Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23..JÚNÍ 1995 121 Sandur í greip- um Ægis ÓTALMÖRG efni og aðferðir hafa verið notuð til listsköpunar í gegnum tíðina. Nú hefur ný aðferð verið þró- uð sem felst í gerð skúlptúra úr sandi. Maðurinn á bakvið hana er listamaðurinn Ægir Geirdal sem nú kýs að kalla sig Greipar Ægis. Greipar segir að síðan hann bytj- aði að þróa þessa aðferð fyrir þrem- ur árum síðan hafi hann töfrað fram um 500 ólíka skúlptúra úr sandi og aðferðina segir hann nýja af nál- inni. „Ég nota engin tæki eða mót heldur nota ég einungis hendurnar og breyti sandinum í stein án þess að nota sement!" Blaðamanni Morg- unblaðsins lék hugur á að vita hvaða undraefni það væri sem hann notaði til að láta sandinn „loða saman“. Greipar kvað það leyndarmál enn sem komið er en sagði þó efnið til á öllum íslenskum heimilum. „Ég datt niður á þessa aðferð fyrir tilvilj- un. Þetta er einföld og þægileg leið til listsköpunar og kjörin fyrir t.d. skóla að nýta sér. Ég hef verið í viðræðum við ráðamenn mennta- mála og boðist til að láta þeim hug- myndina í té en ég hef engin jákvæð svör fengið ennþá.“ Greipar segist sjá mikla mögu- leika í að kynna ferðamönnum þessa skúlptúra og telur að komist þeir inn á minjagripamarkaðinn sé um tals- verðar gjaideyristekjur að ræða í framtíðinni því þetta sé séríslenskt, en fyrst þarf hann að ná eyrum fólks sem vill koma til móts við hann við kynningu og útbreiðslu hugmyndar- innar. Morgunblaðið/Jón Özur EITT verkanna á myndlistarsýningu listadaganna, Rósir eftir Andreu Baumann frá Þýskalandi. Að finna gullið FJÖLDI fólks var við opnun Gull- kistunnar á Laugarvatni þann 17. júní og að minnsta kosti fimm hund- ruð manns lögðu leið sína í gamla Héraðsskólahúsið og hótelin á staðnum en allar þessar byggingar eru fullar af listaverkum af marg- víslegum toga. A gestunum mátti heyra að þeir voru sérstaklega hrifnir'af þeirri fjölbreytni sem ríkir á sýningunni, allt frá hefðbundnum málverkum til rýmisverka,_ gjörninga og hug- myndalistar. Útiverk eru mörg á staðnum og víða. Elísabet Jökuls- dóttir rithöfundur hélt hátíðarræðu og að því loknu var fáni Gullkist- unnar dreginn að húni og hátíðin sett. Elísabet sagði m.a. sagði að listin opnaði manneskjurnar af því að hún væri stærri en þær. Dagskrá listadaganna heldur áfram af krafti næstu daga og er sýningin opin frá kl.14 til 20 virka daga en frá kl. 10 til 22 um helg- ar. Dúettinn Súkkat hélt tónleika að kvöldi 21.júní og gengið var á Gullkistu aðfaranótt 23.júní. Á morgun verður haldin ljóðadagskrá og Strokkvartettinn verður með tónleika í íþróttahúsi Héraðsskól- ans. Tíu ára afmælis- tónleikar Lissýar Laxamýri. Morgun- blaðið. KVENNAKÓR- INN Lissý hélt upp á tíu ára af- mæli sitt á'-dög- unum á Breiðu- mýri í Reykjadal með tónleikum og kaffiveiting- um á eftir. Lissýkórinn er að góðu kunnur enda komu margir til þess að hlýða á söng þeirra 35 kvenna sem syngja í kórnum og var þeim klappað mikið lof í lófa. Söngstjóri kórsins er Hólmfríður Benediktsdóttir en undirleikari var að þessu sinni Helga Bryndís Magn- úsdóttir. Einsöngvarar voru Gunn- fríður Hreiðarsdóttir og Hildur Tryggvadóttir. Þá söng Elma Atla- dóttir sópransöngkona fimm lög. Konurnar í Lissý munu syngja á kvennakóramótinu í Reykjavík. Þin- geyingar kunna vel að meta söng Lissýjar eins og vel kom fram í athyglisverðri ræðu hins aldna bónda, Jóns Jónssonar frá Fremsta- Felli í Kinn, sem færði kórnum miklar þakkir í lok tónleikanna. Hólmfríður Benediktsdóttir Morgunblaðið/Sverrir SIGRÚN Waage, leikari, og Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleik- ari, ásamt Ingimundi Sigurpálssyni, bæjarsljóra Garðabæjar. Menningarsjóður Garðabæjar Listamenn hljóta starfsstyrki STARFSSTYRKIR úr menningar- sjóði Garðabæjar voru afhentir á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Aðþessu sinni hlutu styrk þær Sigrún Waage, leikkona, og Hildigunnur Halldórs- dóttir, fiðluleikari. Ingimundur Sig- urpálsson, bæjarstjóri, afhenti lista- mönnunum styrkina. Hildigunnur Halldórsdóttir fædd- ist 6. mars 1966, í Reykjavík. Hún hóf tónlistarnám í Tónlistarskóla Garðabæjar 1974 og er einn af stofn- félögum Skólakórs Garðabæjar. Hildigunnur lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987. Þá lauk hún „Bachelor of Music“- og „Master of Music in Performance and Literature“-gráðum frá Eastman School of Music of the University of Rochester 1992. ÍSLENSKA leikhúsið er þessa dag- ana að undirbúa uppfærslu á í djúpi daganna eftir Maxim Gorkí. Sýning- ar munu fara fram í Lindarbæ og er áætlað að sýningar hefjist í bytjun september. Hlutverk í sýningunni eru alls 17. Til að koma sýningunni fyrir hefur íslenska leikhúsið ráðist í umtals- verðar breytingar á Lindarbæ. Að- staða baksviðs í Lindarbæ hefur ætíð verið erfið og mikil þrengsli ein- kennt alla vinnu í húsjnu og er nú Hildigunnur hefur komið víða fram sem einleikari bæði erlendis og hér heima. Hún er fastráðin aðstoð- arleikari annarrar fiðlu hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands auk þess sem hún er konsertmeistari Kammersveitar Hafnarfjarðar. Sigrún Waage fæddist 5. júní 1961, í Reykjavík. Hún stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins og tók þar þátt í mörgum leikritum og söngleikjum sem barn og unglingur. Sigrún lauk „Bachelor of Fine Art“- gráðu árið 1986 frá tilraunaleikhús- deild New York University, með leik- list og leikhúsfræði sem aðalnáms- fög. Hún stundar nú söngnám í Tón- listarskóla Garðabæjar. Hún hefur starfað sem leikari bæði hjá Þjóðleik- húsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. verið að gera þar bragarbót á. Ennfremur er verið að rífa allan rafmagnsbúnað, töflur og lagnir, sem notaður hefur verið við leiksýningar og koma nýjum fyrir. Það eru Þórarinn Eyfjörð leikstjóri og Egill Ingibergsson ljósahönnuður sem standa að baki þessarar upp- færslu íslenska leikhússins, en það er Megas sem þýðir verkið. Þetta verk Gorkís hefur einu sinni áður verið sýnt hér á landi og þá undir heitinu Náttbólið. Gamlir meistarar í Dóm- kirkjunni í DÓMKIRKJUNNI í Reykjavík verða þrennir tónleikar um helgina. Dómkórinn syngur á Jónsmessu- nótt, föstudaginn 23. júní kl. 22.00. Á efnisskrá eru mótettur eftir gamla meistara og kórlög eftir Jón Nordal og Jórunni Viðar en einnig syngur kórinn Madrigala í tilefni dagsins. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Barokktónleikar verða sunnu- daginn 15. júní kl. 17.00 með tón- list fyrir blokkflautu, fiðlu og semb- al. Flytjendur eru Camilla Söder- berg, Rut Ingólfsdóttir, Elín Guð- mundsdóttir og Ólöf Sesselja Ósk- arsdóttir. Mánudaginn 26. júní leikur Kári Þormar á orgel Dómkirkjunnar og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Kári lauk burtfararprófi frá Tón- skóla Þjóðkirkjunnar fyrir tveimur árum og var kennari hans þá Hörð- ur Áskelsson. Kári er núna í fram- haldsnámi í Dusseldorf í Þýska- landi. -----» ♦ 4---- HÓPUR málmblástursleikara úr New York-fílharmóníunni sýndi það og sannaði fyrir skömmu að gælunafnið „rosabullurnar" sem tónskáldið Leonard Bernstein gaf hópnum þegar hann var stjórnandi hljómsveitarinnar, á við rök að styðjast. Ástæða nafn- giftarinnar var sú hversu krafta- legir hljóðfæraleikararnir eru enda veitir ekki af þegar blásið er í túbur og básúnur. Fílharm- ónían var fyrir skömmu á tón- leikaferð í Evrópu og lék m.a. í Amsterdam. Á leiðinni út á flug- völl keyrði rútan með hljómsveit- ina fram á mannlausa bifreið sem ekki var nokkur leið að komast framhjá. Gerðu sex „rosabullur" sér þá lítið fyrir, lyftu bílnum og færðu út í vegarkant svo að þeir kæmust í tæka tíð í flugið. I djúpi daganna eftir Maxim Gorkí í Lindarbæ Netto^ asko (cmam Onw ^turbo nilfisk emide cc ZD 1— Li— > co '=) □= Q FÖNIX AUGLÝSIR C= TJ “O < O —\ —1 LU HÖFUM OPNAÐ NÝJA GLÆSiLEGA DEILD MEÐ DANSKAR < rri' :> c z U- ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FATASKÁPA. bo TJ <c =) o Nú bjóðum við allt sem þig vantar 0 —1 5! —1 INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI < rri' 1— ■o í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í CP oc o svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. £ c= TT =D 1 _J LU 3= OPNUNAR - SÖLUSYNING cz DO DO cc < KYNNINGARVERÐ Á INNRÉTTINGUM > co z u_ O TILBOÐSVERÐ Á RAFTÆKJUM c/5' co cc < i Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. 8' 'UJ > Þeir sem versla fyrir kr. 10.000,- eða meira, geta tekið þátt í ZD 00 o _J laufléttri Fönix-getraun og unnið Nilfisk-ryksugu að verðmæti -< LU CC kr. 31.600,- eða einhvern 5 aukavinninga. c= CD cz CD I— 1— 'UJ mánud. - föstud. 9-18 OPIÐiaugard 24 61016 /* ui =0 co s >' z ® sunnud. 25. 6. 12-17 hátúni6a reykjavík sími 5524420 m EMIDE NILFISK OTURBO Cwm ASKO NettOlu^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.