Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 ' MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útflutningsverðmæti út- hafsafla um sex milljarðar Þrjú skemmti- ferðaskip í Reykjavíkur- höfn ÞRJÚ skemmtiferðaskip lágu í Reykjavíkurhöfn í gær, fimmtu- dag. Aldrei hafa svo mörg skemmtiferðaskip verið hér samtímis. Skipin eru Arkona sem er þýskt og tekur 520 farþega, Southern Cross sem er breskt og tekur um 800 farþega og Kazakhstan sem er í leigu þýskrar ferðaskrifstofu og tek- ur um 400 farþega. Skipin komu í gærmorgun og fóru öll síðdegis. Arkona og Southern Cross héldu þá áleiðis til Akureyrar. AÆTLAÐ útflutningsverðmæti úthafsafla íslenska fiskiskipaflot- ans á þessu ári var um átta millj- arðar króna áður en til sjómanna- verkfalls kom. Þjóðhagsstofnun telur að reikna megi með að út- flutningsverðmætið verði í raun nálægt sex milljörðum króna, en þá er ekki reiknað með hugsanleg- um veiðum á rækju og grálúðu á Svalbarðasvæðinu. í fyrra var áætlað útflutningsverðmæti út- hafsveiðanna sjö milljarðar króna en 2,5 milljarðar árið 1993. Ásgeir Daníelsson hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun segir að fyrir sjómannaverkfall hafi verið búið að veiða 15 þúsund tonn af úthafs- karfa og 141 þúsund tonn af síld úr norsk-íslenska stofninum. Verðmæti úthafskarfa 800-900 milljónir Eitthvað hefur bæst við þennan afla frá því verkfallið leystist. Útflutningsverðmæti síldar fram að verkfalli var nálægt 1 lh millj- arði kr. og úthafskarfinn nálægt 800-900 milljónum kr. Þijú skip eru nú að veiðum í Smugunni, þ.e. Sólberg og Stak- fellið og Margrét EA. Skipin hafa verið í um einn sólarhring að veið- um og hefur veiði verið lítil. Pétur Örn Sverrisson hjá LÍÚ segir að búið sé að útbúa eitt skip, Stakfell- ið frá Þórshöfn, til rækjuveiða á Svalbarðasvæðinu. Hann segir að breyta þurfí veiðarfærum lítillega og nota aðrar seiðaskiljur en Is- lendingar nota að jafnaði. Þetta er vegna mismunandi reglna á íslandi og í Noregi. Grálúðu- og rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu Borist hafa fregnir af góðri grá- lúðuveiði Spánveija á Svalbarða- svæðinu og sagði Pétur Örn að verið væri að kanna hvort annan veiðarfæraútbúnað þyrfti til þess- ara veiða og hvort einhveijar lokanir væru á veiðisvæðum. Ráð- gert er að skip fari á grálúðuveið- ar við hlið Spánveijanna. „Það er talsverður áhugi fyrir þessum veiðum. Menn sjá þarna tækifæri til þess að vera í Smugunni og skipta þá yfir í grálúðuveiðar ef ekki aflast í Smugunni,“ sagði Pétur Örn. Hann sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að allur flotinn sem á annað borð færi í Smuguna stundaði jafnframt eftir atvikum grálúðuveiðar sem væru utan- kvótaveiðar eins og rækjuveiðarn- ar á Svalbarðasvæðinu. *%$»****& Morgunblaðið/Kristinn SKEMMTIFERÐASKIPIN Arkona og Kazakhstan við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn, Eldri leigubíl- stjórar stofna félag STOFNFUNDUR félags leigubíl- stjóra í Reykjavík og nágrenni, sem eru eldri en 60 ára, var haldinn í gærkvöldi. Bílstjórarnir segja að fé- lagið eigi m.a. að beijast fyrir af- námi þess misréttis, sem felist í regl- um um hvenær bílstjórum sé skylt að hætta akstri. Forsvarsmenn félagsins eru þeir Guðmundur G. Pétursson, sjötugur bílstjóri hjá BSR, Guðjón Þorberg Andrésson, 62 ára bílstjóri á sömu stöð og Sigurður Kr. Ásbjörnsson, 72 ára bílstjóri hjá Bæjarleiðum. Þeir segja að nú giidi sú regla, að bílstjórar eigi að hætta við 75 ára aldur, en þegar þeir nái 71 árs aldri verði þeir að gangast undir próf í akstri og skila læknisvottorði. „Það sem er svo óréttlátt við þess- ar reglur er að ef maður slasast á þessu tímabili, þá missir hann leyfið. Ef hann hins vegar deyr, þá geta ættingjar hans gert út bílinn í hans nafni. Þannig hafa ættingjar bílstjór- anna meiri rétt en þeir sjálfir. Við viljum eiga rétt á því að reka bílana okkar til 75 ára aldurs, þótt eitthvað komi í veg fyrir að við getum ekið sjálfir. Þetta mætti líta á sem ein- hvers konar lífeyrisréttindi, en þau mál eru í - ólestri hjá leigubílstjór- um,“ segja þeir. Af tali þeirra Guðmundur, Guð- jóns og Sigurðar má ráða að þeir telja Frama, stéttarfélag leigubíl- stjóra, ekki hafa stutt eldri félags- menn sína sem skyldi, en hvorki Guðjón né Sigurður eru nú félagár i Frama og Guðmundur hyggst segja sig úr félaginu nú þegar stéttarfélag eldri leigubílstjóra tekur til starfa. Þeir segja að í Reykjavík og ná- grenni hafi verið gefin út um 500 leyfi til leigubílaaksturs og þeir reikna með að um 150-200 bílstjórar á þessu svæði séu eldri en 60 ára. „Allir bílstjórar á þessum aldri, sem við höfum rætt við, eru mjögjákvæð- ir, en við þurfum að kynna stofnun þessa stéttar- og hagsmunafélags enn betur.“ Norðmenn senda varð- skip á íslenska síldarbáta Gert að greiða 2,5 milljónir HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt íslandsbanka til að greiða hjón- um á Akureyri tæplega 2,5 milljónir króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum vegna mis- taka sem gerð voru við útgáfu veðleyfis. Að mati Hæstaréttar sýndi bankinn ekki þá vand- virkni og aðgæslu í viðskiptum við hjónin sem ætlast verði til af bankastofnun. Málið varðar mistök sem gerð voru við útgáfu veðleyfis við húsnæðiskaup hjónanna. Bankinn greindi hjónunum ekki frá mistökunum og bakaði það þeim fjárhagslegt tjón. í dómn- um segir að bankinn hafí átt beinan hlut að því hvernig fór og bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart hjónunum. Hæstiréttur dæmdi íslands- banka til að greiða vexti af upphæðinni frá 16. janúar 1991 og dráttarvexti frá 18. júní 1992. Bankanum var jafnframt gert að greiða 150.000 krónur í málskostnað í héraði, en hann vann málið fyrir héraðsdómi. Þá var honum gert að greiða 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti í ríkissjóð. Tveir dómarar skiluðu sér- áliti og töldu að staðfesta ætti dóm héraðsdóms. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Nor- egs, Jan Henry T. Olsen, lýsti því yfír í gær að sent yrði varðskip til Jan Mayen til að hrekja á brott ís- lensk síldveiðiskip. Að sögn samtaka norskra útgerð- armanna hafa átta íslenskir bátar verið að veiðum á svæðinu umhverf- is Jan Mayen í tæpa viku. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er það mjög alvarlegt mál,“ hafði norska dagblaðið Aftenposten eftir Olsen í morgun. í DAG hefjast viðræður um meiri- hlutasamstarf í bæjarstjóm Hafnar- íjarðar, en meirihluti Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks féll fyrir skömmu. Hafa viðræður legið niðri frá því í síðustu viku, en þá fóru átta af ellefu bæjarfulltrúum á vina- bæjarmót í Noregi. Var von á síð- ustu bæjarfulltrúunum, þeim Ingvari Viktorssyni, oddvita Alþýðuflokks, og Magnúsi Jóni Árnasyni, oddvita Alþýðubandalags, til landsins á mið- nætti í gær. Að sögn Tryggva Harðarsonar hyggst Alþýðuflokkurinn heyra í öll- Norska Iandhelgisgæslan kvaðst í gær hafa séð tvo báta að veiðum við Jan Mayen í gær, en ekki hefði verið hægt að bera kennsl á þá vegna þoku. í Aftenposten sagði að veið- arnar hefðu átt sér stað á því svæði fískveiðilögsögunnar umhverfis Jan Mayen, sem næst er hinni svokölluðu Smugu. íslensk skip ekki í rétti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að íslensk fiskiskip um aðilum í dag og síðan taka ákvörðun um með hveijum verður reynt að mynda meirihluta. „Við ætlum að kanna hvað menn eru að hugsa og tilbúnir til að gera,“ segir hann. „Það liggur ekkert fyrir nú. Við viljum heyra í öllum aðilum, það er báðum brotum Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðubandalaginu áður en við tökum ákvörðun." Allir möguleikar skoðaðir Magnús Gunnarsson, oddviti sjálf- stæðismanna, segir ekki Ijóst enn hveijir fulltrúar sjálfstæðismanna væru ekki í rétti við veiðar innan lögsögu Jan Mayen og því væru viðbrögð norskra stjórnvalda ekki óeðlileg. „Það má um það deila hvort það hafi verið rétt af okkur á sínum tíma að viðurkenna Jan Mayen lög- söguna. Við gerðum það eigi að síð- ur og verðum því að virða þá ákvörðun. Þetta eru einstaklings- bundnar ákvarðanir og á ábyrgð viðkomandi skipstjóra," sagði Þor- steinn. verða í þessum viðræðum, og ekki væri hægt að segja til um hvort sjálf- stæðismenn færu sameinaðir eða klofnir í viðræður. Jóhann G. Bergþórsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að engar þreifíng- ar hefðu verið í gangi á vinabæjamót- inu í Noregi um meirihlutasamstarf. Hann vildi ekkert segja til um hvort sjálfstæðismenn kæmu klofnir til við- ræðna, það ætti eftir að koma í ljós. Lúðvík Geirsson, Alþýðubandalagi sagði að meirihlutamálið hefði lítið sem ekkert borið á góma á vinabæja- mótinu í Noregi. Kominn tími á stóra vinn- inginn TÆPT ár er síðan fyrsti vinn- ingur féll í skaut Íslendinga í Víkingalottóinu og er heldur farið að halla á okkur íslend- inga að sögn Vilhjálms Vil- hjálmssonar, framkvæmda- stjóra íslenskrar getspár. Fyrsta eina og hálfa árið frá því Víkingalottó fór af stað hrepptu Islendingar þrisvar sinnum fyrsta vinning, en nú er liðið tæpt ár síðan íslending- ar duttu síðast í lukkupottinn. íslendingur deildi fyrsta vinningi með tveimur öðrum í fyrsta útdrætti 17. mars 1993. Síðan liðu nokkrir mánuðir þar til annar íslendingur fékk fyrsta vinning. Það er svo upp undir ár síðan ungt fólk í Reykjavík hreppti 39,5 milljón- ir króna í fyrsta vinning, en eftir það hefur fyrsti vinningur ekki fallið í skaut íslendinga. „Það er því kominn tími á að stóri vinningurinn komi til okk- ar,“ segir Vilhjálmur. 20. apríl síðastliðinn höfðu Islendingar fengið til baka um 82% af framlagi sínu til lottós- ins, hvað snerti fyrsta vinning. Það má búast við að það hlut- fall hafi eitthvað lækkað núna. Vilhjálmur segir þó að íslend- ingar hafi haldið sínu hvað aðra vinninga snerti. Viðræður um meirihlutasamstarf í Hafnarfirði hefjast í dag Rætt verður við alla aðila

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.