Morgunblaðið - 24.05.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 5
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
NOKKRIR af nemendum Langholtsskóla ásamt fulltrúum úr Foreldafélaginu með
viðurkenningar sem vélttar voru í samkeppninni.
MARGAR snjallar myndir voru gerðar og
hugmyndaflugið greinilega frjótt.
y
1 ycvftdX't
/- ?&**.* . |
Nemendur
gegn reyk-
ingum
SAMKEPPNI um gerð mynda
á veggspjöld, barmmerki og
boli um óhollustu reykinga og
hollustu heilbrigðs lífernis var
haldin meðal nemenda í 1.-10.
bekk Langholtsskóla. Það var
Foreldrafélag skólans sem
stóð fyrir samkeppninni í sam-
vinnu við nemendur og kenn-
ara og jafnframt henni var
efnt til umræðu um sama mál-
efni. Hundruðir mynda voru
hengdar upp á vordegi for-
eldrafélagsins 20. maí sl.
Nokkur fyrirtæki í hverfinu
styrktu félagið og gerðu því
kleift að veita þrennar viður-
kenningar til hvers hóps og
gefa hverjum nemanda barm-
merki með vinningsmynd á.
Bolir hafa einnig verið prent-
aðir og til stendur að útbúa
veggspjöld. Markmiðið með
samkeppninni var að virkja
nemendur til þátttöku í um-
ræðunni og leiða þeim fyrir
sjónir að fráleitt hlýtur að telj-
ast að byrja að reykja.
---» ♦ ♦
Aukafj árveiting
vegna skólafólks
89 millj.
tilsumar- i
3
starfa
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
rúmlega 89 milljón króna auka-
fjárveitingu vegna sumarstarfa
skólafólks. í fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir yfirstand-
andi ár er gert ráð fyrir 2.000
sumarstörfum en um 3.500 um-
sóknir um starf hafa borist Vinnu-
miðlun Reykjavíkurborgar.
í erindi borgarhagfræðings til
borgarráðs er lagt til að íþrótta-
og tómstundaráði verði veitt rúm-
lega 39 millj. króna til 257 starfa.
Til embættis gatnamálastjóra
verði veitt 35 millj. króna til 140
starfa og til embættis garðyrkju-
stjóra verði veitt 25 millj. króna
til 100 starfa.
Frekari aukafjárveitingar
Vakin er athygli á að gera
mætti ráð fyrir nauðsyn frekari
aukafjárveitingum á næstunni.
Minnt er á að um miðjan júní í
fyrra hafi verið samþykkt að veita
150,6 millj. króna í aukafjárveit-
ingu vegna sumarvinnu skóla-
fólks.
- '‘V>.
Láttu það ekki
vaxa þér í augum
að eignast
draumabílinn!
SJóvá-Almennar geta lánað þér
allt að 75% af kaupverðinu.
Bílalán Sjóvá-Almennra er einfalt, fljótlegt og þœgilegt
og til afgreiðslu strax hjá öllum bílaumboðunum.
grewir gotu pina-
Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692
STOFN-félagar hjá Sjóvd-Almcnnum greiða lœgri lántökukostnað