt endurreisnaráætlun- inni munu nöfnin fá 285 milljarða kr. í bætur fyrir tapið gegn því, að mál verði látin niður falla og ekki höfðuð ný. Vonast er til, að þannig megi leysa fortíðarvandann en þess má geta, að rekstur Lloyd’s á árinu 1992 skilaði 8,8 milljarða kr. hagn- aði og tapið er því allt gamlar syndir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.