Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand BUT A RBAL VULTURE NEVER 51T5 IN A CHAlR.. _ hvað þú gerir. En raunverulegir gammar sitja aldrei á stól... BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylgavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglarnir - hagsmunasamtök bifhjólafólks Frá Brynju Grétarsdóttur: BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglar, voru formlega stofnuð 1. apríl 1984 af tuttugu manna hópi. Nú eru félagsmenn skráðir 982 en það eru u.þ.b. 400 til 500 virkir. I Sniglunum er fólk úr öllum stétt- um þjóðfélagsins allt frá alþingis- manni til atvinnu- leysingja. En öll eiga þau sameig- inlegt áhugamál og það er mótor- hjól. Hér áður fyrr urðu Sniglar mikið varir við fordóma í sinn garð, fordóma sem voru sprottnir frá bíómyndum þar sem glæpagengin þeysa um á mótorhjólum og gera eitthvað ljótt. En nú tilheyrir þessi hugsunarhátt- ur fortíðinni. Sniglar hafa margoft sýnt það og sannað að þeir eru fyrirmyndarfólk. Auðvitað eru skemmd epli inn á milli eins og annars staðar í þjóðfélaginu en svartir sauðir fá ekki inngöngu í samtökin. Inngönguskilyrði eru þau að umsækjandi sé orðinn 17 ára og hafi fengið meðmæli 13 fullgildra Snigla. Umsækjandi í Ungsnigla verður að vera orðinn 15 ára, hafa samþykki forráða- manns ásamt a.m.k. meðmælum 6 fullgildra Snigla. Síðan fer um- sóknin fyrir stjórn sem ákveður hvort viðkomandi fær inngöngu. Innan Snigla er stjórn sem er skipuð 5 fullgildum Sniglum og skipta þeir með sér hlutverkum oddvita, varaoddvita, gjaldkera, ritara og ijölmiðlafulltrúa. Einnig eru þar starfandi nokkrar nefndir. Tilgangur Snigla er að koma á sem víðtækustu samstarfí bifhjóla- fólks, gæta hagsmuna þess og bæta aðstöðu til ánægjulegri bif- hjólamenningar, t.d. vinna og fylgjast með nauðsynlegum endur- bótum á umferðarlögum, kennslu- reglum, skoðunarmálum, trygg- ingagjöldum, opinberum gjöldum og öðru er viðkemur bifhjólum. Einnig er lögð áhersla á að stuðla að auknum skilningi á málefnum Snigla og ná sem víðtækustu sam- starfi við önnur félög, samtök og einstaklinga hvað varðar meðferð og notkun bifhjóla. Ýmsar hefðir í Sniglunum eru hinar ýmsu hefðir, t.d. 1. maí er árleg hóp- keyrsla, 17. júní er árleg ferð á Akureyri, 24. júní er hjóladagur Snigla með alls konar uppákomum. Hvítasunnuhelgina sniglast margir á Lýsuhól, landsmót er alltaf hald- ið fyrstu helgina í júlí og má segja að það sé fjörmesta ættarmót sem haldið er á íslandi. Svo er Land- mannalaugarferð fyrstu helgina í september. Þangað fara yfírleitt þeir allra hörðustu Sniglar sem til eru. Síðan er farin árleg bamaferð með afkomendur og litla ættingja Snigla. Sniglar eru virkastir á sumrin en þegar líða tekur á haustið og leggja verður hjólunum er haldin Haustógleði, síðan tekur Vetrar- sorgardrykkjan við. Margir leggjast í dvala yfir veturinn með hjólunum sínum og dunda þar við að smíða, breyta, hreinsa og pússa gripina en gefa sér nú samt tíma til að halda jóla- hjólaball og árshátíð. Nú, svo er árlegur aðalfundur. Sniglarnir gefa út Sniglafréttir mánaðarlega sem era fullar af fróðleik, glensi og gamni. Lesandi góður, þú veist nú ýmis- legt um Bifhjólasamtök lýðveldis- ins, Snigla. Opnir Sniglafundir eru haldnir að Bíldshöfða 14 kl. 20.00 öll miðvikudagskvöld. Hjóladagurinn verður haldinn hátíðlegur 24. júní Hjóladagurinn er baráttudagur bifhjólafólks á íslandi. Með hjóla- degi viljum við vekja athygli á vera okkar í umferðinni, sjónar- miðum okkar og baráttumálum. Sniglar héldu þennan dág hátíð- legan fyrst árið 1990 og hefur hann orðið mjög vinsæll. Dagskrá hjóladagsins nú í ár er á þessa leið: Kl. 15.00 er hópkeyrsla frá Kaffivagninum niður á Granda. Bifhjólafólk sem tekur þátt í keyrslunni mæti kl. 14.00. Hjólað verður um stórborgarsvæðið og endað niðri á Ingólfstorgi kl. 16.00. Þar verða hátíðarhöld sem byija með setningu og síðan verður einn- ar mínútu þögn í minningu látinna félaga. Síðan mun Snigill halda tölu og Ólafur Guðmundsson for- seti LÍA flytur ræðu, Árni Johnsen flytur ræðu, fulltrúi lögreglustjóra í Reykjavík talar, Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir frá Umferðarráði talar. Tveir mótorhjólamenn segja frá eigin mótorhjólaslysi, Sniglar láta móðan mása og heiðurssnigill 1000 krýndur. Gunni Klútur 58 kemur á óvart og síðan era dag- skrárlok kl. 18.00. Minjagripasala Snigla verður á staðnum. Hvetjum við alla sem áhuga hafa á að skoða glæsta járnfáka og kynna sér sjón- armið okkar að mæta niðrí á Ing- ólfstorgi kl. 16.00. Bestu kveðjur. BRYNJA GRÉTARSDÓTTIR, Snigill nr. 936, Lönguhlíð 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.