Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 15 VIÐSKIPTI FlutningamiðstÖð Suðurlands stofnuð á Selfossi Selfoss. Morgunblaðið. - Nýtt flutningafyrirtæki, Flutningamið- stöð Suðurlands, hefur verið stofn- að á Selfossi og mun hefja starf- semi 1. júlí. Samskip og KÁ á Selfossi standa að stofnun fyrir- tækisins sem verður stærst sinnar tegundar á Suðurlandi. Markmiðið með stofnun fyrir- tækisins er að efla flutningaþjón- ustu á Suðurlandi. Boðið verður upp á reglulegar ferðir til og frá Reykjavík til Selfoss, Hveragerðis, Stokkseyrar, Eyrarbakka, Þor- lákshafnar, Víkur og Kirkjubæj- arklausturs. Einnig er lögð rík áhersla á þjónustu við sveitir Suð- urlands. Boðið verður upp á heild- arlausnir á sviði flutningaþjónustu og skyldrar starfsemi, hvort sem senda þarf vörur innanlands sem utan. Með stofnun Flutningamið- stöðvar Suðurlands er að sögn stofnenda fyrirtækisins stigið enn eitt skref í þá átt að efla innan- landsþjónustu Samskipa. Félagið hefur staðið að stofnun flutninga- miðstöðva á Akureyri og í Vest- mannaeyjum en ráðgert er að byggja upp slíkar miðstöðvar í öll- um landsfjórðungum í samvinnu við heimamenn. Stofnendur segja þróunina á flutningamarkaðnum vera þannig að hlutur landflutninga stóraukist á kostnað sjóflutninga. Samskip hafí lagað sig að breyttum aðstæð- um með því að fækka strandferða- skipum félagsins í eitt og mæta sveiflum í eftirspurn með auknum Iandflutningum, jafnframt því að kynna þéttriðið þjónustunet sem nær til helstu þéttbýlisstaða á landinu. Flutningamiðstöð Suður- lands er hluti af því neti en af- greiðslustaðir Samskipa eru alls 63 talsins. Flutningamiðstöð Suðurlands verður staðsett við Austurveg 69 á Selfossi en verður einnig með afgreiðslu í Vík þar sem bú- rekstrardeild KÁ er til húsa, einn- ig verður samtengd aðstaða hjá NIB Fjármagnar verkefni í S-Afríku NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, hefur gert samning um lána- ramma við s-afríska þróunarsjóð- inn Industrial Development Corp. of South Africa (IDC) Tilgangur- inn er að veita fjármagni um IDC til verkefna í S-Afríku með nor- ræna hagsmuni að leiðarljósi. Samningur NIB við IDC hljóðar upp á 30 milljónir dollara eða tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Með honum ná möguleikar NIB til þess að taka þátt í íjármögnun verkefna með norrænum hags- munum einnig til Suður-Afríku. Slíkir hagsmunir geta t.d. falist í vöru- og þjónustukaupum frá Norðurlöndunum eða fyrirtækjum með norrænni eignaraðild. í frétt frá NIB segir að norræn fyrirtæki hafi sýnt mikinn áhuga á verkefnum í Suður-Afríku, m.a. í trjávöru-, orku-, úarskipta- og umhverfísgeiranum,. sem allir séu ofarlega á blaði hjá yfírvöldum í Suður-Afríku. Jafnhliða umræddum samningi um lánaramma hefur NIB gert samvinnusamning við ríkisstjóm Suður-Afríku. KA á Klaustri. Fyrirtækið hefur yfír að ráða 15 flutningatækjum og starfsmenn þess verða 8-10 talsins. Stjórn fyrirtækisins skipa Ólafur Ólafsson, Þorsteinn Pálsson og Baldur Guðnason. Afgreiðslu- stjóri á Selfossi er Magnús Guð- mundsson. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Stofnendur RAGNAR Guðmundsson, deild- arstjóri innanlandsdeildar Sam- skipa, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri KÁ, Baldur Guðnason, deildarstjóri flutn- ingasviðs Samskipa, og Magnús Guðmundsson, afgreiðslustjóri Flutningamiðstöðvar Suður- lands á Selfossi. O R Y G G I S V I K A Attu von á næturgesti? SKÝRR eru eitt öflugasta upplýsingafyrirtæki á íslandi. Við búum yfir ómetanlegri reynslu og þekkingu. Ánægðir viðskiptavinir eru okkar metnaðarmál. Þú kemur að skrifstofunni og sérð að hurðin hefur verið brotin upp. Þú finnur til ónota í maganum sem ágerast þegar þú gengur inn og sérð bækur, skúffur og skjöl liggja eins og hráviði um allt gólfið. Þjófarnir hafa rótað í öllum hirslum í leit að verðmætum en það eina sem þeir hafa stolið eru tölvurnar. Þú bölvar í hljóði og reynir að gera þér í hugarlund hve tjónið sé mikið. Tölvurnar er hægt að bæta. Verra er með gögnin - áætlanir, samninga, skjöl og bókhald - vinnu undanfarinna mánaða. Taktu afrit reglulega af gögnum á tölvunni þinni - það getur skipt ótrúlega miklu máli. Við viljum að þú búir við sama öryggi og viðskiptavinir okkar. ÞJÓÐBRAUT UPPLÝSINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.