Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 9 FRETTIR Guðjón Magnússon formaður Rauða krossins efast um réttmæti efnahagsþ vingana á írak „INNAN Rauða krossins eru uppi alvarleg- ar vangaveltur um hvort _að notkun efna- hagsþvingana, eins og í írak, án þess að það sé sýnilegt að þær leiði til nokkurs árangurs, stangist á við mannréttindalög, sem eru hluti af stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna og hluti af Genfarsáttmálunum,“ seg- ir Guðjón Magnússon, formaður Rauða krossins á íslandi. Um helgina verður hald- inn í Noregi fundur norrænna Rauða kross- félaga þar sem fjallað verður um áhrif efna- hagsþvingana á mannréttindi og mannúðar- starf. Alþjóðleg ráðstefna verður haldin í Genf í desember um sama efni Samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna geta samtökin beitt þrenns konar meðölum til knýja þjóðir til að fara að sam- þykktum þeirra, þ.e. með samningum, efna- hagsþvingunum og vopnavaldi. Sameinuðu þjóðirnar hafa á seinni árum beitt efnahags- þvingunum í 'meira mæli en áður. Nú sæta þrjár þjóðir slíkum þvingunum, írak, Serbía og Haítí. Guðjón sagði ljóst að einhveijar milljónir íraskra barna myndu deyja vegna þess að ekki væri hægt að fá flutt til landsins lyf, lækningatæki og mat. Hann sagði að þegar þessar staðreyndir lægu fyrir vaknaði sú spurning hvort menn væru ekki að fara rangt að með því að beita viðskiptaþvingn- um. Yfirlýstur tilgangur alþjóðalaga og Genfarsáttmála væri að vernda óbreytta borgara í styijöldum eftir því sem það væri frekast unnt. Markmið Sameinuðu þjóðanna Brjóta efnahags- þvinganir gegn mannréttindalögum? með viðskiptaþvingunum væri að knýja þjóðir til að láta af ofbeldi og mannréttindabrot- um. Arangur af slíkum þving- unum væri lítill en milljónir manna þjáðust vegna þeirra. „Maður spyr sig hvar er jafn- vægið milli stjórnmála annars vegar og mannúðar hins vegar? Hversu langt er mönnum heim- ilt að ganga í að beita svona aðgerðum þegar vitað er þær koma fyrst og fremst niður á þeim sem minnst mega sín?“ Skila litlum árangri Guðjón sagði að könnun sem Washington Institute for Inter- national Economics hefði gert á þeim 116 tilvikum efnahagsþvingana sem gripið hefur verið til á þessari öld sýndi að aðeins í 34% Guðjón Magnússon tilvika skiluðu þvinganirnar ein- hveijum árangri. í tilvikum þar sem árangur varð var um að ræða efnahagsþvinganir á milli tveggja eða þriggja ríkja sem voru mjög háð hvert öðru efna- hagslega. Hann sagði að stofn- unin drægi mjög í efa að efna- hagsþvinganir af þeim toga sem beitt væri í Irak skiluðu nokkr- um árangri. „Beiting efnahagsþvingana er mikið vandamál fýrir Rauða krossinn og raunar öll mannúð- arsamtök. Þau standa nánast í þeim sporum að horfa upp á eymdina og örbirgðina og geta lítið aðhafst vegna þess að þau koma ekki nauðsynlegum lyfjum og mat á staðinn. Það er t.d. talið að í írak sé Rauði hálfmáninn ekki með nema 10-15% af því sem hann þyrfti á að halda. Þetta er ekki vegna þess að það er ekki meiri hjálp að fá heldur vegna þess að það fæst ekki leyfi til að flytja vörurnar á staðinn," sagði Guð- jón. Gagnrýni á efnahags- þvinganir eykst í desember á þessu ári verður haldin í Genf alþjóðleg ráðstefna Rauða krossins um mannréttindi og mannúðarstarf, þar sem koma saman fulltrúar allra ríkja sem skrifuðu undir Genfarsáttmálana, alls um 180 ríki. Þar verða einnig fulltrúar allra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálf- mánans, Alþjóðaráðs Rauða krossins og Alþjóðasambands Rauða krossins. Guðjón sagði að styijöldum í heiminum hefði fjölgað á seinni árum. í flestum tilvik- um væru átökin innan ríkja og þar gengi oft mjög illa að beita Genfarsáttmálum og alþjóðamannréttindalögum. Auk þess hefði sú þróun orðið að hjálparlið væri ekki eins verndað og það áður var. Skotið væri á hjálparliða og þeir teknir í gíslingu. Þá væri greinilegt að Sameinuðu þjóðirnar beittu viðskiptaþvingunum í meira mæli nú en áður jafnvel þó að það kæmi ilia niður á mannúðarstarfi. Guðjón sagði að þessi þijú atriði yrðu rædd á ráðstefnunni í des- ember. Hann sagðist telja að þjóðir heims- ins væru að vakna til vitundar um skelfileg- ar afleiðingar viðskiptaþvingana á óbreytta borgara. Umferðarátak í samvinnu við Bifreiðaskoðun Athygli beint að eft- irvögnum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi leggur, í samvinnu við Bifreiða- skoðun íslands, sérstaka áherslu á eftirlit með eftirvögnum þessa dagana. I frétt frá lögreglu segir að m.a. verði hugað að eftii’vögnum dráttarvéla í tengslum við vinnu- skólana, speglabúnaði dráttar- tækja með breiða eftirvagna flutn- ingabifreiða og tjaldvagna. Bifreiðaskoðun íslands og lög- reglan munu reyna að vekja at- hygli á ákvæðum reglugerðar og upplýsa fólk eftir föngum um gerð og búnað, skilyrði, skráningu og fleira auk þess sem lögreglumenn og bifreiðaskoðunarmenn munu vinna saman tiltekna daga á ákveðnum svæðum með það fyrir augum að fylgjast með og athuga búnaðinn. ALPINA .gönguskor Stakir, kragalausir, hör jakkar Verð kr. 11.200 TESS neðst við Dunhaga sími 562-2230 Opið virka daga kl 9-18, laugardaga kl. 10-14 Vanduðir giinguskór fyrir meiri- og minniháttar gönguferðir. Frábatr verð Frá kr. fi.500 S?o^T BSP'L EIGANI ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 5519800 og 5513072. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 68 milljónir Vikuna 15. til 21. júní voru samtals 68.175.779 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn ailur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæö kr.: 15. júní Rauðaljónið............. 92.274 15. júní Háspenna, Laugavegi.... 93.402 16. júní Hofsbót, Akureyri..... 194.036 17. júní Kringlukráin......... 119.796 17. júní Háspenna, Hafnarstræti. 93.841 19. júní Háspenna, Laugavegi.... 283.852 19. júní Háspenna, Laugavegi.... 68.445 21. júní Ráin, Keflavík........ 240.533 Staöa Gullpottsins 22. júní, kl. 14:00 var 6.580.374 krónur. #'*líí**„ ARRÆIAIKAFIVT Al\D/Lj/\lVJAr 1\ Komdu í Árbæiarsafn oc njóttu þess að drekka ilmandi gott RIO kaffi í hlylegu og notalegu umhverfi í gamla Árbænum. Einnig parftu að prófafrægu lummu-uppskriftina nennar Sigurlaugar. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka siðan jafnt og þétt þar til þeir detta. DAGSKRA HELGARNNAR Föstudagur 23. júní - Jónsmessunæturganga A einni mögnuöustu nótt ársins, Jónsmessunótt, verour gengiö um Elliöaárdalinn. Lagt af staö frá Arbæjarsafni kl. 22.30. Fararstjórar: Guörún Ágústsdóttir íþúi f dalnum og Helgi M. Sigurösson safnvöröur Arbæjarsafns. Laugardagur 24. júnf Mjaltir viö Árbæinn kl. 17. Mllking at 5 pm. Gullsmiöur að störfum í Suöurgötu 7. A goldsmith working. Sjómaöur sinnir netagerö viö Nýlendu og hjall. An old sailor worklng at Nýlenda. Sunnudagur 25. júní "Aö koma ull í fat". Tóvinna í Kornhúsi frá kl. 13 -17. Cloth making from wool in Komhús. Harmónfkuleikur á svæöi. Accordlon muslc. Mjaltír viö Árbæinn kl. 17. Mllklng at 5 pm. Gullsmiöur aö störfum i Suöurgötu 7. A goldsmith working. Sjómaöur sinnir netagerö viö Nýlendu og hjall. An old sailor worklng at Nýienda. Og svo auövitaö veitingar í Dillonshúsi. * ARBÆJARSAFN • REYKJAVIK MUSEUM a SÍMI: 5771111 • FAX: 5771122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.