Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sumarnám- skeið Is- lenska Suzukisam- . bandsins TÓNLISTARSKÓLI Njarð- víkur stendur fyrir sumar- námskeiði Islenska Suzuki- sambandsins dagana 22.-25. júní. Kennt verður í Tónlistar- skóla Njarðvíkur og Holta- skóla, þar sem einnig verður gist og matast. Þátttakendur verða um 180, bæði nemend- ur og foreldrar auk 13 kenn- ara, þannig að þátttakendur í heild verða fast að 200. Þrennir tónleikar verða haldnir í tengslum við nám- skeiðið, þeir fyrstu verða í dag, föstudaginn 23. júní kl. 16, aðrir tónleikarnir verða laugardaginn 24. júní kl. 16 og svo lokatónleikarnir sunnudaginn 25. júní kl. 15. Allir tónleikarnir verða í Ytri- Njarðvíkurkirkju og er að- gangur ókeypis og öllum heimili. Söngnám- skeið NÝVERIÐ var haldið söng- námskeið á Hvolsvelli í húsa- kynnum Tónlistarskóla Rangæinga. Það voru lista- konurnar Agústa Agústsdótt- ir, söngkona frá Holti í Ön- undarfírði, og Agnes Löve, píanóleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, sem höfðu veg og vanda af námskeiðshaldinu. Námskeiðið sem var opið, svokallað „master class“- • námskeið, var sótt af átta söngnemum sem eru misjafn- lega langt á veg komnir í námi sínu allt frá byijendum til nemenda á sjöunda stigi. Komu nemendurnir víðsvegar af Suðurlandi og úr Reykja- vík. Námskeiðinu lauk með tónleikum í Félagsheimilinu Hvoli þar sem hver nemend- anna söng þijú lög, en alls stóð námskeiðið í fjóra daga. ísland í dag í Norræna húsinu ÍSLAND í dag er dagskrá fyrir norræna ferðamenn og verður hún alla sunnudaga í sumar kl. 17.30. Borgþór Kjærnested flytur erindi á sænsku og finnsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmál- um á íslandi á líðandi stundu. Að fyrirlestri loknum gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspurnir. Norræna húsið og norræn samvinna er dagskrá fyrir norræna ferðamenn og verð- ur hún alla mánudaga kl. 17.30. Mánudaginn 26. júní kl. 17.30 mun Lone Hedelund, yfirbókavörður Norræna hússins, kynna Norræna hús- ið, byggingu Alvars Aaltos, starfsemi þess og norræna samvinnu. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. GRANÍTSTEINN Magnusar Krogh Andersen, en hann ætlar að leggja lokahönd á verkið á meðan sýningin stendur yfir. Landnámssýning LANDNÁMSSÝNING verður opnuð á morgun á vegum Fjörukráarinnar í tilefni af Víkingahátíðinni í Hafnar- firði. Sýningin verður fjölþætt en efniviður flestra listamannanna á rætur sínar að rekja til fornsagnanna og goðafræðinnar. Danski myndhöggvarinn Magnus Krogh Andersen mun sýna heilmik- inn granítstein sem hgnn hefur verið að vinna í undanfarna mánuði. Hann ætlar að -leggja lokahönd á verkið á meðan sýningin stendur yfir þannig að fólk fær tækifæri til að sjá hvern- ig hann vinnur og hvernig álitið er að forfeður okkar á tímum Land- námu hafi borið sig að. Magnus Krogh mun einnig sýna smáverk skorin út í hval- og flóðhestatennur. Frá Þýskalandi koma hjónin Dieter og Andrea Scholz. Dieter sýnir tréút- skurð þar sem hann fæst bæði við stærri og smærri skúlptúra. Hann ætlar einnig að vera við listsköpun sína í viðurvist sýningargesta. Andrea mun sitja við vefstólinn sinn og jafnframt sýna hvernig uliin er unnin frá flóka upp í teppi. Dieter hefur verið að vinna að skreytingum fyrir hof Freyju í stafhúsi Fjörukrá- arinnar. Það eru líkneski af Frey og Freyju. Þau munu verða til sýnis í hofinu sjálfu. Frá íslandi eru fimm Jistamenn; Haukur Halldórsson sýnir ný verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sj'ningu. Þetta eru bómullardúksverk unnin í samvinnu við Eureka. Þetta er í fyrsta sinn á íslandi sem þessi aðferð er kynnt. Erlendur Finnbogi Magnússon hefur skorið út flest það sem prýðir Fjörukrána í útskurðar- verkum. Hans verk á sýningunni eru úr myndaflokknum „Voru guðirnir geimfarar?". Birgitta Jónsdóttir sýnir 16 portrettmyndir af goðunum og hún hefur einnig skrifað ágrip um goðin, sem verða við myndirnar. Olafur Sverrisson sýnir ný verk unn- in í járn með þema frá tímum víking- anna. Edda Bjarna sýnir listaverk unnin úr ríki náttúru Islands. Á sjálfri opnuninni verður boðið upp á léttar veitingar og söngva Víkingaveitarinnar. Sýningin opnar formlega klukkan 16.00 'og eru allir velkomnir á hana. Landnámssýning- in stendur yfir til 9. júlí og er opin daglega frá 14.00 til 19.00. Sýningin fer fram í sýningarsalnum Við Ham- arinn og í Portinu við hliðina á Fjöru- kránni, Strandgötu 55. Jóns- messuhátíð í Norræna húsinu JÓNSMESSAN verður haldin hátíðleg að norrænum sið við Norræna húsið laugardaginn 24. júní kl. 20. Að hátíðinni standa norrænu vinafélögin og Norræna húsið. Blómum skrýdd maístöng verður reist á flötinni við Nor- ræna húsið. Dansað verður í kringum stöngina og farið verð- ur í ýmsa leiki með börnunum. Um kl. 22.00 verður tendrað bál og þar verður fjöldasöngur og fieira. íjóðdansafélagið ásamt hljómsveit sinni kemur og mun sýna bæði íslenska og norræna þjóðdansa, einnig munu þau leiða dans við maístöngina. Grettir Björnsson leikur á harmonikkuna og norska létt- sveitin Soknedal Big Band mun spila. Grillaðar verða pylsur á úti- grilli og kaffistofa hússins verð- ur opin allt kvöldið. Allir eru veHcomnir að koma og taka þátt í þessari skemmtun og er áðgangur ókeypis. Landsmót íslenskra kvenna- kóra KVENNAKÓR Reykjavíkur stendur fyrir landsmóti ís- lenskra kvennakóra dagana 23 til 25 júní. Mótið hefst í dag kl. 18 og lýkur með tónleikum í Borgar- leikhúsinu kl. 16 á sunnudag, sem eru opnir aimenningi. 240 konur eru nú þegar skráðar sem þátttakendur, en 12 kórar taka þátt í mótinu hvaðanæva af landinu. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsðon FRÁ útgáfutónleikunum. Útgáfutónleikar á Seyðisfirði Seyðisfirði. Morgunblaðið. MIKIL tónlistarveisla var á Seyðisfirði 17. júní. Þá voru haldn- ir útgáfutónleikar í tilefni af út- komu geisladisksins „Seyðisfjörð- ur 100 ára“. Á tónleikunum mátti sjá alla þá breidd sem seyðfírskt tónlistar- líf býður upp á, meðal annars kirkjukór, barnakór, karlakór, söngtríó, fullskipaðar hljómsveitir, trúbadúr og að ógleymdri „hevi- metal-gleðipönksveitinni" Morð. Einar Bragi Bragason skóla- stjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar segir að upphaflega hafí Aðalheið- ur Borgþórsdóttir verið beðin um að semja lag í tilefni afmælisins og hafi átt að láta það duga. „En svo einhvern tímann í haust hafði ég orð á því að það væri svo sem ekkert mál að gera bara heilan disk. Þá hrúgaðist efni inn. Þetta lag sem mest hefur verið spilað, lagið hans Súdda (Vor við Seyðis- fjörð eftir Sigurð Sigurðsson á Sunnuhvoli) kom til þannig að ég frétti að hann ætti Iög og fékk að kíkja í möppuna hjá honum og þar var þetta lag,“ sagði Einar Bragi. Á níunda tug manna unnu við gerð disksins. Einar Bragi stjórn- aði upptökum að mestu. Lögin 19 sem eru á diskinum ná yfír mikið svið. Þar eru meðal annars seyð- firsk kórlög, dægurlög, rokk og pönk. Lögin, textar og flutningur er að mestu úr smiðju Seyðfirðinga sjálfra. Áse Kleveland NORSKA stjórnin hefur lagt inn umsókn til Evrópusam- bandsins um að Bergen verði menningarhöf- uðborg Evrópu árið 2000 eða 2001. Áse Kleveland, menningarráðherra Noregs, segir að umsóknini lýsi vilja sljórnar- innar til að eiga nána samvinnu við ESB á sviði menningarmáia, þar sem samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið kveði á um slíkt. Bergen hefur fengið vilyrði fyrir sem svarar til 360 milljón króna framlagi en talið er að kostnaðurinn muni nema um 900 millj. króna, hreppi borgin hnoss- ið, að því er segir í Aftenposten. VERK það sem rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn William Golding vann að þegar hann lést, kom nýverið út í Bretlandi og kallast „The Double Tongue“. Að sögn útgefanda Goldings vann hann að bókinni síðustu sex mán- uði ævi sinnar en hann lést fyrir tveimur árum. Sögumaður bókar- innar er Arieka, kona sem talar fyrir mun véfréttarinnar í Delfí í Grikklandi hinu forna. Gömlu guðirnir eru að hverfa, Grikklandi er stjórnað frá Róm og Arieka lendir i klóm Ionedesar, hins valdasjúka æðsta prests Apollós. í dómi um bókina í The Observer segir að hún beri þess vissulega merki að vera hálfkláruð en að klárlega megi sjá hvernig Golding hafi reynt að horfa framhjá eigin fordómum og hún sé því athyglis- verð lesning. Morgunblaðið/Bjami Gíslason RÍKHARÐUR Valtingojer og Sólrún Friðriksdóttir að hengja upp myndverk. Sumar- sýning á Stöðvar- firði Stöðvarfirði. Morgnblaðið. NU stendur yfir myndlistarsýning í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar. Veg og vanda af þessu framtaki hafa hjónin og listamennirnir Rík- harður Valtingojer og Sólrún Frið- riksdóttir en þau reka Gallerí Snæ- rós á Stöðvarfirði. Þátttakendur í þessari myndlist- arsýningu eru yfir 20 grafíklista- menn og sýna þeir 44 myndverk, sem eru unnin með margvíslegri grafískri tækni. Listamennirnir sem sýna verk sín eru flestir lands- þekktir og koma víða að. Sýningin er á vegum Stöðvar- hrepps og mun standa til 20. ág- úst. Sýning á gömlum ljós- myndum í Gerðarsafni í GERÐARSAFNI í Kópavogi verður opnuð sýning á gömlum ljósmyndum úr bænum á morgun laugardag, í tilefni 40 ára afmælis Kópavogsbæjar. Sýningin ber heitið „Kópavogur, ljósmyndasýn- ing með sögulegu ívafi“. Sýndar verða hátt í 100 myndir, þær elstu frá því um 1920, en þær yngstu frá því um 1970. Um er að ræða í bland myndir sem sýna um- hverfi, mannlíf og mannvirki. Þrír félagar, þeir Marteinn Sigurgeirsson, Sigurður Þorsteins- son og Þórður St. Guðmundsson, allir kennarar, hafa haft veg og vanda af söfnun myndanna og uppsetningu sýningarinnar. Sýningin stendur til sunnudags- ins 16. júlí. Tónleikar á sunnudagskvöld Tónleikar verða í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Flytjendur verða Laufey Sigurðardóttir á fiðlu og Páll Eyjólfsson á gítar. Flutt verður aðgengileg og lífleg klass- ísk tónlist. í hléinu verður boðið upp á kaffiveitingar og gestum boðið að skoða sýningarnar í hús- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.