Morgunblaðið - 23.06.1995, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.06.1995, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 17 Sértrúar- söfnuðir kannaðir FRANSKA þingið hefur ákveðið að efna til sérstakrar rannsóknar á sértrúarsöfnuð- um í landinu og hvort nauðsyn- legt sé að setja ný lög til að fást við þá. Áhyggjur af starf- semi sértrúarsafnaða hafa far- ið vaxandi í Frakklandi að undanförnu og ekki síst eftir að 53 félagar í Reglu sólmust- erisins létust við undarlegar aðstæður í Sviss og Kanada á síðasta ári. Fyrir rúmri viku var svo 71 árs gamall for- stöðumaður í félagsskap, sem kallast Riddarar gullna lótus- ins, ákærður fyrir að nauðga ungri dóttur eins safnaðar- mannsins. Heilsulitlir kennarar UM 550.000 ungir ítalir þreyttu í gær lokapróf frá skólum sínum en kennararnir, sem áttu að fylgjast með þeim, voru þó margir fjarverandi. Höfðu um 10% þeirra tilkynnt veikindi og er það þó mikil framför frá í fyrra þegar 23% kennaranna voru bundin við rúmið. Giancarlo Lombardi menntamálaráðherra segir, að svona veikindi sé leiður siður í landinu og mjög alvarlegt mál, ekki bara fyrir hina „sjúku“, heldur einnig fyrir læknana, sem skrifi upp á vottorðin. Samkomulag í Alsír SKAMMT er í að samningar náist milli Alsírstjórnar og skæruliða bókstafstrúar- manna í landinu að sögn dag- blaða í Alsír og öðrum araba- löndum. Samkvæmt þeim verða tveir leiðtogar íslömsku frelsisfylkingarinnar látnir lausir úr fangelsi og hernaði bókstafstrúarmanna hætt. Talið er, að 40.000 manns hafi fallið í átökum í landinu frá því í janúar 1992. Hrundu í rigningum GÍFURLEGT úrhelli í tvo daga samfleytt olli því, að 21 hús í Havana á Kúbu hrundi að nokkru leyti en ekki er vitað til, að fólk hafi slasast. Er þetta ekki óalgengt á Kúbu en þar er víða mikið af gömlum húsum, sem lítið hefur verið hlynnt að. Að minnsta kosti átta hús eyðilögðust og 25 skemmdust í héraðinu Ciego de Avila en í vesturhluta lands- ins var nýtt úrkomumet í gær- morgun en þá mældist hún 240 mm á aðeins fjórum. klukkustundum. Ekkert miðar í viðskipta- deilu FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Japans ræddust við í Genf í gær um veiðskiptadeilu ríkj- anna en sögn Japana miðaði ekkert. Sögðu þeir, að Banda- ríkjamenn stæðu enn fast á þvi að fá ákveðinn kvóta fyrir bandarískar bifreiðar og vara- hluti í Japan. Bandaríkjastjórn ætlar að grípa til refsiaðgerða gegn Japönum 28. júní nk. hafi ekki samist þá og setja 100% toll á 13 gerðir jap- anskra lúxusbíla. ERLEIMT Dómur kveðinn upp yfir Ninn-Hansen í Tamílamálinu Fundinn sekur um brot á innflytjendalögum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DOMUR danska ríkisréttarins í gær yfír Erik Ninn-Hansen fyrrum dómsmálaráðherra er væntanlega síðasti kafli hins svokallað Tamíla- máls. Ninn-Hansen var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brugðist skyldu sinni í embætti ráðherra og komið í veg fyrir að tamílskir flótta- menn fengju fjölskyldur sínar til sín í Danmörku. Niels Pontoppidan forseti hæsta- réttar las upp dóminn í gær kl. 14 í beinni sjónvarpsútsendingu. Dóm- ararnir, sem eru bæði löglærðir menn og þingmenn, voru ósammála um niðurstöður. Fimmtán álitu hann sekan, en fimm saklausan. Átta þeirra vildu dæma hann til að greiða sekt, en tólf í fjögurra mán- aða fangelsi. Vegna aldurs hins dæmda, sem er kominn yfir sjö- tugt, er fangelsisdómurinn skilorðs- bundinn. Eva Smith prófessor í refsirétti segir dóminn harðan í ljósi aldurs Ninn-Hansens og eins vegna þess að hann hafi ekki brotið lögin í eiginhagsmunaskyni. Aðrir segja hins vegardóminn eðlilegan, því að Ninn-Hansen hafi brotið lögin vís- vitandi. í ársbyijun 1989 sagði Ninn- Hansen af sér sem dómsmálaráð- herra, í kjölfar ásakana um að hann hefði komið í veg fyrir að tamílskir flóttamenn fengju fjölskyldur sínar til Danmerkur frá Sri Lanka, eins og þeir áttu lagalegan rétt á. í jan- úar sagði Poul Schluter þáverandi forsætisráðherra af sér vegna ásak- ana um að hafa reynt að afvega- leiða þingið í Tamílamálinu. Málið kom fyrst upp í lok 1988, er lög- fræðingar Tamílanna báðu umboðs- mann þingsins að athuga embættis- færslu ráðherrans í máli skjólstæð- inga þeirra. Eftir dóminn sagði Uffe Ellemann-Jensen formaður Vinstriflokksins (Venstre) að von- andi yrðu þetta endalok málsins, sem aldrei hefði átt að koma fyrir ríkisréttinn. Þingið hefði átt að ljúka því, þar sem um pólitískt mál væri að ræða. Poul Nyrup Rasmuss- en forsætisráðherra sagði úrslitin skýr og málin væri nú vonandi lokið. í fyrra lögðu veijendur Ninn- Hansens mál hans fyrir mannrétt- indadómstólinn í Strasborg á þeirri forsendu að ríkisrétturinn hefði átt að hafna málinu. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kærunni verður haldið til streitu. Ninn-Hansen hefur ekki verið við- staddur réttarhöldin og hefur ekki komið fram opinberlega í marga mánuði. Hann fékk hjartaáfall í fyrra og gengur að dómi lækna ekki heill til skógar. Reuter Hanskar Simpsons BANDARÍSKA ruðningshetjan O.J. Simpson sýnir kviðdómi hendur sínar í nýju pari af hönsk- um í yfirstærð. Saksóknarar í Los Ángeles, þar sem Simpson hefur verið ákærður fyrir morð á fyrrum konu sinni og vini henn- ar, vildu sýna fram á að Simpson passaði í hanska sem þessa, sem eru sömu gerðar og þeir sem fundust á morðstaðnum. CIA hyggst vanda val á starfsfólki Sagðir hafa glæpamenn á launaskrá Washington. Reuter. VERIÐ er að semja nýjar reglur hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA, um ráðningu útlendinga til starfa hjá stofnuninni og verður haft í huga hvort umrætt fólk hefur orðið_ uppvíst að mannréttindabrot- um. í mars sl. bað Bill Clinton for- seti eftirlitsnefnd að kanna hvort Guatemalamaður á launum hjá CIA hefði verið viðriðinn morð á banda- rískum veitingamanni í Guatemala og hvarf skæruliðaforingja sem var kvæntur bandarískri konu. John Deutch, yfirmaður CIA, sagði við yfirheyrslu hjá þingnefnd á miðvikudag að nú væri stefnan sú að kanna í hveiju tilviki hvort væntanlegur starfsmaður hefði gerst sekur um brot á mannréttind- um. „Ég hef farið fram á að settar verði nýjar reglur til betri leiðbein- ingar í þessu málum en eldri fýrir- mæli,“ sagði Deutch. Umræddur starfsmaður CIA í Guatemala er höfuðsmaður að nafni Julio Roberto Alpirez. Nefna má að Manuel Noriega, fyrrverandi valdamaður í Panama, var á launum hjá CIA nokkrum árum áður George Bush Bandaríkjaforseti velti honum úr sessi með því að gera innrás í landið. Noriega situr nú í banda- rísku fangelsi, sakaður um fíkni- efnasölu. Embættismenn hjá CIA hafa sagt að samskipti við einstaklinga með vafasamt orðspor sé óhjá- kvæmilegur hluti af þeim starfa stofnunarinnar að safna leynilegum upplýsingum til að tryggja mikil- væga þjóðarhagsmuni Bandaríkj- anna. JACOB’S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.