Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 11 FRETTIR FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir forseti ísiands gróðursetti trjáplöntu á nýju útivistarsvæði Sjálfsbjarg- ar þegar það var afhent að viðstöddum félögum og velunnurum félagsins. Sjálfsbjörg fær útivistarsvæði við Elliðavatn Hannað með hreyfi- hamlaða í huga Skák- samband Islands 70 ára í DAG eru liðin 70 ár frá stofnun Skáksambands Islands. Ymislegt verður gert til að fagna þessum áfanga í sögu félagsins. í kvöld verður samkoma í félags- heimili skákmanna við Faxafen, þar sem veittar verða tvær heiðursvið- urkenningar. Sigutjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík hlýtur viður- kenningu fyrir að vekja athygli á skákíþróttinni í sinni heimabyggð og efla skákáhugann. Hermann Gunnarsson sjónvarpsmaður verður heiðraður fyrir að auka hlut skákar- innar í sjónvarpi og þátt sinn í því að fá hingað til lands þekkta er- lenda skákmeistara. Þráinn Guðmundsson hefur ritað sögu Skáksambands íslands í 70 ár og er hún að koma út um þessar mundir. Framtíð skákarinnar björt Guðmundur G. Þórarinsson for- maður Skáksambandsins telur framtíð skákarinnar á íslandi vera bjarta. „Við eigum gríðarlega öflugt landslið í skák, við höfum náð sjötta sæti á ólympíuleikum og við eigum átta stórmeistara, sem er meira en hinar Norðurlandaþjóðirnar saman- lagt. Miklar vonir eru bundnar við ungu skákmennina okkar, en Helgi Áss Grétarsson er nú heimsmeistari skákmanna undir tvítugu og íslensk sveit vann gullverðlaun á ólympíu- leikum sextán ára og yngri. Hins vegar mætti áhugi almennings á skáklistinni vera meiri“. Friðriksmót í september Alþjóðlegt skákmót verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni í september í tilefni af afmæli Skáksambandsins og til heiðurs Friðriki Olafssyni, fyrsta stórmeistara Islendinga. Mót- ið verður kennt við Friðrik, en hann verður sextugur á árinu. Samhliða mótinu verður haldin sýning á myndum og gripum úr sögu Skák- sambandsins. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfaranndi yfirlýsing frá stjórn Evrópusamtakanna, sem hér birtist í heild: „Vegna ummæla Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, um Evr- ópumál í ávarpi á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní, vill stjórn Evrópusam- takanna taka eftirfarandi fram: Með ummælum sínum á þjóðhá- tíðardaginn virðist forsætisráðherra gefa í skyn að hann muni leggjast gegn því að íslendingar skoði þann kost, sem aðild að Evrópusamband- inu er. Slíkt er sérkennilegt í ljósi stefnu flokks hans og ríkisstjórnar hans, sem hafa á stefnuskrá sinni að fylgjast vel með þróun ESB og útiloka enga kosti. I. Lýðræðisleg stjórnun íslenzkra málefna myndi ekki hætta að fara fram í íslenzku stjórnarráði og á íslenzku þingi, þótt ísland gengi í Evrópusambandið. Almennt er ekki litið svo á að stjórnvöld í aðildarríkj- um ESB hafi afsalað sér völdum, þótt ákvarðanir um ákveðna mála- flokka séu teknar af sameiginlegum stofnunum. II. Stjórnun málefna þeirra, sem heyra undir Evrópusambandið, fer ekki fram á „framandi kontórum manna, sem enginn hefur kosið og enginn getur náð til.“ Lýðræðislegt umboð stofnana ESB hefur hingað til ekki verið dregið í efa, þótt það sé í sumum tilfellum óbeint. I ráð- herraráði sambandsins, sem er helzta löggjafarstofnun þess, sitja ráðherrar sem yfirleitt eru kjörnir fulltrúar í sínu heimalandi og með SJÁLFSBJÖRG félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni hefur fengið til afnota landspildu við Elliðavatn þar sem búið er að gera uppdrátt að útivistarsvæði sem hannað er með hreyfihamlaða í huga. Samningar um svæðið voru und- irritaðir 'við afhendinguna en við sama tækifæri gróðursetti frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands, trjáplöntu á landspildunni, þar sem ætlunin er að koma upp gróðursæl- um lundum. Trúlega fyrsta sinnar tegundar á landinu Jóhannes Þór Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir að fyrir rúmu ári hafí félaginu borist boð frá Magnúsi Hjaltested, jarðeig- anda við Elliðavatn, þess efnis að hann vildi leigja Sjálfsbjörg spildu við vatnið fyrir útivistar- og sum- ardvalastað. „Stjórn félagsins tók þessu boði með þökkum og síðan hefur verið unnið að undirbúningi, meðal annars skipulagningu svæðis- ins. Nú liggur fyrir uppdráttur sem Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt hefur unnið, en þar er gert ráð fyrir margvíslegri notkun, s.s. aðstöðu til að dorga í vatninu. Þá hefur Magnús ótvírætt lýðræðislegt umboð. Fram- kvæmdastjórn sambandsins er skip- uð af ríkisstjórnum aðildarríkjanna. Evrópuþingið er kjörið beinni kosn- ingu af borgurum sambandsins. Stjórnkerfi Evrópusambandsins hefur hlotið réttmæta gagnrýni, enda er það ekki fullkomið fremur en önnur lýðræðisleg stjórnkerfi, og sætir nú endurskoður.. III. Það er rétt hjá forsætisráð- herra að kannanir nú um stundir sýna að margir borgarar landanna þriggja, sem gengu í Evrópusam- bandið um síðustu áramót, sjá nú eftir að hafa greitt aðild atkvæði sitt. Samkvæmt þessum könnunum eru sinnaskiptin oftast tengd von- brigðum með að efnahagsástand hafi ekki batnað jafnhratt og búizt var við. Þetta á við um Svíþjóð og Austurríki, en ekki Finnland, þar sem kannanir sýna að meirihluti kjósenda er ánægður með ESB- aðild. Rétt er að allar hliðar á þessu máli eins og öðrum komi fram, er þau eru rædd af mönnum, sem fara með mikla ábyrgð. IV. Forsætisráðherra segir að of seint sé fyrir áðurnefndar þjóðir að iðrast, þar sem þjóðaratkvæða- greiðslur um Evrópumál séu ekki endurteknar, ef meirihlutinn segi boðið félaginu bát til afnota sem tekur hjólastóla,“ segir Jóhannes. Einnig er gert ráð fyrir skála með hreinlætis- og kaffiaðstöðu og yfirleitt er allt skipulag miðað við já, aðeins ef hann segi nei. Rétt er að eftir að danska þjóðin hafði hafn- að Maastricht-samkomulaginu í at- kvæðagreiðslu var henni gefinn kostur á að greiða síðar atkvæði um það að nýju, með þeim undan- þágum, sem dönsk stjórnvöld höfðu samið um. í hvorugt skiptið var kosið um ESB-aðild Danmerkur sem slíka. Jafnframt er rétt að minna á að Svisslendingar hafa hafnað EES-aðild í atkvæðagreiðslu og að Norðmenn höfnuðu ESB- aðild í tvígang. Verður ekki annað séð en að stjórnvöld hafi í öllum tilvikum virt þjóðarviljann. Réttur til úrsagnar úr ESB er skýr, og reyndi á hann er Grænlendingar sögðu skilið við Evrópusamstarfið. V. Forsætisráðherra segir að „væri ísland í Evrópusambandinu og gengi samrunastefnan til þess endapunkts, sem trúuðustu sam- runamennirnir þrá, mætti með sann- girni segja, að staða hins íslenzka Alþingis yrði mjög áþekk því, sem hún var á fyrstu dögum liins endur- reista þings, fyrir 150 árum.“ Um þetta er í fyrsta lagi það að segja að fráleitt er að líkja sam- skiptum aðildarríkja Evrópusam- bandsins, sem ganga sem sjálfstæð ríki til töku sameiginlegra ákvarð- að hreyfihamlað fólk komist um hindrunarlaust. „Trúlega er þetta fyrsta útivistarsvæði á landinu, sem hannað er frá byijun beinlínis með þetta í huga,“ segir Jóhannes. ana þar sem öll ríkin eiga atkvæðis- rétt, við tengsl hjálendu og herra- þjóðar á nítjándu öld. Hins vegar virðist forsætisráð- herra horfa fram hjá því, er hann segir EES-samninginn gott sam- skiptaform við Evrópusambandið, að með honum er Alþingi áhrifalítið um margvíslega löggjöf, sem það þiggur frá Evrópusambandinu. Ætti ísland fulla aðild að Evrópu- sambandinu, hefði það.miklu meiri áhrif á ákvarðanir, sem varða hags- muni íslendinga. VI. Æskilegt væri að forsætis- ráðherra útskýrði betur ummæli sín um að það sé „þyngra en tárum taki, þegar velmenntað og velmein- andi fólk er uppfullt af vanmeta- kennd fyrir þjóðarinnar hönd“ og að þeir, sem lengst gangi, segi að Island geti í bezta falli nýtzt sem verstöð til að tryggja þjóðinni mannsæmandi líf í útlöndum. Eigi þessi ummæli að eiga við þá, sem vilja tryggja áhrif lslendinga á eig- in mál með þátttöku íslands í al- þjóðlegu samstarfi, hefur forsætis- ráðherra tekið rangan pól í hæðina. Stuðningsfólk þess, að ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu, treystir íslendingum þvert á móti til að ganga með reisn til sam- starfs við önnur Evrópuríki og eru ekki hrjáðir af vanmetakennd þeirra, sem álíta landið of veikburða til slíks samstarfs og vilja ekki láta reyna á aðildarumsókn. Með sömu reisn ætti að hafna aðildarsamn- ingi, væri íslenzkum hagsmunum ekki borgið." Útivistarsvæði Sjálfsbjargan Yfirlýsing frá stjórn Evrópusamtakanna vegna ummæla forsætisráðherra Áhrif myndu auk- ast með ESB-aðild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.