Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 23 Síðasta sýning- arhelgi New York - Nýló. Sumarsýn- ingu Nýlistasafnsins lýkur nú á sunnudag. Sýningin er sam- sýning fimm íslenskra mynd- listarmanna og fimm mynd- listarmanna frá Puerto Rico, en þau eiga það sameiginlegt að vera öll búsett í New York. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Gallerí Fold. Sýningu á olíu- verkum Dóslu - Hjördísar G. Bergsdóttur lýkur á sunnudag. Einnig lýkur kynningu á verk- um Soffíu Sæmundsdóttur og Arnar Inga Gíslasonar. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, nema sunnudaga kl. 14-18. Byggðarsafn Hafnarfjarð- ar. Sýningin Bær í byijun ald- ar í sýningarsalnum Smiðj- unni, Strandgötu 50, lýkur á mánudag. A sýningunni er fjöldi muna er notaðir voru við dagleg störf fólksins í firðinum um síðustu aldamót. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17. Sýningarsalir MIR.Sýningu norsku myndlistakonunnar Björg Tveten Stjernstad sem sýnir um 50 verk í sýningarsöl- um félagsins MÍR, Vatnsstíg 10 lýkur á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 16-19 virka daga og um helgina kl. 14-19. Hafnarborg. Sýningin Stefnumót trúar og listar „Andinn" lýkur á mánudag. Þjóðminjasafn íslands. Sýn- ingu á óþekktum ljósmyndum Bjarna Kristins Eyjólfssonar frá Hofsstöðum í Hálsasveit, í Bogasal lýkur á sunnudag. Safnið er opið frá kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. Röndóttur leir í GLUGG- UM Sneglu Listhúss stendur nú yfir kynning á verkum Sigríðar Erlu. Verkin eru unnin í steinleir, gólfvasar, skálar og kertastjakar. Sigríður hefur tekið þátt í - nokkrum samsýningum. Snegla, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, er opið frá kl. 12-18 virka daga og 10-14 laugardaga. Opera um Thorvaldsen í BÍGERÐ er að setja á svið óperu um myndhöggvarann Bertil Thorvaldsen í Dan- mörku, að sögn norska blaðs- ins Aftenposten. Það er danska söngkonan og laga- smiðurinn Anne Linnet sem semur tónlistina en Kjeld nokkur Zeruneith skrifar text- ann. Thorvaldsen, sem var af ís- lenskum og dönskum ættum, bjó í Rómaborg í fjörtíu ár. Hélt Linnet til borgarinnar til að grafast fyrir um hvaða mann Thoiwaldsen hafði haft að geyma. I óperunni er hlutur ástkonu Thorvaldsens, Önnu Mariu Magnani stór en hún eignaðist tvö börn með lista- manninum. Sigríður Erla Leikur & list í Reykjavík UPPLÝSINGAHÓPUR lausráðinna leikhússlistamanna hefur fengið aðsetur í gamla Morgunblaðshúsinu. Þar verður boðið upp á ýmiskonar aðstöðu fyrir lausráðna leikhúss- listamenn. Þá verður staðið fyrir útgáfu á menningarhandbók, þar sem gerð verður grein fyrir lista- og menningaratburðum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu í hverjum mánuði. Fyrir um það bil viku síðan var ULL eða Upplýsingahópi lausráðinna leikhúss- listamanna úthlutað húsnæði tímabundið af Reykjavíkurborg á annarri hæð í gamla Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6. Samn- ingurinn er til árs, en er uppsegjanlegur af báðum aðilum með þriggja jnánaða fyr- irvara. í húsnæðinu mun fara fram ýmis starfsemi á vegum hópsins og verður lausráðnum leik- hússlistamönnum boðið upp á æfinga-, leiksmiðju- og fundaaðstöðu í húsnæðinu. Auk þess verður til staðar í hús- inu útgáfa á menningarhandbókinni Leikur & list. Um er að ræða tíma- rit um menningu, mannlíf og listir sem kemur út fyrsta hvers mánað- ar, frá og með 1. ágúst, og verður dreift ókeypis í öll hús á Stór- Reykjavíkursvæð- inu. I blaðinu verður fjallað um þá lista- og menningaratburði sem eru á döfinni í hverjum mánuði. Ágóði af sölu blaðsins rennur til Upplýsingahóps lausráðinna leikhús- listamanna og efl- ingar á starfsemi hans. „Það hefur lengi vantað útgáfu af þessu tagi, til þess að auglýsa það starf í menningu og listum sem á sér stað í borg- inni á skipulegan hátt,“ segir Margrét Ákadóttir, einn af ábyrgðarmönnum blaðsins. Edda Björgvins- dóttir ritstjóri segir: „Við ætlum að hætta að sitja á rassinum og kvarta yfir því að ekkert sé gert fyrir okkur. Nú stöndum við upp og ger- um hlutina sjálf, að sjálfsögðu með góðri aðstoð menningarelskandi fyrirtækja." Morgunblaðið/Golli ÁBYRGÐARMENN blaðsins Leikur & list eru Katrín Snæhólm Björgvinsdóttir, Mar- grét Ákadóttir og Edda Björgvinsdóttir, en Guðmundur Pálsson er framkvæmdastjóri. Reuter Æft fyrir Verdi-hátíð ÓPERUSÖNGKONAN June And- erson syngur hlutverk Lucreziu Contarini á æfingu á „I Due Fosc- ari“ eftir Giuseppi Verdi, en óp- eran verður frumflutt í Konung- legu óperunni á laugardag. Sýn- ingin er liður í mikilli Verdi- hátíð sem nú stendur yfir í Lond- on. Meðal þeirra ópera sem sett- ar hafa verið á svið eru Grímu- dansleikurinn, sem Kristján Jó- hannsson syngur í. Lofthræddi örninn á ferð og flugi um Norðurland FARANDSÝNINGIN á barnaleikritinu Lofthræddi örninn hann Örvar tekur flugið til Akureyrar sunnudaginn 25. júní. Verkið hefur verið sýnt á Reykjavíkursvæðinu á vormisseri. Þijár, sýningar verða í Listagilinu á Akureyri, sú fyrsta sunnudaginn 25. júní kl. 17.00 og tvær sýningar 1. júlí, kl. 11.00 og kl. 17.00. Orninn mun líka flögra um önnur héruð norðanlands. Mánudaginn 26. júní kl. 17.00 verður sýning í fé- lagsheimilinu Blönduósi, þriðjudaginn 27. júní í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, miðvikudaginn 28. júní í Nýja bíói á Siglufirði, fimmtudaginn 29. júni á Dalvík og föstudaginn 30. júní á Ólafsfirði. Lofthræddi örninn hann Örvar segir frá erni sem er svo skelfing óheppinn að vera lofthræddur. Samt þráir hann heitt að fljúga um loftin blá. Leikari í sýningunni er Björn Ingi Hilmarsson sem leikur öll hlutverkin og segir söguna með lát- bragði, söng, dansi og Ieik. Leikstjóri er Peter Engkvist og hann vann einnig leikgerðina ásamt Stalle Ahrreman. Þýðandi er Anton Helgi Jónsson. Lofthræddi örninn hann Örvar fékk verðlaun sem besta barna- og unglingaleiksýning í Svíþjóð leikár- ið ’91-’9*2. BJÖRN Ingi Hilmarsson, en hann leikur öll hlutverk- in í Lofthrædda erninum honum Örvari. B-2 í Fjöl- skyldu- garðinum FURÐULEIKHÚSIÐ mun í dag föstudag sýna í Fjölskyldugarðinum kl. 16.30 atriði úr B-2 sem er byggt á bók eftir Sigrúnu Eldjárn. Tónlist- ina við verkið semur Valgeir Skag- fjörð og um búninga sér Helga Rún Pálsdóttir. Leikarar eru fjórir: Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Eggert Kaaber. Bé-tveir fjallar um tvíhöfða geimstrák sem kemur til jarðarinn- ar til að forvitnast um hlut sem hann hefur séð í geimkíkinum. á stjörnunni sinni. Þetta er þriðja verkefni Furðu- leikhússins en það hefur aðallega fengist við barnaleikrit og götuleik- hús. Næsta vetur mun Furðuleik- húsið fara í leikskólana með lengri og betrumbætta útgáfu af B-2. Einnig verður Furðuleikhúsið með fleiri uppákomur í Fjölskyldugarð- inum í sumar. „STRIPPBÚLLUBLÚ S “ KVIKMYNPm Stjörnubíó EXÓTÍKA (EXOTICA) ★ Leikstjóri Atom Egoyan. Handrits- höfundur Atom Egoyan. Tónlist Mic- hael Daima. Aðalleikendur Bruce Greenwood, Mia Kirshner, Don McKellan, Elias Koteas. Kanadisk. Alliance Pictures 1994. EFTIR þessa sýningu er það dagljóst að sá sem þessar línur skrifar mun ekki taka verðlaun kanadísku kvikmyndaakadem- íunnar alvarlega í framtíðinni. Þessi margfalda verðlaunamynd þeirra er lítið annað en veikburða stælar, innantómur listrænn remb- ingur utanum fjáranum lengri að- draganda að dáðlausum endahnút sögu sem er tilkomulítil. Persón- urnar eru blóðlausar gervimann- eskjur sem vekja aldrei umtals- verðan áhuga hjá áhorfandanum og ef hann rumskar þá er handrits-\ höfundurinn/leikstjórinn snöggur að kæfa hann í fæðingunni með tilþrifalausu handbragði og sálar- drepandi langhundshætti. í stuttu máli segir Exótíka af samkynhneigðum eggjasmyglara og dýrabúðareiganda sem lendir í rannsókn skattrannsóknarmanns sem venur komur sína á „stripp- búllu“. Undarlega hegðun skatt- mannsins má rekja til dótturmissis og blandast inní þá sögu ein fata- fella og útkastari búllunnar. „Strippbúllublúsinn** nær sér aldrei á strik, Egoyan hugsar meira um útlitið en innihaldið, yeigal^tið handrit fær þó engan stuðning frá nokkrum, grípandi i sviðsetningum, því síður poppaðri magadansmúsik. Leikararnir eru dauðyflislegir, Mia Kirshner er þó altént augnayndi í hlutverki fata- fellunnar en ábúðamikið gump- skak hennar verður þó afar leiði- gjarnt og tæpast vænlegt til að- dráttar á alvöru „strípsýningum**. Vafamál að Egoyan hafi nokk- urntímann barið slíkan menn- ingarviðburð augum. Það hangir ekkert óvænt á spýtunni og engin dulúð í loftinu, þrátt fyrir nokkra tilburði í þá átt. Klénn fáránleiki hjálpar ekkert uppá sakirnar, það fæst ekki kraftur úr nöglum - frekar en fyrri daginn. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.