Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Veiðidagur fjölskyld- unnar 25. júní „SNEMMA beygist krókurinn til þess sem verða vill“ er þekkt máltæki og allt í kring um landið má sjá börn og unglinga að veiðum. Vaknar þá sú spurning hvort veiðar séu ekki meðfædd þörf, eitthvað sem er innbyggt í taugakerfi mannsins eins og annarra dýra. Hver er einn aðal- grunnþáttur mannlífs- ins, er það ekki fæða og þá jafnframt fæðu- öflum þ.e.a.s. veiðar? Segir þetta okkur ekki það að veiðieðlið sé meðfætt og það sé að einhveiju marki í flestum okkar? En það er ekki eingöngu fæðuöfl- unin sem dregur börn og unglinga til veiða, það er ekki síður leikurinn, skemmtunin við að vera saman, deila leik og gleði með öðrum og væri heimurinn ekki mun betri ef okkur tækist að viðhalda leikgleði okkar frá barnæsku? Stangaveiðifélögin hafa reynt að aðstoða fólk við að viðhalda þessum mannlega þætti, með því að kenna undirstöðuatriði þeirrar skemmtilegu íþróttar sem nefnist stangaveiði. Flest félögin bjóða upp á kennslu í fluguköstum og margskonar fræðslu um náttúr- una. Verum minnug þess að landið okkar er eins og stór kennslubók í náttúrufræði og jafnframt stór leik- völlur fyrir unga sem aldna. Hér þarf fólk ekki að troða hvert öðru um tær, hér er nóg olnbogarými fyrir margfaldan þann mannfjölda sem hér býr. Að búa hér og fá að ferðast frjálst um þetta stór- brotna land, sem Skap- arinn hefur vistað hér norður við Dumbshaf, er á vissan hátt forrétt- indi þessarar þjóðar. Að hafa fengið að alast upp að einhveiju marki í sveit tel ég einnig vera forréttindi, einkum þeirra sem fengu að taka virkan þátt í þeim búskapar- háttum sem tíðkuðust fyrir tæknibyltinguna og plastpökkunina. Fengu að slá með orfi og ljá, raka með hrífu, binda í bagga, reiða heim á klifber- um, taka þátt í sauðburði, mjólka, reka kýrnar, moka flórinn, sækja hestana í haga, vitja um netin, leita uppí lækjarlontur, veiða á stöng eða hrífuskaft og sækja vatn í brunninn. Allt þetta og reyndar sú náttúru- stemmning, sú upplifun, sem fylgir þessum störfum hlýtur að tengja mann og náttúru órjúfandi tryggða- böndum. Sú hlutdeild sem maðurinn á þennan hátt öðlast í heildarlífríkinu hlýtur einnig að auka honum skiln- ing um það jafnvægi sem nauðsyn- legt er að viðhalda milli allra þeirra þátta er mynda veröldina. Engan einn má uppheija á kostnað annars - sú jafnvægislist nefnist í dag vist- fræði. Að fá síðan eftir mörg ár að rölta um sömu hagana, koma að þeim óbreyttum eins og maður upplifði þá í æsku og þá helst með veiði- stöng. Upplifa aftur þessa friðsæld, þar sem þögnin orkar svo sterkt í vitundinni, tala í hljóði við þá sem ennþá búa í hólunum, klettunum og fjöllunum. Leggjast aftur á sama grasi gróna bakkann og sötra blá- tært vatnið úr bæjarlæknum sem Guðmundur góði-hafði vígt. Horfa hugfanginn til bjarkarinnar einu sem stendur enn stolt upp úr stórurð, enda með sín óijúfanlegu álög að ef einhver dirfist að snerta hana, muni sá hinn sami hljóta skaða af. Allt slíkt bergmál frá æskudögun- um er ólýsanleg tilfinning sem hreyf- ir við sérstöku friðsældarflæði í okk- ar margslungna hugarheimi. Reynd- ar finnst mér að öllum og ekki síst stijálbýlisfólki beri á vissan hátt skylda til að vernda byggð og við- halda tryggð við sína átthaga. Ver- um minnug þess að við eigum þessu fagra landi skuld að gjalda og okkur ber skylda til að ganga í bandalag við náttúruna. Röskun á þessu mikil- væga jafnvægi velfir upp spurning- unni um að draga andann - að lifa af. Mengun virðir engin landamæri eða landhelgi og mengunaraldan mun ef til vill skella á landinu okkar fyrr eða síðar. Allt stangaveiðifólk á að vera náttúruunnendur og iðka sitt tóm- stundagaman í þágu verndunar og friðar í margskonar merkingu. Góðir veiðimenn hafa tileinkað sér sérstak- ar óskráðar siðareglur, sem er hár- fínt hátterni í samskiptum manna og náttúru. En þetta er því miður of fámennur hópur - hann þarf að stækka. Að nálgast náttúruna með já- kvæðu hugarfari, njóta angan og Rafn Hafnfjörð litanna í flórunni, lesa formin í klettunum, hlusta á fuglana og hljómfall árinnar, - meðtaka þetta allt samtímis og finna þá tilfinningu að vera hluti af þessu samspili, getur bjargað fólki frá streitu og depurð borgarlífsins. Veiðiferðirnar eru á vissan hátt hvíld frá veraldar- volkinu og að lifa á þann hátt með náttúrunni tel ég vera stóran hluta af lífsbjörginni. Ferðalög um okkar fagra land er mín lífsfylling og árnar og vötnin hafa verið mínir áningarstaðir á lífshlaupinu. Stangaveiðin gefur fólki einstakt tækifæri til að lifa með landinu, í raun tengjast því í orðsins fyllstu merkingu og það taiar til okkar á Veiðidagur fjölskyld- unnar er á laugardag- inn. Rafn Hafnfjörð skrifar um stangveiði, umhverfið og útivist. svo margvíslegan hátt, sjónrænt, hljóðrænt, lyktrænt, hugrænt, - frábær sinfonía. Þar er ekki gerfi- hávaði, hraði eða mengun. Þar ætti fólk að læðast, jafnvel hvísla,- því þar liggur lotning í loftinu og þar í kyrrðinni gefst oft sá tími sem manninum er nauðsynlegur til að gaumgæfa stöðu sína gagnvart nú- tíð og framtíð. Sístreymi alúðar og samfella í háttvísi við náttúruna er það þróunarstig sem góðir veiði- menn ættu að standa á. Þarna eiga þeir fullorðnu að vera þeim yngri fyrirmynd og sýna á þann hátt gott fordæmi í uppeldi. Látum ekki ónot- uð tækifæri til að koma þeim skila- boðum til næstu kynslóðar að um- hverfismál séu hluti þjóðmenningar. Ég hef leyft mér að kalla stanga- veiðina íþrótt íþróttanna, því hún er sambland af ijölskylduferðum þar sem allir ljölskyldumeðlimir hafa Evrópusinnar og alþjóðamálin FYRIR nokkru birtist grein í Morgunblaðinu eftir formann nýrra samtaka, Ungra Evr- ópusinna, Eirík Berg- mann Einarsson, þar sem hann skýrir hug-' myndafræðilegan grundvöll og söguskoð- un samtakanna. Hann setti þar fram rök fyrir því markmiði Evrópu- sinna að ísland gerist aðili að Evrópusam- bandinu. Forsendur og rök formannsins fyrir alríkinu og aðild íslands að því eru athugaverð. Ég vil því fara nokkrum orðum um hugmyndafræðina og söguskoðunina sem liggur að baki greininni. Þjóðríkjum fjölgar Helstu rök Ungra Evrópusinna fyrir alríkinu eru þau að þjóðríkið hafi gengið sér til húðar, sé úrelt fyrirbæri í heimi tölvuvæðingár, skjótra samgangna, alþjóðlegra við- skipta og gagnkvæmra og náinna tengsla við önnur ríki. Þar sem þjóð- ríkið er ekki lengur sjálfstæð efna- hags- og stjórnunareining ráði það ekki lengur við hefðbundið hlutverk sitt að tryggja öryggi og afkomu íbúanna. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni. Hún hefur skotið upp kollinum með reglubundnum hætti á þessari öld t.d. fyrir og eftir fyrra stríð, á árunum eftir heimsstyijöld- ina síðari, í tengslum við kjarnorku- ógnina um miðbik sjötta áratugarins og loks á áttunda áratugnum er olíu- kreppa, verðbólga og atvinnuleysi virtust ætla að sliga ríki Vestur-Evr- ópu. Kenningar af þessu tagi eru í ósamræmi við vitnisburð sögunnar. Staðreyndin er sú að þjóðríkjum fer fjölgandi. Eitt meginstefið í alþjóða- Stjórnmálum eftir seinna stríð er sí- felld fjölgun þjóðríkja og greining alþjóða- kerfisins í æ fleiri sjálfstæðar einingar. Við stofnun Sam- einuðu þjóðanna árið 1945 voru aðildarþjóð- inar fimmtíu. Nú eru þær um eitt hundrað og fimmtíu. Annar áberandi þáttur í al- þjóðastjómmálum eftirstríðsáranna eru látlausar kröfur þjóða og þjóðarbrota um sj álfsákvörðunarrétt og sjálfstæði, kröfur um að eignast eigið ríki. Kröfur um sjálfstæði Tilhneigingin virðist því vera í átt til fjölgunar ríkja fremur en til sam- runa og fækkunar þeirra. Þetta hlýt- ur að gefa nokkra vísbendingu um mikilvægi þjóðríkisins í alþjóða- stjórnmálum. Sá sem heldur því fram að þjóðríkið sé úrelt og merkingar- laust fyrirbrigði horfir annaðhvort alveg fram hjá því sem er að gerast í heiminum eða einblínir um of á þær tiltölulega fáu þjóðir sem hafa notið sjálfsákvörðunarréttar og sjálfstæðis um langt skeið. Kjarninn í báráttu og kröfum Armena, Kúrda, Bosníumanna, skoskra þjóðernis- sinna og margra annarra þjóða um allan heim er hugmyndin um sjálfsá- kvörðunarrétt, eigið ríki — þjóðríki. Fyrir þeim er þjóðríkið raunverulegt og eftirsóknarvert tákn frelsis þótt margir Vesturiandabúar telji það nú hindrun á veginum til framfara og friðar. Það er vissulega rétt að þjóðríkið er komið til ára sinna. Þjóðríkið í þeirri mynd sem við þekkjum það mótaðist á síðustu öld við tiltekin pólitísk skilyrði, sem síðan hafa tek- ið töluverðum breytingum. Hins veg- ar hefur þjóðríkið sýnt undraverða aðlögunarhæfni og lífseiglu og er enn sem fyrr hornsteinn alþjóða- stjórnmála. Aukin viðskipti við önn- ur lönd og aukin alþjóðleg tengsl hafa að vissu leyti gert þjóðríkinu kleift að viðhalda heilsunni í stað þess að draga úr því máttinn. Sjálf- ur er ég enginn sérstakur talsmaður þjóðríkisins en bendi á að þessi fyrir- bæri eru síður en svo aflóga áhrifa- þættir í alþjóðstjórnmálum. Að halda fram hinu gagnstæða er að líta fram hjá staðreyndum Orðin tóm? Líkt og þjóðríkið er fullveldishug- takið „ekkert nema orðið tómt,“ segja federalistar, „því ríki hafa nú orðið það mikil áhrif hvert á annað að alþjóðlegar lausnir verða að leysa þjóðríkislausnir af hóimi“. Það er rétt að fullveldishugtakið eins og það var áður skilið — sem óskertur ákvörðunarréttur ríkja í eigin málum — hefur misst nokkuð af fyrra inn- taki sínu. Hins vegar má ekki skilja það of bókstaflegum skilningi. Riki Evrópu hafa aldrei haft fullkominn ákvörðunarrétt í eigin málum. Ríki í þéttskipuðu alþjóðakerfi, líkt og í hinu evrópska sem komið var á fót með Westfalíu-friðnum árið 1648 og varð upphaf þess alþjóðakerfis sem við búum við nú, hljóta að hafa áhrif hvert á annað með ýmsum hætti. Því er nær að skilja hugtakið þrengri skilningi, svo að það merki ákvörðunarrétt þjóðar yfir ýmsum mikilvægum þáttum eigin tilveru, til að mynda stjórnarfari, skipan þjóð- félagsins og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Að fólk skuli greina á um hvort ísland skuli ganga í ESB eða ekki og telji að skera beri úr um það með þjóðaratkvæðagreiðslu, bendir til al- varlegrar mótsagnar í röksemd Ungra Evrópusinna um fullveldis- hugtakið. Ef fullveldi okkar íslend- inga væri „orðið tómt“, þyrfti enga atkvæðagreiðslu um aðild, heldur réðist hún algerlega af ytri áhrifa- þáttum. Þar sem við getum hins Ungir Evrópusinnar álíta ESB og alríkið for- sendu friðar. Jónmund- ur Guðmarsson segir þessa forsendu hafa verið hernaðarjafnvægi kalda stríðsins. vegar sjálf valið hvort við viljum aðild eða ekki höfum við ákvörðunar- rétt og erum því fullvalda í þeim skilningi. Fullveldishugtakið er því ekki jafn úrelt og Evrópusinnar trúa. Hagsæld og hamingja Ungir Evrópusinnar eru þverpóli- tísk samtök sem meðal annars vilja evrópskt alríki vegna þess að „þjóð- ríkið hefur engin tæki til að koma í veg fyrir styijaldir í álfunni" en gleyma því að fijóangi airíkisins í varnar- og öryggismálum, Vestur- Evrópusambandið, hefur staðið ráð- þrota frammi fyrir styijöldinni á Balkanskaga. Aftur á móti hefur sá friður sem við höfum yfirleitt notið einmitt byggt á tilvist sjálfstæðra ríkja og valdajafnvæginu á milli þeirra. Með aðild að ESB vilja Evr- ópusinnar vinna að „friði, mannrétt- indum og auknum lífsgæðum" en sjá ekki að unnt er að nálgast sömu markmið eftir öðrum og þekktum leiðum. Það að íslensk stjórnvöld vilji doka við og íhuga stöðuna með tilliti til þess hvaða ávinning ísland hefði af aðild, merkir ekki nauðsyn- lega að ráðamönnum sé sama um þessi gildi. Þau gera sér grein fyrir að tryggja megi framtíð þjóðarinn- ar, hagsmuni og hugsjónir með öðr- um hætti en pólitískum samruna. Þessu má líkja við átök sósíalisma og einstaklingshyggju. Hugmynda- kerfin tvö stefna að sama marki — Jónmundur Guðmarsson jafna möguleika á því að skemmta sér við veiðar, ungir sem aldnir, konur sem karlar. Útivist er eitt aðalmarkmiðið, - göngur og stund- um hlaup, - köst, hvort sem flugu eða spæni er kastað, - hyggindi, í sambandi við áætlanagerð, - list- fengi, í sambandi við fluguhnýtingar og spónagerð og vinfengi við góða veiðifélaga. Sjálfsagt má finna stangaveiðinni sitthvað fleira til ágætis, en fyrst og síðast er hún mannbætandi ef rétt er að staðið og óskráðar siðareglur um um- gengni við náttúruna, veiðifélagana, landeigendur og bráðina eru í heiðri hafðar. Veiðidagur fjölskyldunnar þar sem Landssamband stangaveiðifé- laga, Landssamband veiðifélaga og Ferðaþjónusta bænda bjóða fólki að veiða ókeypis í fjölda silungsveiði- vatna er virðingarverð hvatning til þess að viðhalda því sem hér hefur verið stiklað á, þ.e.a.s. leikgleðinni, náttúruverndinni, átthagatryggð- inni og vináttunni. Fjölskylduvænni íþrótt er vandfundin, því hana geta allir stundað. Ég tel að þeir í raun þroskist ekki eðlilega sem að öllu leyti alast upp á malbiki, innan um stein- steypurisana og blikkbeljurnar sem nærast eingöngu á olíu og bensíni og spúa koltvísýringi út í andrúms- loftið. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa áttað sig á nauðsynlegri snertingu mannsins við náttúruna og veija miklum ljármunum til styrktar landssamböndum stangaveiðifélag- anna. Slík fjárhagsleg aðstoð á þeim bæjum er nefnd forvarnarstarf og þykir margborga sig. Þar er aðal- hlutverk stangaveiðifélaganna að draga sem flest börn og unglinga út í náttúrna frá þeim hættum sem leynast við hvert horn í stórborgun- um. Höfundur er í stjórn Landssambnnds stanga veiðifélaga. hagsæld og hamingju mannskepn- unnar— en eftir gerólíkum leiðum, heildarhyggju og einstaklings- hyggju. Reynslan sker svo úr um hvor leiðin sé vænlegri. Það gengur ekki að saka ríkisstjórn um einangr- unarhyggju sem þegar hefur séð að um fleiri kosti er að tefla í alþjóð- legu samstarfi en aðild að samtökum sem geta vart talist framsækin, verða oftast að hafa sig öll við til að halda í við framvindu heimsmál- anna og láta atburðarásina sífellt koma sér á óvart. Evrópskt alríki Ungir Evrópusinnar álíta ESB og alríkið forsendu friðar. Þeir átta sig ekki á að friður og samvinna í Evr- ópu hefur byggt á hernaðaijafnvægi kalda stríðsins, sameiginlegum óvini og eiginhagsmunum aðildarríkj- anna, ekki hugmyndum um frið, manngæsku og samhljóm hagsmun- anna, þó nú teiji margir að svo hafi verið. Það virðist í raun og veru aldr- ei hafa verið á dagskrá aðildarríkj- anna að koma á Evrópsku alríki og stofnunin sjálf hefur aldrei orðið líf- vænlegur vísir að slíkri skipan. Sannarlega hefur orðið ákveðin samrunaþróun í Vestur-Evrópu eftir stríð. Meginnytsemd Evrópusam- bandsins felst hins vegar í því að vera mikilvægur vettvangur fyrir samskipti, samstarf og viðskipti sjálfstæðra, fullvalda þjóðríkja. Það hefur vissulega gildi fyrir okkur ís- lendinga og er kostur sem við ættum að athuga í tengslum við önnur tæki- færi. Hugmyndin um friðsælt fjöl- þjóða sambandsríki hefur verið við líði síðan á átjándu öld, er Saint- Pierre ábóti setti hana fram en aldr- ei hefur tekist að koma á slíkri skip- an. Hin dapurlega staðreynd er sú að einu yfirþjóðlegu ríkin sem mannskynssagan getur um eru þau sem komið var á fót með vopnavaldi og viðhaldið með kúgun. Má þar að nefna Rómaveldi, ríki Karla Magn- úsar og Sovétríkin. Höfundur liefur meistaragráðu í alþjóðastjómmálum frú Oxford háskóla og situr í stjórn Hcimdallar. i i c c < : i i i c c i c $ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.