Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MIIUNIIMGAR t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DAVÍÐ ÓLAFSSON fyrrverandi Seðlabankastjóri, andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 21. júní. Ágústa Gisladóttir, Ólafur Davíðsson, Helga Einarsdóttir, Sigrún Davíðsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABETTHEODÓRSDÓTTIR hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, andaðist 13. júní sl-. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Eirar, Reykjavík. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn um föður okkar, SKÚLA B. ÁGÚSTSSON, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 24. júní kl. 13.30. Dætur, tengdasynir og barnabörn. t Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR J. JÓNSSON, Kirkjuvegi 48, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. júní kl. 14.00. Guðbjört Ólafsdóttir, Kristján Hansson, Bjarni Valtýsson, Þóranna Erlendsdóttir, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALGEIRS ÁGÚSTSSONAR, Höfðabraut21, Hvammstanga, fer fram frá Hvammstangakirkju mánu- daginn 26. júní kl. 14.00. Náttfríður Jósafatsdóttir. Ágúst Valgeirsson, Indíana Höskuldsdóttir, Ragnhildur Valgeirsdóttir, Bjarni Guðmundsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN TRYGGVASON rafvirkjameistari, Guðrúnargötu 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. júní kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess. "Sigríður Þorláksdóttir, Kristjana Aðalsteinsdóttir, Stefán Snæbjörnsson, Þorsteinn Aðalsteinsson, Tryggvi Aðalsteinsson, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ingólfur Arnarsson, Málfriður Aðalsteinsdóttir, Tor Jenssen, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað^ \ Skrifstofa Hreyfils verður lokuð í dag frá kl. 13-17 vegna jarðarfarar AIMyONS GUÐJONSSONAR. Samvinnufélagið Hreyfill. LAUFEYK. BLÖNDAL + Laufey Krist- jánsdóttir Blön- dal fæddist á Gils- stöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu 31. maí 1906. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness 14. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Elín Jósefína Magnús- dóttir frá Hnausum í Þingi, f. 16. ágúst 1872, d. 3. júní 1954, og Kristján Lárus- son Blöndal, f. 2. júlí 1872 í Innri Fagradal í Dalasýslu, d. 21. nóvember 1941. Þau bjuggu á Gilsstöðum allan sinn búskap. og var Lauf- ey var sjötta í röðinni af ellefu börnum. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og vann ýmis algeng störf, m.a. í verksmiðjunni á Alafossi. Árið 1939 giftist Laufey Þor- valdi Tómasi Jónssyni, bónda í Hjarðarholti, og gerðist hús- EIGI maður góðar minningar frá einhveijum stað, þá er það vegna þess að þar var gott fólk. Einmitt slíkar minningar vöknuðu þegar ég frétti lát Laufeyjar Blöndaí, fyrrum húsfreyju í Hjarðarholti í Stafholts- tungum. Undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera sendur í sveit átta ára gamall til þeirra heiðurs- hjóna Þorvalds T. Jónssonar og Laufeyjar Blöndal í Hjarðarholti. Þá, árið 1957, voru búskaparhættir með gamla.laginu ef svo má segja og sumarverkin afar mannfrek á stóru búi, þrír til fjórir sumarstrák- ar auk vetrarmanna og heimilis- fólks. Innan um mér eldri og öflugri kaupamenn lá ég oft ansi vel við höggi sakir smæðar og óburðug- heita fyrsta sumarið, en ég átti hauk í horni þar sem Laufey var. Hún fór ekki um með látum, en virðingu átti hún óskipta meðal hjúa sinna og vei þeim sem orð hennar freyja þar. Þorvald- ur lést 31. júlí 1968. Þeirra börn eru: 1) Sigríður, gift Jóni Þór Jónassyni, bónda í Hjarðar- holti. Þau eiga þrjú börn: Maríu, kenn- ara, Þorvald Tóm- as, bónda og rekstr- arfræðing, og Ragnheiði Lau- feyju, kennara. 2) Kristín _ Jósefína, giftist Ólafi Ólafs- syni á Selfossi og eiga þau tvær dæt- ur: Margréti Elísabetu, blaða- mann og fjölmiðlafræðinema, og Laufeyju Þóru húsfreyju. Ólafur og Kristín skildu. Sam- býlismaður hennar er Gunnar Baldursson. Laufey var vistmaður á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi frá 1993. Útför hennar fer fram frá Stafholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hjarðarholti. hunsuðu. Hún amma mín, sem stöku sinnum dvaldi í Hjarðarholti, sagði mér seinna að Laufey hefði varið mig eins og undanvilling fyrsta sumarið, þótt ég greindi það ekki beinlínis, drengstaulinn. En þannig voru vinnubrögð Laufeyjar, vinnusemi og mikil afköst á stóru heimili án þess að fólk tæki eftir því í dagsins önn. Móðir mín, sem kom stöku sinnum að Hjarðarholti í heimsókn, talar um það enn í dag að aldrei hafði hún kynnst manneskju sem var eins fljót að útbúa veisluborð, ef gesti bar óvænt að garði, eins og Laufey í Hjarðarholti og þá var Þverárlaxinn ævinlega uppistaðan í borðhaldinu. Atlæti það sem ég hlaut í Hjarð- arholti fyrsta sumarið varð til þess að næstu tíu sumur dvaldi ég þar og einn vetur að auki. Ég er þakk- látur fyrir að geta minnst konu eins og Laufeyjar í Hjarðarholti. Það glæðir hið góða og heilbrigða innra með manni og vekur mann til um- t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR HJÁLMARSSON, Austurvegi 9, Seyðisfirði, sem lést 15. júní, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 24. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ingimundardóttir, Kolbrún Ingimundardóttir. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR M. HANSDÓTTUR, dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvik. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Vandaðir Ugsteinar Varaníeg minning Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. hugsunar um það í hverju verðmæt- in felast. Blessuð sé minning hennar. Þorvaldur Hauksson. Hjarðarholt er landmesta jörð í Stafholtstungum. Jörðin er kirkju- staður og sátu þar oft sýslumenn fyrr á öldum. Kirkjan er eign bónd- ans og eru bændakirkjur fáar eftir á íslandi. Núverandi kirkja var reist af Jóni Tómasssyni, hreppstjóra, í Hjarðarholti. Fyrri kona Jóns var Ragnheiijur Kristjánsdóttur Matthíassonar frá Hliði á Álftanesi. Hún lést af barns- förum af fyrsta barni sínu. Jón keypti Hjarðarholt af Kristjáni tengdaföður sínum. Síðari kona Jóns var Sigríður Ásgeirsdóttir frá Lundum, en hún var dóttir Ragnhildar Ólafsdóttur og Ásgeirs Finnbogasonar, bók- bindara og dannebrogsmanns. Ragnhildur hafði áður verið gift Ólafi Ólafssyni, bónda á Lundum, 'og voru böm þeirra, er upp komust Ólafur, búfræðingur í Lindarbæ, faðir Ragnars hæstaréttarlög- manns; Ragnhildur, húsfreyja í Engey, móðir Guðrúnar, ömmu minnar Pétursdóttur; og Guðmund- ur, bóndi á Lundum, faðir Geirs bónda þar og Sigurlaugar, móður Ólafs Sverrissonar, kaupfélags- stjóra. Ásgeir hafði áður verið kvæntur Sigríði Þorvaldsdóttur, sálma- skálds, Böðvarssonar, og var meðal bama hans síra Þorvaldur Ásgeirs- son, prestur á Hjaltabakka, afí Hjalta læknis Þórarinssonar, og Kristín, kona Lárusar Þ. Blöndals, sýslumanns á Kornsá. Kristín átti ellefu börn og vom meðal þeirra Sigríður, kona síra Bjarna Þor- steinssonar á Siglufirði; síra Björn í Hvammi í Laxárdal, afi Gísla, heitins, hagsýslustjóra; Ágúst, sýsluskrifari, faðir Theodórs, bankastjóra á Seyðisfirði; Kristján Júlíus, bóndi á Gilsstöðum; Jósep, símstjóri á Siglufirði, faðir þeirra Óla og Lárusar, kaupmanna á Siglufirði; Ragnheiður; amma Kjartans Lámssonar hjá Ferða- skrifstofu íslands, Jósefína, kona Jóhannesar bæjarfógeta og amma Guðjóns Lárussonar, læknis, og Matthíasar Morgunblaðsritstjóra, og yngstur var Haraldur, ljósmynd- ari, afi minn. Nefni ég afkomendur langömmu minnar af handahófi, og raunar einnig aðra, en það fyllti heilt Morg- unblað að geta þeirra allra. Ásgeir var bróðir Teits Finnboga- sonar og síra Jakobs, langafa frú' Vigdísar forseta. Sigríður var systir Arndísar, konu síra Jakobs. Ásgeir drukknaði í Lundahyl, þegar hann var að fylgja manni yfir Þverá að vetri til. Brast ísinn undan honum, er hann var að kanna þykkt hans. Þau Jón í Hjarðarhdti og Sigríð- ur áttu fimm börn, Ásgeir, bónda á Haugum; Kristján, dó ungur; Ragnhildi, konu Guðmundar Kr. Guðmundssonar, glímukappa og skrifstofustjóra hjá Olíuverzlun Ís- lands h/f; Elísabetu, starfskonu á Þjóðminjasafni; Áslaugu, konu Ing- vars Vilhjálmssonar, útgerðar- manns, og Þorvald Tómas, bónda og oddvita í Hjarðarholti. Þorvaldur fæddist 11. desember 1891. Hann lauk prófi frá Verzlun- arskóla íslands árið 1912, og vann Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.