Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Fjárfestingar Eimskips í Sundahafnarsvæðinu um 500 milljónir króna á yfirstandandi ári
Ný þjónustu-
miðstöð kom-
in ígagnið
VIÐSKIPTAÞJONUSTA Eimskips,
útibú Landsbankans og Tollsins hafa
verið flutt úr svokallaðri stjómstöð
á suðurhluta Sundahafnarsvæðisins
í endurnýjað húsnæði við Komgarða
í norðurenda svæðisins. Þangað flyt-
ur einnig rekstrarsvið Eimskips sem
hingað til hefur verið með skrifstof-
ur í Vatnagörðum 18.
Húsið var upphaflega í eigu
steypustöðvarinnar BM-Vallár en
komst síðan í eigu Eimskips og
hefur verið notað sem vörugeymsla
undanfarin ár. Það hefur hlotið
heitið Sundaklettur og verður öll
aðstaða fyrir viðskiptavini mun
betri en áður.
Samhliða framkvæmdum við
húsið hefur verið unnið að endur-
skoðun á aðkomu viðskiptavina og
annarra sem erindi eiga í Sunda-
höfn. Svæðinu verður skipt í þjón-
ustusvæði og athafnasvæði til að
bæta þjónustu og auka öryggi.
Aðkomu að svæðinu verður stýrt
um þrjú hlið. Hlið 1 syðst á svæð-
inu verður eingöngu fyrir gámabíla
og innflutningsbíla. Hlið 2 á norður-
enda svæðisins framan við Sunda-
klett verður eingöngu ------------
ætlað viðskiptavinum
sem eru að koma með eða
sækja stykkjavöru vegna
inn- og útflutnings. Hlið ________
3 við Sundabakka er hins
vegar ætlað þjónustuaðilum og
starfsmönnum. Allar merkingar
verða bættar verulega auk þess sem
hliðhús og tengdur búnaður verður
endurnýjaður. Gert er ráð fyrir að
þessar breytingar verði komnar til
framkvæmda fyrir lok þessa árs.
Flutningsráðgjöf veitt í
Sundakletti
Viðskiptaþjónusta Eimskips í
Sundahöfn var fyrst opnuð í maí
1990 og síðan hefur verið hægt að
afgreiða öll flutningsskjöl í einni
ferð á einum stað vegna inn- og
l\lý f rysti-
geymsla í
notkun í júlí
útflutnings. Nú fer um helmingur
allra afgreiðslna flutningsskjala
fram í viðskiptaþjónustunni í
Sundahöfn en afgreiðslum hefur
fækkað jafnt og þétt í aðalskrifstof-
unni í Pósthússtræti á undanförnum
fimm árum.
Hlutverk viðskiptaþjónustunnar
í Sundahöfn breytist við flutninga
í nýja húsið því við bætist flutn-
ingsráðgjöf og sala á flutningum,
flutningsmiðlum og annarri
tengdri þjónustu. Einnig verður
veitt sérstök þjónusta vegna bú-
slóðaflutninga, hraðpakkasend-
inga og srpápakkasendinga, ásamt
almennri flutningatæknilegri ráð-
gjöf.
Meðal annarra framkvæmda
Eimskips í Sundahöfn sem nú
standa yfir er bygging nýrrar þjón-
ustumiðstöðvar frystivöru sem tek-
in verður í notkun um miðjan næsta
mánuð. Geymslan verður samtals
um 1.900 fermetrar að stærð með
færanlegum hillukerfum og
geymslurými fyrir um þtjú þúsund
bretti af frysti- og kælivöru. I þjón-
ustumiðstöðinni verður einnig 900
fermetra forrými þar sem
unnið verður við hleðslu
vöru í gáma og ýmiskonar
meðhöndlun á vörunni.
Auk þess verður um 450
fermetra stoðrými þar
sem m.a. verður skrifstofu- og
skoðunaraðstaða fyrir viðskiptavini.
Þar verður hægt að þíða frystivöru
og taka úr henni sýni.
Kostnaður við breytingarnar á
Sundakletti er alls um 70 milljónir
króna. Fjárfestingin í frystigeymsl-
unni Sundafrosti nemur alls um 300
milljónum en þar að auki eru lagð-
ar um 100-150 milljónir í stækkun
bílasvæðis, breytingar á aðkomu,
girðingar o.fl. Samtals nemur því
kostnaður við framkvæmdir í
Sundahöfn um 500 milljónum
króna.
Fimleikasamband íslands
Fimleikar fyrir alla
Föstudas 23. iúní kl. 20.00
]ónsmessugleði í Laugardalshöll
Glæsilegar fimleikasýningar og danssýningar
börn - unglingar - fullorðnir - eldri borgarar
Aðgangseyrir: Fuilorðnir ...kr. 300
Börn....................kr. 100
Fimleikar fyrir alla
Kl. 09.00 Vatnaieikfimi í Laugardalssundlaug
Stjórn: Margrét Jónsdóttir
Kl. 10.30 Leikfimi fyrireldri f Laugardalshöll
Stjórn: Jenný ÓJafsdóttir
Kl. 11.30 Fyriríestrar, íþróttamiðstöðinni Laugardai
Dr.lngimarJ0nssono.fi.
•Kl. 13.30 Þolfimi fyriralla í Laugardalshöll
Stjórn: Magnús Scheving
Kl. 14.30 Dans fyriralla í LaugardaJshöll
Stjórn: Jón Pétur og Kara
Frítt fyrir alla íÞRÓnifl fvrír illh
Upplýsingar á skrifstofu FSÍ sími 581 3101
STARFSFÓLK Eimskips fyrir framan nýju þjónustumiðstöðina, Sundaklett, sem
tekin var formlega í notkun í gær.
Eimskip býður út 300
milljóna skuldabréf
Fyrsti lánaskiptasamningurinn á innlendum flármagnsmarkaði
EIMSKIP hefur falið Skandia hf. og
íslandsbanka hf. að annast lokað
skuldabréfaútboð félagsins að fjár-
hæð 300 milljónir króna. Félagið
óskaði eftir tilboðum frá verðbréfa-
fyrirtækjunum í sölu bréfa til 8 ára
bæði í íslenskum krónum og evr-
ópsku mynteiningunni ECU og bár-
ust fjögur tilboð.
Sameiginlegt tilboð íslandsbanka
og Skandia í ECU var talið hagstæð-
ast en kjörin miðast við þriggja
mánaða millibankavexti (LIBOR)
auk ákveðins vaxtaálags. Þetta álag
reyndist fyllilega samkeppnisfært
við lánakjör Eimskips á erlendum
lánamörkuðum.
Útboðið felur í sér töluverða nýj-
ung á íjármagnsmarkaðnum.
Skandia mun selja skuldabréf Eim-
skips í íslenskum krónum á innlend-
um markaði en bréfin bera 6,1%
vexti. íslandsbanki mun á sama tíma
taka erlent lán á millibankamarkaði.
í framhaldi af því mun Eimskip gera
lánaskiptasamning við íslandsbanka
þannig að lánakjör félagsins miðist
við erlenda lántöku bankans. Kjör
Kók til
Svíþjóðar
VÍFILFELL hf. hefur gert
samning við Eimskip um
flutning á um eitt hundrað
fjörutíu feta gámum af hálfs
lítra kóki frá íslandi til Sví-
þjóðar í sumar.
Að sögn Erlu Pétursdótt-
ur, upplýsingafulltrúa Vífil-
fells hf. er þetta ekki í fyrsta
skipti sem fyrirtækið flytur
út kók til Svíþjóðar. Síðasta
sumar hafi verið fluttir út
yfir eitt hundrað gámar til
Svíþjóðar og Finnlands. Enn
sem komið er sé þó um held-
ur minna magn að ræða nú.
„Nú þegar höfum við gengið
frá sölu á um sjötíu gámum
en það skýrist síðar í sumar
hversu mikið til viðbótar við
flyljum út á þessu ári.“
íslandsbanka munu hins vegar mið-
ast við kjör Eimskips í innlendu
skuldabréfaútgáfunni. A hveijum
gjalddaga mun fara fram uppgjör þar
sem aðilar gera upp áfallinn gengis-
og vaxtamun á milli gjalddaga.
Hagkvæmni samningsins fyrir
samningsaðila felst í því að íslands-
banki og Eimskip njóta svipaðra
vaxtakjara á innlendum fjármagns-
markaði, en hagstæð kjör bjóðast
Islandsbanka nú á erlendum milli-
bankamarkaði. Með lánaskiptasam-
ingi deila samningsaðilar með sér
því hagræði sem hlýst af lántöku
bankans erlendis. Útboð bréfanna
meðal stofnanaíjárfesta' hófst á
mánudag og miðar sölu þeirra vel
áfram.
Skiptasamningar, þar sem stuðst
er við íslenska krónu á móti erlend-
um myntum, voru fyrst leyfðir í
bytjun þessa árs. Frá þeim tíma
hefur Islandsbanki gert nokkra
gjaldmiðlasamninga en hér er um
að ræða fyrsta lánaskiptasamning
sem gerður er á innlendum fjár-
magnsmarkaði.
Olíufélagið vildi meirihluta í stiórn Olíudreifingar hf.
Falhst var á kröfu OIís
um jafnræði félaganna
STJÓRN hins nýja dreifingarfyrir-
tækis Olís og Ölíufélagsins, Ölíu-
dreifingar hf. verður skipuð tveimur
mönnum frá hvoru félagi. Stjórnar-
formaður er Geir Magnússon, for-
stjóri Olíufélágsins en aðrir eru
þeir Bjarni Bjarnason, fulltrúi for-
stjóra Olíufélagsins hf, Einar Bene-
diktsson, forstjóri Olís og Tómas
Möller, framkvæmdastjóri mark-
aðssviðs Olís.
Að sögn Geirs . Magnússonar
stefndi Olíufélagið að meirihluta í
stjórn Olíudreifingar, enda væri
eignarhlutur þeirra 60% á móti 40%
Olís hf. „Það liggur í hlutarinns
eðli að við sóttumst eftir meirihluta
í stjórn." Niðurstaðan hafi hins veg-
ar orðið þessi.
Að sögn Einars Benediktssonar
forstjóra Olís var það frumskilyrði
af hálfu félagsins að jafnræði
myndi ríkja á milli olíufélaganna
tveggja í stjórninni og hafi niður-
staðan orðið sú í viðræðum á milli
félaganna um skipan þessara mála.
„Einfaldur meirihluti atkvæða
ræður auk þess sem sérstaklega
er tekið fram í samkomulaginu að
allar helstu ákvarðanir skuli teknar
í stjórn 01íudreifingar“ sagði Ein-
ar.
Ekki um óeðlileg tengsl að
ræða.
Eins og fram kom í fréttum Morg-
unblaðsins á miðvikudag voru þeir
Kristinn Hallgrímsson, lögmaður
hjá Lögvísi sf. og Ólafur Olafsson
studdir inn í stjórn Olís af Olíufélag-
inu á hluthafafundi síðastliðinn
jiriðjudag, þrátt fyrir yfirlýsingar
forráðamanna olíufélaganna
tveggja um að varamenn myndu
taka sæti fulltrúa Sunda hf. Um
ástæður þessa segir Geir: „Það kom
einfaldlega í ljós að það fóru þrír
fulltrúar út og því hefði vantað
varamenn í stjórn ef einhver hefði
forfallast. Því var ákveðið að hafa
fullskipaða stjórn." Að sögn Geirs
mun þessi skipan stjómar ekki leiða
til óeðlilegra tengsla á milli fyrir-
tækjanna tveggja þar sem hér sé
ekki um starfsmenn Olíufélagsins
að ræða.
Einar Benediktsson hjá Olís tók
í sama streng og sagði jafnframt:
„Þessir menn eru alveg ótengdir
Olíufélaginu í sínum daglegu störf-
um jafnframt því sem landslög
kveða á um trúnað manna sem taka
að sér stjórnarsetu í félögum."