Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Morgunblaðið/Golli NÚTÍMINN og fortíðin mynda sterkar andstæður þegar litið er yfir svæðið þar sem fer fram fornleifauppgröftur á Hofsstöðum í Garðabæ. Stefnir í mikl- ar fornleifa- rannsóknir NÚ STANDA yfir fornleifa- rannsóknir á þremur stöðum á landinu eða í Garðabæ, á Bessa- stöðum og í Viðey. Að sögn Vil- hjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings er óvíst að hversu mörgum fornminjarann- sóknum verður unnið í sumar, en þó stefnir í að það verði óvenju mikið. Auk þeirra þriggja verkefna sem þegar er unnið að liggja 5 umsóknir hjá Fornleifanefnd og er niðurstöðu að vænta á þriðjudag. „Hugsanlega verða fjórar fornleifarannsóknir samþykktar að auki,“ segir Vilhjálmur. Fornminjagröftur er þegar hafinn á Hofsstöðum í Garðabæ, vegna væntanlegrar vegalagn- ingar og húsabygginga, en þar er fornt bæjarstæði. Þá er unn- ið að áframhaldandi fornminja- rannsóknum á Bessastöðum vegna fyrirhugaðra bygginga- framkvæmda þar, en þar hafa rannsóknir staðið yfir í fimm ár. Loks hefur Arbæjarsafn fengið leyfi fyrir áframhald- andi rannsóknum á klaustur- byggingum í Viðey. Hörkubyrj- un í Mið- fjarðará VEIÐI hófst í Miðfjarðará síðdegis á fimmtudag og voru komnir 16 iaxar á land á hádegi í gær. „Hér eru allir í sólskinsskapi, þetta er miklu betra en nokkur þorði að vona,“ sagði Böðvár Sigvaldason formaður Veiðifélags Miðfjarðarár í samtali við Morgunblaðið í gær- dag. Erfitt var að veiða á stórum hluta veiðisvæðisins vegna vatna- vaxta og gruggs og fékkst nær öll veiðin í Vesturá sem var í sæmi- legu ástandi. Hjartað hoppaði ekki hátt „Hjartað hoppaði ekki hátt þeg- ar ég skoðaði ána 17. júní síðast- liðinn. Þetta var druljuskolp og þriggja gráðu heitt. Útlitið ekki gott. Að það skuli byija svona vel kemur því skemmtilega á óvart svo ekki sé meira sagt,“ sagði Böðvar Sigvaldason enn fremur. Hann sagði að auk aflans úr Vest- urá hafi veiðst aðeins í Núpsánni, í Álfhyl, en Austurá væri mjög vatnsmikil og skoluð og því illviðr- áðanleg. Hún Iitar og Miðfjarðar- Fasteignamiðlun Sigurður Óskarsson lögg.fasteigna- og skipasali Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík SIMI 588 0150 FAX 588 0140 Bakkar - Neðra-Breiðholt Nýkomið á skrá vandað 177 fm rað- hús m. járnklæddu þaki og innb. bi'lsk. Frábær eign. Hagstætt verð 11,5 millj. Kópavogur - austurbær Nýkomið á skrá frábært, fallegt 175 fm einb. á útsýnisstað við rólega, lokaða götu. Nýr 34 fm bílsk. Ákv. sala. Uppl. á skrifst. Klukkurimi Mjög vel skipulagt 170 fm einb. m. innb. bílsk. nánast fokhelt. Innst í róíegri götu. Frábær staðsetn. Hagst. kjör. Uppl. ogteikn. á skrifst. ána og gerir hana enn fremur erf- iða viðfangs. Allur laxinn er vænn, 8 til 15 pund. Sá stærsti í sumar Stærsti lax sumarsins til þessa veiddist fyrir fáum dögum í Þverá í Borgarfirði, 19 punda hængur sem Kolbeinn Siguijónsson veiddi í Bláhyl á brúnan Devon. Að sögn Eggerts Ólafssonar veiðivarðar eru komnir alls um 150 laxar úr Þverá og Kjarrá. Vatnið er í meira lagi, en tært og fallegt. Talsverður lax er að ganga og fyrstu smálaxamir eru mættir á svæðið. Þess má geta, að þeir hafa einnig verið að veiðast í Brennunni síðustu daga. Þetta eru fallegir 4 til 5 punda laxar. Góð ganga í Norðurá „Þeir fengu 24 laxa í Norðurá á fimmtudaginn. Það hefur greini- lega komið góð ganga, því þetta veiddist að mestu leyti á neðstu svæðunum. Svo fór allt í einu að taka fiskur á aðalsvæðinu undir kvöldið og þeir náðu sex löxum á skömmum tíma áður en áin hljóp í flóð í rigningunni,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson formaður SVFR í samtali við Morgunblaðið í gær- dag. Alls voru komnir um 200 lax- ar úr ánni. Smálax veiðist nú í bland við stórlaxinn. Góð byrjun í Rangánum Fjórir laxar veiddust fyrsta einn og hálfan daginn í Ytri-Rangá, allt að 12 punda fiskar. Menn hafa orðið varir við talsvert af fiski, m.a. smálaxa sem þykja vera snemma á ferð og vita á gott. Þá hafa veiðst mjög stórir urriðar í ánni, m.a. einn 9,5 pund, tveir 7 punda og nokkrir 5 og 6 punda, auk smærri físka og um 20 bleikja allt að 4 punda. Hér og þar Níu laxar veiddust fyrsta dag- inn í Gljúfurá í Borgarfirði og er það með besta móti. Þetta voru 4 til 10 punda fiskar og veiddust einkum neðarlega á svæðinu. Mik- ið vatn er í ánni, en tært. Þá veiddust 12 laxar í fyrsta hollinu í Flókadalsá í Borgarfirði, og voru þeir stærstu allt að 14 punda. Á fimmtudaginn höfðu þrír lax- ar verið færðir til bókar í veiðihús- inu við „Pallinn“ í Ölfusá við Sel- foss. Athygli vakti að tveir þeirra voru smálaxar dregnir á miðsvæð- inu. Aðeins -einn var stórlax af neðsta svæðinu. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra um vanda framhaldsskólanna Vonandi hægt að veita öllum úrlausn BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir of snemmt að segja til um hvernig vandi framhaldsskól- anna verði leystur í haust, til þess þurfi betra yfirlit en nú liggi fyrir. Hann segir að framhaldsskólar landsins séu þessa dagana að svara umsækjendum. í kjölfarið muni þeir senda ráðuneytinu upplýsingar sem síðan verði unnið úr. Björn segir að ekki þurfi að koma á óvart að margir sæki um skólavist vegna þess að árgangur- inn, sem nú kemur úr grunnskól- um, sé mjög stór. Hann segist þó vonast til að hægt verði að veita öllum úrlausn en ljóst sé að það verði ekki í öllum tilfellum sú úr- lausn sem umsækjendur æski. Ekki verði hægt að koma öllum fyrir í þeim skólum sem þeir setji í fyrsta sæti. Við þann vanda sé þó ekki glímt í fyrsta sinn á þessu sumri. Björn segir skammtímavandann blasa við og á honum verði tekið í sumar. Aftur á móti sé verið að vinna að framtíðarlausn í málinu meðal annars með byggingu Borg- arholtsskóla, enda sé vandinn stærstur í höfuðborginni. Aðspurður um það hvort hann telji koma til greina að setja strang- ari skilyrði fyrir inngöngu í mennta- skóla segir Björn að hann sé þeirr- ar skoðunar að gera eigi strangar og ákveðnar kröfur í skólakerfinu, enda telji hann það vænlegt til árangurs. „Ég hef þó ekki mótað mér skoðun um slík inntökupróf enda er þar um mjög stórt skref að ræða. Almennt séð finnst mér að ýta eigi undir að menn standist ákveðnar kröfur í skólakerfinu eins og annars staðar," sagði Björn. Prestastefnu lauk í gær Sögulegt sam- komulag staðfest PRESTASTEFNU lauk í gær eftir þriggja daga fundahöld með stuttri guðsþjónustu og altarisgöngu í Háteigskirkju. Þá bauð Ólafur Skúlason biskup íslands prestum til sín um kvöldið. Af prestastefnunni í gær var helst markvert að sögulegt sam- komulag sem anglíkanskar kirkjur Bretlandseyja og lúterskar kirkjur á Norðurlöndum og í Eystrasalts- löndum gerðu með sér var staðfest og vísað til kirkjuþings. Samkomu- lagið er kennt við finnska bæinn Porvoo, þar sem það náðist í októ- ber árið 1992. Það íjallar um flók- in guðfræðileg atriði, ekki síst hvað líður órofa vígsluröð biskupa, sem rofnaðþ í sumum löndum, þar á meðal Islandi, við siðaskipti. „Þetta er mjög mikilvægur áfangi," sagði Þorbjörn Hlynur Árnason biskupsritari, af þessu til- efni. „Héðan í frá mun anglíkanska kirkjan líta á íslenska sendiráðs- prestinn í London sem einn af sín- um þrestum. Hann hefur jafna stöðu og réttindi á við presta henn- ar. Við lítum fram á veg með mik- illi gleði og vonum að af þessu samkomulagi náist virkari sam- skipti milli íslensku kirkjunnar og erlendra kirkjudeilda." Geir Waage sagði tvennt standa upp úr af nýyfirstöðnu kirkju- þingi: „Samþykkt Porvoo-sam- komulagsins var mjög gleðilegur atburður og hefur kirkjusögulegt gildi fyrir okkur og ailar kirkjur sem að því standa. Síðan má nefna málefnalega afgreiðslu presta- stefnunnar á frumvarpinu um stöðu, stjórn og starfshætti ís- lensku þjóðkirkjunnar. Það verður orðið mjög vandað þegar það verð- ur afgreitt af næsta kirkjuþingi, en þá hefur það fengið mikla og ítarlega umfjöllun í prófastsdæm- um landsins, hér á prestastefnu og á tveimur kirkjuþingum." Andlát BRANDUR TÓMASSON BRANDUR Tómasson, fyrrverandi yfirflug- virki, er látinn á 81. aldursári. Hann er fæddur á Hólmavík 21. september árið 1914, sonur hjónanna Tóm- asar Brandssonar, bónda og verslunar- manns, og Ágústu Lov- ísu Einarsdóttir. Brandur ólst upp á Hólmavík og gekk þar í alþýðuskóla. Hann hóf nám í vélsmíði í Landssmiðjunni í Reykjavík árið 1932 og sótti jafnframt iðnskóla en þaðan lauk hann burtfararprófi 25. apríl árið 1936 og sveinsprófi í vélsmíði frá Landsmiðjunni eftir fjögurra ára nám 5. febrúar árið 1937. Hann hóf nám í flugvirkjun hjá Lufthansa í Þýskalandi 16. júlí árið 1937 og lauk flugvirkjaprófi hjá þýska loft- ferðaeftirlitinu í Berlín 18. ágúst árið 1938. Hann hætti námi í loft- skeytaskóla í Kaup- mannahöfn til að upp- fylla þörf fyrir flug- virkja á íslandi. Brandur hóf störf hjá Flugfélagi Akur- eyrar 21. desember árið 1938, tók meist- arapróf í vélvirkjun 17. september árið 1941 og meistarapróf í flug- virkjun 11. desember árið 1953. Hann var 'm yfirflugvirki hjá Flug- Æ félagi íslands um 30 Jmm ára skeið og vann síðan almenn flugvirkjastörf hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum í 18 ár. Brandur var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu fyrir flugvirkja- störf 1. janúar árið 1983. Hann hætti störfum hjá Flugleiðum í árs- byijun árið 1986. Brandur kvæntist Jónínu Mar- gréti Gísladóttur 12. júlí árið 1942 og eignuðust þau fimm börn. Fjölskyldu- garðurinn tveggja ára ÞAÐ stendur mikið til um heig- ina í fjölskyldugarðinum. í dag, föstudaginn 23. júní verður Jónsmessunni fagnað með da.g- skrá fyrir börnin sem hefst kl. 14.00 og birtast þá trúðar, froskar og aðrar furðuverur. Einnig verða flutt tvö leikrit fyrir börnin auk þess sem þau geta spreytt sig í söng í „Krakkakarókí". Um kvöldið, milli kl. 23.00 - 01.00 , verður boðið upp á dagskrá fyrir þá sem eldri éru, sem ber nafnið Jónsmessunótt. Varðeldur verður tendraður, leikþættir með þjóðlegu ívafi fluttir auk þess sem gestir og gangandi geta fræðst um mátt steina og plantna og annað það sem tengist íslenskri þjóðtrú á Jóns- messunótt. Á laugardaginn verður af- mæli fjölskyldugarðsins fagnað en tvö ár eru liðin síðan hann var settur á fót. Leikþættir, tón- list, grín og gaman setja svip á dagskránna sem hefst kl. 13.00 og stendur fram eftir degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.