Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 5 FRÉTTIR Andafjölskylda heldur til í síkinu við Þjóðarbókhlöðuna Velkomnir gestir FJÖLSKYLDA af stokkandarætt hefur tekið sér bólfestu í síkinu svokallaða við Þjóðarbókhlöðu. Starfsmenn stofnunarinnar eru hinir ánægðustu með nýju íbúana og hafa nefnt þá alla eftir örygg- isvörðum hússins. Olafur Guðnason, húsvörður Þjóðarbókhlöðu, segir að tvær endur hafi haldið sig i síkinu i nokkra mánuði en þeim hafi ekki orðið unga auðið, sennilega væru þetta geldfuglar. Fyrir fáeinum dögum kom hins vegar stokkönd með sjö unga, starfsmönnum og notendum Þjóðarbókhlöðu til óblandinnar ánægju. Ungarnir hafa allir hafa hlotið nöfn hvort sem þau stangast á við kyn þeirra eða ekki, eins og Bjarki bliki, Kristinn steggur, Þjóðbjörg og Einfríð Þóra og víst er að nöfn starfsmanna bókhlöðunnar koma þarna eitthvað við sögu. Telja starfsmenn nokkuð lík- legt að fjölskyldan muni ekki dvelja lengi á Melunum því nær- ing sé af skornum skammti í vatni því sem umlykur bókhlöð- una. Einn unganna hefur verið nefndur i höfuðið á Bjarka Elías- syni, sem er einn af öryggisvörð- um Þjóðarbókhlöðu, og kallast hann nú Bjarki bliki. A myndinni sést Bjarki gefa öndunum brauð. -----♦ ♦ ♦----- Tveir tekn- ir með stol- inn gaskút TVEIR piltar voru teknir með stolinn gaskút í gasstöð Esso við Hoita- garða á miðvikudag. Þeir komu þangað til að fá skilagjald greitt út fyrir kútinn en við eftirgrennslan afgreiðslumanns kom í ljós að hon- um hafði verið stolið í Hafnarfirði. Þijú innbrot voru tilkynnt lögregl- unni í Reykjavík á miðvikudag. Brot- ist var inn í bíl sem stóð í Skipa- sundi og úr honum stolið geislaspil- ara. Eldavél og viftu var stolið úr húsi í Grasagarðinum í Reykjavík og tveir menn voru staðnir að verki síðdegis þar sem þeir voru að reyna að btjótast inn í hús við Karlagötu. Umferðarslys varð á gatnamótum Vegmúla og Armúla síðdegis á mið- vikudag. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild en reyndist með minniháttar meiðsli. Báðir bíl- arnir voru fjarlægðir með kranabíl. Tveir ökumenn voru sviptir ökurétt- indum fyrir of hraðan akstur í Ár- túnsbrekku á miðvikudag. Ekkert pláss- leysi í grunn- skólum landsins ÁRGANGURINN sem hefur nám í 6 ára bekk grunnskóla í haust, þ.e. börn fædd árið 1989, er meðalstór samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar en í honum eru 4.488 börn. Hann telst meðalárgangur sé mið tekið af árganginum sem byijaði í skóla í fyrra, en í honum eru 4.604 börn. Tveir næstu árgangar sem sem bíða skólaáranna, börn fædd ’90 og ’91, eru einnig stærri. Á næsta ári hefja 4.765 börn nám í 6 ára bekk en árið eftir 4.545 börn. Hrólfur Kjartansson, deildar- stjóri grunnskóladeildar í mennta- málaráðuneytinu, segir að lítið sem ekkert plássleysií verði í grunnskól- um landsins í haúst. Einu vandræð- in kunni að skapast í bæjarfélögum þangað sem margir flyttu. Morgunblaðið/Golli. Útgáfa húsbréfa tal- in standast áætlun HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins gerir ráð fyrir að útgáfa húsbréfa verði samkvæmt áætlun á þessu ári, en í fjárlögum er reiknað með að heildarútgáfa nemi 13 milljörð- um_ króna. Útgáfa húsbréfa er undir áætlun það sem af er þessu ári sem nemur 300-500 milljónum króna, en út- reikningar Húsnæðisstofnunar gera ráð fyrir að hækkun lánshlutfalls vegna fyrstu íbúðarkaupa upp í 70% muni auka eftirspurn eftir bréfum. „Áætlun okkar nú gerir ráð fyrir að útgáfan í ár verði innan marka og hækkun lánshlutfalls muni ekki kollvarpa þeim áætlunum sem gerð- ar hafa verið. Með þessari hækkun á lánshlutfalli sem í vændum er, teljum við að útgáfa húsbréfa verði samkvæmt fjárlögum, að öllu óbreyttu, “segir Grétar Guðmunds- son rekstrarstjóri þjónustudeildar stofnunarinnar. lMý glæsileg Shellstöð við Skagabraut Akranesi Á stöðirini véröur að sjáísögöu fáanlegt auk þess tjölbreytta vöruvals og fyrsta flokks þjónustu sem býöst á næstu Síveilstöö. Um bæ kl. ] 5-. i g • Grillaðar f . pylsur í pylsubrauði frá Harðarbakaríi*. • Menn fá p^psi til að renna henni niður. ■w , • Svo fá börnin í eftirmat*. • Cóte d’or fíllinn mætir á svæðið og gefur fílakaramellur. • Poxmenn lslands koma og kynna nýju ;-§ex seríuna. * Meðan birgöir endast. Lukkuleikur Skeljungs 5 beppnir fá Russell Corp íþróttagalla Fylltu út miðann og taktu þátt i lukkuleik. Dregnir verða út fimm Russell Corp iþróttagallar aö kvöldi 23. júní. Hringt verður i hina beppnu. Nafn----------------------------------------------------;_________ Þú færð 1,20 kr. í afslátt í sjálfsala Heimilsf. Simi Skeljungur hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.