Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 31 MIIMNINGAR + Jensína Sigur- veig Jóhanns- dóttir fæddist á Lónseyri í Arnar- firði 5. ágúst 1907 í V-ísafjarðarsýslu. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jóns- son skipstjóri og Bjarney Friðriks- dóttir klæðskeri og húsfreyja. Jensína giftist Guðjóni El- íasi Jónssyni banka- útibússljóra Lands- bankans á ísafirði, f. 20. febrúar 1895, d. 11. febrúar 1980. Börn þeirra eru Guðlaug B. Guðjóns- dóttir, íþrótta- og tækniteiknari, Jóhanna, húsfreyja á Grund í Skorradal, Skúli, flugstjóri hjá Flugleiðum, og Friðrik, flug- stjóri hjá Cargolux. Fóstursonur hennar er Baldur Guðjónsson skrifstofustjóri. Útförin fer fram frá Askirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. ÞEGAR ég frétti andlát móðursystur minnar, Jensínu Jóhannsdóttur, komu fram í huga mér fallegar minningar um þessa sómakonu. Jensína var hávaxin og myndarleg kona. Frá henni skein mikil hlýja og ávallt iék bros um varir hennar. Jensína og móðir mín voru mjög nánar alla tíð. Faðir þeirra, Jóhann Jónsson skipstjóri, Iést úr lungna- bólgu frá ungum börnum 1921. Það var erfitt hlutskipti fyrir móður þeirra, Bjarneyju Friðriksdóttur, að koma á legg níu börnum. Þraut- seigja og hjálpsemi skiptu þá mestu máli. Uppvaxtarárin við erfið skilyrði mótuðu lífsskoðanir Jensínu. Hún mat það sem lífið gaf og var þakk- lát persóna. Systkinin höfðu alla tíð mjög náið samband og sýndu hvert öðru mikinn velviija og virðingu. Einungis eitt systkinanna er á lífi; Friðrik Jóhannsson. Fyrstu kynni mín af Jensínu voru þegar ég var barn að aldri í heim- sókn hjá henni og manni hennar Guðjóni Elíasi Jónssyni á ísafirði. Hann gegndi þá stöðu útibússtjóra Landsbankans. Þau áttu fallegt heimili á ísafirði með stórum garði sem snáðinn átti að leika sér í. Svo vildi til að snáðinn var horfinn allt í einu og farið var að leita að honum. Hann hafði þá farið í gönguferð, gleymt stað og stund og var staddur niðri á bryggju þegar góðlát- legur maður fór að for- vitnast um þennan litla dreng sem var einn síns liðs. Þegar í ljós kom að ég var í heimsókn hjá henni Jensínu frænku lifnaði maður- inn við. Hann þekkti þessa sómakonu og fylgdi mér heim til hennar. Þá fagnaði hún innilega eins og hún gerði ætíð síðan. Þegar komið var til Jensínu mætti manni einstök persóna sem vildi öll- um gott. Börnum hennar, Lúlú, Jó- hönnu, Skúla og Friðriki, og barna- börnum og öðrum aðstandendum sendum við systkinin okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jóhann Briem. Þú elskaðir stökunnar máttuga mál, myndsmíð vors þjóðaranda, þar ættirnar fága eldgamalt stál, í einvistum fjalla og stranda - við öræfamorgunsins brúnabál, við brimþunga mannauðra sanda. Með þessum orðum Einars Bene- diktssonar minnumst við okkar kæru ömmu, Jensínu Jóhannsdóttur sem lést 15. júní sl. á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Frá því að við munum fyrst eftir okkur og fram á síðustu ár, eða þar til hún flutti á Laugaskjól áttum við fastan samastað hjá henni í Álfheim- unum, því alltaf var hún til staðar og fús að líta eftir okkur þegar við komum í heimsókn til Reykjavíkur. Minnumst við margra góðra stunda frá Álfheimunum, enda virtist það vera eins og tíminn hægði á sér þegar við vorum hjá ömmu í kyrrð og ró Álfheimanna. Margar ánægjulegar ferðir fórum við á sumrin með ömmu, og sérlega skemmtilegt var að fara um Vest- firði þar sem æskuslóðir og fyrstu búskaparár hennar voru. Arnarfjörð- urinn var henni sérstaklega kær og þar þekkti hún hvern hól og hveija laut, enda uppalin á Auðkúlu. Við minnumst dagstundarinnar þegar við sátum undir veggjum gamla skólahússins fyrir neðan Auðkúlu, þar sem amma gekk í skóla. Þar fengum við lýsingu á ævikjörum fólks, bæði í gleði og sorg á fyrstu áratugum aldarinnar. Gjarnan kom þá ein og ein vísa með og ekki var verra ef höfundar voru bræður henn- ar - en með þeim systkinum öllum frá Auðkúlu voru alltaf miklir kær- leikar og ástúð. Amma er næstsíð- ust að kveðja, nú er aðeins Friðrik eftir. Elsku amma, við trúum því, að nú hafið þið afi hist aftur og gangið nú saman á eilífðarvegum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við kveðjum þig með þessari vísu Jóns bróður þíns: Fagurt er um fjörð og grund fagrir litir hlíðar skarta. Arnarprður alla stund, eigi daga langa og bjarta. Pétur, Jens, Guðrún og Guðjón Elías. „Þetta er nú mest sjarmerandi systratríó sem ég hef kynnst," sagði eldri arnfirskur herramaður við Guð- mund jaka á næsta borði í erfis- drykkju Ninnu á Hótel Borg. Við systurnar þrjár brostum út í annað, vissum að ekki var verið að tala um okkur heldur Jensu, Ninnu og Guðnýju og vorum sammála síðasta ræðumanni rétt eins og Guðmundur. Bornar saman við einhveijar ókunn- ugar konur út í bæ voru þær systurn- ar líkar, en borriar hver við aðra mjög ólíkar. Og nú eru þær allar farnar á seinustu tveimur árum. Ég kynntist Jensu fyrst sem ungl- ingur, því hún og Guðjón fluttu frá ísafirði til Reykjavíkur áður en ég fór að muna eftir mér. Ég átti hjá þeim skjól í bænum ef ég þurfti hing- að. Eins og þegar ég var 12 ára. Ég hafði dottið á skautum, annað hnéð á mér virtist ónýtt og læknarn- ir fyrir vestan gátu engu tauti kom- ið við það. Pabbi hringdi í Jensu og bað hana að finna einhvern lækni sem gæti fundið út hvað væri að mér og læknað það. Eftir smátíma hringdi Jensa aftur og sagði að maður vinkonu sinnar ætlaði að bjarga málinu. Það reyndist svo besti skurðlæknir í bænum. Á spítalanum sögðu konurnar í næstu rúmum að þetta væri eitthvert rugl í mér því þessi læknir h'ti ekki við saumsprett- um á unglingshné, hann skæri aldr- ei minna en svo stóra holskurði að sjúklingurinn liti út eins og rúllu- pylsa eftir að búið væri að sauma hann saman. Samt lagaði hann á mér hnéð. Og konan hans, sem var í næsta herbergi í rannsókn í nokkra daga, sagði mér skemmtisögur frá Isafirði bernsku sinnar. Jensa kom með sælgæti og gjafir til mín á spít- alann og blómvendi til þeirra kvenna á stofunni sem reyndu að halda skólabókunum að mér. Ég vorkenndi sjálfri mér að lenda í þessum hremm- ingum og fannst þetta lágmarks við- urgjörningur í stöðunni. En núna skil ég ekki hvernig Jensa og Guðjón nenntu að dekra við mig eins óg þau gerðu, því ég held að ég hafi gefið svo lítið til baka. Guðjón var jafn indæll og Jensa. Hann gerði allt sem ég bað hann um. Eins og 1965 þegar sálarheill mín grundvallaðist á því að ég kæmist á rokkhljómleika The Kinks í Reykja- vík. Það var hringt í Guðjón og spurt hvort hann gæti keypt fyrir mig miða, ekki aftar en á fremsta bekk, sko. Jú, það var sjálfsagt. Það leið fjöldi ára þar til ég áttaði mig á því að langeðlilegasta svar hefði verið að hann tæki ekki í mál að standa í biðröð í fimm tíma niðri í bæ í heilu stóði af rugluðum unglingum. Þegar ég svo fór að vera í skólum í bænum var ég af og til boðin í sunnudagsmat til Jensu og Guðjóns. Þótt maturinn sem Jensa eldaði væri alltaf frábær, lá í loftinu að félagsskapurinn við borðið var aðal- rétturinn og um þá matreiðslu sá Guðjón. Og það var sama hver var boðinn til þeirra í mat, alltaf vask- aði Guðjón upp á eftir og það fór ekki framhjá konunum! Það voru ekki bara brandararnir sem Guðjón sagði sem voru skemmtilegir heldur líka hvernig hann gat komið orðum að sýn sinni á heiminn. Ég man að einu sinni sagði hann þegar talið barst að skáldskap að þegar hann var smástrákur að alast upp í Ön- undarfjrði var góður vinur hans Gunnar M. Magnúss. Guðjón sagði að þeir hefðu stundum setið uppi í fjaliinu fyrir ofan Flateyri og verði að plana hvernig þeir ætluðu að sigra heiminn. Báðir sem rithöfundar. „Gunnar hefur skrifað margar skáldsögur, en ég hef nú aldrei skrif- að nema á víxla,“ sagði Guðjón og hló. Allir við borðið vissu að hans skáldskapur var trúnaðarmál hans nánustu. Það er freistandi að sanna þetta með einhverri vísunni sem hann orti um Jensu, en ég skulda honum annað en að bregðast trún- aði hans. Hann lék sér líka að því að þýða ljóð eftir skáld eins og Long- fellow, Byron og Burns, og mörg þeirra voru frábærlega þýdd. Fólk sem elst upp við að þurfa að bjarga sér sjáift frá æsku metur oft veraldleg gæði og veraldlega upphefð mjög mikils. Jensa vanmat hvorugt, en í það eina skipti sem ég heyrði hana mjög dijúga yfir löngu gengnum ættmanni sínum þá var það ekki yfir einhveijum eins og frelsishetjunni Jóni Sigurðssyni heldur Jóni Þorlákssyni frá Bægisá, staurblönku ljóðskáldi sem var að þýða Milton eða Pope þegar hann var ekki á kafi í eigin skáldskap eða bókaútgáfu í Hrappseyjarprent- smiðju. Mér fannst það frábært. Nú seinustu árin þegar hugar- heimur hennar var að mestu Arnar- fjörður barns- og ungdómsára hennar hefur mér stundum fundist eins og ég heyrði bergmál af ungri konu frá tíma sem var löngu liðinn þegar ég fæddist. Eins og þegar við stóðum við gluggann á Lauga- skjóli að vetrarlagi og hún sagði: „Hvernig ætli gangi á Kúlu? Það er svo langt síðan strákarnir bræður mínir hafa komið!“ Samviskulaust laug ég að henni að hún gæti örugg- lega skroppið vestur í heimsókn þegar voraði og snjórinn hyrfi. Það hefði valdið henni svo miklum sár- > indum ef ég segði henni að sá heim- ur sem hún lifði orðið í væri horfinn okkur hinum. Ég veit að allir ættingjar Jensu er innilega þakklátir starfsfólkinu á Skjoli fyrir þá hlýju og umhyggju sem það sýndi henni árin sem hún var þar. Svala Sigurleifsdóttir. Það er með mikkim söknuði en jafnframt þakklæti sem við systkinin minnumst vinkonu okkar Jensínu Jóhannsdóttur. Kynni okkar voru löng og góð. Sem ung stúlka kom hún árið 1927 til forelclra okkar, Dóru Þórhallsdóttur og Ásgeirs Ás- geirssonar. Var hún hjá þeim í Lauf- ási og ráðherrabústaðnum í sjö ár, en á sumrin fór hún venjulega vest- ur á Auðkúlu í Arnarfirði til móður sinnar en faðir hennar hafði látist ungur frá myndarlegum barnahópi. Jensa, eins og við kölluðum hana ætíð, varð fljótt eins og ein af ijöl- skyldunni og tók góðan þátt í að ala upp okkur börnin. Þessi glæsilega stúlka hafði sérstaklega gott lag á börnum og allt sem hún gerði var vel gert. Eftir árin hjá foreldrum mínum fluttist hún til Siglufjarðar, þar sem Bjarni bróðir hennar var lögreglu- þjónn og síðar skattstjóri. Naut ég þess ásamt mörgum námsmönnum, sem þar voru í síldarvinnu, að borða í mötuneyti, sem hún rak þar í nokk- ur sumur. Árið 1939 fluttist Jensa til ísa- fjarðar. Þar kynntist hún Guðjóni Élíasi Jónssyni bankastjóra og lifðu þau í farsælu hjónabandi þar til hann lést 1980. Með þessum línum vil ég og syst- ur mínar, Vala og Björg, láta í ljós þakklæti okkar fyrir allt sem Jensa hefur fyrir okkur gert sem og fyrir vináttu hennar og tryggð. Þórhallur Ásgeirsson. JENSINA SIGURVEIG G UÐMUNDSDÓTTIR STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR + Steinunn Guð- jónsdóttir fædd- ist á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 7. september 1902. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 15. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Guðmunds- son bóndi á Saurum í Helgafellsveit og Kristín Jóhannes- dóttir. Steinunn átti sjö systkini þau voru: Guðmundur, Jóhanncs, Valdimar, Þorsteinn, Dagbjört, Geirþrúður og Anna. Dagbjört er nú ein eftir á lífi af systkinun- um frá Saurum. Hinn 21. októ- ber 1933 giftist Steinunn Matt- liíasi Þórólfssyni, fæddur 19. janúar 1900 að Dalshöfða í Vestur-Skaftafellssýslu, dáinn ELSKULEG amma mín Steinunn í Ástúni verður borin til grafar í dag. Ég naut þeirra forréttinda að búa í Ástúni fyrstu æviárin og eru fyrstu bernskuminningarnar þaðan. Þá var í Ástúni kúabú, hænsnabú og mat- 27. október 1961. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir og Þórólfur Jóns- son. Matthias missti móður sína ungur og var tekinn í fóst- ur af Valgerði Ein- arsdóttur og Jóni Jónssyni sem bjuggu á Núpsstað. Steinunn og Matthí- as stunduðu búskap lengst af í Ástúni í Kópavogi. Þau eignuðust tvö börn þau eru: Hrafnhild- ur, maki Jón H. Guðmundsson, búsett í Reykjavík, og Birgir, bóndi að Hrafntóftum, maki Guðrún Ásmundsdóttir. Barna- börnin eru fjögur og barna- barnabörnin níu. Útför Steinunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. jurtarækt. Síðan hefur margt breyst og íbúðabyggð komin þar sem áður voru tún og garðar. Amma og afi byijuðu búskap í Lynghölti í Sogamýri, í Reykjavík. Árið 1937 hófu þau landnám í Kópa- vogi og byggðu sér þar lítinn bæ er þau nefndu Ástún. Á næstu árum unnu þau hörðum höndum við að rækta landið og byggja upp húsa- kost á nýbýlinu. Um 1950 fluttu þau í nýtt íbúðarhús sem stendur eitt eftir af húsunum í Ástúni og er nú skóladagheimili. Amma missti mikið þegar afi dó. Þau voru samhent hjón og áttu góð ár saman. Ég sé fyrir mér hvernig hún ljómaði af gleði þegar hún rifj- aði upp gömlu dagana. Amma bjó í Ástúni með Birgi syni sínum allt þar til hún fór á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Alltaf var gott að koma í Ástún til ömmu og Birgis. Amma var myndarleg húsmóðir. Hún hafði yndi af handavinnu, sérstaklega útsaumi og eftir hana liggja margir fallegir hlutir. Síðustu æviárin var amma alveg blind og frekar heilsu- lítil. Ég minnist með ánægju sam- tala okkar á undanförnum árum og hnyttinna tilsvara sem komu oft skejnmtilega á óvart. Ég og fjölskylda mín viljum þakka ömmu samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Matthildur Jónsdóttir. Elsku amma mín, Steinunn Guð- jónsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim og lagt upp í sína hinstu för. Ekki efa ég að vel hafi verið tekið á móti henni. Þó amma sé dáin lifir minningin um hana í hjörtum okk- ar. Amma tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til hennar í Ástún. Hún gætti mín alltaf vel og veitti mér mikinn styrk. Oft hef- ur það komið fyrir að hún birtist mér í draumi og gefur mér ráðlegg- ingar sem reyndust mér vei. Heimili hennar í Ástúni bar þess merki að þar bjó mikili kvenkostur og mun vera erfitt að feta í fótspor hennar, allt var svo skipulagt, hreint og heimilislegt og áttu hannyrðir hennar stóran þátt í því. Hannyrðir munu ætíð skipa stóran sess á heim- ilum okkar allra og munu verk henn- ar vera tákn um minningu hennar. Amma var mjög kvæðelsk og var hún ávallt fús að miðla okkur af þekkingu sinni og allt reyndist svo auðvelt þegar amma átti í hlut því hún gat alltaf fundið réttu orðin sem áttu við. Helsti kostur ömmu var að hún gerði aldrei miklar kröfur til annarra og hún vissi alltaf hvern- ig vekja átti upp hið góða í fari hvers og eins. Árin hennar ömmu voru orðin 92. Síðustu æviárin þurfti hún að tak- ast á við erfiðleiká vegna veikinda sinna en hún tók þeim með jafnaðar- geði. Hún kvartaði aldrei, var alltaf þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana og kímnigáfa hennar var alltaf til staðar. Hvarvetna sem leið hennar lá skildi amma eftir fagra mynd, þó best skíni hún í lífi barna hennar og allra ástvina sem nutu ástríkis hennar og kærleiksríkrar um- hyggju. Vissulega mun Guð blessa þann dýra og fagra móðurarf. Megi Guð varðveita sálu þina amma mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Steinunn. Nú hefur hún Steinunn mín kvatt þennan heim og megi Guð gefa henni gott skjól og birtu í nýjum heim- kynnum sínum. Eg kynntist henni þegar hún bjó í Ástúni og ég var bara lítil stelpa sem hafði mikinn áhuga á sveita- störfum. Þetta var eini staðurinn sem ég gat leitað til þegar ég var alveg að gefast upp á borgarlífinu. Eftir leik og störf með fólkinu hennar í sveitasælunni í Ástúni, tók Steinunn á móti mér með smui'ðu brauði og heitu kakói til að ylja mér og kaldri mysu við þorstanum þegar heyskapur stóð yfir á sumrin. Hún tók mér alltaf af alúð og hlýju þegar hún bauð mér inn á heimili sitt og ég tel mig hafa mikið að þakka að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu á meðan hún hélt fullri heilsu. Nú hefur hún Steinunn loksins fengið hvíldina og ég kveð hana með söknuði og bið algóðan Guð að gæta hennar og leiða. Guðríður Júlíusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.