Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Á ANNAÐ hundrað starfsmenn álversins söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið síðdegis í gær til að leggja áherslu á samstöðu sína í kjaradeilunni. Var samninganefnd verkalýðsfélaganna hvött til að halda fast á kröfum starfsmanna. Starfsmenn álversins fjölmenntu að húsi ríkissáttasemjara Askorun um að halda fast á kröfum í deilunni Byrjunar- laun lektora 82.000 kr. á mánuði BYRJUNARLAUN lektors í heimspekideild í Háskóla Ís- lands eru á bilinu 81.798 krón- ur til 92.000 krónur á mán- uði. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær töldu erlendir notendur Internetsins að prentvilla væri í launatöxt- um þegar staða lektors í enskri nútímatungu við Háskólann var auglýst laus á málfræð- ingalista Intemetsins. Samkvæmt upplýsingum frá launadeild Háskólans eru átta þrep í hveijum launaflokki lekt- ora sem menn raðast í eftir prófaldri, þ.e.a.s. hve iangt er liðið frá því viðkomandi lauk fyrsta háskólaprófí. Auk þess bætast þijú ár við prófaldur og þrepin ráðast af því. Bytjunarlaun lektora sam- kvæmt fímmta þrepi eru 81.798 krónur á mánuði og miðast þau laun við sex ára prófaldur. 92.000 króna mán- aðarlaun miðast við 20 ára prófaldur, þ.e.a.s. að sautján ár séu frá því að lektor hafí lokið fyrsta háskólaprófi, Engin önnur laun leggjast ofan á launataxtana, eins og t.d. óunninn yfírvinna eða ann- að slíkt. Girðingaefni stolið á Selfossi TÍU rúllum af gaddavír og tíu rúll- um af grænmáluðu girðinganeti var stolið aðfaranótt fimmtudags. Girð- ingaefnið, sem var í eigu Selfoss- bæjar, lá við svokallað Fjallstún á Biskupstungnabraut, en verið var að girða þar skógræktargirðingu. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvað varð um girðingaefnið, en lögreglan á Selfossi biður þá sem hafa orðið varir við það eða grun- samlegar mannaferðir um nóttina að láta hana vita. Á ANNAÐ hundrað starfsmenn ál- versins komu saman til baráttufund- ar fyrir utan húsnæði sáttasemjara í gær og samþykktu samhljóða ályktun þar sem lýst er fullum stuðn- ingi við samninganefnd verkalýðsfé- laganna og er hún hvött til að halda fast á kröfum starfsmanna í kjara- deilunni við ÍSAL. Verkalýðsfélögin gera samstarfssamning Eitt helsta deilumálið í viðræðum verkalýðsfélaganna og vinnuveit- enda, auk krafna starfsmanna um launahækkanir vegna framleiðni- aukningar, snýst um skipulag við gerð kjarasamninga en starfsmenn ISAL eru í alls tíu stéttarfélögum. Stéttarfélög starfsmannanna hafa gert með sér samstarfssamning í tengslum við kjaraviðræðurnar í framhaldi af því gaf samninganefnd starfsmanna vinnuveitendum yfir- lýsingu um að þau væru reiðubúin að viðhafa samræmda afgreiðslu félaganna á væntanlegum kjara- samningi. Er litið á þetta mál sem þýðingarmikið fordæmi vegna hugs- anlegrar stækkunar álversins. Sam- starfssamningurinn felur aftur á móti ekki í sér að einstök félög af- sali sér réttingum á borð við heimild til boðunar vinnustöðvunar. Beðið eftir tilboði Þorlákur Oddsson, trúnaðarmaður Hlífar í álverinu, flutti ávarp á fund- inum í gær. Hann lýsti stöðu viðræðn- anna fyrir fundarmönnum og sagði að sl. föstudag hefði samninganefnd verkalýðsfélaganna lagt fram tilboð til VSÍ/ÍSAL hjá ríki^sáttasemjara. „Vipbrögð samninganefndar VSÍ/ÍSAL voru. á þá leið að óska eftir samræmdri afgreiðslu verka- lýðsfélaganna á kjarasamningi og ef það gengi eftir myndu þeir leggja fram tilboð mánudaginn 19. júní, sem væri okkur mjög þóknanlegt. Á mánudaginn, 19. júní, lagði samn- inganefnd verkalýðsfélaganna fram yfirlýsingu um samræmda afgreiðslu á kjarasamningi sem byggir á undir- rituðum samstarfssamningi verka- lýðsfélaganna. í dag, fímmtudaginn 22. júní, höfum við ekki fengið að sjá tilboð það sem samninganefnd VSÍ/ÍSAL hafði talað um síðastliðinn föstudag. Þarinig stöndum við frammi fyrir því að fyrirheit viðsemj- enda okkar standast ekki enn á ný. Til marks um viljaleysi samninga- nefndar VSÍ/ÍSAL til samninga hafa þeir verið að reyna nú í tvo sólar- hringa að fá skrifaða yfirlýsingu verkalýðsfélaganna og að breyta henni í samkomulag við sig. Þeir virðast ekki átta sig á því, að það eru verkalýðsfélögin sem eru að gera með sér samstarfssamning um afgreiðslu samnings og þeir fá að- eins yfiriýsingu frá verkalýðsfélög- unum um að þau hafi gert með sér samkomulag. Við verðum að vona að viðsemjendur okkar komi til fund- ar /iú með samningsvilja í verki,“ sagði Þorlákur. Söfnunarfé vegna snjóflóða í Súðavík Eftirstöðv- um varið til nýbygginga EFTIRSTÖÐVUM söfnunarfjár vegna snjóflóðanna ‘ í Súðavík, 73 milljónum, verður varið til styrktar einstaklingum sem bjuggu í bænum fyrir snjóflóðin í janúar og þurfa að koma sér upp þaki yfir höfuðið í nýrri byggð í kauptúninu. Nánari reikningsskil endurskoðanda sjóð- stjórnar verða birt í Lögbirtingablað- inu, en sjóðsstjóm hefur lokið störfum. Landssöfnunin, sem gerð var und- ir yfirskriftinni samhugur í verki, skil- aði 290 milljónum. Samkvæmt grein- argerð stjómar fór 25 milljóna króna framlag Færeyinga til þess að reisa nýjan leikskóla, að ósk gefenda, 189 milljónum var úthlutað til einstaklinga og fjölskyldna og tæpum þremur milljónum til samfélagslegra verkefna. Eftirstöðvar em 73 milljónir. Sjóðsstjórn telur að öllum sem hlut áttu að máli hafi verið gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri. Súðvíkingar þakklátir Var ákveðið að veija eftirstöðvum íjárins, 73 milljónum, til nýbygg- inga. Stjórnin telur rétt að bygginga- styrkirnir verði inntir af hendi í upp- hafi framkvæmda og að greiðslur verði jafnar og óháðar stærð fyrir- hugaðra fasteigna. Fjárhæð bygg- ingastyrksins verður ákveðin þegar fyrir Iiggur hversu margir hyggja á framkvæmdir. Loks segir í greinargerð: „Sjóðs- stjórnin telur þessa ráðstöfun til þess fallna að styrkja þá endurreisn í Súðavík, sem ákvörðun hefur verið tekin um, enda er hún í samræmi við tilgang hinnar almennu fjársöfn- unar vegna snjóflóðanna í jan- úar ... Sjóðsstjórnin vill á þessum tímamótum þakka þá miklu velvild og skilning sem hún hefur notið í störfum sínum. Hún vill jafnframt koma því á framfæri að hún hefur skynjað glögglega það djúpstæða þakklæti sém Súðvíkingar bera í bijósti til ailra gefenda fyrir þann einstæða samhug sem þeim hefur verið sýndur í verki.“ Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um álit Eftirlitsstofnunar EFTA vegna vörugjalds Reglum um álagn- ingu verður breytt FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að reglum um álagningu vörugjalds verði breytt, þannig að þær verði í samræmi við EES-saminginn. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sént fjármálaráðuneytinu rök- stutt álit um að núverandi framkvæmd sé í tveimur atriðum andstæð samningnum. Í áliti ESA kemur fram að álagning vöru- gjalds, samkvæmt lQgum- þar um, bijóti í bága við 14. grein EES-samningsins, annars vegar þar sem gjaldstofn innfluttra vara, en ekki innlendra, sé fundinn með því að áætla 25% heildsöluálagningu, og hins vegar vegna þess að innlendum vörum sé ívilnað, miðað við erlendar, með gjaldfresti á vörugjaldi. ísland hafi því brotið bæði 3. og 14. grein EES-samningsins. Sú fyrmefnda kveður á um að aðildarríkin tryggi að skuldbindingum samningsins sé fylgt, sú síðarnefnda bannar skattalega mismunun innlendrar og erlendrar vöru. Fjármálaráðuneytinu bárust fyrst athuga- semdir frá ESA vegna álagningar vörugjalds 22. júlí í fyrra. Svör við því bréfi voru send fimm dögum síðar, 27. júlí. ESA var ekki sátt við þau svör og sendi formlegar athuga- semdir 20. marz síðastliðinn. Fjármálaráð- herra segir að bréfi því hafí verið svarað munnlega, á þá leið að engu væri við fyrri svör ráðuneytisins að bæta. Athugasemdir við tvö atriði af sex F’riðrik sagði á blaðamannafundi í gær að upphaflega hefði ESA spurzt fyrir um sex atriði viðvíkjandi álagningu vörugjalds, sem stofnunin hefði talið að gætu brotið í bága við EES-samninginn. í hinu formlega bréfi frá í marz og í rökstudda álitinu nú, gerir ESA hins vegar aðeins athugasemdir við tvö atriði. Friðrik sagði að mikilvægt væri að fá við- urkenningu Eftirlitsstofnunarinnar á því að íslandi væri heimilt að leggja vörugjöld á innfluttar vörur, sem ekki væru framleiddar hér á landi, en því hefði verið haldið fram að slík gjöld væru ígildi tolla. Friðrik sagði vörugjöldin mikilvæga tekjulind fyrir ríkissjóð og skiluðu hátt á þriðja milljarð í tekjur. Ekki væri hægt að fórna þeim tekjum að svo stöddu. Friðrik sagði misskilning að ESA teldi er- lendum framleiðendum mismunað með lög- unum um vörugjald, það hefði þvert á móti komið fram í viðræðum við stofnunina að hún vildi einvörðungu koma í veg fyrir mis- munun og gæta hagsmuna beggja. Mismunur á álagningu gjaldsins gætí jafnt komið niður á innlendum sem erlendum framleiðendum og innlendir framleiðendur hefðu kvartað yfir álagningaraðferðinni. „í þessu tel ég ekki felast að verið sé að segja það fullum fetum að við séum að vernda innlenda framleiðslu, heldur að það eigi að fara nákvæmiega eins með innlenda fram- leiðslu og innflutninginn," segir Friðrik. í bréfí ESA kemur þó fram að gjaldfrestur hygli innlendum framleiðendum umfram er- lenda, og sagði FYiðrik að það.mál yrði að líta á. Starfshópur settur á fót Fjármálaráðherra skýrði frá því að frum- varp hefði þegar verið samið til breytinga á vörugjaldslögunum, en ráðuneytið hefði hikað við að leggja það fram. „Þetta er mál, sem þarf að skoðast mjög ofan í kjölinn og í sam- starfi við aðila þá, sem málið snertir, einkum innflytjendur og iðnrekendur," sagði Friðrik. Hann sagði að fyrir nokkrum dögum hefði verið ákveðið að óska eftir tilnefningum frá Félagi stórkaupmanna og Samtökum iðnað- arins í nefnd til að endurskoða lögin. „Reglunum verður breytt," sagði Friðrik. „Það er ekki alveg víst hvort við þurfum að breyta lögunum, en við gerum heldur ráð fyrir því að það geti orðið og.þá þarf málið að fara í gegnum þingið. Það kann líka að vera að við getum gert ráðstafanir án þess að breyta lögunum.“ Friðrik sagði að ESA hefði gefið tveggja mánaða frest til að breyta reglunum. Ljóst væri að ekki væri hægt að breyta lögum fyrr en Alþingi kæmi saman. Fordæmi er fyrir því að ESA dragi það að vísa málum til EFTA-dómstólsins, sjái stofnunin að unnið sé að lausn mála. Fram kom í máli ráðherra að ekki væri einfalt mál að breyta vörugjaldi. Erfitt væri að finna hið raunverulega heildsöluverð á innfluttum vörum, til dæmis er stórverzlanir flyttu sjálfar inn vörur, sem þær seldu síðan í smásölu. Samskiptin ágæt Friðrik sagðist telja að samskipti íslenzkra stjórnvalda, ekki sízt fjármálaráðuneytisins, og ESA hefðu verið með ágætum. Hann benti á að samkvæmt ársskýrslu ESA fyrir síðasta ár hefðu verið send 66 formleg bréf vegna meintra brota á EES-samningnum. Af þeim hefðu tíu beinzt að íslandi. Stofnunin hefði sent út fimm rökstudd álit, ekkert þeirra til/ íslands. Stofnuninni hefðu borizt 164 kvart- anir, þar af þijár vegna íslands. Á þessu ári hafa íslenzk stjórnvöld hins vegar fengið þtjú rökstudd álit, eitt vegna aukagjalds á innfluttan bjór, annað vegna einkaréttar ríkisins á innflutningi og heild- sölu áfengis og nú það þriðja. Öll varða þau mál, er heyra undir ljármálaráðuneytið. Ráð- herra var spurður hvort ekki hefði verið hægt að bregðast fyrr við í þessum tilvikum- Friðrik sagði fyrri tvö málin samhangandi. „Innlendu bjórframleiðendurnir sættu sig við að hverfa frá verndinni ef nýju lögin yrðu samþykkt. Og það vita allir, sem fylgdust með, að heiðarleg tilraun var gerð af hálfu fjármálaráðherrans að koma frumvörpum í gegnum þingið,“ sagði Friðrik. Hann sagði að varðandi fyrri tvö málin hefðu kröfur ESA þegar verið uppfylltar. Lagabreytingar taka of langan tíma „Eg tel að íslenzk stjórnvöld hafi brugðizt með mjög eðlilegum hætti við tilmælum, í hvaða formi sem þau hafa komið, frá ESA,“ sagði Friðrik. „Við skulum samt hafa í huga að þetta er nýr samningur, öðru vísi en við eigum að venjast, og það tekur auðvitað tíma fyrir stjórnkerfið að bregðast við með þeim hætti, sem ef til vill verður í framtíðinni. Það veldur okkur, og sjálfsagt öðrum þjóðum Iíka, erfíðleikum að þingið starfar ekki nema hluta ársins. Ef breyta þarf lögum getur það tekið tíma og ég held að það sé því miður rétt að það tekur stundum ,mjög langan tíriia hér á landi að breyta lögum, jafnvel þótt ljóst sé í upphafi að meirihluti sé fyrir frumvarpinu." > I > ) > > > 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.