Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Ráðherrar segja afsögn Majors styrkja stöðu hans London, Lúxemborg. Reuter. EFTIR að John Major tilkynnti skyndilega, á fréttamannafundi síðdegis í _gær, að hann segði af sér embætti leiðtoga íhaldsflokksins, voru viðbrögð helstu ráðherra í stjórn hans á einn veg. Þeir lýstu stuðningi við hann og sögðust trúa því að hann myndi með þessu festa sig í sessi. Major sagði í viðtali við sjónvarpstöðina Sky að hann byggist ekki við því að neinir ráðherrar myndu bjóða sig fram á móti honum. Michael Heseltine, viðskiptaráðherra, hefur af mörgum verið álitinn keppinautur Majors um leiðtogaembættið. Heseltine sagðist í gær styðja Major í framboði til embættis leiðtoga flokksins. „Menn hafa velt mjög vöngum yfir forsætisráðherranum," sagði Heseltine. „Hann er staðráðinn í að binda enda á þær vangaveltur, íhaldsflokknum og þjóðinni til hagsbóta." „Vogað skref“ Fjármálaráðherrann, Kenneth Clarke, og utanríkisráðherrann, Douglas Hurd, lýstu einnig stuðningi sínum við Major. Hurd sagð- ist telja að ákvörðun forsætisráðherrans væri „vogað skref hugrakks manns, og nauðsyn- íegt skref þar að auki, held ég. Hann er besti forsætisráðherra sem þjóð mín gæti átt, og ég óska honum góðs árangurs." Sir Norman Fowler, fyrrum formaður íhaldsflokksins, sagðist vona að beinskeyttar aðgerðir Majors til þess að styrkja forráð sín í flokknum yrðu til þess að enginn byði sig fram á móti honum til embættis leiðtoga. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að ákvörðun Majors bæri vott um ör- væntingu og sýndi að Major væri ekki lengur hæfur stjórnandi. Blair sagði að leiðtogakjör í íhaldsflokknum myndi ekki leiða til þeirra stefnubreytingar sem Bretlandi þyrfti á að halda. „Slíkt getur einungis gerst í almennum kosningum," sagði hann. Margaret Thatcher, forveri Majors, sagðist trúa því að Major yrði endurkjörinn leiðtogi flokksins í komandi kjöri. „Ég held að [afsögn- in] sé af hinu góða, og sýnir að [Major] stend- ur ekki á sama,“ sagði hún. Gingrich borgar brúsann Washington. Reuter. NEWT Gingrich, forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar, féllst á mið- vikudag á þau tilmæli siðanefndar þingsins að hann eða útgáfufyrir- tæki hans greiði allan kostnað við kynningarherferð í tilefni útgáfu bókar hans. Stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með herferð Gingrich, telja að með henni sé hann að kanna jarðveginn fyrir hugsanlegt forseta- framboð á næsta ári. Demókratar hafa haldið því fram að heimsókn Gingrich til 25 borga sé brot á reglum þingsins sem leggja bann við því að þiggja mat, ferða- og dvalarkostnað fyrir meira en 250 dali, um 15.300 kr. ísl. Siðanefndin lagði til að útgefand- inn eða Gingrich sjálfur greiddu ferðakostnaðinn og kaus Gingrich að greiða úr eigin vasa. Reuter Flóð í Bangladesh MIKIL flóð hafa verið að undanfömu í norðaustur- islausar og hafa leitað skjóls í hjálparskýlum sem hluta Bangladesh og hafa þau kostað að minnsta kosti stjómvöld hafa komið á fót. Orsakir flóðanna eru fyrst 65 manns lífið, auk þess sem hundmð manna þjást og fremst miklar rigningar. Var þessi mynd tekin er af niðurgangi og malaríu. Milljónir manna em heimil- hópur fólks flýr heimili sín tii að komast í ömggt skjól. Efnahagserfiðleikar í Japan ógna „bjóðarsátt“ og stöðugjeika sem henni hefur fylgt Reuter ÓTTASLEGIN, japönsk fjölskylda frelsinu fegin eftir að sérsveit- armenn frelsuðu farþega og áhöfn þotunnar á Hakodateflugvelli. Japanir uggandi um framtíðina Tókýó. Reuter. RÁNIÐ á japönsku risaþot- unni hefur aukið enn á ör- yggisleysistilfinnmguna, sem Japanir eru farnir að þjást af eftir hvert stóráfallið á fætur öðru, jarðskjálftana í Kobe og taugagasá- rásina í neðanjarðarlestinni í Tókýó að ógleymdum þrengingunum í efnahagslífínu. Þeim hefur alltaf fundist sem samfélag þeirra væri með einhveijum hætti betra og ör- uggara en annarra þjóða en nú vita þeir ekki hvert stefnir og óttast framtíðina. Maðurinn, sem rændi þotunni með 364 manns innanborðs, heitir Fumio Kutsumi, 53 ára gamall bankastarfsmaður í Tókýó, en hann hafði verið í veikindaleyfi frá því í október vegna geðrænna truflana og annars sjúkleika. Á almenningur mjög erfitt með að skilja hvernig honum tókst ránið með skrúfjárn eitt að vopni og ekki er laust við, að margir óski þess, að hann hefði sagt satt þegar hann kvaðst vera félagi í sértrúarsöfnuðinum Æðsta sannleik og krafðist þess, að leið- toga hans, Shoko Ásahara, yrði sleppt úr haldi. Kutsumi er ekki í neinum tengsl- um við sértrúarsöfnuðinn en ránið hefði kannski verið skiljanlegra hefði hann verið það. Hann er hins vegar bara „venjulegur, miðaldra launamaður" og margir óttast, að það bendi til, að ekki sé allt með felldu í „Landi hinnar rísandi sólar“. Efasemdir um öryggismál Japanskar sjónvarpsstöðvar héldu uppi beinum útsendingum frá þráteflinu % Hakodateflugvelli og skutu inn viðtölum við sérfræðinga í öryggismálum, sem margir létu í ljósi efasemdir um að öryggisráð- stafanir á flugvöllum í Japan væru í samræmi við alþjóðlega staðla. „Okkur þykir óhugnanlegt að flugrán skuli framið þrátt fyrir herta öryggisgæslu í kjölfar atburð- anna sem tengdust [dómsdagssöfn- uðinum] Æðsta sannleika,“ sagði háttsettur embættismaður í sam- gönguráðuneytinu á fréttamanna- fundi í gær. Lögreglumenn sögðu að upplýs- ingar sem farþegar gáfu gegnum farsíma sína hefðu verið mikilvægar fyrir yfirvöld, þar eð ræninginn neitaði að ræða beint við embættis- menn, og lét flugstjóra og flugfreyj- ur bera skilaboð. Fregnir af ferðum ræningjans um flugvélina hefðu verið sérstaklega mikilvægar. Farsímaeign í Japan hefur tvö- faldast frá því í fyrra, og eiga Jap- anar nú 4,3 milljónir farsíma. Sérstaða Japans að hverfa „Það er erfitt að ráða í framtíð- ina en mér virðist sem Japan sé ekki jafn „sérstakt" og áður var,“ segir Yoshiyuki Sato, prófessor. í þjóðfélagsfræði við Waseda-háskól- ann í Tókýó. Oryggi almennra borgara er meira í Japan en víðast hvar á Vesturlöndum en þjóðfélagsfræð- ingar segja, að efnahagssamdrátt- urinn á síðustu árúm hafi kynt undir ókyrrð og óstöðugleika. At- vinnuleysi er að vísu lítið miðað við það, sem annars staðar gerist, en komst þó í 3,2% í apríl og á örugg- lega eftir að aukast vegna erfiðleika fyrirtækjanna, sem glíma í senn við hátt gengi á jeninu og litla eftir- spum innanlands. Æviráðning úr sögunni? Japanir hafa lengi litið svo á, að það jafngilti æviráðningu að fá starf hjá einhveiju stórfyrirtækinu en nú er sótt að þessari þjóðarsátt úr öll- um áttum og þar með stöðugleikan- um, sem hún hefur fóstrað. „Þetta ástand, þessir kerfisgallar í efnahagslífinu, elur á ótta fólks og sérstaklega þeirra, sem eru komnir á miðjan aldur eða meir. Þeir hafa margir misst atvinnuna vegna endurskipulagningar og hag- ræðingar í fyrirtækjunum og frammámenn í atvinnulífinu og stjórnmálamennirnir virðast ekki hafa nein ný svör eða úrræði á tak- teinum,“ segir Sato. «P§? STUTT Níu létust í helli NÍU manns létust í helli í Norður-Frakklandi, þar af þrír unglingar sem höfðu farið í rannsóknarleiðangur um hell- inn. Hinir fímrn höfðu farið að leita að unglingunum. Talið er að kolmónoxíð hafí myndast í hellinum þegar unglingarnir kveiktu þar eld, og gasið orðið fólkinu að aldurtila. Hellirinn er í grennd við borgina Rouen, og í heimsstyijöldinni síðari notuðu Þjóðveijar hann til þess að geyma V-1 eldflaugar sem þeir notuðu til árása á Bret- landseyjar. Dauðadóm- ur stendur ÍRANIR höfnuðu í gær kröfu Evrópusambandsins (ESB) um að dauðadómur íranskra klerka yfir breska rithöfundin- um Salman Rushdie yrði ógilt- ur. ESB hafði farið fram á að íranir gæfu út skriflega yfir- lýsingu þess efnis að þeir krefðust þess ekki lengur að Rushdie yrði tekinn af lífi. Rithöfundinum er gefið að sök að hafa forsmáð islamska trú í skáldsögunpi Söngvar Sat- ans. Samningur í varnar- málum BANDARÍKJAMENN skrif- uðu í gær undir samning við Letta um samstarf í varnar- málum. Á miðvikudaginn var gerður samskonar samningur milli Bandaríkjanna og Eist- lands, en áður höfðu Banda- ríkjamenn og Litháar gert með sér slíkan samning. Major ásak- ar Burma JOHN Major, for- sætisráð- herra Bretlands, sagði í gær að meðferð herstjórn- arinnar í Burma á lýðræðis- sinnanum Aung San Suu Kyi væri með öllu óveijandi. Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi í sex ár, eftir að herstjórnin sakaði hana uin að stefna rík- inu í voða. Breskum eigin- manni Suu Kyi var neitað um vegabréfsáritun til Burma, þegar hann hugðist heimsækja konu sína í tilefni af fimmtugs- afmæli hennar. Sagði Major að meðferðin á Suu Kyi væri Skýlaust mannréttindabrot. Tillaga um sameiningu STJÓRNIR þýsku sambands- ríkjanna Berlínar og Branden- burgar hafa samþykkt að fara skuli fram almenn atkvæða- greiðsla um sameiningu ríkj- anna. Sameiningartillagan verður borin undir kjósendur í maí á næsta ári. Suu Kyi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.